Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 24

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sex hundruðmanns bíðaeftir að komast í meðferð á Vogi. Þessi tala hefur komið ítrek- að fram á liðnum dögum og á fimmtudag voru haldnir tón- leikar í Háskólabíói til þess að minna á vandann. Aldrei þessu vant var enginn söfnunarsími, heldur almenningur hvattur til að skrifa undir ákall til stjórnvalda um að eyða biðlist- anum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var kynnir á tónleikunum. Kári hefur verið iðinn við að vekja athygli á málstaðnum og gera grein fyrir því hvað mikið er í húfi. „Fíknisjúkdómar deyða fleiri á aldrinum 18-40 ára en aðrir sjúkdómar í okkar samfélagi. Vogur er eina sjúkrahúsið í landinu sem veit- ir almenna meðferð við þeim. Okkur ber skylda til að hlúa betur að Vogi þannig að hægt sé að losna við biðlista og taka við sjúklingunum þegar þeir vilja koma í meðferð og skilja á milli unglinga og fullorðinna karla og kvenna og byggja upp göngudeildarmeðferð,“ skrif- aði Kári á síðu sína á fé- lagsvefnum Facebook í tilefni af átakinu og bætti við: „Ekki gleyma því að málið er brýnt, það er ungt fólk að deyja.“ Á heimasíðu undirskrifta- söfnunarinnar segir að nú standi 138 rúmpláss til boða fyrir áfengis- og fíkniefnasjúk- linga. Það séu jafnmörg pláss og árið 1976, þrátt fyrir að þjóðinni hafi fjölgað verulega og vandinn marg- faldast. Fíknin leikur marga grátt og allir Íslendingar þekkja til hennar með einhverjum hætti. Afleiðingar af neyslu vímu- gjafa geta verið skelfilegar. Í ágúst var greint frá því að embætti landslæknis hefði fram í miðjan júní haft 29 dauðsföll til rannsóknar þar sem grunur léki á að lyf hefðu komið við sögu. Í fyrra voru tilfellin 32 allt árið. Vandinn fer því vaxandi. Ekki þarf að fjölyrða um tjónið vegna áfengis. Það rúst- ar fjölskyldum og kostar millj- arða með beinum og óbeinum hætti. Fíkn er sjúkdómur hvaða nafni sem hún nefnist. Þegar fíkill er loks tilbúinn að leita lausnar á vanda sínum er nauðsynlegt að hægt sé að bregðast fljótt við í stað þess að bjóða upp á biðlista. Allir virðast sammála um al- vöru málsins. Þá vaknar spurningin hvers vegna sex hundruð manns séu að jafnaði á biðlista eftir að komast í meðferð. Fíknisjúkdómar valda mikilli vá og skortur á úrræðum getur kostað mannslíf} Meðferð og biðlistar OrkuveitaReykjavíkur hefur kostað borgarbúa drjúg- an skilding á um- liðnum árum. Rekstur Orku- veitunnar ætti að snúast um að útvega viðskiptavinum hennar vatn, hita og rafmagn á sem hagstæðustum kjörum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin og því er rétt að hafa vakandi auga með því hvernig haldið er um taumana þar á bæ. Hildur Björnsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, situr í stjórn Orkuveit- unnar. Hún hefur gagnrýnt að tekið skyldi lán upp á þrjá milljarða á óhagstæðum kjör- um í þeim tilgangi einum að greiða borginni arð og finnst fráleitt að Orkuveitan sitji uppi með „gríðarlegan vaxta- kostnað“ vegna þessa. Gylfi Magnússon, sem er í stjórn Orkuveitunnar með Hildi, kýs að gagnrýna hana og segir túlkun hennar kalla „á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúninga“. Síðan fylgir þula um að vissu- lega hafi verið tek- in nýlán, en það sé gert á hverju ári og eðlilegur liður í fjárstýringu, en greitt hafi verið miklu meira