Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 10.11.2018, Síða 34
✝ Guðbjörg El-ísabet Ragn- arsdóttir, fæddist 17.12. 1971 á Ak- ureyri. Guðbjörg lést, í faðmi fjöl- skyldu sinnar, á HSN á Sauðárkróki 28. október 2018 eft- ir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Foreldrar hennar eru þau Ragnar Þrá- inn Ingólfsson, fæddur 17.01. 1950, og Elísabet Skarphéð- insdóttir, fædd 9.09. 1951. Systk- ini Guðbjargar eru Hildur Rós, f. 18.09. 1975, Inga Bára, f. 7.09. 1984, og Skarphéðinn Páll, f. 13.03. 1990. Guðbjörg bjó í Grund- argerði á Akureyri ásamt foreldr- um sínum frá 1971-1986 þá fluttist hún með þeim ásamt systrum sín- um að Hóli 2 í Eyjafjarðarsveit en þar bjó hún 1986- 1988. Það ár hóf hún nám við Bændaskól- ann á Hólum og lauk þar búfræðinámi á Hestabraut 1990. Á þessum tíma kynnt- ist hún Ágústi Andr- éssyni, f. 11.05. 1971, frá Bergstöðum í Skagafirði og felldu þau hugi saman. Foreldrar Ágústar eru Sigrún Aadnegard og Andrés Viðar Ágústsson, búsett á Bergs- stöðum. Guðbjörg og Ágúst fluttu svo saman í Hól 2 og bjuggu þar á neðri hæð hjá foreldrum hennar 1990-1992, á þeim tíma nam hún til sjúkraliða við VMA og útskrif- aðist sem slík 1993 og síðar, eða vorið 2015 útskrifaðist hún sem stúdent frá FNV. Á Akureyri bjuggu þau í fjögur ár frá árinu 1992 til ársins 1996 og á þeim tíma vann Guðbjörg á Kristnesi við umönnun aldraðra og end- urhæfingu. Á Akureyri eignuðust Guð- björg og Ágúst fyrsta barnið, hana Rakel Rós, þann 22.08. 1994 og svo Viðar 03.01. 1996. Þau fluttu svo til Sauðárkróks 1. febr- úar 1996 og þar eignuðust þau seinni tvö börnin, Ragnar 25.09. 2001 og hana Marín Lind 12.11. 2003. Guðbjörg og Ágúst giftu sig 1. desember 2001. Á Sauðárkróki starfaði Guð- björg við Öldrunardeild HSN frá 1996-2000 og hjá Íbúðalánasjóði frá 2000-2005. Þá tók hún starf sem hótelstjóri og meðeigandi á Hótel Tindastól og stýrði því til 2012, þá færði hún sig aftur til Íbúðalánasjóðs og var þar starf- andi til 2015 eða þar til hún grein- ist með alvarlegan sjúkdóm og varð að hætta að vinna sökum þess. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 10. nóv- ember 2018, klukkan 14 og verð- ur útsending í Safnaðarheimilinu, Bifröst og í sal Frímúrarahússins. Elsku Guðbjörg mín. Nú er baráttunni lokið, barátt- unni sem þú gafst þig aldrei í, fyrr en á síðustu andartökum þínum. Sterkari manneskju hef ég aldrei kynnst. Þú gafst mér svo margt á þessum tæpu 30 árum okkar, studdir mig og hvattir áfram. Þegar þú veiktist sumarið 2015, þá vorum við á hátindi lífs okkar, full af orku sífellt að takast á við ný verkefni í starfi og leik. Þú sagðir einhvers staðar „lífið var gott, kannski of gott“. Við fengum yndislegan tíma með þér en þó stendur upp úr ferð okkar um Evrópu með krökkunum okkar og tengdadótt- ur í vor. Þar naust þú þín vel og okkur tókst að skapa dýrmætar minningar með þér. Ferð okkar til Nýja-Sjálands þar sem við flugum hringinn í kringum hnött- inn með góðum vinum okkar. Og óvissuferðin sem þú tókst mig í á afmæli mínu og við enduðum úti í Grímsey, útilegur o.fl. Aðalmálið fyrir þér var þó að geta varið sem mestum tíma með fjölskyldunni. Og þitt aðaláhugamál síðustu ár var að fylgjast með börnunum okkar spila körfubolta, styrkja þau og hvetja, það má eiginlega segja að þú hafir dálítið lifað fyrir það. Og ég veit hvaðan þau hafa