Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2019, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.03.2019, Qupperneq 34
Gunnar Karl Haralds­son býr í lítilli íbúð á jarðhæð á Stúdenta­görðum við Háskóla Íslands. Íbúðin er sérstaklega hönnuð fyrir fólk sem notar hjólastól og það fer vel um hann. Áður var hann á annarri hæð hússins en samdi við íbúann fyrir neðan um að skipta við hann. „Hún var alheilbrigð og bjó samt í þessari íbúð, hún tók mjög vel í að skipta við mig. Hér er aðgengið betra,“ segir Gunnar Karl. Í desem­ ber mánuði síðastliðnum reyndi á aðgengið. Gunnar Karl fékk blóð­ tappa í lungun og sjúkraflutninga­ menn gátu komið honum í sjúkra­ bílinn í gegnum dyrnar sem snúa út að bílastæðinu. Bráð veikindi „Ég fékk blóðtappa í lungun og fór í hjartastopp í 26 mínútur. Þetta gerðist 18. desember. Prófin voru búin og ég naut þess að vera í fríi. Ég sendi skilaboð til vinkonu minnar um eittleytið um að við ættum endilega að hittast, spila og fá okkur bjór. Fer svo inn á baðherbergi og þá finn ég að mér líður skringilega. Mér finnst eins og ég þurfi að losa eitt­ hvað en mér er ekki mál að æla og er ekki flökurt. Það næsta sem ég man er að ég ligg á gólfinu við hliðina á klósettinu og veit ekki hvað gerðist. Andardrátturinn stuttur og grunn­ ur. Ég náði ekki að draga andann djúpt,“ segir Gunnar Karl um bráð veikindi sín. Hann lagðist upp í rúm og hugsaði sig um stutta stund áður en hann hringdi á neyðarlínuna. „En sem betur fer hringdi ég. En tók fram að ég gæti ekki tekið úr lás fyrir þá. Mér fannst líða mjög langur tími þar til sjúkrabíllinn kom. Ég var algjörlega hjálparlaus. Heyrði í þeim berja á glugga og kalla til mín. Ég reyndi af algjörum vanmætti að svara þeim. Umsjónarmaður fast­ eigna gat svo opnað fyrir þeim og ég var f luttur í bílinn héðan út,“ segir Gunnar Karl og bendir á aðrar dyr af tvennum á íbúðinni. Það hefði gert sjúkraflutningamönnum erfiðara fyrir hefði Gunnar Karl enn búið á annarri hæð hússins. Vill kenna í framhaldsskóla Gunnar Karl missti meðvitund á sjúkrahúsinu og vaknaði á gjör­ gæslu. „Mamma sagði mér fréttirn­ ar og að ég yrði að taka því rólega. Og það hef ég að mestu gert, þótt ég stefni enn að því að útskrifast í vor,“ segir hann og brosir. „Það er mikil­ vægt að missa ekki sjónar á því að lífið er núna. Ég held bara mínu striki,“ segir Gunnar Karl sem er á þriðja ári í tómstunda­ og félags­ málafræði. „Ég hef tekið virkan þátt í stúd­ entapólitíkinni en hef þó dregið mig aðeins í hlé. Vil hleypa nýju fólki að. Ég er núna varaformaður nemendafélagsins hjá okkur en hef dregið mig aðeins í hlé frá félags­ störfum til að hvílast og takast á við óttann við það að lenda aftur í þessu. Ég var að byrja hjá sálfræð­ ingi og held að það geri mér gott. Eftir útskriftina í vor langar mig til þess að fara í frekara nám. Mig langar til þess að verða framhalds­ skólakennari,“ segir hann um fram­ tíðaráætlanir sínar. Skólagangan var stopul Gunnar Karl hefur frá barnæsku glímt við taugasjúkdóminn neuro­ fibromatosis 1 (NF1), eða tauga­ trefjaæxlager. Talið er að einn af hverjum 4.500 einstaklingum fái þennan sjúkdóm. Hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Það er óhætt að segja að hann hafi lagst þungt á Gunnar Karl sem hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann hefur farið í á fótum, hrygg og mjöðm. Skólagangan var stopul vegna stöðugra aðgerða og þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur tekinn af við hné. Gunnar Karl er fæddur og upp­ alinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans eru Kristín Gunnarsdóttir og Haraldur Þorsteinn Gunnarsson. Hann á tvær eldri systur, Eyrúnu og Hrefnu. „Ég var átta mánaða gamall þegar ég greindist með þennan sjúkdóm. Foreldrar mínir gengu á milli lækna því ég svaf lítið sem ekkert. Þegar það sjást stórir kaffilitir blettir á líkamanum þá kveikja læknar á því hvað amar að mér. Þetta eru ein helstu einkenni sjúkdómsins, eins og stórir fæðingarblettir en ljósari að lit,“ segir Gunnar og sýnir blaða­ Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. „Ég fékk blóðtappa í lungun og fór í hjartastopp í 26 mínútur. Þetta gerðist 18. desember,“ segir Gunnar Karl sem er óðum að jafna sig eftir bráð veikindin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI MÉR FANNST LÍÐA MJÖG LANGUR TÍMI ÞAR TIL SJÚKRABÍLLINN KOM. ÉG VAR ALGJÖRLEGA HJÁLP- ARLAUS. HEYRÐI Í ÞEIM BERJA Á GLUGGA OG KALLA TIL MÍN. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -3 5 9 8 2 2 7 8 -3 4 5 C 2 2 7 8 -3 3 2 0 2 2 7 8 -3 1 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.