Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 35

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 35
en sú ákvörðun var tekin og ég fékk að passa Rakel Rós á meðan. Vonaði ég að af þessu yrði svo við gætum öll hist oftar. Sú varð raun- in og mér finnst ég þekkja börnin þín mjög vel og þykir svo undur- vænt um þau. Við fórum í nokkrar veiðiferðir saman og er þá sérstaklega minn- isstæð ferðin í Langá en það er ekki vegna þess að veiðin hafi ver- ið svo mikil. Nokkrar utanlands- ferðir fórum við, fyrst til Dublin og í þá ferð fengu Gústi og Bubbi að fara með. Stuttu síðar fórum við tvær saman og þá var ekki slegið slöku við í búðunum. Við fórum til Spánar 2005 í fjölskyldu- ferð og var sú ferð yndisleg í alla staði. Fyrir ári fórum við til Birm- ingham ásamt mömmu og Hall- dóru og vorum frekar slappar í búðum í þeirri ferð. Þegar við fjöl- skyldan fórum til Flórída var ég svo heppin að þú lánaðir okkur Ragnar og Marín Lind og voru þau frábærir ferðafélagar. Við fórum saman á nokkur ung- lingalandsmót en vegna veikinda þinna í sumar áttir þú ekki heim- angengt. Í staðinn hittumst við tvær ásamt Gústa, Bubba, mömmu og pabba í Birkihlíðinni og borðuðum dýrindismat sem Gústi eldaði og spjölluðum fram á rauðanótt. Ég er líka þakklát fyrir að þú treystir þér til að koma í af- mælið hennar Tinnu Rutar 20. október sl., þrátt fyrir alvarleg veikindi. Þú kvaddir okkur sunnudaginn 28. október, umvafin þínum nán- ustu, Gústa, Rakel Rós, Viðari, Ragnari, Marín Lind, Rósönnu og Hönnu, ásamt mörgum fleirum, þú varst svo vinmörg. Barátta þín, Guðbjörg, þessi síðustu ár er aðdáunarverð og þú horfðir alltaf fram á veginn og ætlaðir ekki að gefast upp. En því miður þá er það svo að við fáum litlu ráðið og eftir sitjum við og skiljum ekki tilgang- inn með þessu öllu. Góð vinátta er dýrmætari en allir heimsins fjársjóðir. Elsku Guðbjörg, takk fyrir allar góðu stundirnar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku Gústi, Rakel Rós, Viðar, Rósanna, Ragnar, Hanna, Marín Lind og aðrir ástvinir Guðbjargar, megi góðar minningar ylja ykkur um ókomna tíð. Kristrún, Sigurbjörn, Tinna Rut, Alex Már, Bryndís Rut og Bogi. Eitt fegursta og litríkasta blómið í vinagarði mínum er fallið frá, langt fyrir aldur fram. Hug- urinn ber mig til æskuára okkar á Akureyri. Guðbjörg ólst upp í ást- ríkri og góðri fjölskyldu, stundaði hestamennsku, var félagslynd og átti góðan vinahóp. Hún var traust og góð vinkona, skemmtileg, hreinskilin, raungóð, hlý og hlát- urmild. Minningarnar hlaðast upp svo sætar og ljúfar. Við saman í sól og sumaryl, hjólandi í hesthúsið eða í heimsókn til afa hennar og ömmu. Við að leika okkur úti með krökk- unum í hverfinu eða gista hvor hjá annarri, hlusta á tónlist, hlæja saman og njóta lífsins sem við héldum að nóg væri eftir af. Það var venja hjá okkur seint á að- fangadagskvöld að hittast, jafnvel fara í smá göngutúr og horfa upp á stjörnubjartan himinin þar sem norðurljósin og Fjósakonurnar þrjár virtust veifa niður, þær voru okkar stjörnur. Guðbjörg fór í Hólaskóla, kynntist Ágústi og varð ástfangin. Þau settust að á Sauðárkróki og börnin fjögur komu hvert af öðru svo yndisleg og góð. Guðbjörg var góð móðir og undirbjó börnin sín vel út í lífið. Hún fylgdi þeim og hvatti þau áfram í tómstundum og var ákaflega stolt af þeim. Þær voru sannarlega dýrmætar gæða- stundirnar sem Guðbjörg átti með sínu fólki, ýmist á ferðalögum eða heima við eldhúsborðið þar sem þau komu saman og spjölluðu, púsluðu eða nutu góðrar veislu sem Ágúst töfraði fram. Árin liðu en svo kom skellurinn. Veikindi sem sárt var að horfa