Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 33

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 ist af sömu einlægninni og fyrr. Sömu hógværu en samt glaðlegu framkomunni sem honum fannst sennilega best eiga við gagnvart okkur, á aldri við afa hans og ömmu, en virtist þó vera þannig í fasi frammi fyrir öllum öðrum, fölskvalaus og góðhjartaður. Hlynur Snær var skemmtilega forvitinn og fróðleiksfús, sökkti sér ofan í tónlist og bækur, tók í trommusett úti í bílskúr og átti það til að spyrja mann þar til svör- in þraut. Fyrir skömmu fluttum við úr Grafarvogi yfir í miðborgina. Þá kom skýrt fram hve mikils Hlynur Snær mat okkur og við hann. Við söknuðum hans og hann saknaði okkar. Nú er söknuðurinn marg- falt dýpri og fjarvera hans óaft- urkræf. Hlynur Snær náði að heim- sækja okkur einu sinni á nýja staðnum og sú ljúfa samvera verð- ur okkur skýrust allra minninga um hann. Við vottum foreldrum, fjöl- skyldu, og vinum Hlyns Snæs innilega samúð. Ari Trausti Guðmunds- son og María G. Baldvinsdóttir. Það var alltaf jafn gaman að hitta Hlyn Snæ. Alveg sama hversu langt leið á milli heim- sókna var alltaf eins og við hefð- um hist í gær. Hann hafði mjög hlýja og þægilega nærveru og það var alltaf auðvelt að tala við hann. Við frændsystkinin áttum það sameiginlegt að hafa áhuga á bókum, og þá sérstaklega Harry Potter og öðrum ævin- týrabókum. Við töluðum oft og mikið saman um alls konar æv- intýraheima og deildum skoðun- um sem voru yfirleitt þær sömu. Við höfum aldrei þekkt neinn, nema hann, sem var jafnmikill Harry Potter-aðdáandi og við. Hann setti spurningamerki við hluti úr Harry Potter-heiminum sem við höfðum varla hugsað um og kom með alls konar skemmti- legar hugleiðingar og pælingar sem opnuðu augu okkar enn meira fyrir öllum töfrunum við Harry Potter. Það var alveg ómetanlegt að eiga allar þessar stundir og deila töfraheiminum með honum. Það jafnast ekkert á við það að tala við manneskju sem er sammála manni um hlut- ina sem skipta okkur máli og veit alltaf hvað maður er að tala um. Hjá honum var alltaf stutt í næsta brandara og alltaf mikið líf í kringum hann. Hann var mjög op- inn og talaði um mjög áhugaverða og skemmtilega hluti. Hann gat breytt (leiðinlegum) fjölskyldu- boðum í mjög skemmtilegar sam- verustundir. Hann var mjög vin- sæll hjá yngri systkinum okkar og börnum almennt og við munum eftir því að hann komst varla út á trampólín þegar hann kom í heim- sókn án þess að allir væru komnir með honum, því hann sagði alltaf já og leyfði alltaf öllum að vera með. Núna er heimurinn einni ævin- týrapersónu fátækari og við mun- um sakna hans mikið. Allt til loka. Nína Guðrún og Katrín. Hlynur Snær er dáinn. Þessi orð bergmála í eyrum okkar og allt verður skyndilega svo kalt, grátt og dapurt. Ungur piltur kveður þetta líf allt of snemma og eftir sitja foreldrar, fjölskylda og vinir harmi slegnir. Líf Hlyns Snæs hófst of snemma því honum lá mikið á að koma í heiminn ári eftir að bróðir hans lést, aðeins nokkurra daga gamall. Fljótlega kom í ljós að Hlynur myndi spjara sig enda á ferðinni duglegur strákur sem sigraðist á öllum þeim hindrunum sem á vegi hans urðu. Hlynur var einstaklega ljúfur og góður drengur. Hann vildi öll- um vel og var vinur vina sinna. Hann leit lífið og tilveruna öðrum augum en við flest. Foreldrar hans stóðu þétt við bak hans og studdu hann með ráðum og dáð og gerðu allt til þess að honum liði sem best. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Árni og Gulla, missir ykkar er mikill og sorgin svo sár. Megið þið finna styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg. Sverrir, Greta, Baldur og Elísa. Það var okkur fjölskyldunni mikil gæfa að hafa fengið að kynn- ast Hlyni Snæ en hann var traust- ur vinur Kolbeins frá því í 1. bekk. Hlynur var engum öðrum líkur. Alltaf svo hlýr, góður og umhugað um aðra og honum þótti einstak- lega vænt um vini sína. Einn atburður er einkennandi fyrir þann mikla kærleik sem bjó í Hlyni. Þeir vinirnir voru enn ung- ir drengir, nýbyrjaðir að æfa frjálsar og voru að taka þátt í sínu fyrsta móti. Þegar þeir kepptu í 400 metra hlaupi varð Kolbeinn fyrir því óhappi að detta snemma í hlaupinu. Þegar Hlynur tók eftir því að vinur hans lá á jörðinni þá hætti hann hlaupinu og sneri við til að athuga með vin sinn. Kol- beinn hafði eitthvað meitt sig við fallið og við foreldrarnir fórum með hann heim. Hann var hins vegar ekki alvarlega meiddur og var fljótt orðinn sprækur aftur. Um kvöldið fengum við símtal frá Gullu mömmu Hlyns sem vildi at- huga hvernig Kolbeinn hefði það. Þá var Hlynur búinn að vera mjög áhyggjufullur um vin sinn og átti erfitt með að fara að sofa án þess að fá fréttir af honum. Þannig var Hlyni best lýst, alltaf að hugsa um aðra. Hlynur var alltaf líflegur og glaðlyndur. Þegar hann kom heim til okkar til að hitta vin sinn þá gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla við okkur líka. Oft fengum við knús og fallegt hrós. Stundum sagði hann okkur gamansögur af sjálfum sér, t.d. ef hann hafði fok- ið til á leiðinni, gleymt sér í strætó eða sagt eitthvað vand- ræðalegt. Hann hafði nefnilega alltaf mikinn húmor fyrir sjálfum sér og var alltaf fyrstur manna til að gera grín að eigin uppákom- um. Núorðið þá verður okkur alltaf hugsað til Hlyns þegar við sjáum eitthvað mjög appelsínugult en appelsínugulur var uppáhaldslit- urinn hans. Það fengum við oft að heyra en það festist sérstaklega í minni fyrir einu eða tveimur ár- um. Hlynur var nýkominn í heim- sókn og verður litið inn í hjóna- herbergið. Við vorum ekki búin að búa um rúmið og á því voru splunkuný appelsínugul lök. Hlynur hrópaði upp yfir sig af kæti og áður en við vissum af þá hafði hann hoppað upp í rúmið til að knúsa þessi fallegu lök. Þetta þótti honum sjálfsagt mál og pældi ekkert í því að þetta gæti verið vandræðalegt fyrir miðaldra fólk. Hlynur fyllti líf allra sem hann þekkti af lit og hlýju. Við munum sakna hans sárt. Elsku Gulla og Árni, það er sárt að missa góðan dreng og við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Guðný, Friðrik, Kolbeinn og Eydís. Elsku vinur, ég trúi ekki að þú sért farinn. Það eina sem situr eftir eru all- ar yndislegu minningarnar. Hvað þú varst alltaf góðhjartaður, traustur, skemmtilegur og komst manni alltaf til að hlæja. Ég á eft- ir að sakna þín svo óendanlega mikið, þú áttir svo stóran þátt í lífi mínu og ég vildi að þú gætir hald- ið því áfram. Við kynntumst fyrst þegar ég var sjö ára og þú níu ára. Ég var nýflutt í hverfið og við átt- um heima hlið við hlið, þú fékkst það hlutverk að labba samferða mér í skólann og tókst það mjög alvarlega. Ég held að fyrsta minningin okkar saman sé líklega hlaupahjólakeppnin, við vorum á götugrilli. Við