Morgunblaðið - 10.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 10.11.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á tunnu af Brent Norðursjávar- olíu fór undir 70 dali á mörkuðum í gær. Það er 15 dölum lægra en fyrir nokkrum vikum. Það samsvarar um 20% lækkun frá hæsta punkti. Olíufélagið N1 heyrir undir Festi. Félagið er með um 110 dælustöðvar fyrir eldsneyti um land allt. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri hjá Festi, segir þróun olíu- verðs undanfarið gefa tilefni til að ætla að útsöluverð á bensíni geti lækkað á Íslandi. „Það er ekki ólíklegt að við sjáum lækkun á næstu dögum. Mér sýnist þróunin gefa tilefni til þess,“ segir Eggert Þór og bendir á að tonnið af bensíni kostaði að meðaltali 720 dali í október en nú um 650 dali. Það er um 10% lækkun. Á móti komi að meðal- gengi dalsins hafi verið 117 krónur í október en sé nú um 122 krónur. Það er rúmlega 4% veiking krónu gagn- vart Bandaríkjadal á tímabilinu. Um 57% fara í skatta „Gengisáhrifin hjálpa okkur ekki í þessum slag,“ segir Eggert Þór. Hann bendir á að um 57% af út- söluverði bensíns á Íslandi séu skatt- ar. Hlutur birgja sé um og yfir 33% og álagning olíufélaganna 9-11%. Vegna þessarar samsetningar sveiflist útsöluverðið á Íslandi ekki jafn mikið og heimsmarkaðsverðið. Brynjólfur Stefánsson, sérfræð- ingur hjá Íslandssjóðum, segir deil- ur Bandaríkjastjórnar og stjórn- valda í Íran hafa haft áhrif á þróun olíuverðs á síðustu dögum. Íranar flytji út um 2,5 milljón tunnur af olíu á dag. Áætlað var að útflutningurinn gæti minnkað um rúmlega milljón tunnur vegna viðskiptaþvingana. Tilslakanir gegn Íran Nánar tiltekið hafi undanþágur frá viðskiptaþvingunum Bandaríkja- stjórnar, sem tóku gildi í vikubyrjun, reynst vera víðtækari en spáð var. „Það var óvænt hversu miklar undanþágur voru gefnar. Menn gerðu einhvern veginn ráð fyrir að Bandaríkjamenn yrðu harðari á því hverjir fengju undanþágu. Þeir hafa hins vegar veitt undanþágur til ríkja sem eru miklir kaupendur á olíu frá Íran, þar með talið til Kína og Ind- lands. Til dæmis voru Kínverjar búnir að búa sig undir þessar við- skiptaþvinganir. Þeir hafa verið stórtækir í olíukaupum frá Íran. Bandaríkjastjórn reyndist hins veg- ar vægari í þessum aðgerðum en menn héldu í fyrstu. Það virðist sem Íranar komist á markað með sína olíu í ríkara mæli en gert var ráð fyrir. Þetta ásamt áhyggjum af heimshagvexti er að mínu mati að- alskýringin á þessari lækkun núna.“ Betri birgðastaða hefur áhrif Brynjólfur segir aðspurður þetta fela í sér töluverða breytingu á markaðnum. Framboðið sé ekki eins lítið og áætlað var fyrir nokkrum vikum og mánuðum. Með því séu horfurnar orðnar betri varðandi olíu- verðið á næsta ári. Betri birgða- staða, þar með talið í Bandaríkjun- um, hafi þar áhrif. Lækkun olíuverðs séu góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. „Olíuverðið hefur lækkað um næstum 20% frá hæsta punkti. Auð- vitað skiptir það miklu máli fyrir ís- lenskt efnahagslíf og flugfélögin.“ Víðtæk efnahagsleg áhrif Olíuverðið hefur mikil áhrif í hag- kerfinu. Fram kemur í nýjum Pen- ingamálum Seðlabankans að hag- vöxtur var 6,4% á fyrri hluta ársins. Það sé „meiri hagvöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála og skýrist frávikið fyrst og fremst af kröftugri birgðaaukningu og óvænt- um samdrætti vöruinnflutnings“. