Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 30

Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 30
unum. Það er aðgerð þar sem allir sitja við sama borð. Aftur, Kolbeinn minn, að uppáhaldsfyrirtækinu mínu, Ríkisútvarpinu.“ Þingmenn- irnir hlæja. Óheppni að vinna Útsvar Óli Björn: Það veldur mér áhyggjum að samkvæmt lögum þá ber þeim að haga samkeppnisrekstri sínum með ákveðnum hætti. Þeir fengu aðlögunartíma en áttu frá og með 1. janúar 2018, að hafa samkeppnis- reksturinn, m.a. auglýsingasöluna, inni í sjálfstæðu dótturfélagi. Núna er mars 2019 og Ríkisútvarpið hefur enn ekki farið að lögum. Mér finnst það alvarlegt, þegar áhrifamikil ríkisstofnun, í þessu tilfelli fjöl- miðill sem er áhrifameiri en flestir aðrir, telur sig geta hagað málum með þeim hætti að hún þurfi ekki að fara að lögum sem um hana gilda. Þetta skiptir máli, því þetta hefur áhrif á reksturinn. Og í krafti þess- arar yfirburðarstöðu sem Ríkisút- varpið hefur, þá gengur stofnunin þannig fram að hún ryksugar upp auglýsingamarkaðinn á kostnað einkareknu miðlanna. Þið sáuð þetta í kringum heimsmeistara- mótið í fótbolta,“ útskýrir Óli Björn og vísar til þess þegar auglýsinga- pakkar RÚV í kringum HM í knatt- spyrnu í fyrra bundu auglýsingafé fyrirtækja í landinu langt fram eftir hausti. Óli Björn heldur áfram. „Þetta kemur líka niður á litlu staðbundnu miðlunum. Ef þú ert svo óheppinn að viðkomandi sveitarfélag kemst í úrslit í Útsvari, þá kemur auglýs- ingadeild ríkisins og straujar upp þessar fáu krónur sem eru inni í því samfélagi til auglýsinga. Þetta er galið! Við sjáum að þróunin út í heimi er annars vegar samruni, til dæmis hefur breski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch biðlað til stjórn- valda og óskað eftir leyfi handa rit- stjórnum The Times og The Sunday Times til að starfa saman og hins vegar sjáum við f leiri sérhæfða miðla ryðja sér til rúms. Í frum- varpsdrögum Lilju er ekki gert ráð fyrir að styrkja fjölmiðla sem eru vandaðir en sérhæfðir, á borð við fotbolti.net og turisti.is? Kolbeinn: Þarna erum við að tala um breytt eðli. Hvað er fjöl- miðill? Í frumvarpsdrögunum er skilgreining og svo sagt að þurfi að vera þrír í ritstjórn svo viðkomandi fái styrk. En maður fer og opnar það sem í gamla daga hét bloggsíða og svo sérðu þar auglýsingar og það er orðið fjölmiðill. Eru ekki feisbúkk síður sumra orðnar fjölmiðill? Óli Björn: Og Snapchat. Kolbeinn: Það er verið að reyna að skilgreina kvikt fyrirbæri. Það mun verða próblematískt. Málið er f lókið. En þá bakka ég og hugsa, af hverju dettur okkur í hug að við eigum að vera með einhverjar sér- stakar aðgerðir fyrir almenna fjöl- miðla? Jú, það er hluti af hinu lýð- ræðislega kerfi. Þess vegna er ég ekki sammála því að það sé alltaf bara markaðurinn sem eigi að díla við þetta. Ef þetta væri venjulegt fyrirtæki á markaði, þá værum við ekkert að spá í þetta Hanna Katrín: En þú getur verið með frjálsan markað en samt rammað hann inn. Þetta er ekki einfalt, en það sem er erfitt við þessar skilyrðingar allar er að þær lúta að forminu en ekki efninu. Ég veit að það er miklu auðveldara að setja skilyrði um formið, um starfs- mannafjölda, um veltu og allt þetta, en efnið er það sem skiptir máli. Tollalækkun eða áhugavert fólk? Kolbeinn: Þá erum við komin í umræðu sem maður hefur átt á rit- stjórnum. Hvort er mikilvægara, frétt á forsíðu um tollalækkun eða frétt á forsíðu af fólki sem er að gera áhugaverða hluti? Hanna Katrín: Algjörlega, en þarna er verið að ræða um hvort 20 manna ritstjórn er með betra efni en þriggja manna ritstjórn, er staðbundinn miðill með lítilvægari fréttir en miðill sem vísar á lands- vísu? Við getum alveg talið fólk í vinnu og við