Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Fyrirtækjum fjölgar við Larsen- stræti austast á Selfossi. Bæjarráð hefur samþykkt umsókn þriggja þjónustufyrirtækja um lóðir við göt- una, austan megin við Byko. Þetta eru fyrirtækin Vélaverkstæði Þóris og Sólning auk Rarik. Þessa dagana rís við götuna nýtt hús Póstsins, sem verður tekið í notkun í desember, sem og nýtt verslunarhúsnæði í eigu JÁ verk- taka, sem þeir hyggjast leiga út. Út- hlutun lóðanna er þó ekki alveg óum- deild. Þannig greiddi fulltrúi D-lista í bæjarráði henni ekki atkvæði sitt, á þeim forsendum að starfsemi um- ræddra fyrirtækja samræmdist ekki deiliskipulagi svæðisins. Þá áréttaði hann að ef lóðir við Larsenstræði væru tilbúnar til úthlutunar ætti að auglýsa þær samkvæmt fyrirliggj- andi reglum og gefa öllum kost á að sækja um þær.    Framkvæmdir eru hafnar í nýjum miðbæ á Selfossi. Fyrsta skóflustungan í verkefninu verður tekin næstkomandi laugardag. Svæð- ið hefur verið girt af vegna þessa. Í fyrsta áfanga verður svæðið að mestu grafið upp, lagnavinna hefst í framhaldi af því og framkvæmdir við gatnagerð upp úr áramótum. Í þess- um áfanga er gert ráð fyrir byggingu þrettán húsa og talsvert er um kjall- ara í þeim húsum. Af fyrstu þrettán byggingunum verða Skyrheimar mest áberandi, hús sem verður eft- irmynd hins gamla mjólkurbús Flóa- manna. Það mun hýsa safn, viðburða- rými, brugghús og fleira. Að sögn Leós Árnasonar, upp- hafsmanns verkefnisins, er mikið lagt upp úr markaðssetningu á mið- bænum og því sem þar verður hægt að gera. Mikil áhersla verður lögð á framboð sunnlenskrar framleiðslu, Suðurland sé matarkista og upplagt sé að kynna Selfoss sem áfangastað út frá slíku. „Við stöndum við slagæð ferðaþjónustunnar og höfum kannski ekki fengið nægan skerf af henni til okkar,“ segir Leó. Nýta á athygli sem verkefnið hefur fengið og danska fyrirtækið Kunde og Co mun gera markaðsrannsóknir á næstunni, t.a.m. með viðtölum við heimamenn í formi vinnudags sem haldinn verður innan skamms.    Þingmenn Suðurkjördæmis hafa í sameiningu sent frá sér þings- ályktunartillögu þar sem þeir hvetja mennta- og menningarmálaráðherra til að beita sér fyrir því að menning- arsalur Suðurlands verði kláraður sem allra fyrst, en eigi síðar en við árslok 2020. Menningarsalir hafa ris- ið víða um land með aðstoð hins op- inbera og nú vilja þingmenn Suður- kjördæmis að ráðherra semji við Sveitarfélagið Árborg um frágang á sal í Hótel Selfossi sem nýst geti sem slíkur menningarsalur. Þar er salur sem hafin var bygging á árið 1982 og er enn ókláraður. Er hann með hall- andi gólfi og mjög stóru sviði, og þar eiga að geta rúmast sæti fyrir 270 manns, auk þess sem þar er gryfja fyrir hljómsveit. Í greinargerð með þingslályktuninni er bent á að í fjár- málaáætlun verði stuðlað að bygg- ingu menningarhúsa á Fljótsdalshér- aði og Skagafirði, en láðst hafi að geta menningarsalar á Selfossi. Því þyki flutningsmönnum kjörið að bæta úr því nú. Ætlað er að kostn- aður við frágang salarins sé um 300 milljónir króna.    Þórey Hekla Ægisdóttir sigr- aði í söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem fram fór á fimmtudagskvöld. Þórey Hekla stóð uppi sem sigurvegari úr hópi tíu keppenda, með lagið It’s a man’s world. Í öðru sæti varð Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Kolbrún Katla Jónsdóttir varð þriðja. Keppnin var afar íburðarmikil að venju, og fór fram í íþróttahúsinu Iðu að við- stöddum fjölda gesta sem létu vel í sér heyra. Kynnar voru þeir Auddi og Sveppi og fórst þeim starfið vel úr hendi.    Og meira af menningu því Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði og Karlakór Selfoss halda sameig- inlega tónleika í Selfosskirkju í dag, sem hefjast klukkan 17. Það má bú- ast við talsverðum drunum í kirkj- unni þegar á annað hundrað karl- menn hefja þar upp raust sína. Samkvæmt dagskrárkynningu má búast við nokkru léttmeti frá kór- unum, allt frá Abba til Jóns Múla, í bland við dúndrandi klassík. