Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 6

Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 6
H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins áður en umsókn er gerð. Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á www.rannis.is. Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna Umsóknarfrestur 2. apríl Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2019 Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 8. mars til 12. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2003 eða síðar) hefst föstudaginn 8. mars og lýkur föstudaginn 12. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/ forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnritun. Innritun annarra en 10. bekkinga mun standa yfir 7. apríl til 31. maí Innritun eldri nemenda (fæddir 2002 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst sunnudaginn 7. apríl og lýkur föstudaginn 31. maí. Umsækjendur 17 ára og eldri nota auðkenni frá island.is eða rafræn skilríki á greiðslukorti. Ef sótt er um Íslykil á netinu er hægt að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-5 virka daga eða í net- banka, sem skilar sér samdægurs (undir „rafræn skjöl“). Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka. Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 7. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudagsins 7. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Nánari upplýsingar má fá í síma 514 7500 eða með því að senda póst á innritun@mms.is Job.is Þú finnur draumastarfið á KJARAMÁL „Meginmarkmiðið með þessu öllu saman er auðvitað fyrst og fremst að reyna ná samningum. Við vonumst til að þetta aðgerða­ plan bíti það fast að við fáum samningsaðila að borðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áætlun um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. VR og Efling birtu í gær aðgerða­ áætlun um næstu aðgerðir félag­ anna. Eins og fram hefur komið er aðgerðunum beint gegn stórum aðilum í ferðaþjónustu. Þannig munu starfsmenn félaganna hjá hópbifreiðafyrirtækjum og til­ greindum hótelum fara í verkföll. Verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu og ekki takist samningar í tíma er um að ræða sólarhrings verkfall 22. mars en síðan tæki við tveggja sólarhringa verkfall í lok mars og fjögur þriggja sólarhringa verkföll í apríl. Ótíma­ bundið verkfall tæki svo við frá 1. maí. Ragnar Þór segist gera ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla um aðgerð­ irnar hefjist snemma í næstu viku en einungis þeir starfsmenn sem aðgerðirnar munu ná til geta greitt atkvæði. Það þýðir að þátttakan þarf að lágmarki að vera 20 prósent til að atkvæðagreiðslan teljist gild. Aðspurður segist hann ekki vera kominn með endanlegar tölur yfir fjölda félagsmanna VR sem aðgerð­ irnar gætu náð til en líklegast sé um yfir þúsund manns að ræða. „Ég á ekki von á því að það verði bitist eitthvað um framkvæmdina en það má alveg búast við því að Samtök atvinnulífsins láti reyna á öll álitamál sama hver þau eru. Það hefur alltaf verið eðli ferlisins að það sé látið reyna á nánast allt fyrir Félagsdómi,“ segir Ragnar Þór. Það þurfi að passa upp á mörg praktísk mál í þessu ferli öllu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að gera þetta rétt og við viljum vanda okkur. Við kvörtum allavega ekki yfir aðgerðaleysi þessa dagana.“ Ragnar segir að aðilar muni hittast hjá ríkissáttasemjara næstkomandi fimmtudag þótt fundur hafi ekki formlega verið boðaður. Samkvæmt lögum þarf að halda fund innan við tveimur vikum frá því að viðræðum er slitið en sá frestur rennur út á fimmtudaginn. Mikill meirihluti þeirra félags­ manna í Ef lingu sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hótelþernum næstkomandi föstu­ dag samþykktu aðgerðirnar. Af þeim 862 sem tóku þátt samþykktu 769 verkfallsboðun eða 89 prósent. Þátttaka var um ellefu prósent en Félagsdómur á eftir að skera úr um lögmæti verkfallsboðunarinnar. Er niðurstöðu að vænta um miðja næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað­ ur Eflingar, segist gríðarlega ánægð með niðurstöðuna. „Auðvitað er alltaf gott að sjá sem mesta þátttöku en það er eðlis­ munur á þeirri aðferð sem við not­ uðum og þeim sem hafa tíðkast hér. Við settum okkur það markmið í nafni alvöru lýðræðis að tryggja það með öllum tiltækum ráðum að þær manneskjur sem myndu leggja niður störf ef til verkfalls kæmi væru þær manneskjur sem fengju tækifæri til að kjósa.“ Hún segir þennan hóp, sem sé mestmegnis samansettur af konum af erlendum uppruna, vera að senda skýr skilaboð. „Þetta er jaðarsettasti hópur vinnuaflsins á Íslandi. Það að þær sjálfar hafi gengið til atkvæða og þetta sé niðurstaðan er mjög merkilegt. Ef fólk sér það ekki þá er því ekki við bjargandi.“ Sólveig Anna segir að þeirri takt­ ík að fara á milli vinnustaða og safna atkvæðum verði áfram beitt. Sú breyting verður þó á í tengslum við aðgerðaplanið að einungis þeir félagsmenn sem tækju þátt í verk­ fallsaðgerðum greiða atkvæði. Hún segist binda vonir við að aðgerða­ áætlunin muni ýta við viðsemj­ endum. „Ég mun samt aldrei segja það sem allir segja, að það vilji enginn fara í verkfall. Ég veit að það er ósatt. Þetta er mýta sem er líka étin upp innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er ein af stóru lygunum í íslensku samfélagi.“ sighvatur@frettabladid.is Markmið aðgerðanna er að ná samningum Formaður VR segir meginmarkmið aðgerðaáætlunar um frekari verkföll að þrýsta á um samninga. Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku. Formaður Efling- ar segir það eina af stóru lygunum í samfélaginu að enginn vilji fara í verkfall. Þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson standa í ströngu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nær til 40 hótela Auk aðgerðaáætlunar um verk- föll samþykkti samninganefnd Eflingar að boða til ýmissa smærri verkfallsaðgerða á hótelum og í hópbifreiðaakstri. Fela þær meðal annars í sér að starfsmenn mæta seinna til vinnu eða fella niður einstaka verkþætti. Birtur hefur verið listi yfir þau hótel sem mögulegar verk- fallsaðgerðir næðu til. Um er að ræða 40 hótel sem rekin eru af 21 mismunandi félagi. • Fosshótel • Íslandshótel (fimm hótel) • Flugleiðahótel (fimm hótel) • Cabin hótel • Hótel Saga • Centerhotels (sex hótel) • Hótel Klettur • Hótel Örk • Keahótel (sjö hótel) • Hótel Frón • Hótel 1919 • Hótel Óðinsvé • The Capital Inn • Hótel Leifur Eiríksson • Hótel Smári • Hotel Viking • Hótel Holt • City Center Hotel • City Park Hotel • Kex Hostel • 101 hótel Það að þær sjálfar hafi gengið til atkvæða og þetta sé niður- staðan er mjög merkilegt. Ef fólk sér það ekki þá er því ekki við bjargandi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -0 E 1 8 2 2 7 8 -0 C D C 2 2 7 8 -0 B A 0 2 2 7 8 -0 A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.