Morgunblaðið - 10.11.2018, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Nú er ...líka orðinn léttur Veður víða um heim 9.11., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 8 skýjað Kaupmannahöfn 8 skúrir Stokkhólmur 7 súld Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 heiðskírt Dublin 10 rigning Glasgow 10 rigning London 11 rigning París 13 skýjað Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 11 skýjað Berlín 9 þoka Vín 11 skýjað Moskva 2 súld Algarve 18 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 14 rigning Mallorca 14 rigning Róm 18 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -11 skýjað Montreal 0 alskýjað New York 8 súld Chicago 0 snjókoma  10. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:41 16:44 ÍSAFJÖRÐUR 10:02 16:32 SIGLUFJÖRÐUR 9:46 16:14 DJÚPIVOGUR 9:14 16:09 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Norðaustan 10-18 m/s og rigning á Vestfjörðum, en annars mun hægari austlæg átt og skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum, en vægt nætur- frost inn til landsins. Austan og norðaustan 8-25 m/s, hvassast í Öræfum og undir Eyjafjöllum. Rigning á austanverðu landinu en dregur úr úrkomu þar og vindi í kvöld. Úrkomulítið vestantil. Hiti 3 til 10 stig. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Jensína Andrésdóttir heldur upp á 109 ára afmæli sitt í dag á Hrafnistu í Reykjavík en þar hefur hún dvalið í rúma tvo áratugi. Jensína er þokka- lega ern og fagnar afmælinu á Hrafn- istu. Jensína fæddist í Þorskafirði í Reykhólahreppi í Austur-Barða- strandarsýslu 10. nóvember 1909 og ólst þar upp með foreldrum sínum og 14 systkinum sem öll komust á legg nema eitt. Í viðtali við Jensínu á vef Hrafnistu fyrir nokkrum árum kom fram að hún hefði upplifað tímanna tvenna. Hún fór snemma að heiman og gerð- ist vinnukona við Ísafjarðardjúp í tvo vetur en hjálpaði svo systur sinni, sem átti 12 börn, með heimilishald. Jensína fluttist fljótlega til Reykja- víkur þar sem hún hefur búið síðan. Jensína lærði að sauma einn vetur en fékk mænuveikina 1955-1956 og lamaðist öðrum megin. Þrátt fyrir af- leiðingar lömunarveikinnar vann hún hjá nokkrum læknum við þrif og vann ýmis þjónustustörf. Þegar Jensína var spurð í viðtali hvort þvottavélar hefðu ekki breytt miklu fyrir heimilishaldið svaraði hún: „Nei, nei, ég hef aldrei þvegið þvott í þvottavél, maður skolaði bara í læknum í sveitinni, barði klakann af og svo lagði maður þvottinn frá sér og þegar maður var búinn að því, við eld, þá byrjaði maður að vinda. Það var sko ekkert sældarlíf.“ Enginn hefur náð hærri aldri í rúmlega sextíu ára sögu Hrafnistu í Reykjavík en Jensína hefur búið þar síðan 1997. Fimmti 109 ára Íslendingurinn Samkvæmt upplýsingum frá Jón- asi Ragnarssyni, áhugamanni um langlífi, hafa fjórir Íslendingar, allt konur náð hærri aldri en Jensína: Guðrún Björg Björnsdóttir, sem bjó 106 ár í Kanada, náði lengstum aldri; 109 árum og 310 dögum. Jónas segir að Sólveig Pálsdóttir frá Hornafirði eigi Íslandsmet Íslendinga búsettra á Íslandi; 103 ár og 69 daga. Það met geti Jensína slegið 19. janúar næst- komandi. Elsti karl á Íslandi er átt- undi í röðinni yfir elstu Íslendinga, en það var Georg Breiðfjörð, sem náði að verða 107 ára og 333 daga gamall. Heldur upp á 109 ára afmæli sitt í dag  Elsti íbúi Hrafnistu í Reykjavík í 60 ára sögu heimilisins Ljósmynd/Hreinn Magnússon Langlífi Jensína Andrésdóttir á góðri stundu með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Hún fagnar á Hrafnistu í dag 109 ára afmælisdegi. Langelstu Íslendingarnir 6 Guðrún Jónsdóttir, Hafnarfirði f. 9. ágúst 1906 í V-Ísa- fjarðarsýslu, d. 2014 108 ára og 125 daga 7 Halldóra Bjarna-dóttir, Blönduósi f. 15. október 1873 í A-Húnavatnssýslu, d. 1981 108 ára og 43 daga 8 Georg BreiðfjörðÓlafsson, Stykkishólmi f. 26. mars 1909 í Dalasýslu, d. 2017 107 ára og 333 daga 9 Jóhanna Stefáns-dóttir, Kanada f. 4. desember 1873 í Skagafjarðarsýslu, d. 1981 107 ára og 234 daga 10 Guðrún Straumfjörð, Reykjavík f. 24. maí 1911 í Reykjavík 107 ára 11 Elín MagnúsdóttirAkureyri f. 