Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 22

Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 22
KÖRFUBOLTI Benedikt Rúnar Guð- mundsson var í gær kynntur til leiks sem nýr þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins í körfubolta. Benedikt Rúnar tekur við stjórnartaumunum hjá íslenska liðinu af Ívari Ásgríms- syni sem lét af störfum eftir rúm- lega fjögurra ára starf eftir að liðið lauk keppni í undankeppni Evrópu- mótsins 2019 í nóvember á síðasta ári. Íslenska liðið fór í gegnum þá undankeppni án þess að ná sigri og ljóst að verðugt verkefni bíður Benedikts Rúnars ætli hann að færa liðið skör framar en það hefur verið undanfarin ár. Benedikt Rúnar semur um að stýra liðinu næstu fjögur árin. Ljóst er af lengd samn- ingsins að honum er ætlað að leiða liðið til góðra verka og sjá um fram- tíðaruppbyggingu þess. „Viðræður um að ég myndi taka þetta starf að mér hófust fyrir tæpum tveimur vikum þegar Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] kom að máli við mig og bauð mér starfið. Með hverjum deginum sem leið varð ég spenntari fyrir þessu verkefni og mér leist vel á þessa nýju áskorun. Það verður gaman að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður á löngum þjálfaraferli mínum. Ég hef gaman af því að ég ögra mér og það er það sem ég er að gera með því að taka þetta að mér,“ segir Benedikt Rúnar um nýja starfið. „Ég held að það geti verið hollt og gott að fá að borðinu þjálfara sem hefur ekki starfað í landsliðsum- hverfinu áður. Ég tel að ég sé með ferska sýn á það hvernig hlutirnir eru gerðir. Með því er ég ekki að kasta rýrð á störf Ívars sem hefur staðið sig vel í starfi. Ég mun byggja liðið áfram á þeim leikmönnum sem hafa myndað kjarnann í liðinu undanfarin ár og það gefur augaleið að Helena [Sverrisdóttir] verður áfram lykilleikmaðurinn í liðinu. Ég hef svo kynnt mér fjölmarga unga og efnilega leikmenn í gegnum starf mitt sem þjálfari KR og ég er bara mjög spenntur fyrir fram- haldinu í íslenskum kvennakörfu- bolta. Það eru svo leikmenn eins og Sara Rún Hinriksdóttir og Lovísa Henningsdóttir sem hafa verið að gera það gott í bandaríska háskóla- körfuboltanum sem verður spenn- andi að fylgjast með. Sara Rún er að koma heim í vor og ég hlakka til að sjá hana spila hér heima á næstu vikum,“ segir hann um sína sýn á framhaldið hjá liðinu. „Ég mun svo á næstunni setjast niður og skipuleggja næstu verkefni hjá liðinu og fara yfir það með for- ráðamönnum KKÍ og afreksnefnd sambandsins hvernig við getum haft aðstæður og umgjörð hjá lið- inu eins og best verður á kosið. Mér sýndist það á meðan ég var utan- aðkomandi aðili að aðstæður væru að batna með hverju verkefni og nú er það okkar að sjá um að sú þróun haldi áfram. Ég mun á næstu dögum skoða það hvaða þjálfarar komi til greina í þjálfarateymi liðsins. Mig langar mikið að fá konu til þess að vera í teyminu og aðila sem hefur annan vinkil en ég og getur komið með mótvægi við mínar skoðanir,“ segir þessi margreyndi þjálfari um fyrstu verk sín. Næsta verkefni liðsins er svo þátttaka í Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Svartfjallalandi í maí síðar á þessu ári. Þar á eftir hefur íslenska liðið leik í undan- keppni Evrópumótsins sem fram fer í Lettlandi og Serbíu árið 2021. Sú undankeppni hefst næsta haust en dregið verður í riðla í sumar. Bene- dikt Rúnar segist ekki vera farinn að leiða hugann að því hvernig hann muni leggja hlutina upp á Smá- þjóðaleikunum enda aðeins hálfur sólarhringur frá því að hann ákvað að taka starfið að sér þegar hann var tilkynntur á blaðamannafundi í gær. Það verður spennandi að sjá fingraför Benedikts Rúnars á liðinu og hvaða hlutum hann kemur til með að breyta hjá því á næstu mán- uðum. hjorvaro@frettabladid.is Spenntur fyrir þessu verkefni Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mun næstu árin leika undir stjórn hins margreynda og farsæla þjálfara Benedikts Rúnars Guðmundssonar. Hann er að fara inn á slóðir sem hann hefur ekki fetað áður. Benedikt Rúnar Guðmundsson skrifar undir samning þess efnis að þjálfa íslenska kvennalandsliðið í körfubolta næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég held að það geti verið hollt og gott að fá að borðinu þjálfara sem hefur ekki starfað í landsliðsumhverfinu áður. Ég tel að ég sé með ferska sýn