sína varnarbaráttu á vellinum. Við fengum þrjú góð ár og fyrir það er ég þakklátur, og þá fyrst og fremst þakklátur þér, fyrir að hafa ekki gefist upp. Sporin þegar ég fylgdi þér úr Birkihlíðinni í hinsta sinn eru þau þyngstu sem ég hef tekið, er ég þó þakklátur fyrir það hversu lengi þú gast verið heima í hreiðrinu okkar. Við ræddum það að við ættum svo að setjast niður og skipuleggja hvernig þú vildir hafa hlutina. En það var aldrei tímabært í þínum huga. Þú skrifaðir, „finnst eins og þá sé ég að játa mig sigraða“. Þú hélst í þína trú en hélst henni vel fyrir þig. Á dánarbeði þínum held ég að ég hafi komið þér á óvart, þegar ég spurði krakkana hvort þau væru ekki tilbúin að fara með faðirvorið, með mér, fyrir þig. Sem við gerðum og mér fannst eins og það kæmi á þig lítið bros, já ástin mín, ég kunni það enn og mun alltaf kunna. Þú kvaddir eft- ir erfiða baráttu í faðmi fjölskyld- unnar í góðri umgjörð á HSN á Sauðárkróki. Ástin mín, ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mér meðan ég lifi og leyfa mér að trúa því að leiðir okkar eigi eftir að liggja saman á ný. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Mig langar að kveðja þig með texta sem sem ég hef svo oft sungið og tileinkað þér. „Wonder of you“ er lag sem mun alltaf minna mig á þig. When noone else can understand me When everything I do is wrong You give me hope and consolation You give me strength to carry on And you’re always there to lend a hand In everything I do That’s the wonder The wonder of you And when you smile the world is brighter You touch my hand and I’m a king Your kiss to me is worth a fortune Your love for me is everything I’ll guess I’ll never know the reason why You love me like you do That’s the wonder The wonder of you (Baker K.) Takk fyrir allt, ástin mín. Þinn Ágúst. Til þín, elsku Guðbjörg okkar, þín verður sárt saknað. Guðbjörg, elsku dásamlega þú sem farin ert frá okkur nú hvernig eigum við þessu að taka lifa áfram og með minningum vaka? Litla stúlkan sem vildi verða stór 10 mánaða gömul um allt gangandi fór ársgömul altalandi barnið var stoltir foreldrar voru þar. „Strákastelpa“ hugsaði pabbi stundum í hesthúsinu saman undum hugljúf, hugrökk, kjörkuð og sterk afkastamikil, kom öllu í verk. Stúlkan hestinn vel hún sat og dýrum flestum unnað gat margt stúlkunni var til lista lagt sund, handbolti og svo ótal margt. Að setja á sig varalit fannst stúlkunni óþarfa strit hvað þá að klæða sig í kjóla hún heldur lét sig dreyma um Hólaskóla. Stúlkan okkar þar Gústa sinn fann og elskaði hún ætíð drenginn þann með honum átti hún börnin sín fjögur, minningar og fallegar sögur. Við áttum allt sem við þráðum heitast hví þurfti lífið að breytast? lífið sem nú er kalt og grátt ástvinir sem sakna sárt. En loforð foreldrar gefa stúlkunni sinni hún verður þeim ætíð í minni og börnin vita af sínu skjóli heima hjá afa og ömmu á Hóli. (Katrín Ösp Jónsdóttir) Ástar- og saknaðarkveðjur, Mamma og pabbi. Við trúum því ekki að við sitj- um hér að skrifa minningargrein um þig, elsku mamma. Við héld- um að við hefðum lengri tíma, en svona getur lífið verið hverfult og oft á tíðum ósanngjarnt. Það var bara núna í vor sem við ferðuð- umst um Evrópu öll saman með það markmið að skapa minningar og eyða tíma saman. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þá ferð, minningarnar sem við bjuggum til ylja okkur á þessum erfiðu tím- um. Þú varst svo góðhjörtuð og góð fyrirmynd fyrir okkur krakkana. Allir voru velkomnir heim og allt- af voruð þið pabbi tilbúin til þess að rétta fram hjálparhönd þegar við eða vinir okkar þurftu á að halda. Enda var heimilið okkar oftar en ekki eins og félagsheimili. Þú eltir okkur íþróttahúsanna á milli að fylgjast með okkur öllum spila körfubolta víðsvegar um landið og meira segja út fyrir landsteinana. Það var okkur ómetanlegt, þú varst svo stolt af okkur og afrekum okkar og það gaf okkur svo mikið. Eitt af því sem þú hafðir unun af voru útilegur og ferðalög og getum við systkinin ekki talið úti- legurnar sem við fórum í sem krakkar. Þú varst svo ótrúlega dugleg að dröslast með okkur fjóra krakkana, oft ein, um land allt hvort sem það var unglinga- landsmót, ættarmót eða bara í úti- legur með vinafólki. Við erum heppin að eiga þær minningar. Svo rættist loksins draumurinn, þú eignaðist nýtt hjólhýsi og þú varst svo ánægð með það. Því mið- ur náðum við ekki að nota það eins mikið og við hefðum viljað. Tilhugsunin um að þú sért ekki lengur til staðar er erfið. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá ráð eða bara spjalla þegar manni leið illa, þú varst alltaf með lausn- ir. Það var alltaf svo stutt í brosið og hláturinn hjá þér og þú gast alltaf komið okkur til þess að brosa. Ef þú varst búin að ákveða eitthvað var erfitt að fá þig ofan af því, sama hvað, elsku þrjóskan. Í allri þinni baráttu var aldrei í boði að gefast upp, við sáum það svo vel, elsku mamma, þú varst svo dugleg. Síðustu stundirnar okkar voru erfiðar en dýrmætar. Baráttan var svo mikil, en að sjá frið færast yfir þig og að þú fékkst loksins hvíldina var ólýsanleg tilfinning. Elsku mamma okkar, þú ert komin á betri stað en við vitum að þú munt áfram fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram hvort held- ur sem er á vellinum eða í ein- hverjum öðrum verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur. Engar áhyggjur, mamma, við pössum pabba. Við munum standa saman og passa upp á hvert annað, alltaf. Við elskum þig, mamma. Elsku tengdamamma, að þessi dagur hafi komið svona snemma er öllum óskiljanlegt. Ég vil þakka þér fyrir að hafa hleypt mér með opnum örmum í fjölskylduna þína og öll þau skipti sem þú eltir mig á hringvöllinn, það er ómetanlegt. Ég veit að þú varst hrifin af mér og Spræk og ætlum við að halda áfram að vera dugleg, ég veit að þú fylgist áfram með okkur. Hvíldu í friði. Þín börn og tengdadætur, Rakel Rós, Viðar, Rós- anna, Ragnar, Hanna Rún og Marín Lind. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig, sagði Rúnar Júl. í laginu sínu. Þessi orð eiga svo vel við þegar ég hugsa til þín, elsku Guðbjörg mín. Ég verð þér æv- inlega þakklát fyrir að hafa valið stóra bróður minn sem þinn föru- naut í lífinu og að ég hafi fengið að hafa þig í lífi mínu öll þessi ár. Ég hef verið heppin að eiga nokkur heimili sem ég hef getað kallað mína griðastaði og hefur heimili ykkar Gústa alltaf verið eitt af þeim. Fyrst á Akureyri þar sem ég fékk að vera svo vikum skipti og fékk að hjálpa til í hesthúsinu eða að passa Rakel Rós. Við rifj- uðum oft upp daginn sem við urð- um veðurtepptar á Höskuldsstöð- um og gátum við alltaf hlegið jafn mikið að því. Eftir að þið Gústi fluttuð á Krókinn héldu