Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Heimavarnarráðuneyti Bandaríkj- anna setti á fimmtudaginn nýjar reglur sem banna fólki sem kemur um suðurlandamærin, þ.e. um Mexíkó, að sækja um hæli í landinu nema það gefi sig fram á landa- mærastöðvum. Ráðuneytið sagði að svo mikið væri um hælisbeiðnir að mótttökukerfið í landinu annaði ekki lengur verkefninu. Margir sérfræðingar í innflytj- endalögum gagnrýndu tilskipunina og sögðu að hún stangaðist á við skýr lagafyrirmæli sem heimila fólki að biðja um hæli þótt það komi inn í landið á annan hátt. Takmarkanir á straumi innflytj- enda til Bandaríkjanna eru eitt helsta baráttumál Donalds Trumps forseta. Í kosningabaráttunni vest- anhafs á dögunum voru áform um 5.000 manna hóps, sem nálgast landamærin við Mexíkó, að sækja um hæli í landinu, eitt heitasta deilu- efnið. Kallaði Trump fólkið innrás- arlið og sagði að í hópnum væru glæpamenn. Aðrir segja að þarna sé eingöngu á ferðinni fátækt fólk með börn sem flýi í örvinglan ofsóknir, misrétti og hungur í heimalöndum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rík- isstjórn Trumps sendir frá sér um- deildar tilskipanir um innflytjenda- mál. Hafa sumar verið stöðvaðar af dómstólum. Fyrirskipun hans um bann við komu fólks frá tilteknum löndum múslima gekk þó á endanum í gegn í tímabundinni gerð og þrengri en upphaflega. Tæplega 40 þúsund manns frá Mexíkó og öðrum löndum Mið-Ameríku báðu um hæli í Bandaríkjunum frá 2011-2016. Á sama tíma voru hælisbeiðnir Kín- verja 35 þúsund. Hlutfallslega mun fleiri hælisbeiðnum fyrrnefnda hóps- ins var hafnað eða um 80% á móti 22% hælisbeiðnum frá Kína. Reyna að stöðva fólk sem leitar hælis  Ný tilskipun bandarískra stjórnvalda til að stöðva för hælisleitenda við landamærin að Mexíkó  Trump segir glæpamenn í hópnum  Aðrir segja að þetta sé fátækt fólk að flýja kúgun og misrétti AFP Hælisleitendur Um 5.000 manns eru í hópnum sem nálgast suðurlandamæri Bandaríkjanna og vill fá hæli í landinu. Alríkisdómari í Montana í Banda- ríkjunum úrskurðaði á fimmtudag- inn að stöðva skyldi framkvæmdir við lagningu hinnar umdeildu olíu- leiðslu Keystone XL. Í úrskurðinum segir dómarinn, Brian Morris, að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ekki rökstutt hvers vegna hún felldi úr gildi með sérstakri tilskipun fram- kvæmdabann sem Obama fyrrver- andi forseti fyrirskipaði 2015 í þágu umhverfisverndar. Fyrir liggi sterk- ar vísindalegar greinargerðir um neikvæð umhverfisáhrif og þeim sé ekki hægt að vísa á bug með órök- studdum fullyrðingum. Fréttaskýrendur segja úrskurð- inn meiriháttar áfall fyrir olíuiðnað- inn og Trump, sem felldi bannið úr gildi nokkrum dögum eftir að hann tók við forsetaembætti í fyrra. Að sama skapi sé þetta mikill sigur fyrir umhverfisverndarsinna sem hart hafa barist gegn leiðslunni og bent á skaðleg áhrif hennar. Leiðslan á að flytja hráolíu frá Kanada til olíuhreinsunarstöðva við Mexíkóflóa, 1900 km leið. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 8 milljarðar dala. Trump segir að hún skapi fjölmörg störf og efli atvinnu- lífið. Frá Alberta í Kanada á leiðslan að liggja um Montana, Suður Dakóta og Nebraska þar sem einnig á að reisa á olíuhreinsunarstöðvar. Síðan liggur leiðslan til Oklahoma og Texas við Mexikóflóa. Það er fyrirtækið TransCanada sem hefur undirbúið framkvæmdina sem þegar er hafin norðanmegin landamæranna og átti að hefjast í Bandaríkjamegin í byrjun næsta árs. Úrskurður dómarans er tíma- bundinn. Nú verða stjórnvöld að rökstyðja ákvörðun sína og útskýra hvers vegna fyrri niðurstöður sér- fræðinga um neikvæð áhrif á lofts- lag, gróður og dýralíf á svæðinu sem teygir sig þvert yfir Bandaríkin voru ekki virtar. Stjórnin getur einnig vísað úr- skurðinum til áfrýjunardómstóls. Ljóst er þó að framkvæmdin mun tefjast um a.m.k. eitt ár og ekki óhugsandi að hún sé alveg úr sög- unni. Úrskurðurinn er einn margra sem bandarískir dómstólar hafa kveðið upp á undanförnum mánuð- um þar sem forsetatilskipanir Trump hafa verið takmarkaðar eða felldar úr gildi. Áfall fyrir Trump og olíuiðnaðinn  Alríkisdómari stöðvar framkvæmdir við Keystone XL olíuleiðsluna sem liggja á frá Kanada til Texas  Stjórnin þarf að rökstyðja að leiðslan sem flytur hráolíu sé ekki skaðleg loftslagi, gróðri og dýralífi Fyrirsætan Gigi Hadid dró að sér athyglina – og ekki furða – á árlegri sýningu verslunarkeðj- unnar Victoria’s Secret í New York á fimmtu- daginn. Enginn viðburður í tískuheiminum nær jafn miklu áhorfi og þessi nærfatasýning sem um 800 milljónir manna fylgjast með í beinni útsend- ingu. Mikið tilstand er í kringum sýninguna sem kostar fyrirtækið um 12 milljónir dala, einn og hálfan milljarð íslenskra króna. AFP Um 800 milljónir horfðu á nærfatasýningu Þjóðverjar minntust þess í gær að 80 ár eru liðin frá hinni ill- ræmdu „krist- alsnótt“ þegar þúsundir versl- ana og sam- kunduhúsa gyð- inga þar í landi voru eyðilagðar af óaldarlýð nas- ista fyrir forgöngu stormsveita Hitlers. Einnig var ráðist á heimili gyðinga. Nafnið er dregið af því að glerbrot voru á víð og dreif í hverf- um gyðinga eftir árásirnar. Um 90 gyðingar voru myrtir þessa nótt, hundruð samkunduhúsa víða um landið og í Austurríki skemmd eða brennd til grunna, 800 verslanir rændar og eyðilagðar og um 20 þús- und gyðingar handteknir. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði í ávarpi til þings- ins að atburður af þessu tagi mætti aldrei endurtaka sig. Siðmenningin hefði borið lægri hlut fyrir skríl- mennsku. Hann varaði jafnframt við uppgangi öfgafullra þjóðernissinna. Áttatíu ár frá „krist- alsnóttinni“  Vendipunktur í gyðingaofsóknum Aldrei aftur Stein- meier í þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.