niður af lán- um en tekið var. Það kann vel að vera að tek- ið hafi verið minna af lánum en greitt var niður. Það er hins vegar ekki málið. Þegar upp er staðið er hér verið að fjalla um fé skattborgara. Hægt er að flytja peninga milli vasa, úr geymslum Orkuveitunnar í hirslur stjórnmálamanna í borginni. En það má aldrei gleyma úr hvaða vasa þeir koma, hver situr uppi með reikninginn. Lykilspurningin er hvort það hefði verið ódýr- ara fyrir skattborgarann að sleppa lántökunni og þar með arðgreiðslunni til borg- arinnar. Svar um útúrsnúning án þess að svara þessari spurn- ingu er ekkert annað en útúr- snúningur og eitt elsta bragð þrætubókarlistarinnar. Spurst fyrir, svarað og snúið út úr}Útúrsnúningur E inu sinni ætlaði lítil þjóð að leggja heiminn að fótum sér. Á örfáum árum var hún orðin slíkt stór- veldi í viðskiptum að leigubíl- stjórar austan hafs og vestan töldu víst að hér væri rekin umsvifamikil þvottastöð fyrir rússneska peninga. Forseti Íslands taldi útrásina rökrétta nið- urstöðu af Íslandssögunni og skýrði velgengni hennar í löngu máli hjá Sagnfræðingafélaginu í upphafi árs 2006. Hann hafnaði því að hún væri byggð á sandi: „Útrásin er þó staðfesting á ein- stæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröft- ugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsendur framfara.“ Fáir vildu þó hjálpa þessari einstæðu þjóð þegar rík- isstjórnin leitaði aðstoðar í aðdraganda Hrunsins. Banda- ríkjamenn höfðu verið helstu bandamenn Íslendinga um árabil, en þeir vísuðu ráðamönnum á dyr. AGS kom okkur loks til hjálpar eftir að ósköpin dundu yfir. Þessir atburðir hefðu átt að verða til þess að þjóðin hugsaði vel hver stað- an yrði í framtíðinni þegar hún yrði næst hjálparþurfi. Til- burðir í þá átt hafa verið fálmkenndir eins og Baldur Þór- hallsson prófessor rekur í merkilegri nýrri bók sinni um stöðu smáríkja. Baldur skrifar um mikilvægi þess að lítil ríki hafi efna- hagslegt, pólitískt og félagslegt skjól. Fram að þessu hafa Íslendingar fyrst og fremst hugsað um póli- tískt og hernaðarlegt skjól. Hrunið sýndi glöggt að það er ekki nóg. Á sínum tíma hikuðu Íslendingar ekki við að ganga til margvíslegs samstarfs við nágranna- lönd og önnur ríki. Hagur Íslands af þátttök- unni hefur oft verið vanmetinn. Norðurlanda- samvinna er enn þann dag í dag mikilvæg stoð, því að þangað sækja Íslendingar bæði mennt- un og menningu. Baldur telur félagslegt skjól af þátttöku í Evrópusamvinnu líka vera mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir í upphafi. Bjarni Benediktsson eldri var varfærinn en víðsýnn stjórnmálamaður. Hann sagði í ræðu á tímum kalda stríðsins: „Okkar gamla vernd – fjarlægðin – er úr sögunni.“ Hann hélt áfram: „Athafnaleysið, blint og skilningssljótt á at- burði umheimsins, er vísasti vegurinn til að leiða [hörmungar] yfir okkur. Íslendingar munu leitast við að tryggja öryggi sitt á þann veg, að á landi hér geti lifað um alla framtíð frjáls og farsæl íslensk þjóð.“ Bjarni talaði um hernaðaröryggi, en nú höfum við lært að efnahagslegt og félagslegt öryggi er ekki minna virði. Við þurfum að velja okkur stað sem best veitir slíkt ör- yggi. Því er eðlilegt að við stígum skrefið til fulls og fáum sæti við borðið í Brussel þar sem ákvarðanir eru teknar, en látum okkur ekki nægja að vera þiggjendur í þeirri samvinnu. Benedikt Jóhannesson Pistill Athafnaleysið, blint og skilningssljótt Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Jarðskjálfti sem mældist 6,8 stigvarð á um 10 kílómetra dýpivestur af Jan Mayen í fyrri-nótt og er það stærsti skjálfti sem mælst hefur í Noregi. Upptök skjálftans voru um 125 kílómetra vest- ur af eyjunni, um 600 kílómetra fyrir norðan Ísland. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur ekki líklegt að skjálftinn boði eldgos á Jan Mayen- svæðinu né að hann hafi áhrif hér á landi. Árið 2012 mældist skjálfti upp á 6,6 á Jan Mayen og Ragnar rifjar upp að 1951 hafi álíka stór skjálfti orðið á þessum slóðum. „Mikið þvergengisbelti liggur um Jan Mayen nokkurn veginn frá austri til vesturs, þvert á Mið-Atlantshafs- hrygginn,“ segir Ragnar. „Þarna er næsta stóra þvergengisbelti fyrir norðan Ísland, en hér á landi eru Suð- urlandsbelti og Norðurlandsbelti einn- ig þvergengisbelti. Bæði Jan Mayen og Ísland eru á Mið-Atlantshafshryggnum, sem liggur norður-suður um allt Atlantshaf. Á þessum beltum verða nokkuð stórir jarðskjálftar og þetta mat, að skjálftinn hafi verið 6,8-6,9 að stærð, er þá með því stærsta sem maður hefur séð í mælingum á þessu svæði. Þarna verða sniðgengisskjálftar með lárétt- um hreyfingum, sem valda þá ekki flóðbylgjum, þetta er ekki ósvipað og í Suðurlandsskjálftum hérlendis. Ég tel ekki að skjálftinn boði neitt sérstakt og til skamms tíma eykur þetta ekki líkur á eldgosi á Jan Mayen, auk þess sem skjálftinn varð á annað hundrað kílómetra vestur af eyjunni. Þarna hefur hins vegar mikil spenna losnað eins og gerðist hér á landi í jarðskjálftum 2000 og 2008,“ segir Ragnar Stefánsson. Fólk frá her og veðurstofu Ekki er föst búseta á Jan Mayen, en þar starfa fjórtán manns frá norska hernum og fjórir frá norsku veðurstof- unni. Í skjálftanum urðu ekki slys á fólki, sem vaknaði með andfælum er hann gekk yfir. „Ég fékk vægt áfall þegar ég vaknaði og horfði á spegilinn og skápana leika á reiðiskjálfi,“ sagði Silje Wennesland, tæknistjóri norsku veðurstofunnar á Jan Mayen, í samtali við NTB-fréttastofuna í gærmorgun. Hún telur að skjálftinn hafi staðið í um 30 sekúndur. Stærsti skjálftinn kom vel fram á mælum hér á landi, samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofunni. Allmargir eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu síð- an í fyrrinótt. Ekki voru skjálftar á upptakasvæði stóra skjálftans dagana á undan, en hins vegar a.m.k. tveir al- veg við eyjuna. Í norskum miðlum kemur fram að frá 1970 hafi orðið um tíu jarðskjálftar yfir sex að styrk á svæðinu. Á Jan Mayen er fjallið Beeren- berg sem síðast gaus 1985, en þar áður 1973 og 1970. Það er 2.277 metra hátt og hefur verið kallað nyrsta eldfjall heims. Vöknuðu við kröftugan skjálfta á Jan Mayen Ljósmynd/Baldur Bergsson Beerenberg Talsverð virkni er á svæðinu á og við Jan Mayen og þar er eldfjallið Beerenberg. Melissa Anne Pfeff- er og Baldur Bergsson, sérfræðingar á Veðurstofunni, settu upp gasmæli á Jan Mayen í ágúst fyrir rúmu ári. Á myndinni sést Melissa í forgrunni, en fyrir aftan hana má sjá eldfjallið. Uppsetning mælisins var samstarfsverkefni Veðurstofunnar og Háskólans í Bergen sem vaktar eldfjallið. Það er 2.277 metra hátt og tignarlegt á að líta. Jan Mayen Svalbarði G R Æ N LA N D ÍSLAND Jan Mayen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.