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Uppbygging Nýtt pósthús rís nú við Larsenstræti austast á Selfossi, í nágrenni við verslanir Bónuss og Byko. Fjölgar við Larsenstræti Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Vina- liðaverkefninu hvatningarverðlaun á degi gegn einelti sl. fimmtudag. Guðjón Örn Jóhannsson, verk- efnastjóri verkefnisins, og Selma Barðdal Reynisdóttir tóku við verð- laununum við athöfn sem haldin var í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Forvarnaverkefnið, sem er norskt að uppruna, hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í um 1.200 skólum á Norðurlöndum. Árskóli á Sauðárkróki heldur utan um verkefnið á Íslandi og í dag taka 46 skólar þátt í verkefninu hér á landi. „Verkefnið hvetur nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímín- útum. Verkefnið miðar að því að auka jákvæð samskipti, hreyfingu og vel- líðan og vinnur þannig gegn einelti. Markmið verkefnisins er að bjóða nemendum fjölbreyttara úrval af- þreyingar í löngu frímínútunum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Nemendur í 3.-7. bekk velja einstaklinga sem fá hlutverk Vinaliða en þeir hafa svo umsjón með að koma leikjum og af- þreyingu í gang og taka til eftir leik- ina,“ segir í tilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu. Verðlaun á degi gegn einelti fóru til Vinaliðaverkefnisins  46 íslenskir skólar í verkefninu  Árskóli er móðurskólinn Vinaliðaverkefni Elísa Hildur Þórðardóttir, Guðjón Örn Jóhannsson og Selma Barðdal Reynisdóttir tóku við verðlaununum frá ráðherra. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íbúar í Úlfarsárdal eru mótfallnir því að fjölmiðlafyrirtækið Sýn fái að reisa fjarskiptamastur á toppi Úlf- arsfells. Í tillögu að deiliskipulagi kemur fram að fyrirtækið vilji reisa 50 metra hátt mastur á fjallinu sem margir lýsa sem útivistarparadís fyrir Reykvíkinga. „Fyrirheit eru um útsýnispall og mastur úr náttúrulegu byggingar- efni, en það er ekkert náttúrulegt við 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði og mun það rýra úti- vistargildi svæðisins,“ segir í ályktun Íbúasamtaka Úlfarárdals þar sem tillögunni er harðlega mótmælt. Seg- ir þar að ekki hafi tekist að sanna að útvarpsbylgjur nálægt íbúabyggð séu skaðlausar heilsu fólks og um- rætt mastur muni draga úr áhuga á búsetu á svæðinu og rýra verðgildi eigna. „Staðsetning á þessum útsýn- ispalli og gönguleiðum nálægt mastrinu gæti verið mjög varasöm vegna ísingar sem gæti myndast. Þarna er oft mjög vindasamt og ís úr 50 metra hæð fellur ekki lóðrétt nið- ur. Það gæti því verið lífshættulegt að ganga nálægt mastrinu við ákveð- in skilyrði,“ segir ennfremur í álykt- uninni. Þá er þess krafist að tvö tíu metra möstur sem standa á Úlfarsfelli ásamt tækjaskúr verði fjarlægð. Bráðabirgðaleyfi fyrir þeim var veitt árið 2012 en byggingarleyfi var síðar fellt úr gildi. „Krafist er að núver- andi mannvirki verði fjarlægð og að borgarráð hafni alfarið tillögu um varanlegt mastur á þessum stað og finni því annan stað, fjær íbúða- byggð og vinsælum útivistarsvæðum Reykvíkinga,“ segja íbúarnir. Mun rýra útivist- argildi svæðisins  Íbúar ósáttir við 50 metra mastur á Úlfarsfelli  Rýrir verðgildi fasteigna Teikning/Arkís Mastur Útfærsla Arkís á loftmastri Sýnar og palli á toppi Úlfarsfells. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kynnti drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. Drög- in að stefnu hafa nú verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Frestur til að skila umsögnum er til 30. nóvember næstkomandi. Stefnumótunin tekur mið af meginsjónarmiðum sem fram koma í annarri opinberri stefnumörkun sem fyrir liggur á þessu sviði, svo sem landskipulagsstefnu, stjórnun- ar- og verndaráætlun Vatnajökuls- þjóðgarðs og þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Einnig er horft til mark- miða um umhverfisvernd og nýt- ingu lands og auðlinda í löggjöf á sviði umhverfisréttar. Nú eru alls 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86 hundr- aðshluta miðhálendisins og 44 hundraðshluta landsins alls, ef mið- að er við þau landsvæði sem óbyggðanefnd hefur tekið til með- ferðar og úrskurðað um, að því er fram kemur í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Drög að stefnu um nýtingu á þjóðlendum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendið Ríkið á langstærstan hluta af fögru hálendinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.