samverustundir okkar áfram og minningar söfn- uðust í bankann. Góðir tímar koma upp í hugann sem við áttum á Hótelinu. Og auðvitað sá staður sem stendur manni næst og hefur verið mitt annað heimili undanfar- in ár, Birkihlíð 1, ég held stundum að bróðir minn hafi haldið að ég væri flutt inn. Birkihlíðin minnir nú kannski stundum meira á fé- lagsmiðstöð, því þar hafa alltaf all- ir verið velkomnir og var alltaf í boði að hafa spilakvöld og annað þar og varst þú sjaldnast langt frá. Við pössum upp á að þetta breyt- ist ekki. Ég gleymi því aldrei þeg- ar ég fékk símtalið fyrir rúmum þremur árum þegar þú greindist. Vonin og kannski smá þrjóska sagði manni þó alltaf á þeim tíma að þetta yrði allt í lagi og þetta væri eitthvað sem þú myndir bara tækla og sigrast á. Síðan þá hafa verið tímar sem hafa reynt virki- lega á vonina og innri styrk. Í dag fara margar hugsanir í gegnum hugann, spurningar sem enginn getur svarað og erfitt er að sætta sig við lífið eins og það er. Risa- stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar, en maður þakkar fyrir hvað við erum öll náin og stöndum þétt við bakið hvert á öðru í gegnum þennan erfiða tíma. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þær minningar sem við sköpuðum og kannski sérstaklega að hafa feng- ið þennan tíma eftir að þú greind- ist og að þú hafir getað barist þetta lengi, þú ert algjör hetja! Ég er þakklát fyrir að aðstæður í lífi mínu breyttust sem gerðu mér kleift að eyða meiri tíma hér heima og þar af leiðandi með þér. Ferðirnar til Birmingham og Washington DC í vor standa klár- lega upp úr í minningabankanum. Það voru ófáir körfuboltaleikir og körfuboltakvöld sem við horfðum á saman og ræddum fram og til baka. Ég er sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að horfa á síð- asta leikinn með þér, þar sem strákarnir þínir voru svo flottir, allir sem einn, því jú, þú átt nú ansi mikið í nokkrum í Tindastóls- liðinu. Ég veit þú heldur áfram að fylgjast með þeim og stelpunum þínum og þau halda áfram að fylla þig stolti. Minningarnar halda áfram að ylja manni og það er huggun að vita að þú þarft ekki að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm lengur. Guðbjörg mín, ég segi bara takk fyrir kaffið og með því, þar til næst. Ég veit þú verður alltaf nærri og ég kem alltaf til með að halda áfram að leita til þín. Takk fyrir að vera mágkona mín. Halldóra. Elsku Guðbjörg, stóra systir okkar. Mikið rosalega er sárt að horfa á eftir þér. Þú sem hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur systk- inin. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og von um að við hittumst aftur á nýjum stað. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar Þakklæti og trú. Þegar einhvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt visa veg og taka á móti mér (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þó söknuður okkar sé óendan- lega sár mun minningin um þig ætíð veita okkur gleði og huggun. Þú lifir í hjörtum okkar. Ástar- og saknaðarkveðjur, Hildur Rós, Inga Bára, Skarphéðinn Páll og fjöl- skyldur. Nú vaki ég alein, og komið er kvöld og kyrrð yfir heimilið mitt. Ég skrifa á himinsins heiðríkju tjöld í huganum nafnið þitt. (Friðrik Hansen) Fyrsti snjór vetrarins hefur fallið, sumar og haust að baki. Dagurinn styttist og birtan þverr, það dimmir og kólnar. Fyrsta