Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 39

Morgunblaðið - 10.11.2018, Page 39
MINNINGAR 39Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Kerlingarfjöllum. Að eyða björtum sumarnóttum í mikilfenglegri nátt- úru Íslands hefur án efa styrkt rætur hans í moldu sveit- arinnar og þar sló hjarta hans þó að hann kysi að eyða meirihluta ævinnar í þéttbýli. Skóla- ganga hans var, eins og svo oft hjá alþýðusveita- drengjum þess tíma, slitrótt en þó stundaði hann nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni frá 1939-41. Tveimur árum eftir vistina á Laugarvatni var Jakob ráðinn til starfa hjá Ingimundi Jónssyni kaupmanni sem þá rak versl- unina Ingimundarbúð við Hafn- argötu 19 í Keflavík (í því húsi er veitingastaðurinn Ráin í dag). Ingimundarbúð var dæmigerð verslun þessa tíma. Allar vörur voru geymdar bak við búðarborð- ið og hverjum og einum við- skiptavini fært það sem óskað var. Rómaðasta varan í Ingi- mundarbúð var saltkjötið sem saltað var eftir uppskrift kaup- mannsins sjálfs. Saltkjöt þótti herramannsmatur þá en hefur ekki staðist nútímakröfur um heilsusamlegt mataræði. Í dag geta flestir leyft sér þann munað að velja og hafna þegar kemur að mat en á gullöld saltkjötsins var yfirleitt ekki um annað að ræða en að borða það sem í boði var. Þegar Jakob hélt til verslunar- starfa í Keflavík getur vel verið að hann hafi séð fyrir sér tíma- bundna dvöl og verið opinn fyrir öðrum tækifærum en eins og heimsfrægt söngvaskáld sagði einu sinni er lífið það sem gerist á meðan mannfólkið er upptekið við að gera áætlanir um annað. Á þessari stundu hefur honum lík- lega ekki flogið í hug, þá 24 ára gömlum, að í Keflavík myndi hann búa sér heimili til æviloka. Ástir tókust með yngstu dótt- ur kaupmannsins í Ingimundar- búð, Ingibjörgu, og Jakob. Gengu þau í hjónaband á sumardaginn fyrsta 1948. Hjónabandið var far- sælt og bar ekki skugga á þar til því lauk 43 árum síðar við andlát Jakobs. Börnin urðu sjö (Sigríður Gróa, Ingunn Kristín, Guðný, Þegar ný mann- eskja kemur í heim- inn markar það ávallt tímamót, upp- hafspunkt lífs sem snertir ekki aðeins við fjölskyldu, held- ur samfélagi. Tíma- mótin verða ein- hvern veginn þeim mun meiri þegar nýja lífið hefst á sögulegum degi, degi sem upp frá því hefur verið minnst fyrir endalok mikils hild- arleiks, hildarleiks sem átti að verða sá allra síðasti sinnar teg- undar. Slíkur dagur verður ávallt þrunginn djúpri merkingu, bæði táknrænni og bókstaflegri. Það er því auðvelt að velta fyrir sér hversu myndrænt það er að upp- hafspunktur lífs skuli einmitt verða á dánardægri manngerðr- ar öldu drápa og þjáninga. Líklega voru slíkar heimspeki- legar hugsanir víðsfjarri hjónun- um Gróu Magnúsdóttur og Indr- iða Grímssyni, á bænum Snússu í Hrunamannahreppi, daginn sem fyrri heimsstyrjöldinni lauk, 11. nóvember 1918. Þennan magn- þrungna dag fæddi Gróa þeirra tíunda barn en fyrsta barnið höfðu þau misst. Þetta friðar- dagsbarn var sonur og fékk hann nafnið Jakob. Á stóru en efnalitlu heimili var lítill tími til að leiða hugann að fjarlægum vígvöllum, enda munnarnir sem metta þurfti margir. Lífið á bænum hefur ef- laust einkennst af striti og öll fjölskyldan þurft að leggjast á ár- arnar við bústörfin. Kraftar Jak- obs hafa væntanlega verið nýttir eins snemma og aldur hans leyfði. Byrðarnar sem fjölskyld- an á Snússu þurfti að bera gátu orðið þungar og þegar Jakob var á tíunda aldursári lést fjölskyldu- faðirinn, Indriði, en þá hafði eitt barn til viðbótar bæst í hópinn. Systkinin 10 héldu bústörfum áfram undir stjórn móður