á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hlakka til. Benedikt Rúnar Guðmundsson FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram í 13. sinn um helgina í Kapla- krika en keppt er í fullorðinsflokki í dag og 15 ára og yngri keppa á morg- un. Alls eru átta lið skráð til leiks í karlaf lokki og níu lið í kvenna- f lokki. FH og ÍR senda tvö lið til leiks í ár en þessi lið hafa titil að verja um helgina, FH í karlaflokki og ÍR í kvennaf lokki, og er búist við harðri keppni þeirra á milli um bikarinn. Mótið er viku eftir að Meistara- mót ÍSÍ fór fram og eru því margir nýkrýndir Íslandsmeistarar að keppa fullir sjálfstrausts en Hafdís Sigurðardóttir og Hlynur Andrés- son eru fjarverandi vegna þátttöku sinnar á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram þessa dagana í Glasgow. Óðinn Björn Þorsteinsson, sem keppti fyrir hönd Íslands í kúlu- varpi á Ólympíuleikunum í London 2012, mun draga fram skóna sam- kvæmt tilkynningu FRÍ og keppa um helgina en hann er ríkjandi meistari og á mótsmetið. – kpt Bikarkeppni FRÍ um helgina Frá Meistaramóti ÍSÍ um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gylfi og félagar ætla sér að gera Liverpool skráveifu. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það eru tveir nágranna- slagir þar sem erkifjendur mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina en í hádeginu í dag tekur Tottenham á móti Arsenal og degi síðar mætast Everton og Liverpool í baráttunni um Bítlaborgina. Á síðustu árum hefur uppskeran verið rýr hjá Arsenal þegar Skytt- urnar ferðast til nágranna sinna því Tottenham hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum liðanna á heimavelli í deildinni. Liði Totten- ham hefur hins vegar fatast f lugið því eftir að hafa endurheimt Harry Kane hefur Spurs tapað tveimur leikjum í röð. Fyrir vikið er Tottenham að missa af titilbaráttunni og getur Arsenal minnkað forskot Spurs í baráttunni um fjórða sætið niður í eitt stig. Í Bítlaborginni tekur Everton á móti Liverpool þar sem Everton- menn fá tækifæri til að hefna fyrir sárt tap þegar liðin mættust síðast og sigurmarkið kom á 96. mínútu. Það virtist sitja í leikmönnum Everton sem hafa átt erfitt upp- dráttar síðustu mánuði en öruggur sigur á Cardiff í vikunni þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvíveg- is ætti að hafa fyllt Everton-menn sjálfstrausti. Leikmenn Liverpool mæta sömuleiðis fullir sjálfstrausts eftir að hafa sýnt sitt rétta andlit á miðvikudaginn í 5-0 sigri á Watford á heimavelli. . Það eru níu ár liðin síðan Ever- ton vann síðast sigur á Liverpool en fjórum af síðustu fimm leikjum liðanna í deildinni á Goodison Park hefur lokið með jafntefli. – kpt Erkifjendur mætast í London og Liverpool FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hafdís Sigurðar- dóttir, sem keppir fyrir hönd UFA, hefur í dag keppni í langstökki á Evrópumótinu innanhúss í frjáls- um íþróttum sem fer fram í Glas- gow þessa dagana. Hafdís mætir til leiks aðeins viku eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun á Meistara- móti Íslands þegar hún stökk 6,18 metra . Besta stökk hennar á þessu ári er 6,49 metrar sem kom henni inn á EM. Hafdís keppir í undanrásunum að morgni til á laugardegi en þetta er í fjórða sinn sem Hafdís keppir á Evrópumótinu. „Markmiðið á EM er að vera meðal á t t a e f s t u í u n d a n - keppninni og komast me ð þv í í úrslitin. Raun- hæft markmið er að stefna á tíunda sætið þv í þar na eru bestu stökkv- arar Evrópu mættir,“ sagði Hafdís í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni. – kpt Hafdís keppir á EM í langstökki HANDBOLTI Fresta þurfti leik ÍBV og KA í Olís-deild karla í annað sinn á tveimur dögum í gær eftir að sam- gönguörðugleikar urðu til þess að Akureyringar komust ekki til Vest- mannaeyja í tæka tíð. Óvíst er hve- nær leikurinn fer fram en ákvörðun verður tekin um það eftir helgi. Leikurinn sem er í 17. umferð Olís-deildarinnar átti að fara fram á fimmtudagskvöldið en ákveðið var um miðjan dag að fresta leiknum. Var honum því frestað til föstu- dagskvölds en samgönguörðug- leikar urðu til þess að ekki varð af leiknum. – kpt. Þurftu að fresta í annað sinn 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -1 7 F 8 2 2 7 8 -1 6 B C 2 2 7 8 -1 5 8 0 2 2 7 8 -1 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.