4. nóvember 1895 í S-Þingeyjarsýslu, d. 2003 107 ára og 113 daga 12 Torfhildur Torfa-dóttir, Ísafirði f. 24. maí 1904 í Stranda- sýslu, d. 2011 107 ára og 90 daga 13 Málfríður Jónsdóttir, Reykjavík f. 29. ágúst 1896 í S-Múla- sýslu, d. 2003 107 ára og 70 daga 14 Margrét Hannes-dóttir, Reykjavík f. 15. júlí 1904 í V-Skaftafellssýslu, d. 2011 107 ára og 19 daga Jónas Ragnarsson/ Langlífi Guðrún Björg Björnsdóttir Kanada f. 20. október 1888 í N-Múlasýslu, d. 1998 109 ára og 310 daga Sólveig Pálsdóttir Hornafirði f. 20. ágúst 1897 í V-Skaftafellssýslu, d. 2006 109 ára og 69 daga Guðfinna Einarsdóttir Reykjavík f. 2. febrúar 1897 í Dalasýslu, d. 2006 109 ára og 58 daga Guðríður Guðbrandsdóttir Reykjavík f. 23. maí 1906 í Dala- sýslu, d. 2015 109 ára og 33 daga Jensína Andrésdóttir Reykjavík f. 10. nóvember 1909 í A-Barðastrandarsýslu 109 ára 1 2 3 4 5 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Á Umhverfisþingi sem haldið var á Grand hóteli í gær sagði Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlinda- fræðingur, frá því að 92,4% ferða- manna kæmu til Íslands vegna náttúrunnar og hver króna sem lögð væri til ferðamála yrði að 23. Ný hugsun ný nálgun í náttúru- vernd var yfirskrift Umhverfis- þingsins sem haldið var í 11. sinn. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í þinginu en 400 manns sátu þingið. Þar voru m.a. kynntar niður- stöður rannsóknar Hagfræðistofn- unar HÍ. Samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur 12 friðlýstra svæða á landinu um 10 milljarðar króna á síðasta ári. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. 40% miðhálendisins í skoðun Fyrirhugðaður miðhálendisþjóð- garður var til umræðu á þinginu en Óli Halldórsson, formaður þver- pólitískrar 12 manna nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sagði að 40% af flatarmáli landsins væru til umræðu þegar fjallað væri um miðhálendisþjóðgarð. Engin ákvörðun hefði verið tekin um hugsanlega stærð hans. Í umræðum kom fram að hug- myndin að slíkum þjóðgarði væri áhugaverð en margt þyrfti að var- ast. Bera þyrfti virðingu fyrir af- réttum landsins, gæta að því að ganga ekki á landið. Setja fjölda- takmarkanir á heimsóknir ferða- manna með stýringu. Með því að búa til þjóðgarð yrði hægt að vernda betur auðlindina á hálendi og skila í góðu standi til komandi kynslóða. Vernd í þjóðgarði Michaël Bishop landfræðingur kynnti niðurstöður spurningakönn- unar sem unnin var af Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands, um viðhorf almennings og félaga- samtaka til þjóðgarðs á miðhálend- inu. Tæplega 63% af þeim sem tóku afstöðu eru fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu en tæp- lega 10% andvíg honum. 75% þeirra sem eru fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu tiltaka að hann myndi vernda mörg svæði sem ekki njóta verndar í dag. Friðlýst svæði gáfu af sér 10 milljarða  Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ kynnt á Umhverfisþinginu í gær Morgunblaðið/RAX Fegurð Víti og Öskjuvatn eru frið- lýst svæði í Vatnajökulsþjóðgarði. Ungt fólk lét til sín taka á Umhverfisþingi í dag. Sig- urður Jóhann Helgason, 16 ára, hvatti Umhverfisþing til þess að hugsa vel um nátttúruna en hann var mjög snortinn af ósnortinni náttúrufegurð sem hann og vin- ur hans upplifðu þegar þeir félagarnir gengu Lauga- veginn. Sigurður vill hvetja ungt fólk til þess að ganga almennt betur um umhverfi sitt. Vernda náttúruna og halda henni óbreyttri þannig að komandi kynslóðir fái að upplifa náttúrufegurðina á þann hátt sem þeir vin- irnir gerðu. Anna Ragnarsdóttir Pedersen, sem er á þrítugsaldri, sagði frá upp- lifun sinni af því að búa í þjóðgarði og að starfa sem landvörður. Hún benti á að þjóðgarðar og friðlýst svæði gætu verið atvinnuskapandi fyrir ungt fólk og líkti þjóðgörðum við hafnir nútímans. Anna hvatti stjórn- völd til að fræða ungt fólk um umhverfimál og náttúruvernd og tækifær- in sem felast í henni. Tækifæri felast í náttúruvernd UNGIR NÁTTÚRUSINNAR TÖLUÐU Á UMHVERFISÞINGI Laugavegurinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.