upp á. Endalausar slæmar fréttir og erfiðar meðferðir sem tóku sinn toll með tilheyrandi niðurbroti á sál og líkama. En Guðbjörg var ákveðin í að gefast ekki upp. Hún var baráttukona og ætlaði sér að gera svo margt í lífinu. „Þú þarft ekki að hlífa mér, þú manst, ég er nagli,“ sagði hún við mig um dag- inn. Og það var rétt, hún var ótrú- lega sterk í baráttunni við veik- indin. Hún þráði ekkert heitara en að fá að horfa á börnin sín vaxa og dafna, verða amma og njóta kom- andi ára með fjölskyldunni. Þeirra missir er mikill en fjölskyldan er samheldin og saman hafa þau staðið sem klettar við hlið Guð- bjargar í veikindunum. Við vorum duglegar að hittast og áttum notalegar stundir saman ýmist hjá mér eða henni, yfir kaffibolla og góðu spjalli, í göngu- túrum í fjörunni eða með smá skilaboðum okkar á milli. Hún kallaði mig vonarberann sinn. Það var fallegt og einlægt þegar hún sagði það. Sagði að allir sem stæðu í erfiðum veikindum þyrftu að eiga vonarbera sem héldi uppi voninni þegar vonleysið næði tök- um og ég væri hennar. Ég varð meyr, því Guðbjörg sýndi vænt- umþykju meira í verki en orði og sagði stundum í gríni að það mætti nú ekki hrósa of mikið því þá gæti maður orðið montinn. Svo hló hún sínum dillandi hlátri. Hún reyndist mér líka vel og saman áttum við dýrmæta vináttu í rúm 43 ár. Því miður rann stundin upp sem við forðumst að hugsa um, stundin þar sem allt virðist taka enda og við þráum ekkert heitara en að geta spólað til baka aftur í tímann til að njóta samverunnar upp á nýtt. Ég trúi því að Guðbjörg vaki yf- ir okkur eins og stjörnubjartur himinn á fallegu vetrarkvöldi og hver veit nema lífsblómin okkar fái að dafna saman aftur um síðir í nýjum garði á nýjum stað. En þangað til, takk fyrir allt, elsku vinkona mín. Minning þín er ljós sem lýsir um ókomin ár. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Guðbjargar, foreldra, systkina og tengdafólks. Þin Védís. Í dag kveðjum við Guðbjörgu Ragnarsdóttur sem ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kalla vinkonu mína í um tvo áratugi. Guðbjörg hafði barist við 4 stigs krabbamein af einurð og lét ekki óvininn hefta sig í að ferðast og taka þátt í félagslífi. Guðbjörg er okkur sem eftir lifum fyrir- mynd um það að láta ekki óvinin yfirtaka lífið. Mér kemur í hug orðtakið; Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir, þannig hetja var Guðbjörg. Guðbjörg bar marga hatta, var bókari, hestamaður, hótelstjóri og síðast en ekki síst móðir og eig- inkona. Við minnumst þess að ávallt þegar Guðbjörg talaði um börnin sín þá breiddist stolt og hamingja yfir svipmót Guðbjargar og öllum sem töluðu við hana var ljóst að þar stóð stolt móðir. Sorg Gústa vinar okkar og barnanna er óumræðilega stór í dag og samhryggjumst við þeim innilega á þessum erfiða tíma. Margs skemmtilegs er að minnast frá þeim tíma sem við átt- um saman, hvort heldur það var í Skagafirði, Borgarfirði eða Reykjavík, og vil ég sérstaklega minnast þess og þakka fyrir þá ótrúlegu gestrisni sem Guðbjörg sýndi mér þegar ég var margar helgar gestkomandi á heimili þeirra Gústa og þótti þá ekki til- tökumál að eitthvert barna þeirra gengi úr rúmi fyrir gestinn. Þessi sama gestrisni og umhyggja naut sín svo fullkomlega þegar þau hjón áttu Hótel Tindastól og Guð- björg stóð þar vaktina með sóma sem hótelstjóri. Það er skarð í vinahópnum pabbaklúbbnum þar sem Guð- björg var áður, skarð sem aldrei verður fyllt. Við kveðjum þig, sterka vin- kona, með söknuði og trega. Tryggvi og Selma. Að eignast vini tekur andartak, en að vera vinur tekur alla ævi. Þetta er lýsandi fyrir margra ára