Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Bíll við bíl Mikil umferð var í suðurátt á Sæbrautinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd úr þyrlu yfir Reykjavík síðdegis í gær. Árni Sæberg Hér á landi stunda tæplega 20 þúsund nemendur háskólanám og eru nær tveir þriðju hlutar nemendanna konur. Það hefur nú aldeilis ekki allt- af verið svo. Þegar Félag háskóla- kvenna var stofnað árið 1928 voru að- eins örfáar konur útskrifaðar með há- skólagráðu en Há- skóli Íslans var stofnaður 17 árum fyrr. Þær voru fimm konurnar sem stofnuðu Félag há- skólakvenna fyrir 90 árum síðan og var eitt fyrsta verk- efni félagsins að safna fé til að kaupa eitt herbergi á nýj- um stúdentagarði sem átti að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu á háskólagarði. Á þeim tíma sem félagið var stofnað var full ástæða til að hvetja ungar konur til mennta og berjast fyrir réttindum þeirra. Í gegnum tíðina hafa áherslur félagsins breyst í takt við tíð- arandann. Nú þegar háskólamenntuðum konum hefur fjölgað svo mjög má alveg spyrja hvort þörf sé fyrir Félag háskólakvenna og slíkt félag sé jafnvel tímaskekkja. En við sem sitjum í stjórn félagsins teljum það fjarri lagi því það er alltaf réttur tími til að efla háskólakonur og styðja almennt við menntun kvenna. Félag háskólakvenna er aðili að alþjóðlegum samtökum háskólakvenna sem fagna 100 ára af- mæli á næsta ári en það félag talar fyrir rétt- indum kvenna til menntunar, sérstaklega í þeim löndum þar sem konur njóta ekki sömu tæki- færa til menntunar og karlar. Nú leggur Félag háskólakvenna áherslu á að auka samkennd háskólakvenna, skyggnast inn í veröld þeirra með því að kynnast ólíkum störf- um þeirra og viðfangsefnum. Þá stendur félagið fyrir vali á Háskólakonu ársins og ætlar að veita rannsóknarstyrk til háskólakonu sem afhentur verður í 90 ára afmælisfagnaði sem efna á til í Hátíðarsal Háskóla Íslands næstkomandi mið- vikudag 14. nóvember. Eftir Margréti Kristínu Sigurðardóttur » Þær voru fimm kon- urnar sem stofnuðu Félag háskólakvenna fyrir 90 árum síðan. Margrét Kristín Sigurðardóttir Höfundur er formaður Félags háskólakvenna. Háskóla- konur í 90 ár Það er merkilega lítil umræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna um þriðja orkupakka ESB sem á að taka fyrir í febrúar nk. á Alþingi samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherra. Þetta gef- ur til kynna að þingsályktun rík- isstjórnarinnar sé til og stefna þegar tekin og afstaða klár. Mikil gerjun fer samt fram í grasrót ríkisstjórnarflokkanna allra, fundir og umræða sprengir heilu fundarsalina sé á annað borð boðað til fundar. Jafnframt virðist sem and- ófsfélög séu að búa um sig í flokkunum þremur og reyndar í stjórnarandstöðuflokk- unum líka. Enginn gleymir þjóðaratkvæða- greiðslunum tveimur sem skópu sigur í Ice- save og urðu til þess að sprengja í loft upp vitlausar, auðmýkjandi kúgunartillögur Breta og ESB. Fyrir liggur að æðstu stofnanir Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafna þriðja Orkupakkanum. Og enn fremur að skoðanakönnun gerð í apríl/maí sl. vor greinir frá því að yfir 80% þjóðarinnar séu andvíg og að flokksmenn stjórnarflokkanna séu enn andvígari, það eru frá 86% upp í 92% sem hafna honum, andstaðan mest í Sjálf- stæðisflokknum. Sennilega er aðild að orku- pakkanum enn umdeildari en aðild að Evr- ópusambandinu og er það þó varla á dagskrá hjá hugsandi fólki, þótt Sam- fylkingin og hinn krataflokk- urinn, Viðreisn, sé með það á tungubroddinum til að halda helteknum ESB-sinnum innan sinna vébanda. Nú hefur það gerst að höfuðpaur