sinnar en 11 árum síðar fylgdi hún manni sínum til handanheima. Eftir að móðir hans var fallin frá má segja að Jakob hafi endan- lega farið að hleypa heimdragan- um, t.d. var hann um tíma í kaupavinnu í Mývatnssveit. Hann hafði þó unnið áður fjarri heimahögunum við að gæta fjár í Kristinn, Elín Jónína, Ingimund- ur og Helga) en Guðnýju var ekki ætlað að lifa nema í nokkra daga. Missirinn var hjónunum án efa þungbær en þau gerðu eins og Ís- lendingar höfðu gert frá upphafi, tóku áfallinu af æðruleysi og héldu lífinu áfram, án þess að verða tíðrætt um þær tilfinningar sem undir bærðust. Slík fyrir- bæri voru einfaldlega ekki rædd í þá daga. Börnin 6 sem komust til manns færðu Jakob og Ingi- björgu alls 8 barnabörn en því miður voru hjónin bæði öll áður en 2 yngstu barnabörnin komu í heiminn. Hjónabandið við kaupmanns- dótturina átti eflaust stærstan þátt í að gera kaupmennsku að ævistarfi Jakobs Indriðasonar. Hann starfaði hjá tengdaföður sínum í rúm 20 ár en setti þá á stofn eigin verslun í húsi fyrir aft- an heimili fjölskyldunnar að Tjarnargötu 31. Þegar kom að því að gefa versluninni nafn var ekkert verið að flækja hlutina, enda stíll sveitamannsins Jakobs að ganga hreint og beint til verks. Verslunarhúsið var í brekku og því lá beinast við að nefna versl- unina Brekkubúð. Búðina í brekkunni rak Jakob með dyggri aðstoð eiginkonu og barna til árs- ins 1983 þegar hjónin ákváðu að láta gott heita og selja rekstur- inn. Brekkubúð var lítil hverfis- verslun og því óhætt að telja Jak- ob meðal hinna sívinsælu kaupmanna á horninu, eða rétt- ara sagt í hans tilfelli kaupmað- urinn í brekkunni. Hverfisversl- anir eins og Brekkubúð hafa löngum notið velvildar. Þannig verslanir hafa víða orðið að eins konar hornsteinum síns nærsam- félags. Staðir þar sem fólk getur komið saman og verið hluti af lífi og anda síns samfélags en ekki bara andlitslaus neytendatann- hjól í gangvirki neysluþjóðfélags- ins. Að veita sínum meðborgur- um slíkan stað má segja að hafi verið stærsta framlag Jakobs til síns samfélags í Keflavík. Hann lét það framlag þó ekki nægja og var einn af stofnfélög- um Hestamannafélagsins Mána árið 1965. Félags sem sameinað hefur Keflvíkinga og nærsveita- menn við að njóta útiveru í fé- lagsskap dýrsins sem var þarf- asti þjónn Íslendinga fram á bílaöld. Hestarnir hans Jakobs voru honum kærir og undi hann sér vel við að sinna þeim í hest- húsinu á Mánagrund. Með hest- unum styrkti hann tengslin við rætur sínar í sveitinni. Stundum fékk nafni hans og dóttursonur (sá sem þetta ritar) að fylgja með í hesthúsaferð og í þær ferðir var alltaf farið á krúnudjásni austur- þýskrar bílasmíði, Trabant. Þegar kom að því að efla tón- listarlífið í bænum lagði Jakob sitt af mörkum með því að taka þátt í stofnun Karlakórs Kefla- víkur árið 1953. Í kórnum starf- aði hann og söng í rúma 4 áratugi en varð að hætta söngnum þegar rödd hans átti orðið erfitt með þann kraft sem kórsöngur krefst. Þótt hann væri orðinn Keflvík- ingur gleymdi Jakob ekki rótum sínum í Hrunamannahreppi og var einn af stofnendum Árnes- ingafélagsins. Gegndi hann þar formennsku í rúm 20 ár. Hann lagði sig mikið fram við að rækta tengslin við heimahagana og þá um leið systkini sín öll. Meðfram kaupmannsstörfun- um starfaði Jakob í þó nokkur ár í slökkviliði Keflavíkur. Hann var einnig lengi félagi í málfunda- félaginu Faxa. Jakob var vin- margur og gerði það sem hann gat til að reynast samborgurum sínum vel. Eftir að kaupmennsk- unni í brekkunni lauk eyddi hann síðustu árum starfsævinnar hjá Keflavíkurbæ. Hann