Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Heimsmeistarinn MagnúsCarlsen missti af fjöl-mörgum vinningsleiðum ífjörugri fyrstu einvíg- isskák við áskorandann Fabiano Ca- ruana í London í gær og varð að sætta sig við jafntefli eftir 115 leiki. Norðmaðurinn fékk snemma betri stöðu og gat a.m.k. tvisvar knúið fram sigur með því að ráðast með drottn- ingu sína inn fyrir herbúðir hvíts. Segja má að kantpeð á h-línunni hafi kostað hann sigurinn en með því að leika því fram gafst Caruana tími til að koma kóngi sínum í skjól. Þetta heimsmeistaraeinvígi, eins og öll önnur sem haldin hafa verið síðustu áratugina, speglast í því frægasta sem nokkru sinni hefur verið haldið, einvígi Fischer og Spasskí í Reykjavík sumarið 1972. Tengingin hefur sjaldan verið sterk- ari en nú, því vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn í skáksögunni til að hampa heims- meistaratitlinum. Fabiano Caruana fæddist árið 1992 í Miami í Florida, sonur ítalskr- ar móður og bandarísks föður, ólst upp í Brooklyn-hverfi í New York, eins og Fischer, og tók þar sín fyrstu skref í skákinni. Árangur Caruana gegn Magnúsi í 29 kappskákum er ekki góður. Hann er talinn sterkari í byrjunum en leiktækni Magnúsar þykir frábær. Þetta er þriðja tit- ilvörn hans. Á dagskrá eru 12 skák- ir. Teflt er í The College, þriggja hæða byggingu miðsvæðis í London, byggðri á veldisárum Viktoríu drottningar á ofanverðri 19. öld og andi þessa tímabils sem kennt er við hana svífur þar yfir í hverjum krók og kima: London 2018; 1. skák: Fabiano Caruana – Magnús Carl- sen 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 Rd7 8. Be3 e5 9. O-O b6 10. Rh2 Rf8 11. f4 exf4 2. Hxf4 Be6 13. Hf2 h6 14. Dd2 g5!? Magnús tók drjúgan tíma á þennan kröftuga leik sem hefur bæði kosti og galla, veikir f5-reitinn en kemur ridd- ara til g6 og nær góðu tangarhaldi á e5-reitnum. 15. Haf1 Dd6 16. Rg4 O-O-O 17. Rf6 Rd7! 18. Rh5 Be5 19. g4 f6 20. b3 Hann mátti alls ekki leika 20. Rf7 vegna 20. ... h5! 21. Rxh5 Bf7 o.s.frv. 20. .. Bf7 21. Rd1 Rf8!? Óvænt peðsfórn. Hann átti annan sterkan leik, 21. .. Hhg8 sem hótar 22. ... Bxh5 23. gxh5 g4 með sterkri stöðu. 22. Rxf6 Re6 23. Rh5 Bxh5 24. gxh5 Rf4 25. Bxf4 gxf4 26. Hg2 Hhg8 27. De2 Hxg2+ 28. Dxg2 De6 29. Rf2 Hg8 30. Rg4 De8! Beinir skeytum sínum að h5-peðinu. 31. Df3 Dxh5 32. Kf2! Vel leikið í tímahraki, kóngurinn gæti átt gott skjól á e2. 32. ... Bc7! 33. Ke2? Hann er of fljótur á sér og tíminn var naumur. Best var 33. e5! 33. ... Dg5 34. Rh2 h5? Óþarfi, eftir 34. .. De5! er hvítur varnarlaus. 35. Hf2 Dg1 36. Rf1 -Sjá stöðumynd- 36. ... h4? Alveg eins og í 34 leik virtist hann lokaður fyrir möguleikanum 36. .. Dg7! og síðan ryðst drottningin inn eftir því sem verkast vill á b2, c3 eða a1. 37. Kd2? Kb7 38. c3 Be5 39. Kc2 Dg7 40. Rh2 Bxc3 41. Dxf4 Bd4 42. Df7+! Ka6 43. Dxg7 Hxg7 44. He2 Hg3 45. Rg4 Hxh3 46. e5! Loksins hefur Caruana náð mót- spili. 46. ... Hf3 47. e6 Hf8 48. e7 He8 49. Rh6 h3 50. Rf5 Bf6 51. a2 b5 52. b4 cxb4 53. axb4 Bxe7 54. Rxe7 h2 55. Hxh2 Hxe7 Þetta hróksendatafl er tiltölulega einfalt jafntefli en Magnús reyndi lengi að vinna. Eftir 115 leiki sættist hann loks á skiptan hlut. Önnur skák einvígisins hefst í dag kl. 15. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Ólafur Stephensen skrifar líflega grein í Morgunblað föstu- dagsins þar sem hann finnur að ýmsu því sem ég nefndi í grein minni í blaðinu á fimmtudag og varaði fólk við því, meðal annars, að taka of mikið mark á mér sem dýralækni. Mun- urinn á okkur Ólafi liggur þegar kemur að dýralækningum og dýra- heilbrigði ekki síst í því að ég er dýralæknir en hann ekki. Er þá þessum hluta rökræðunnar lokið. Einstök staða Íslands Það sem einna helst einkennir líf, hvort sem það er mannlíf eða dýralíf, er að það þróast. Þetta á ekki einungis við um það að líf- verur eldist, heldur einnig það að við vitkumst og þróumst í hugsun eftir því sem tíminn líður. Fyrir nokkrum áratugum mæltu amer- ískir læknar með einstaka sígar- ettutegundum í auglýsingum en sú aukabúgrein lækna er líklega úr sögunni. Sykurinn sem amma mín taldi meinhollan hefur einnig hrun- ið niður vinsældalista þeirra sem leggja áherslu á góða heilsu. Læknar og dýralæknar (svo því sé haldið til haga) um allan heim hafa af því stórar áhyggjur að við blasi faraldur sé ekki brugðist hratt við notkun sýklalyfja í landbúnaði. Þá komum við að þeirri staðreynd að Íslendingar eru sem þjóð í þeirri stöðu sem flestar þjóðir heims vildu vera í. Ég mæli því ekki við því við Ólaf og verslunina að fara í slagsmál við lækna og dýralækna þegar kemur að heilbrigði manna og dýra á Íslandi. Hrátt kjöt er ekki eins og hvert annað vörunúmer Sá slagur sem Ólafur og versl- unin eru í og hafa náð nokkrum ár- angri í er á sviði frjálsrar versl- unar. Þá er bara spurningin sú hvort kjörbúðin sé rétti vettvang- urinn fyrir matarslag. Hvort frjáls verslun með hrátt kjöt sé bara eins og hvert annað bókhaldsnúmer þegar við blasir á þeim mörkuðum sem verið er að opna að ástandið er bara alls ekki nógu gott. Og langt frá því. Vakning um allan heim EES-samningurinn er Íslendingum gríð- arlega mikilvægur, ekki síst þegar hags- munir sjávarútvegsins eru annars vegar. Það að bera saman íslensk- ar sjávarafurðir og af- urðir verksmiðjubúa meginlandsins er þó eins og að bera saman tómata og ananas. Ég lít svo á að það sé þess virði að berjast fyrir breytingum á EES-samningnum til þess að vernda þá góðu stöðu sem við höfum á sviði landbúnaðar, dýraheilbrigðis og lýðheilsu. Um þetta er gríðarleg vakning um all- an heim en ekki síst á Norð- urlöndum. Tökum ekki áhættuna Það erfiða við þetta mál er ekki síst það að ef við leyfum tímanum að leiða í ljós hvort það hafi áhrif á lýðheilsu Íslendinga að flytja inn hrátt kjöt þá verður okkur í Fram- sókn engin fró í því að standa upp eftir 20 ár og segja við Ólaf og fé- laga: „I told you so.“ Fyrir áhugasama þá er rétt að benda þeim á að gúgla nöfn veiru- fræðingsins Margrétar Guðnadótt- ur heitinnar og Karls G. Krist- inssonar, yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, og sjá hvað greinar þeirra hafa að segja um innflutning á hráu kjöti og sýklalyfjaónæmi. Því þótt þau séu ekki dýralæknar hafa þau mik- ið til málanna að leggja. Frelsi til heilbrigðis Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson » Læknar og dýra- læknar (svo því sé haldið til haga) um allan heim hafa af því stórar áhyggjur að við blasi faraldur sé ekki brugð- ist hratt við notkun sýklalyfja í landbúnaði. … Íslendingar eru sem þjóð í þeirri stöðu sem flestar þjóðir heims vildu vera. Höfundur er samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra og dýralæknir. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Magnús Carlsen missti unnið tafl niður í jafntefli Einvígi Magnús Carlsen og Fabiano Caruana við taflið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.