Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 30

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Þingi Alþýðu- sambands Íslands er tiltölulega nýlokið. ASÍ kaus sér nýja forustu. Gylfi Arnbjörnsson lét af störfum sem forseti eftir tíu ára starf í því embætti en áður hafði hann verið starfs- maður sambandsins. Gylfi var öflugur for- seti og lét mikið að sér kveða, en síðustu árin hlaut hann talsverða gagnýni fyrir að vera ekki nógu róttækur í baráttu fyrir hærra kaupgjaldi launafólks. Nýir verka- lýðsleiðtogar stóðu einkum fyrir þessari gagnýni og áttu stóran þátt í að Gylfi dró sig í hlé og gaf ekki kost á sér til forsetaembættis á ný á síð- asta þingi. Í stað Gylfa var Drífa Snædal kosin forseti ASÍ. Þau áttu það sameiginlegt, Gylfi og Drífa, að bæði höfðu þau verið starfsmenn verkalýðshreyfingarinnar áður en þau voru kosin til æðstu metorða í hreyfingunni. Verður stefna Drífu róttækari? Það verður fylgst vel með því hvort nýr for- seti ASÍ breytir stefnu ASÍ í kjaramálum, þ.e. hvort hún tekur upp róttækari stefnu í þeim málum en Gylfi hafði. Nokkru áður en þing ASÍ var haldið hafði náðst samkomulag í Starfsgreinasamband- inu um launakröfur verkalýðsfélaganna í kjaradeilu þeirri sem fram undan er. Sú kröfu- gerð er mjög hliðstæð þeirri kröfu- gerð sem lögð var fram 2015. Krafan nú er 425 þús. kr. á mánuði á þrem- ur árum. Brúttólaun eru í dag 300 þús. kr. á mánuði. Fyrsta hækkun taki gildi um næstu áramót, eða um 42 þús. kr. Það er 14% hækkun. (Til samanburðar má geta þess að fyrsta hækkun í maí 2015 var 14,5%.) Laun hækki síðan ári síðar um 14% á ný og tveimur árum síðar um önnur 14% en þá verði þau komin í 425 þús. kr. á mánuði (fyrir skatt). Margir fulltrúar atvinnurekenda og hægri- manna telja þessar kröfur alltof há- ar og segja að atvinnulífið standi ekki undir þeim. En það sama var sagt 2015. Þá var sagt að óðaverð- bólga mundi hljótast af svo mikilli hækkun og atvinnulífið ekki rísa undir henni. En engin verðbólga hlaust af hækkuninni og atvinnulífið hefur dafnað vel síðan. Nú er eftir að sjá hvernig semst á milli verkafólks og atvinnurekenda. Ríkisstjórnin hefur tekið sér stöðu með atvinnurekendum. Forsætis- ráðherra fékk Gylfa Zoëga hagfræð- ing til þess að meta hvað svigrúm at- vinnulífsins fyrir launahækkanir væri mikið. Hann sagði 4%. Í fjár- lagafrumvarpinu er þó aðeins gert ráð fyrir 3,4% hækkun. Ljóst er að forsætisráðherra berst gegn launa- hækkunum umfram mat Gylfa Zoëga og margt bendir til þess að fjármálaráðherra vilji halda launa- hækkunum enn meira niðri (sbr. fjárlagafrv.) Það verður því á bratt- ann að sækja hjá Starfsgreina- sambandinu og verkalýðsfélög- unum. Þau eiga ekki aðeins í höggi við atvinnurekendur heldur einnig ríkisstjórnina. Það fer ekki á milli mála að ríkisstjórnin vill heldur veita verkafólki félagsmálapakka. Verkalýðshreyfingin vill fá skattaí- vilnanir, t.d. skattfrelsi lægstu launa (300 þús. á mánuði) og ráðstafanir í húsnæðismálum sem hald er í. Vandinn er aðeins sá hvernig tryggja á að pappírar frá ríkis- stjórninni um ráðstafanir í þessum málum og fleirum haldi. Síðan þarf auk þess að lyfta lágmarkslaunum svo unnt sé að framfleyta sér á þeim. Það er ekki unnt í dag. Lágmarks- laun eftir skatt eru í dag 235 þús. kr. á mánuði. Þetta er ótrúleg tala. Engin leið er að lifa af þessari hung- urlús. Ég heyrði að Drífa Snædal, nýr forseti ASÍ, sagði í umræðum nokkru fyrir þing ASÍ að engin leið væri að lifa af 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt; það væri ef til vill mögu- legt að lifa af 425 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Ég er sammála því. Það er lágmark. Margir eldri borgarar telja að laun láglaunafólks séu eldri borg- urum óviðkomandi. En það er ekki rétt. Hagsmunir eldri borgara og lægst launuðu launþeganna eru samofnir. Nokkrir stjórnmálaflokk- ar vilja að hækkanir á lífeyri aldr- aðra og öryrkja séu tengdar launa- hækkunum láglaunafólks. Þegar laun hækki eigi lífeyrir að hækka en ekki meira en launin. Samkvæmt þessu er ljóst að það skiptir miklu máli fyrir