getum talið klikk. Hvað eigum við að miða við? Kolbeinn: Við erum að glíma við þær ómögulegu aðstæður að það er verið að skilgreina fyrirbæri sem ekki er hægt að skilgreina. Hanna Katrín: Hvernig eigum við þá að styrkja miðlana? Það eru almennar aðgerðir. Til dæmis trygg- ingargjaldið sem Óli Björn hefur nefnt. Kolbeinn: Já, það þarf að búa til ramma og gera eitthvað.Afnema virðisaukaskatt af áskriftartekjum? Er hægt að koma því þannig fyrir að fjölmiðlar séu undanþegnir öllum virðisauka? Skiptir það máli? Ég er til í að skoða þetta allt. Á endanum þarftu að skilgreina þetta. Það er gallinn við lagasetningu. Óli Björn: Ég hygg að ég hafi varp- að þessari hugmynd um að afnema virðisaukann af áskriftum. Hanna Katrín: Sú hugmynd er vond. Óli Björn: Já, hún er vond. Vegna þess hún að nær ekki utan um alla fjölmiðla. Fjölmiðlar sem eru ekki að byggja sinn tekjugrunn á áskrift- um væru undanskildir. Af því leyti var þetta ekki skynsamlegt. Trygg- ingargjaldsleiðin er þó þannig að menn eru allir jafnt settir. Sitja við sama borð. Þetta er skrýtið fyrir mann eins og mig, og alveg örugg- lega fyrir vinkonu mína Hönnu Katrínu, að standa frammi fyrir því að í staðinn fyrir að vera að kljást við það að búa til almennilegar leikreglur og skattaumhverfi, sem er einfalt og skiljanlegt, þá erum við vegna aðstæðna að leita leiða til sértækra aðgerða. Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið og svo er sótt að innlendum fjölmiðlum utan frá. Þetta er vont, en ég sé ekki annað í stöðunni. Það er hinn sári veruleiki sem blasir við. Hanna Katrín: Með tryggingar- gjaldið. Mig verkjar örlítið undan þeirri hugmynd, því ég vil hafa þetta einfalt og lækka tryggingar- gjald á öll fyrirtæki. Óli Björn: Prinsippið er rétt. Hvað með samkeppnisumhverfið? Eiga kannski Fréttablaðið og Mogg- inn að sameinast? Er það framtíðin? Hanna Katrín: Það væri ekki gott. Óli Björn: Það væri vont. Ég er nú langelstur af ykkur og alinn upp við fullt af dagblöðum, Alþýðublaðið og Tímann og auðvitað var Mogginn f laggskipið, svo Þjóðviljinn, Vísir og Dagblaðið, Helgarpósturinn. Þarna var gerjun, mismunandi hugmyndafræði sem fjölmiðlarnir byggðu á. Það skiptir máli að það séu mismunandi sjónarhorn tekin á þjóðfélagsumræðuna á fréttirnar og líka hinn mannlega þátt. Eftir því sem miðlarnir eru fjölbreyti- legri að formi og efni þá held ég að þjóðfélagið hagnist á því þess vegna vona ég nú að við séum ekki að horfa upp á að einkareknir fjöl- miðlar hætti, af því þeir gefi upp öndina eða neyðist til að sameinast. En það er annað mál, að það hlýtur að vera skynsamlegt að móta inn í samkeppnislöggjöfina, form og regl- ur sem heimila fjölmiðlum samstarf á ákveðnum þáttum til að nýta inn- viði, prentun, dreifingu en samt sem áður séu þarna múrar. Einkareknir fjölmiðlar verða að keppa hver við annan með sama hætti og þeir þurfa að keppa við Efstaleitið. Kolbeinn: Óli Björn talar um f lóruna í dagblöðum. Við skulum ekki gleyma því að þetta voru allt f lokksblöð, f lest þeirra, svo fór reyndar að kvarnast úr því. Þegar blómatíminn er eru þetta blöð sem f lokkarnir ákveða að setja kraft í, setja fjármagn í og nýta sitt félaga- tal inn í áskrift. Hanna Katrín: Við getum eytt stjórnmálaf lokkapeningnum í þetta, segir hún, létt í bragði. Þing- mennirnir hlæja. „Meira svona költ“ Kolbeinn: Á tímabili sátu þing- fréttaritarar þessara blaða þing- flokksfundi sinna flokka. Og ef þú last þetta allt og deildir með fjölda fjölmiðla þá fékkstu ágætismynd af því sem var að gerast. Og svo nátt- úrulega hættu stjórnmálaf lokk- arnir að gera þetta. Þá er það eftir, hver er til þess fallinn eða ætti að reka fjölmiðil á Íslandi? Hanna Katrín: Sumir stjórnmála- flokkar hættu því, að minnsta kosti. Þingmennirnir hlæja og líta á Óla Björn. Kolbeinn: Suma lít ég nú ekki á sem stjórnmálaflokka, segir hann og klappar Óla Birni á bakið. „Meira svona költ.