renndum okkur á hlaupahjólunum fram og til baka um botnlangann og reyndum að verða fyrst í mark. En mér dettur milljón aðrar minningar í hug ef ég hugsa um allar ferðirnar í skól- ann. T.d. þegar við létum okkur fjúka í vindinum og húfurnar duttu af því það var svo vont veð- ur og við þurftum að finna okkur skjól, en svo sáum við nokkra yngri krakka labba fram hjá eins og ekkert væri. Síðan var líka eitt atriði þegar ég sagðist alltaf byrja að labba í takt þegar ég heyrði einhver lög. Þú fórst bara að hlæja og byrjaðir svo að söngla einhver lög og ég labbaði í takt. Þetta var samt ekkert óvart en samt hlóstu bara endalaust að mér þó að þú vissir líklega að ég væri bara að þykjast. En það hvað þú hlóst alltaf að mér og spjallaðir við mig eins og jafn- aldra þýddi rosalega mikið fyrir mig. Ég leit svo mikið upp til þín og byrjaði meira að segja að taka upp taktana þína. Þú varst líka alltaf svo stundvís og þú mættir alltaf tímanlega til mín og aldrei man ég eftir því að við höfum komið seint í skólann. En samt varstu svo þolinmóður þegar þú þurftir að bíða eftir mér á hverj- um morgni af því ég var svo óstundvís. Þú varst ferlega uppá- tækjasamur, þegar það var ösku- dagur klæddir þú þig upp eins og cherioos-pakki. Mér fannst þetta alveg ótrúlega góð hugmynd og þú komst sjálfur með hana. Síðan áttum við eitt sameiginlegt áhugamál sem var Harry Potter. Það var ekkert lítið talað um Harry Potter á leiðinni. En svo er ein minning sem ég fékk ekki að eiga með þér en ég man hvað mér fannst fyndið þegar þú sagðir mér frá því. Á þessum tíma elsk- aðir þú Justin Bieber og mamma þín sagði þér að hann væri að koma í götuna, þú fórst út og beiðst og beiðst þangað til það kom í ljós að það var fyrsti apríl. Þú varst svo yndislegur, rólegur og alltaf svo þægilegur í sam- skiptum. Þú gast talað við fólk öll- um aldri. Þegar þú talaðir við full- orðna þá varstu alltaf svo þroskaður. Ef þú varst með yngri börnum varstu svo skilningsríkur og þolinmóður og ef þú varst með jafnöldrum þá hélstu bara áfram að vera æðislegi þú. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig og ég veit ekki hvenær ég á eftir að samþykkja þetta fyrir sjálfri mér. Af hverju lífið þarf að vera svona grimmt. En, elsku Hlynur, ég vil bara segja takk fyrir að bregðast mér aldrei. Ég er svo þakklát að hafa fengið þann heiður að kynnast þér. Ég sendi Gullu og Árna inni- legar samúðarkveðjur, þið eruð svo dugleg og góð. Hulda Berglind Tamara Apolinario. Með sorg í hjarta kveðjum við fyrrverandi nemanda okkar, Hlyn Snæ. Hann var viðkvæmur dreng- ur sem gaf lífinu lit með hlýju sinni og umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt (Matthías Jochumsson) Við þökkum fyrir allt það sem Hlynur Snær var okkur og geym- um með okkur minningu um ljúf- an dreng sem öllum vildi vel. Foreldrum hans, Árna og Guð- laugu, vottum við okkar innileg- ustu samúð. Bára Jóhannsdóttir, Magnea Guðný Hjálmarsdóttir, og Þórgunnur Stefánsdóttir. Útskriftardaginn 7. júní síðast- liðinn kvaddi ég 10. bekkingana mína með gleði í hjarta yfir merk- um áfanga í þeirra lífi en líka smá trega, eins og alltaf. Útskriftar- dagurinn felur alltaf í sér von um að öllum nemendum vegni sem best í lífinu og að Tjarnarskóla- árin þeirra hafi komið þeim áleið- is, bæði námslega en ekki síður í lífinu og tilverunni. Ég minnist þess nú að á kennarastofunni síð- astliðið vor sagði ég eitthvað á þá leið að ég myndi aldrei gleyma honum Hlyni Snæ. Hann var ein- hvern veginn þannig að hann fann sér stað í hjartanu og þar verður hann. „Má ég gefa þér knús?