skildi óneit- anlega eftir spor í sínu samfélagi í Keflavík. Stærstu sporin skildi hann eftir í lífi fjölskyldu sinnar. Helsta stoð hans og stytta var eiginkonan, móðir barnanna og amma barnabarnanna, Ingi- björg. Í 43 ár voru þau samrýnd hjón sem leið alla tíð vel saman. Mestur var því harmur hennar þegar Jakob kvaddi þennan heim nokkuð snögglega á föstudaginn langa 1991. Vorið 1994 fylgdi hún manni sínum, södd lífdaga. Þegar horft er til baka nú á þessu ári þegar Jakob hefði orðið 100 ára vakna margar minningar hjá þeim sem hann var kærastur. Það er því vel við hæfi að ljúka þessu stutta minningaryfirliti á lítilli vísu, eftir Guðmund Guð- mundsson skólaskáld, sem 10 ára gamall nafni hans og fyrsta barnabarn (undirritaður) ákvað að senda Jakob til hughreysting- ar þegar hann lá á Borgarspít- alanum árið áður en hann lést. Hrefna litla er hýr á brá, hoppar út um stræti. Ljós og falleg lipurtá, létt og kvik á fæti. Jakob Snævar Ólafsson Jakob Indriðason ✝ Valdís Stef-ánsdóttir fæddist á Ólafs- firði 2. október 1955. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 31. október 2018. Valdís var dótt- ir hjónanna Ernu Fannbergsdóttur, f. 23. júní 1938, og Stefáns Einarsson- ar, f. 6. júlí 1931, d. 12. febr- úar 1980. Valdís var elst sex systkina, hin eru: Fannberg, f. 30. júlí 1957, d. 6. janúar 2014; Ómar, f. 24. janúar 1961; Heið- ar, f. 12. ágúst 1963; Erlingur Valur, f. 17. febrúar 1967; Linda Mary, f. 21. maí 1972. Valdís var gift Svavari Garðarssyni, f. 24. apríl 1954. Börn þeirra eru: 1) Baldvin Þór, f. 14. september 1977, maki Harpa Sig- marsdóttir, f. 16. febrúar 1978, börn þeirra: Valdís Bára, í sambúð með Lárusi Herði Ólafssyni, barn þeirra: Harpa Kristín. Sigmar Þór, Marel og Arnór. 2) Edda Sigrún, f. 20. mars 1983, maki Ragnar Þór Ragnarsson, f. 7. ágúst 1977, börn þeirra: Ragna Malen, Rakel María og Ragnar Mika- el. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 10. nóvember 2018, klukkan 14. Tengdamóðir mín til 24 ára lést í síðustu viku, einungis 63 ára að aldri. Hún fór allt of snemma frá okkur og verður sárt saknað. Allir sem þekktu Valdísi vissu að hún var einstök kona. Hún var kærleiksrík, ósérhlífin, gjafmild, hógvær, lít- illát og sönn. Alltaf gat maður leitað til Valdísar, hún var allt- af tilbúin að hlusta og aðstoða ef þurfti. Það fór oftast ekki mikið fyrir henni, hún var ró- lynd og ljúf manneskja sem mátti aldrei neitt aumt sjá. Ég hefði ekki getað óskað börn- unum mínum betri ömmu. Sextán ára gömul kynntist ég Valdísi fyrst, þegar við hjón- in vorum að byrja saman. Frá fyrsta degi tók hún mér opnum örmum og var mér ávallt mjög góð. Við urðum góðar vinkonur og það var margt sem hún kenndi mér. Hún var mikil handavinnukona, prjónaði fal- legar flíkur og saumaði. Þegar hún sinnti verkum var hún mjög röggsöm, stundum einum of, og átti til að ganga nærri sér. Hún var alltaf mjög hjálp- söm með börnin, eftir að við hjónin fluttum til höfuðborgar- innar kom hún iðulega til okkar að gæta þeirra. Einnig fannst börnunum mjög gott að fara í heimsókn til Eyja þar sem stórfjölskyldur okkar beggja búa, þá dvöldu þau þar stund- um í nokkra daga eða viku og var Valdís mjög dugleg að gera ýmislegt skemmtilegt með barnabörnunum. Elsta barna- barnið hennar, dóttir mín, var skírð eftir henni, Valdís, og hafa þær ætíð verið mjög nán- ar. Við hjónin vorum fremur ung þegar Valdís okkar fæddist og fengum við mikla aðstoð frá Valdísi, enda mikil barnagæla á ferð. Valdís mín var þó ekki al- veg á því að kalla ömmu sína ömmu Valdísi, því hún vildi meina að hún sjálf