“ Þau hlæja. Kolbeinn heldur áfram. „En án gríns. Af hverju ættirðu að reka fjöl- miðil á Íslandi? Hvað er það‘? Jú, þú sérð einhverja litla fjölmiðla sem búa til starfsemi í kringum vinnu sína og svo eðlilega, eru þetta bara viðskipti. Óli Björn: Svo er blaðamennskan auðvitað sjúkdómur. Hanna Katrín: Þetta er hugsjóna- starf og ávanabindandi. Kolbeinn: Við höfum unnið í þessu og sýkst. Látum yfir okkur ganga að vinna fyrir lúsarlaun í langan tíma. Þetta er alþjóðlegt vandamál, og þess vegna segi ég, ræðum RÚV, en það er ekki eins og Times og Sunday Times séu að keppa við RÚV. Þetta er alls staðar vandamál. Vandinn er þessi. Við viljum ekki borga fyrir efnið sem við fáum. En við viljum samt að efnið sé búið til. Ætlum við þá sem samfélag að borga fyrir það? Þetta frumvarp er tilraun til þess. Hanna Katrín: Við viljum ekki borga fyrir það því það er alltaf ein- hver annar tilbúinn að gefa okkur efnið ókeypis. Viðskiptamódelið er skekkt. Við höfum ekki náð takti síðan fyrsta fréttin fór „viral“. Verður að taka á RÚV Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Fjölmiðlanefnd, opinber stofnun, sjái til þess að öll skilyrði séu upp- fyllt. Hvað finnst ykkur um það? Kolbeinn: Allt sem heitir að meta efni og segja að eitthvað sé ofar öðru finnst mér varhugavert. Ég var í blaðamennsku í mörg ár og það er ekkert hugtak sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og „rannsóknar- blaðamennska“. Allar fréttir sem ég skrifaði leit ég á sem rannsóknar- blaðamennsku. Er það þannig að fólkið sem skrifar innblaðið sé að skila minna mikilvægri vinnu en einhver annar? Alls ekki. Allt sem heitir að meta efni, ég ber kvíðboga fyrir því. Þess vegna er einfaldasta leiðin, þó hún sé fráleitt gallalaus, að horfa á formið. Hanna Katrín: Að miða við stærð fjölmiðils? Kolbeinn: Já, að þú takir þá óum- deilanlegu staðreynd og miðir við hana. Um leið og þú ert farinn að segja, ég vil styðja þennan því hann skrifar að mínu mati svo góðar fréttir – þá ertu komin á hála braut. Óli Björn: Það er ekkert galla- laust þegar þú tekur ákvörðun um að ríkið sé að fara skipta sér af einhverju í samfélaginu. Þó maður hafi efasemdir um það frumvarp sem nú liggur fyrir og á eftir að taka breytingum, er það gleðilega í þessu að þetta neyðir okkur á þingi að fara í þessa umræðu. Svara þeirri spurningu hvort við þurfum að skilgreina hlutverk Ríkisút- varpsins upp á nýtt? Þurfum við að breyta lögum um Ríkisútvarpið? Þurfum við að jafna stöðu einka- rekinna fjölmiðla gagnvart ríkinu? Svar mitt er já. Við þurfum að ræða með hvaða hætti, að ríkið reyni að tryggja fjölbreytta fjölmiðlun hér á landi án þess að valda of miklum skaða. Það verður ekki þannig að það sé einhver ríkisstofnun sem heitir Fjölmiðlanefnd sem á að vera einhvers konar yfirhattur á íslenskum fjölmiðlum. Ég vara mjög við því. VIÐ VILJUM EKKI BORGA FYRIR ÞAÐ ÞVÍ ÞAÐ ER ALLTAF EINHVER ANNAR TILBÚINN AÐ GEFA OKKUR EFNIÐ ÓKEYPIS. VIÐSKIPTA- MÓDELIÐ ER SKEKKT. VIÐ HÖFUM EKKI NÁÐ TAKTI SÍÐAN FYRSTA FRÉTTIN FÓR „VIRAL“. ÞAÐ VERÐUR EKKI ÞANNIG AÐ ÞAÐ SÉ EIN- HVER RÍKISSTOFNUN SEM HEITIR FJÖL- MIÐLANEFND SEM Á AÐ VERA EINHVERS KONAR YFIRHATTUR Á ÍSLENSKUM FJÖL- MIÐLUM. ÉG VARA MJÖG VIÐ ÞVÍ. ÞAÐ ER EKKERT HUGTAK SEM FER JAFN MIKIÐ Í TAUGARNAR Á MÉR OG „RANNSÓKN- ARBLAÐAMENNSKA“. ALLAR FRÉTTIR SEM ÉG SKRIFAÐI LEIT ÉG Á SEM RANNSÓKNAR- BLAÐAMENNSKU. 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 7 -F F 4 8 2 2 7 7 -F E 0 C 2 2 7 7 -F C D 0 2 2 7 7 -F B 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.