vináttu okkar þríeykisins, eins og við köllum okkur. En saman höfum við átt ótal ánægjustundir og gengið samhliða í gegnum ólgu lífsins. Þrátt fyrir sáran söknuð yfir því að Guðbjörg okkar sé farin eft- ir hetjulega baráttu sem hún háði af miklu æðruleysi, er þakklæti og góðar minningar okkur efst í huga. Skarðið í vinkonuhópnum okk- ar fyllum við með minningum, hugsum hlýtt til hennar þegar við, sem eftir stöndum, hittumst og höldum uppi hennar heiðri. Innilegar samúðarkveðjur til Gústa og barnanna þeirra, fjöl- skyldu og ættingja. Saknaðar- kveðja, Berglind og Lilja. Árið 1996 varð til saumaklúbb- ur hér á Krók sem samanstóð af konum úr ólíkum áttum. Mark- miðið var að hittast, spjalla, hlæja og gleyma í smástund hinu dag- lega amstri, heimilisverkum og barnauppeldi. Síðan þá hefur þessi félagsskapur starfað óslitið með sterkan kjarna kvenna í stafni. Guðbjörg Ragnarsdóttir var sannarlega ein af þeim. Það er því stórt skarð höggvið í klúbbinn okkar sem aldrei verður fyllt. Við minnumst Guðbjargar með hlýju, væntumþykju og stolti yfir að hún hafi verið í okkar hópi. Guðbjörg var hrein og bein í sam- skiptum, skoðanaföst, traustur vinur og mikill persónuleiki. Hún var sterk kona sem kenndi okkur margt. Í veikindum sínum sýndi hún okkur æðruleysi í verki, hún talaði hreint út um veikindi sín á þann hátt að við vorum í tárum meðan hún útskýrði fyrir okkur stöðuna á mjög yfirvegaðan hátt. Guðbjörg talaði líka um hvað það væri mikilvægt að setja sér mark- mið, hafa eitthvert plan eins og hún orðaði það. Þannig fór hún í gegnum veikindi sín, auk þess sem hún sótti sér styrk til fjölskyldu og góðra vina. Guðbjörg var dugleg við að ferðast og reyndi að njóta lífsins eins og hún mögulega gat miðað við aðstæður. Hún elskaði lífið og hélt alltaf í vonina um að bjartara væri bak við skýin, sem því miður hrönnuðust upp á skömmum tíma, þrátt fyrir hetju- lega baráttu hennar. Fjölskyldan var alltaf í fyrir- rúmi hjá Guðbjörgu. Ást, um- hyggja og stolt skein í gegn þegar hún talaði um sína nánustu. Til marks um þetta var Guðbjörgu tamt að bæta eignarfornöfnum aftan við nöfn þeirra sem hún ræddi í það og það skiptið; Marín mín, Ragnar minn, Viðar minn, Rakel mín og Gústi minn heyrðist mjög oft úr munni Guðbjargar. Hún mátti líka vera stolt af börn- unum sínum, sem eru einstaklega vel gerðir einstaklingar og hafa öll náð þeim glæsta árangri að spila með meistaraflokki í íþrótt sinni, körfuboltanum. Kæra fjölskylda, haldið fast ut- an um hvert annað og yljið ykkur við minningar um magnaða mömmu og yndislega konu. Það ætlum við að gera í klúbbnum okkar. Anna Steinunn, Erla, Magga, Kristbjörg, Vilborg og Þórunn Elfa. Ástkær vinkona hefur nú yfir- gefið þessa jarðvist alltof snemma. Eftir nokkurra ára bar- áttu við krabbamein er hún nú far- in til annarra starfa í annarri vídd. Farin frá fjórum börnum og eig- inmanni sem horfir á eftir ástríkri eiginkonu og vini. Einhvern tíma hefði verið sagt um Guðbjörgu að hún væri dreng- ur góður. Og það var hún. Guð- björg var yndisleg kona og góður vinur sem hafði góð áhrif á alla sem kynntust henni og umgeng- ust hana. Við vorum svo heppnar að kynnast henni ungri er við vorum á Bændaskólanum á Hólum og þar varð til vinátta sem hélst alla tíð. Það var góður tími. Margt var brallað og námið varð að skemmti- legum leik í góðum félagsskap þeirra sem þar dvöldu. Guðbjörg hafði mikil áhrif á daglegt líf nem- enda og kennara sem þar voru ár- in 1988-1990. Þau áhrif voru góð. Hún var einstakt ljúfmenni, hafði góða nærveru og vildi öllum vel. Hún stóð með þeim sem máttu sín lítils og gat alltaf fundið