Morgunblaðið - 10.11.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.11.2018, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Orðspor íslenskrar knattspyrnu hefur vaxið mjög á síðustu árum. Frásagnir af afrekum landsliðanna okkar hafa farið víða og er svo komið að „fótbolti“ eða „húh!“ er líklega það fyrsta sem flestir hugsa þeg- ar þeir heyra nafnið á landinu okkar. Þessa stöðu og þennan árangur þurfum við að nýta til að styrkja stoðir ís- lenskrar knattspyrnu til langs tíma. Á þeim rúmum 20 lærdómsríku mánuðum sem undirritaður hefur verið formaður KSÍ, hefur margt verið gert til þess að reyna að styrkja þessar stoðir. Sumu hefur þegar verið hrint í framkvæmd og við sjáum fyrir endann á ýmsum öðrum verkefnum. Við þurfum samt að átta okkur á því að þessari vinnu lýkur aldrei – við þurfum stöðugt að vinna í því að efla og styrkja starfsemina. KSÍ er sam- band aðildarfélaganna og okkar starf gengur fyrst og fremst út á að styðja við allt knattspyrnustarf og öll félög – grasrótina, uppeldisstarf, afreksstarf, stjórnun og skipulag – með öllum leiðum sem okkur eru færar. Tengsl og samráð við aðild- arfélögin eru kjarninn í því sem við gerum dags daglega. Þar eru lín- urnar lagðar. Á þessu hausti eru t.a.m. fjölmargir fundir haldnir – árlegur fundur formanna og fram- kvæmdastjóra, samráðsfundir með efstu deildum, heimsóknir stjórn- armanna KSÍ til félaga og heim- sóknir starfsmanna markaðsdeildar KSÍ til félaga í Pepsi og Inkasso- deildum. Allt sem KSÍ gerir miðar jú að því að efla íslenska knatt- spyrnu og styrkja stoðir hennar hérlendis sem erlendis. Veigamikill þáttur í þessu er sú umfangsmikla stefnumótunarvinna KSÍ sem við erum að ljúka og mun- um kynna innan fárra vikna. Skýr- ari sýn og markmið, breytt og skil- virkara skipulag mun gera skrifstofuna öflugri en áður – enn sterkari í því lykilhlutverki sínu að styðja við starfsemi félaganna og veita nauðsynlega þjónustu. Meðal breytinga má nefna nýtt knatt- spyrnusvið, sem mun gera okkur kleift að bæta faglega þáttinn í uppbyggingu íslenskrar knatt- spyrnu, og nýtt markaðssvið, sem mun efla okkar markaðsstarf og hjálpa okkur að finna og byggja upp nýja tekjustofna auk þess að styðja enn betur við markaðsstarf félaga og deilda en áður hefur verið gert. Árangur A landsliðs karla á síð- ustu árum hefur opnað nýjar víddir fyrir okkur, ekki bara hvað varðar knattspyrnulegan árangur og orð- spor á heimsvísu. Stærstur hluti af- gangstekna af þátttöku Íslands á EM 2016 og á HM 2018 rann til aðild- arfélaganna – 75% af hagnaði vegna þátt- töku á HM runnu beint til félaganna. Þetta er eitthvað sem önnur knattspyrnusambönd gera ekki og það skap- ar ákveðna sérstöðu, enda eru tengslin milli KSÍ og aðildarfélag- anna náin og böndin innan okkar raða sterk. Þetta fjármagn og þessar tekjur eru ekki sjálfsagðar og ekki víst að Ísland muni eiga lið í loka- keppni stórmóts í hvert skipti. Við þurfum að marka langtímastefnu og vera fjárhagslega undirbúin þegar til þess kemur að við eigum ekki lið í lokakeppni. Þess vegna m.a. er gríðarlega mikilvægt að styrkja markaðsstarfið, auka sjálfs- aflafé KSÍ – fjölga tekjuleiðum – og nýta árangur landsliðanna í það. Nýr Laugardalsvöllur er hluti af þessari stefnumörkun og framtíð- arsýn. Við bindum vonir við að vinna undirbúningsfélags, sem ákveða á framtíð leikvangsins, hefj- ist fyrir árslok. Við þurfum þjóð- arleikvang sem uppfyllir allar kröf- ur til leikja í alþjóðlegum mótum og tryggir okkur sem besta umgjörð fyrir landsleiki, bikarúrslitaleiki og Evrópuleiki félagsliða, eins og við á. Um það erum við öll sammála. Út frá knattspyrnulegu sjónarmiði er óhugsandi að heimaleikir ís- lenskra liða í alþjóðlegum mótum á vetrardögum verði leiknir utan landsteinana, en það er þó raun- verulegur möguleiki. Við verðum að tryggja að ráðist verði í þetta mik- ilvæga verkefni og því lokið eins fljótt og mögulegt er. Við