eldri borgara hvernig launamálin leysast á almennum markaði. Ef launin hækka verulega má búast við að lægsti lífeyrir hækki verulega. Ef launahækkanir verða mjög litlar, kjarabætur fremur veittar í formi félagslegra ráðstaf- ana, mun lífeyrir einnig hækka mjög lítið. Um stefnuna í þessu efni er nú tekist milli aðila vinnumarkaðarins og í viðræðum þeirra við ríkisvaldið. Raunhæfar ráðstafanir í skatta- og Hækka þarf lágmarkslaun og lífeyri aldraðra Eftir Björgvin Guðmundsson »Krafan nú er 425 þús. kr. á mánuði eftir þrjú ár. Brúttólaun í dag eru 300 þús. kr. á mánuði. Björgvin Guðmundsson á 1960 rslur í boð 00,- stk. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla /solohusgogn i E-60 Stólar Klassísk hönnun fr Ýmsir litir og útfæ Verð frá 28.1 Retro borð m/stálkanti Fáanlegt í mörgum stærðum Verð frá 109.200,- E-60 Bekkur Til í fleiri litum og lengdum Verð frá 71.200 HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðar fallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. PÁSKA- FERÐ16. - 26. apríl VERÐ 266.900.- á mann í 2ja manna herbergi miðað við gengi dagsins. Innifalið: Flug, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Í tillögu að Sam- gönguáætlun 2019- 2033 og tilheyrandi Umhverfisskýrslu er ekki gerður grein- armunur á að- ferðafræði í dreifbýli og þéttbýli. Mark- miðið um greiðar sam- göngur er efst á lista en það stangast oft á tíðum á við markmið um öruggar, hag- kvæmar og sjálfbærar samgöngur með tilliti til umhverfis. Í bæjum ætti forgangsröðun að vera önnur en á löngum þjóðvegaköflum. Þá skortir verulega á að samgöngu- áætlun styðji við eða fylgi eftir áformum og fyrirhuguðum aðgerð- um í loftslagsmálum. Á meðan Vegagerðin vinnur með sömu markmið í dreifbýli og þétt- býli er viðbúið að árekstrar verði við sveitarfélög víða á landinu. Greiðar samgöngur hafa í gegnum árin verið túlkaðar þannig af Vegagerðinni að fólk komist sem hraðast leiðar sinnar. Áhersla í þéttbýli er hinsvegar oftast á öruggar samgöngur, lækkun á um- ferðarhraða og aðgengi hjólandi og gangandi. Hraðinn er ágætis markmið í dreifbýlinu á löngum vegarköflum milli sveitarfélaga, en þegar komið er inn í þéttbýli er aðgengi mikilvægara en hraði. Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) leggur til í umsögn sinni um sam- gönguáætlun að markmiðið um greiðar samgöngur verði fellt út. Hinum fjórum meginmarkmið- unum, öruggar, hagkvæmar, um- hverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæð byggðaþróun, verði gert hærra undir höfði. Í stað mark- miðs um greiðar sam- göngur komi markmið um aðgengi og hreyf- anleika (e. Mobility). Áhrifin af þannig breyttri forgangsröðun yrðu þau að við ný- framkvæmdir yrðu slysamestu vegarkafl- arnir lagaðir fyrst. Í dreifbýli gæti þetta þýtt breikkun á vegi og aðgreining aksturs- stefnu með meiri um- ferðarhraða. Í þéttbýli gæti minni hraði, hraðahindranir og fleiri umferð- arljós orðið upp á teningunum. Sé markmiðið aðgengi og öruggar samgöngur þarf öðruvísi aðgerðir í dreifbýli heldur en þéttbýli. Róttækra aðgerða þörf Íslensk stjórnvöld hafa skuld- bundið sig til þess að ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsa- lofttegunda árið 2030 miðað við ár- ið 1990. Frá upphafsárinu hefur losun frá vegasamgöngum aukist um 85%. Enda þótt umferð nú- tímans skilji eftir sig minna kolefn- isspor fyrir hvern ekinn kílómetra, má að óbreyttu gera ráð fyrir að umferð aukist um 40% fram til árs- ins 2030. Róttækra aðgerða er því þörf á sviði samgangna eigi niður- staðan ekki að verða sú að Íslend- ingar neyðist til að kaupa stóran losunarkvóta fyrir 20-30 evrur hvert losunartonn upp úr 2030. Þetta virðist ekki vera áhyggjuefni samgönguyfirvalda á áætlunar- tímabilinu. Í Samgönguáætlun er talað mjög almennum orðum um áherslur sem eiga að draga úr losun í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum en án allra úrskýringa um ráðgerða eftirfylgni. Rætt er um fræðslu og Árekstur í samgöngu Eftir Lilju Guðríði Karlsdóttur Lilja Guðríður Karlsdóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.