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir innflutning koma til frádráttar frá útflutningi við uppgjör þjóðhags- reikninga. Þess vegna aukist hag- vöxtur með minni innflutningi. Hann segir aðspurður að lækkun olíuverðs undanfarið skili sér í bætt- um viðskiptakjörum þjóðarinnar. Á móti komi að heimsmarkaðsverð á áli hafi farið lækkandi að undan- förnu. Greina þurfi nettóáhrifin af þessu tvennu. Hærra verð rýrir kjörin Hugtakið viðskiptakjör vísar til verðhlutfalls útflutnings og innflutn- ings. Hækki verð á innfluttum vörum og þjónustu umfram verð á útflutningi þá rýrna viðskiptakjörin. Þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar hins vegar umfram innflutning batna viðskiptakjörin. „Þetta hefur í gegnum söguna haft gríðarleg áhrif á afkomu þjóðarinn- ar. Við erum enda svo háð utanríkis- viðskiptum. Við erum lítið hagkerfi, sérhæfum okkur í tiltölulega fáum atvinnugreinum og njótum mikils ávinnings af viðskiptum við aðra. Hversu mikill sá ávinningur er sveiflast mikið eftir því hvernig við- skiptakjörin þróast,“ segir Yngvi. Viðskiptakjör þjóðarinnar hafa batnað mikið á síðustu árum með lækkandi olíuverði, innfluttri verð- hjöðnun og fleiri þáttum. Með því jókst kaupmáttur almennings. Á grafi sem Yngvi útbjó má sjá hvernig viðskiptakjörin og olíu- og fiskverð, deilt með olíuverði, hafa fylgst að á öldinni. Eftir því sem verð fisks og áls er hlutfallslega hærra gagnvart olíu þeim mun betri eru kjörin á þann mælikvarða. Við- skiptakjörin eru aftur á uppleið. Reiknar með lækkun olíuverðs  Forstjóri Festi reiknar með að lækkun heimsmarkaðsverðs skili sér í lægra útsöluverði á Íslandi  Tunna af Norðursjávarolíu hefur lækkað úr 85 í 70 dali  Lægra olíuverð þýðir betri viðskiptakjör Vísitölur viðskiptakjara og hlutföll álverðs, fiskverðs og olíuverðs 2000-2018 125 120 115 110 105 100 95 90 85 300 225 150 75 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimildir: Seðlabanki Íslands og Analytica Viðskiptakjör (vinstri ás) Álverð/olíuverði (hægri ás) Fiskverð/olíuverði (hægri ás) (2010=100) Morgunblaðið/Kristinn Við dæluna Bensínverð hefur hækkað undanfarið en gæti nú lækkað aftur. Verð á Brent hráolíu frá 1. október 2018 90 88 86 84 82 80 78 76 74 72 70 68 66 64 1. október 2018 9. nóvember 2018 1. október um 85 9. nóvember um 70 Heimild: Thomson Reuters, Analytica Verð er í $/tunnu frá degi til dags Laxar með rafeindamerki í kviðar- holi fóru niður á allt að 1.187 metra dýpi, samkvæmt rannsókn sem Sig- urður Már Einarsson, Sigurður Guðjónsson, Ingi Rúnar Jónsson og Jóhannes Guðbrandsson, sérfræð- ingar á ferskvatnslífríkissviði Haf- rannsóknastofnunar, hafa gert. Í ný- birtri grein er fjallað um dýpis- hegðun og sérstaklega djúpar dýfur sjö endurheimtra laxa í sjávardvöl þeirra á 15 mánaða tímabili. Gerð er grein fyrir rannsókninni í tímaritinu Environmental Biology of Fishes og er hún aðgengileg á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Árin 2005 og 2006 voru laxaseiði merkt með rafeindamerkjum sem komið var fyrir í kviðarholi seiðanna og sleppt í Kiðafellsá í Kjós. Rafeindamerkin voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og skráðu hita og dýpi (þrýsting) á klukkustundar fresti. Mestan hluta tímans voru laxarnir á tiltölulega litlu dýpi (<100m), en sýndu dægursveiflur allan tímann, þar sem fiskarnir héldu sig nálægt yfirborði sjávar yfir nóttina en köf- uðu niður á meira dýpi yfir daginn. Dægursveiflunar voru sérstak- lega áberandi frá hausti fram á vor. Þegar leið á sjávardvölina fóru lax- arnir að taka stuttar djúpar dýfur (>100 m) og jókst tíðni og lengd dýf- anna er leið á veturinn. Þessar djúpu dýfur höfðu áður sést hjá hoplöxum en þetta er í fyrsta skipti sem þær sjást hjá unglaxi. Lengsta dýfan 33 tímar Mesta dýpi sem laxarnir sýndu var frá 419 m til 1.187 m. Flestar dýfurnar voru innan við fimm klukkustundir en lengsta dýfan var 33 klst. Algengast var að dýfurnar hæfust á kvöldin eða að nóttu til. Til- gáta höfunda er sú að djúpar dýfur laxanna tengist fæðuatferli, en þekkt er að miðsjávarfiskar geta verið mikilvæg fæða fyrir laxa að vetrarlagi, segir á heimasíðu Haf- rannsóknastofnunar. aij@mbl.is Laxar á 1.187 metra dýpi  Í fyrsta skipti sem svo djúpar dýfur hafa sést hjá unglaxi Morgunblaðið/Einar Falur Lax Í Túnhyl í Miðfjarðará. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.