sjáum tækifæri til að auka tekjur af dag- legri starfsemi mannvirkisins, t.d. með tónleikahaldi. Guns & Roses léku hér á liðnu sumri og Ed Sheer- an treður upp sumarið 2019. Þetta eru stórviðburðir sem við bindum vonir við að framhald verði á. En til þess verðum við að eiga mannvirki sem hæfir verkefninu. Þessi pistill yrði ansi langur ef ég færi yfir allan verkefnalistann. Af nógu er að taka og mér finnst ég vera rétt að byrja. Það er nóg af verkefnum framundan – stórum jafnt sem smáum. Höldum áfram. Styrkjum stoðirnar. Verum fram- sækin og stórhuga. Eftir Guðna Bergsson Guðni Bergsson » 75% af hagnaði vegna þátttöku karlalandsliðsins á HM runnu beint til félag- anna. Þetta gera önnur knattspyrnusambönd ekki og það skapar KSÍ sérstöðu. Höfundur er formaður KSÍ. Styrkjum stoðirnar Ég var að lesa í bók um daginn og það vakti athygli mína á fyrstu blaðsíðum hversu hin dýra veig var dásömuð og þar svifið á gullnum vængjum gleði og ást- ar. Mér blöskraði of- urdýrkunin á hinum gullnu veigum, en hélt svo áfram að lesa og allt í einu blasti skuggahlið afleiðinganna við á síðum bókarinnar, svo skelfileg sem hún var og allt í einu var ekki rætt leng- ur um gullna veig heldur örlagavald á vit hins hræðilega, alla leið að dauðans dyrum. Lesturinn kom mér ekki á óvart, en um leið fór ég að hugsa um hina dýru veig í annarri og lakari merk- ingu, svo dýr sem þessi veig í ýmiss konar formi hefur reynzt mannkyni og við höfum um dapurleg dæmi dag hvern. Því ofurdýr er hún samfélag- inu og í allri hinni þörfu umræðu um fátækt á landi hér sem á sér svo margvíslegar orsakir þá gleymist þáttur áfengis og annarra eiturefna, svo geysilega mikill sem hann er. Sjálf fátæktin byggist þó fyrst og fremst á því þjóðskipulagi misskipt- ingar sem er svo sem alltaf verið að lappa upp á en er samt sá grunnur sem byggt er á. Þar er gerð sjálfsögð krafa um arð af ógæf- uneyzlu fólks, þannig er kapítalisminn bara, eins og vinur minn sagði á dögunum og við lútum þeim guðum hans hvort sem eru Mammon eða Bakkus. Og talandi um dýrar veigar enn og aftur þá er eins og hinar sláandi töl- ur sem hrannast að okkur hafi sára- lítil áhrif, enda svo margir sem mál- um ráða sem elska hina dýru veig, en vilja ekki sjá endalokin svo hræðileg sem þau eru alltof oft. Ég nefni aðeins þær þúsundir eldra fólks sem samkvæmt tölum Vogs eru í vanda með líf sitt vegna neyzlu og þá oftast ofneyzlu áfengis. Nefni líka hversu gífurlegar upp- hæðir myndu sparast í heilbrigð- iskerfinu og miklu víðar auðvitað ef neyzlan myndi minnka og enn fleiri myndu neita sér alfarið um hina dýru veig, verða bindindismenn á hvers konar eiturefni. Því hvert sem litið er í samfélag- inu má greina hinar ofurdýru afleið- ingar þessarar neyzlu, sem er þó ef betur er að gáð sjálfskaparvíti, þar sem fólk ætti að ráða við að afneita, vitandi vel um hætturnar, en eins er vitað um freistingarnar alls staðar, þar sem gullnar veigar eru vegsam- aðar og aldrei spurt að leikslokum. Aðeins í lokin þá held ég að mönnum væri hollt að hlusta á fólk sem jafn- vel hefur gert garðinn frægan sem lýsir því hvernig var að hætta allri neyzlu og enn frekar því frelsi sem fylgdi slíku, frelsi undan okinu sem neyzlan skapaði, nýtt líf, ný tæki- færi. Það væri líka hollt fyrir það blessaða fólk sem ætlar að auka ófögnuðinn og notar Alþingi til þess. Megi vegur þeirra verða sem allra minnstur á þeim vettvangi. Hin fok- dýra veig verði sem allra fæstum farartálmi í lífinu. Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Því hvert sem litið er í samfélaginu má greina hinar ofurdýru afleiðingar þessarar neyzlu, sem er þó ef bet- ur er að gáð sjálfskap- arvíti, þar sem fólk ætti að ráða við að afneita. Höfundur er fv. alþingismaður. Hin dýra veig Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi BRYGGJAN BRUGGHÚS bistro & brewery REYKJAV ÍK 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.