ætti ein þetta fallega nafn. Því ákvað barnið, þá tæplega tveggja ára gamalt, að amma hennar skyldi vera kölluð amma Gúggúlú. Og þar við sat og situr enn, öll barnabörnin þekkja hana undir þessu heiti, amma Gúggúlú. Amma Gúggúlu var einstaklega skemmtileg amma sem lék sér mikið með barnabörnunum og var alltaf til í ýmiss konar æv- intýri og fíflaskap. Börnin fengu oft að greiða hár hennar í furðulega skúlptúra, fengu hana til að klæðast búningum, hoppa á trampólíni, fara í rennibrautir, föndra og margt fleira, alltaf var hún til í fjörið með þeim. Valdís hafði unun af ferðalögum og var ég svo lán- söm að fara með henni í nokkur slík. Oft þurfti ekki mikinn fyr- irvara, stundum var nóg að hringja í hana og svo var stokk- ið af stað. Hún var alltaf til í tilbreytinguna og fór með okk- ur í ófáar bústaðaferðirnar. Núna er Valdís tengda- mamma farin en góðar minn- ingar lifa eftir í hjörtum okkar. Börnin hennar tvö eru vaxin úr grasi og hafa stofnað sínar fjöl- skyldur sem hafa farið stækk- andi síðustu árin. Ég er svo þakklát fyrir kynni mín af Val- dísi, hún kenndi mér margt sem mun nýtast mér í lífinu, svo sem að hlúa að fólkinu mínu, sýna öðrum þolinmæði og skilning, að hlusta á aðra, njóta samveru með börnunum mínum og skemmta mér með þeim. Ég á nokkrar fyrirmyndir í lífi mínu og er Valdís ein af þeim. Eilífar þakkir. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Harpa Sigmarsdóttir. Valdís Stefánsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar okkar, föður, tengdaföður, afa og bróður, KARLS HARÐARSONAR. Ragnheiður Lára Jónsdóttir Hörður Sófusson Geirlaug Karlsdóttir Hörður Karlsson Bylgja Dögg Sigmarsdóttir Haukur Karlsson Elsa Sól Gunnarsdóttir Auður Karlsdóttir Jón Stefán Hannesson Embla Harðardóttir Bryndís Harðardóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS RÓSMUNDSSONAR frá Siglufirði, fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða, dvalarheimilis aldraðra í Vestmannaeyjum. Hafdís B. Hilmarsdóttir Gottskálk Á. Guðjónsson Sædís M. Hilmarsdóttir Guðlaugur Sigurgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA SÍMONARSONAR HÁKONARSONAR, bónda, Haga, Barðaströnd. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði eru færðar sérstakar þakkir fyrir alúð og hlýju í okkar garð. Kristín Ingunn Haraldsdóttir Björg Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson Margrét Bjarnadóttir Kristján Finnsson Jóhanna Bjarnadóttir Árni Þórðarson Hákon Bjarnason Birna Jónasdóttir Kristín Bjarnadóttir Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir Gunnar Bjarnason Regína Haraldsdóttir afa- og langafabörn Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA GUÐLAUGSDÓTTIR, Tröllakór 1-3, Kópavogi, áður Greiniteig 51, Keflavík, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey. María Arnlaugsdóttir Jón Stefánsson Steinunn Jónsdóttir Eiríkur Sveinn Tryggvason María Jónsdóttir Tómas Árni Jónsson ömmubörn og langömmubarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BRYNDÍS GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 9. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningu LSH. Árni Vilhjálmsson Kristjana S. Árnadóttir Kristján G. Guðmundsson Svan G. Guðlaugsson Inese Babre Guðlaug B. Árnadóttir Jón P. Bernódusson Vilhjálmur Árnason Sigfríður G. Sigurjónsdóttir Kristján S. Árnason Anna Kristín Grettisdóttir Halldór R. Hjálmtýsson Nelia B. Baldelovar Pétur G.Þ. Árnason Ingibjörg K. Þórarinsdóttir Ágúst Hjálmtýsson Yfan Tang Ástrós Hjálmtýsdóttir Kristján Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.