“ sagði hann stundum, alveg upp úr þurru. Það voru alltaf ljúf knús. Hann var greindur og skemmti- legur strákur, húmoristi og góður félagi. Tjarnarskóli er lítill skóli á þremur hæðum og hann kvartaði stundum hástöfum yfir að þurfa að fara upp alla stigana en þangað lá gjarnan leiðin hans, aftur og aftur, til að spjalla við okkur kennarana, dvelja á 3. hæðinni hjá okkur, læra oft á skrifstofunni hjá Sigrúnu Eddu, ritara, sem mætti alla daga til vinnu með skólahundinn Mola. Þau þrjú urðu perluvinir og það var afar fallegt að horfa á samspilið á milli Mola og Hlyns. Hlynur fór stundum inn á heimspekilegar grundir en fannst líka gaman að segja okkur frá því sem honum fannst vera hluti af persónuleika sínum, t.d. að hann væri ekki hrifinn af oddatölum! Sléttu tölurnar voru þær sem hann var sáttari við og það fór heldur ekki fram hjá okkur að appelsínugulur var uppáhaldslit- urinn hans. Bara skemmtilegt! Í því samhengi rifja ég upp daginn sem hann færði Helgu Júlíu, um- sjónarkennaranum sínum, appels- ínugult kerti af engu sérstöku til- efni. Það kerti hefur verið á kennarastofuborðinu undanfarna daga. Á þeim dögum sem liðið hafa frá því hann kvaddi lífið höfum við í Tjarnarskóla hlúð hvert að öðru, kveikt á kertaljósum, rifjað upp og rætt saman um Tjarnarskóla- árin hans Hlyns og fundið fyrir samhygðinni. Það hefur verið notalegt. Í útskriftarkveðju frá bekkjar- félögum lýstu þeir honum með orðum eins og meistari, tölvu- leikjasnillingur, krútt, góð mann- eskja sem getur allt sem hann ætl- ar sér, skemmtilegur, klár og einlægur. Góð upprifjun. Hlynur átti einstaka foreldra. Á þeim þremur árum sem Hlynur var í skólanum myndaðist traust og afar góð samvinna við þau Guð- laugu og Árna. Þau voru alltaf til staðar fyrir hann og lögðu sig fram um að styrkja strákinn sinn í hvívetna og fylgja málum vel eftir. Sú samvinna var bæði lærdóms- rík, eftirminnileg og gefandi. Nú eru sporin þeirra þung. Bekkjarfélagar, nokkrir eldri skólafélagar hans og foreldrar hittust í skólanum í síðustu viku til þess að eiga samverustund með okkur starfsfólkinu og Elínborgu, nágrannaprestinum okkar í Dóm- kirkjunni. Við sameinuðumst í að senda foreldrum hans hlýja strauma og finna fyrir þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hann fyrir eftirminnilegan og góðan fé- laga. Það er erfitt að meðtaka að hann komi ekki aftur. Hann verður áfram í minning- um okkar. Þær eru með appelsínugulu ívafi. Margrét Theódórsdóttir. Það voru þungbærar fréttir sem okkur fjölskyldunni bárust þegar okkur var tjáð að hann Hlynur Snær væri látinn. Þegar ég hugsa um Hlyn Snæ hlýnar mér í hjarta og ég fyllist þakklæti fyrir dásamlegar stundir sem ég og börnin mín áttum með honum. Elsku Hlynur Snær, takk fyrir samverustundirnar, fallegi strák- urinn okkar. Alltaf varstu með þetta stóra og gefandi hjarta. Þegar þú tókst að þér að koma Huldu Berglindi í skólann varstu svo bróðurlegur og ábyrgur. Og svo voruð þið eins og systkini þeg- ar ég kvaddi ykkur og knúsaði bless á morgnana. Á meðan þú beiðst eftir henni fengum við Kjartan Óli oft að njóta þess að spjalla við þig, og þá sýndir þú öllu því sem hann var að