sunnudag í vetri kvaddi þennan heim elskuleg tengdadótt- ir mín, Guðbjörg Ragnarsdóttir, eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein, sem hún greindist með fyrir rúmum þremur árum. Ágúst sonur minn og Guðbjörg voru 17 ára þegar þau fóru að vera saman. Það var mikil gæfa að fá Guðbjörgu inn í fjölskylduna og Gústa mikið lán. Þrátt fyrir ungan aldur þegar þau hófu búskap luku þau bæði námi. Um árabil áttu þau Hótel Tindastól og sá Guð- björg að mestu um reksturinn ásamt því að stunda nám í ferða- málafræðum og sinnti stóru heim- ili. Guðbjörg var ótrúlegur dugn- aðarforkur. Fyrstu árin bjuggu þau á Ak- ureyri og hjá foreldrum Guð- bjargar á Hóli. Fluttu síðan á Sauðárkrók og hafa búið síðustu árin í Birkihlíð 1. Þar komu þau sér vel fyrir á fallegu heimili sem stóð öllum opið og virkaði eins og félagsmiðstöð fyrir frændsystk- inahóp barnanna og vini þeirra. Guðbjörg og Gústi eignuðust fjög- ur börn, Rakel Rós, Viðar, Ragnar og Marín Lind. Guðbjörg var mik- il mamma, studdi og hvatti börnin sín í námi, íþróttum og störfum. Keyrði með þau á leiki og íþrótta- mót um allt land og það með tjald- vagn í eftirdragi. Systkinin eru öll mikið íþróttafólk. Í sumar fór Guðbjörg til Danmerkur að fylgj- ast með Marín Lind í landsliði U15 í körfubolta þrátt fyrir erfið veikindi. Guðbjörg og Gústi hafa verið dugleg að ferðast. Fóru þau í ut- anlandsferðir ýmist tvö ein eða með fjölskyldunni og eru það dýr- mætar perlur í minningasjóði þeirra sem eftir lifa. Fyrir mér er ógleymanleg aðventuferðin sem við Guðbjörg fórum ásamt Krist- rúnu og Halldóru til Birmingham. Samverustundirnar um stórhátíð- ir sem og samvera við slúttara- og laufabrauðsbakstur, kartöflu- rækt, réttarstörf, afmælisfagnaði, kaffi- og matarboð og steikta brauðið í Birkihlíðinni, Brekku- túninu, Gilstúninu og á Bergstöð- um eru stundir sem ekki gleym- ast. Árin eftir að Guðbjörg greind- ist með illvígan sjúkdóm hafa tek- ið mikið á, en hún stappaði stálinu í aðra, vel studd af Gústa, Rakel Rós, Viðari, Rósönnu, Ragnari, Hönnu og Marín Lind. Védís æskuvinkona Guðbjargar reynd- ist henni afar vel í veikindunum og Kristrún veitti þeim styrk og stuðning á erfiðum tímum. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt (SG) Elsku fjölskylda í Birkihlíð 1 og aðrir ástvinir Guðbjargar, góðar minningar um yndislega eigin- konu, kærleiksríka móður, dóttur, systur, mágkonu og vinkonu munu hjálpa okkur öllum að halda áfram, eins og Guðbjörg hefði vilj- að. Síðustu orð Guðbjargar þegar ég kvaddi hana kvöldið áður en hún dó voru „mér þykir svo vænt um þig“, þannig kveð ég Guð- björgu. Takk fyrir að vera tengda- dóttir mín, okkur Viðari þykir svo vænt um þig, þín er og verður sárt saknað. Góða ferð í Sumarlandið, sjáumst. Sigrún. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Reglulega erum við minnt á að ekkert er óendanlegt. Á þeim stundum er gott að staldra við, líta um öxl og hugsa um allar þær dýr- mætu perlur sem orðið hafa til í hafsjó minninganna. Elsku Guðbjörg, það er það sem ég ætla að gera. Margs er að minnast frá þeirri stundu er ég kynntist þér, en það var þegar þið Gústi bróðir tókuð saman. Ég gladdist þegar þið tókuð ákvörðun um að flytja á Krókinn. Man þeg- ar Gústi fór í atvinnuviðtalið áður Guðbjörg Elísabet Ragnarsdóttir 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.