EES- samninganna, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur talað á Út- varpi Sögu og sagt, að venju, skoðun sína umbúðarlaust. Og við höfum aldrei séð fleiri mekt- arráðherra frá Noregi smjaðra jafn mikið fyrir ráðherrum okk- ar og brýna þá að samþykkja orkupakkann, eins og það séu okkar hags- munir alveg sérstaklega. Láta eins og við séum landföst við Evrópu eða með járnbraut eða sæstreng út. Nú minna norskir ráðamenn á úlfinn í ævintýrinu um Rauðhettu litlu, eitt- hvað stórt býr undir. Hvað sögðu Jón Baldvin og Peter T. Öre- bech? Jón Baldvin sagði á Útvarpi Sögu: „Við höfum ekkert með orkupakka ESB að gera, basta. Þetta varðar ekki Ísland og tæknilega kemur þetta Íslandi ekki við. Við seljum enga orku til Evrópu og ætlum ekki að leggja sæ- streng.“ Svo bætti hann við: „Íslenskir hags- munir eru þeir að gerast aldrei aðilar að orkupakka ESB.“ Og ennfremur að sæ- strengur sé draumur þröngsýnnar klíku sem ein ætlar að græða á uppátækinu ásamt er- lendum auðjöfrum. Kom þetta og margt fleira skýrt fram í máli Jóns Baldvins. Þótt Jón Baldvin sé ekki minn spámaður í pólitík þá hlusta ég alltaf þegar hann talar enda er hann með yfirburðaþekkingu á alþjóðapólitík og segir skoðun sína umbúðalaust. Enn- fremur ber að nefna hér erindi norska lagaprófessorsins Peter T. Örebech á fundi í Heimsýn, en samkvæmt orðum Örebech er verið að stefna íslenskum hagsmunum í orku- málum og þar með sjálfsákvörðunar- og full- veldisrétti þjóðarinnar í stórhættu ef Alþingi samþykkir að innleiða regluverk ESB á bak við orkupakkann. Geta má þess að Örebech var einn þeirra sem börðust með okkur gegn Icesave og er virtur sérfræðingur í Evrópu- rétti. Verða að svara áleitnum spurningum Stóru spurningarnar sem ráðamenn verða að svara og gera upp við sig snúa að orku- auðlindunum sem allir Íslendingar eiga sam- an og njóta þeirra með einum eða öðrum hætti. Því skulu ráðherrar spurðir hér: Hefur t.d. innleiðing orkupakkans áhrif á eignarhald yfir orkuauðlindunum? Í öðrulagi: Hefur inn- leiðing orkupakkans áhrif á innlenda raf- orkumarkaðinn og þar með á verðlag á raf- orkuverði hér? Í þriðja lagi: Hjá hverjum verður ákvörðunarvald um sæstreng eftir innleiðinguna? Hverju breytir Brexit gagn- vart sæstreng? Hvaða völd færast frá ís- lenskum stjórnvöldum til landsreglarans og ACER með innleiðingu orkupakkans? Nú er jafnan talið að EES-samningurinn stangist á við stjórnarskrá? Því var hafnað á sínum tíma en margir telja að yfirtaka orkupakkans sé brot á stjórnarskrá? Þessa innleiðingu þriðja orkupakkans skal líklega yfirtaka með einfaldri þingsályktun á Alþingi og hún þarf ekki að ganga til Bessastaða sem er alvarlegt ef þjóðina grunar að þar með sé verið að færa erlendum þjóðum orkuauðlindir okkar á silfurfati? Þá munu margir horfa til forseta Íslands. Ég skrifa þessa grein til að hvetja minn flokk og ríkisstjórnarflokkana til að segja frá hvert skal halda og rökræða málið eins og gert var við EES-samninginn, árum saman. Flokkarnir eru enn burðarvirki lýðræðis- legrar umræðu og ákvarðanatöku í landinu og grun hef ég um að allir yrðu þeir vændir um svik við flokksþing og landsfundi ætli þeir með málið í gegnum þingið órætt. Íslend- ingar eiga sjálfir að stýra sínum auðlindum og orkumálum þar liggur þjóðarvilji og á við um auðlindir lands og sjávar. Eftir Guðna Ágústsson » Íslendingar eiga sjálfir að stýra sínum auðlindum og orkumálum þar liggur þjóð- arvilji og á við um auðlindir lands og sjávar. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Hverjir eru hagsmunir Íslands af þriðja Orkupakka ESB?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.