sýna þér svo mikinn áhuga og lékst svo stundum við hann í fót- bolta. Kjartani Óla þykir svo mik- ið vænt um þig, og þú áttir alltaf svo mikið í honum. Hann skilur ekkert í þessu öllu saman. Einhvern veginn náðir þú að fanga strax stóran hluta af hjarta okkar og sennilega allra sem þú kynntist. Þú áttir svo auðvelt með að setja þig í alls kyns gervi með þín- um skemmtilega látbragðsleik, enda varstu mikill húmoristi. Það eru þung spor að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn, elsku drengurinn okkar. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar og minningin um þig mun lifa áfram. Elsku Gulla, Árni og fjölskylda, megi allar vættir heimsins styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Guðrún Margrét Kjartansdóttir. Kveðja frá starfsfólki Borgarholtsskóla Það er haust. Borgarholtsskóli fyllist af iðandi lífi, eftirvænting og spenningur skín úr hverju and- liti. Nýnemar eru áberandi enda eru þeir að leggja af stað í nýja vegferð – óvissuferð með nýjum áskorunum, nýir félagar, nýir kennarar. Svo margt nýtt. Að þessu sinni var einn nýnem- inn óvenju appelsínugulur en það var Hlynur Snær Árnason sem fór ekki dult með sinn uppáhaldslit. Hann var áhugasamur, umbúða- laus, einlægur og hreinskilinn. Það var eftir honum tekið og ósjálfrátt þótti samferðafólki hans vænt um hann enda var hann mjög lunkinn við að koma nem- endum og kennurum til að hlæja. Húmorinn var græskulaus á þann hátt að hjartað hló með og svo varð það honum svo fallega eðl- islægt að veita samnemendum sínum aðstoð sem voru strand. Vinnusemin var einstök – það var ekki hætt fyrr en verkefnið var ásættanlega leyst og haldið áfram að ræða við kennarann eftir að kennslustundum lauk ef Hlyni Snæ fannst vanta skýringar. Nú er Hlynur Snær aftur lagð- ur af stað í nýja vegferð. Við trú- um því að þar sé appelsínugult og þar sé gleði og húmor, vellíðan og græskuleysi. Hlynur Snær skilur eftir sig góðar minningar en einn- ig tár á hvarmi og fiðring í hjarta. Starfsfólk Borgarholtsskóla send- ir foreldrum, ættingjum og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Ársæll Guðmundsson, skólameistari.  Fleiri minningargreinar um Hlyn Snæ Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Kær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD KRISTJÁNSSON, Boðaþingi 24, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 7. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 15. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir. Guðrún Richardsdóttir Gunnar Brynjólfsson Árný Richardsdóttir Ívar Atlason Gísli Richardsson Vignir Richardsson Frosti Richardsson Auður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLING ÞÓR ÞORSTEINSSON, Breiðuvík 31, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 14. nóvember klukkan 13. Þórdís Erlingsdóttir Jón Valgeirsson Elísabet Dröfn Erlingsdóttir Konný Sif Erlingsdóttir Davíð Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURSTEINSSON, bifreiðastjóri, Yrsufelli 15, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 24. október. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13. Ólöf Guðrún Elíasdóttir Þuríður Guðmundsdóttir Finnur I. Guðmundsson Aðalgerður Guðlaugsdóttir Sigrún J. Guðmundsdóttir Björgólfur H. Ingason Sigursteinn Guðmundsson Þorbjörg Ó. Björgvinsdóttir afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.