eitthvað jákvætt um þá sem við umgeng- umst. Ef við vorum eitthvað að hnýta í einhvern (kennarann), sem okkur þótti kannski hafa ver- ið ósanngjarn við okkur, þá fann hún alltaf eitthvað jákvætt til að segja um hann eða einhverja út- skýringu á að hann hefði komið svona fram. Og þegar Guðbjörg hafði sagt sína skoðun, litum við hin hvert á annað og samþykkt- um. Það þurfti ekki að ræða þetta neitt frekar. Svona var það bara. Gústa sínum kynntist hún er við vorum á Hólum, „Tarsan“ eins og skólafélagarnir kölluðu hann. Með þeim tókust ástir sem entust fram á síðasta dag. Það var greini- lega sönn ást. Ást sem var heil- steypt, hrein og trygg. Ekki vitum við til að nokkurn tíma hafi borið skugga á þeirra samband og eiga þau fjögur yndisleg börn saman og var Guðbjörg dugleg að fylgja þeim og styðja í hvívetna eins lengi og henni var unnt. Allri hennar fjölskyldu vottum við innilega samúð. Lovísa Herborg og Hulda. Það er ekki auðvelt að skrifa minningargrein, allra síst þegar í hlut á ung kona sem hrifin er burt frá okkur í blóma lífsins, burt frá eiginmanni og fjórum börnum, for- eldrum, systkinum og öllum þeim fjölda vina og ættingja sem standa hnípin eftir. En svona er lífið, ekki fer allt eins og óskað er eftir. Hún Guðbjörg var nánast eins og fósturdóttir okkar. Þegar við hjónin fluttum í íbúð okkar með elsta barnið 1974 kom hún nokkr- um mánuðum síðar ásamt foreldr- um sínum í næstu íbúð við hliðina á okkar, þá þriggja ára og bjó þar í ellefu ár. Á þessum tíma bættust við tvær systur hjá Guðbjörgu og tvær systur í okkar íbúð og þau ól- ust upp saman þessi ár eins og ein fjölskylda. Mæður þeirra voru líka systur svo tengslin voru mikil. Ekki var bankað heldur bara hlaupið inn á öðrum hvorum staðnum, sest að matar- eða kaffi- borði eins og heima hjá sér, sofið þeim megin sem betur hentaði hverju sinni. Leikið sér saman alla daga og Guðbjörg stjórnaði að sjálfsögðu ferðinni, enda aðeins elst. Alla tíð síðan hafa þessi systkinabörn verið afskaplega ná- in og sterk taug milli þeirra og þessi tenging minnkaði ekki þó systkinahópurinn stækkaði. Þeg- ar Guðbjörg fluttist með foreldr- um sínum fram í Hól II í Eyja- fjarðarsveit minnkaði að sjálfsögðu þessi náni samgangur en alltaf voru fagnaðarfundir þeg- ar frændsystkinin hittust. Guðbjörg gekk hefðbundna skólagöngu en það blundaði alltaf í henni þrá til að komast í Hóla- skóla og læra þau vísindi sem þar voru kennd. Þar kynntist hún ungum, skagfirskum pilti, honum Ágústi, Gústa á Bergsstöðum, og ekki leið á löngu áður en þau ákváðu að ganga saman sinn ævi- veg. Bjuggu þau fyrst á Akureyri meðan Gústi lauk sínu námi í kjöt- iðn en fluttu svo vestur á Sauð- árkrók þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Gekk þeim þar allt í haginn, Gústi fékk góða vinnu og Guð- björg, eins og svo margar konur, helgaði sig heimilinu, ól upp fjögur börn þeirra Gústa, stundaði meira nám og dreif sig svo út á vinnu- markaðinn af fullum krafti. Börn þeirra eru Rakel Rós, Viðar, Ragnar og Marín Lind. Öll eru þau öflug og kraftmikil, íþrótta- fólk í fremstu röð. Nú nýlega birt- ist í staðarblaðinu Feyki opnuvið- tal við þessi fræknu systkini og veit ég að Guðbjörg varð afskap- lega stolt við þann lestur. Fyrir rúmum þremur árum greindist Guðbjörg með alvarleg- an sjúkdóm og hefur tíminn síðan þá farið í baráttu, mikla og stranga baráttu þar sem hún sló ekkert af og þar munaði miklu sá mikli stuðningur sem hún naut frá Gústa sínum og öllum ættingjum og vinum, en að lokum laut Guð- björg höfði og játaði sig sigraða. Hún lést á Sauðárkróki 28. októ- ber sl., 46 ára gömul. Guðbjörg var yndisleg kona, afburða dugleg og hugsaði einstaklega vel um sína nánustu. Óteljandi eru þær ferðir sem hún fór með börnin sín í keppnisferðir út um allt land og studdi þau af öllu afli allt til hinstu stundar. Elsku Gústi, börn og tengda- börn, foreldrar, systkini og allir sem stóðu Guðbjörgu nærri. Inni- legar samúðarkveðjur. Alda og Jón. Með sorg í hjarta rita ég þessi kveðjuorð. Í dag fylgi ég kærri vinkonu minni síðasta spölinn, það eru þung spor. Leiðir okkar lágu saman fyrir um það bil 24 árum. Ég man svo vel hversu ánægð ég var þegar þið Gústi ákváðuð að flytja á Krókinn. Með okkur skapaðist góður vin- skapur, sem efldist með árunum. Það var margt sem sameinaði okkur, börnin, leikfimishópur, saumaklúbbur og ekki má gleyma kvenfélaginu, vinnu okkar þar og ferðalögum. Við fórum saman í ferðir með kvenfélaginu, til Spán- ar, Prag og Heidelberg. Þar stendur Spánarferðin upp úr þar sem við börðumst við kakkalakka fyrsta kvöldið, röltum með skottið á milli fótanna til hinna kvennanna og fengum gistingu hjá þeim um nóttina, svo réðumst við í að eitra hressilega hjá okkur. Það eru ekki nema ca. þrjár vikur síðan við vorum að tala um það hversu frakkar við vorum að fara út með kvenfélaginu í heilar tvær vikur og skilja mennina eftir heima með börn og bú. Þrátt fyrir að við yxum aðeins í sundur vegna vinnu og ólíkra áhugamála þá héldum við alltaf sambandi. Þeir voru ófáir kaffibollarnir sem við drukkum hérna við eldhúsborðið hjá mér. Ég man þann dag er þú komst til að segja mér þessar hörmulegu fréttir að þú værir með krabba- mein og að þú færir í aðgerð eftir nokkra daga. Þú sast þarna með blöð og útskýrðir þetta allt fyrir mér eins og ekkert væri. Þannig ræddir þú alltaf um þinn sjúkdóm, hrein og bein eins og ekkert væri, ég dáðist að þér Guðbjörg mín hvað þú varst hörð og sterk alla leið. Mér þótti óendalega vænt um þegar þú hringdir í mig og spurðir hvort ég vildi koma með þér til Danmerkur til að fylgja Marín í U15 í körfu. Ferðin út gekk vel, á öðrum degi lögðum við í lestar- ferðir og strætó til að fara á milli leikja. Þetta var góður og skemmtilegur dagur hjá okkur. Daginn eftir fannst þú fyrir slapp- leika en samt vildir þú að við fær- um niður á Nýhöfn, þar snæddum við og höfðum það notalegt. Seinnipart þessa dags varst þú komin með hita, leitaðir í fram- haldi til læknis og varst lögð inn á sjúkrahús. Ég get ekki líst líðan minni er ég sat þarna hjá þér. Það var þér líkt að þú vildir að ég færi og skoðaði mig um í Kaupmann- höfn meðan þú værir í rannsókn- um, en það var mér mjög erfitt. Mikil óvissa var um að þú kæmist heim með fluginu okkar. En sem betur fer fékkstu grænt ljós og við náðum fluginu heim. Síðustu mánuðir voru þér erf- iðir því þú fékkst ekki að njóta þeirra lífsgæða sem þú vildir, eins og að fara á unglingalandsmót eins og þú hafðir gert til svo margra ára með börnunum. Þú stóðst alltaf svo þétt við börnin í þeirra áhugamálum og þeirra lífi. Ekki bjóst ég við því þegar við komum til ykkar í bröns fram í Varmahlíð að þetta yrði síðasta skiptið sem við ættum notalega stund saman. Hvíl í friði, elsku Guðbjörg mín, minning þín lifir. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varstu kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Megi góður Guð styrkja fjöl- skyldu Guðbjargar og ástvini á erfiðum stundum. Kveðja frá Gili. Þín vinkona, Vilborg. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Systir mín, ELÍN SIGURLAUG HARALDSDÓTTIR, Hamrahlíð 35, lést 21. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Erlendur Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.