Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 41

Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 41
Húðlæknirinn Baldur Tumi Baldursson stendur að baki MariCell™ kremunum sem fást í nokkrum mismunandi gerðum og eru framleidd af Kerecis á Ísafirði. „Það hefur lengi þótt freistandi að nota Omega 3 fitusýrur í með­ ferð við hinum ýmsu sjúkdómum og þá sérstaklega húðsjúkdómum. Áhrif þeirra eru mjög góð á húðina en lyktin hefur staðið mönnum fyrir þrifum, enda eru fitusýrurnar unnar úr fiskroði og öðru sjávar­ fangi. Við hittum hins vegar á mjög góða blöndu sem hefur virkni án þess að lyktin trufli,“ segir Baldur Tumi. Mýkri fætur og betri líðan Kremið FOOTGUARD™ í Mari­ Cell™ línunni er sérstaklega þróað fyrir fætur. Það hentar sérstak­ lega vel þeim sem eiga við þrálát sprunguvandamál á fótum að stríða og einnig þeim sem þurfa að standa mikið við vinnu og eru með slæma fótaheilsu. Jafnframt er kremið tilvalið til þess að mýkja og fegra fæturna fyrir sumarið og opnu skóna. Auk mOmega3™ fitu­ sýra inniheldur kremið ávaxtasýru sem brýtur niður sigg og þykka húð og karbamíð sem er raka­ gefandi. Meðhöndlar sigg, þykka húð og sprungna hæla MariCell™ FOOTGUARD™ er einstaklega virkt krem, sérþróað til meðhöndlunar á siggi, þykkri húð og sprungnum hælum. Kremið inniheldur mOmega3™ fjöl­ ómettaðar fitu­ sýrur og byggir á íslenskri einka­ leyfa varinni tækni. Kostir mOmega3™ tækninnar Baldur Tumi segir marga þekkja kosti þess að taka inn Omega 3 fitu­ sýrur í töfluformi en að áhrif þess séu þó ekki ýkja mikil út í húðina. „Séu þær hins vegar bornar beint á erfið svæði margfaldast áhrifin, jafnvel þó styrkur þeirra í kreminu sé ekki yfirþyrmandi,“ útskýrir Baldur. Hann segir nauðsynlegt að setja virk efni í krem eigi þau að virka og að menn hafi lengi vitað að Omega 3 hefði góð áhrif á húðina. En hvernig þá? „Efsta lag húðarinnar (hyrnis­ lag) er búið til úr 15 til 20 lögum af frumum. Neðstu frumur húðarinnar eru lifandi, en eftir því sem ofar dregur þorna þær, deyja og mynda hyrnis­ lag. Á milli þurru frumnanna er fylli­ efni, sem er ríkt af fitusýrum. Fitusýr­ urnar halda hyrnis­ laginu mjúku og vatnsheldu. Undir ákveðnum kring­ umstæðum rýrnar fylliefnið þannig að hyrnislagið opnast sem veldur því að húðin bólgnar og verður þrútin, rauð og þurr. Bólguviðbrögð húðarinnar stafa meðal annars af auknu gegndræpi húðarinnar sem veldur því að ertandi efni komast inn í hana. Of mikið gegndræpi veldur því einnig að húðin missir raka og verður þurr, en þá getur verið nauðsynlegt að bera á hana. mOmega3™ tæknin er gerð til þess að snúa þessari þróun við.“ Bætt heilbrigði húðarinnar Sprungur á hælum geta myndast þegar fitusýrurnar í húðinni rýrna og húðin verður þurr. Í kjölfarið minnkar teygjanleikinn og húðin strekkist þar til hún á endanum gefur eftir og springur. Regluleg notkun á FOOT­ GUARD™ getur komið í veg fyrir þetta. FOOTGUARD™ styrkir húðlögin, eykur vatnsbindi­ getu húðarinnar og minnkar þannig líkur á siggi, húðþykknun og sprungnum hælum. Önnur krem í Mari­ Cell™ línunni innihalda mOmega 3™ fitusýrur, ávaxtasýrur og karb­ amíð í mismunandi styrk. Vörurnar fást í apótekum. Laus við sigg og sprungur „Þegar ég var níu ára fór að safnast á mig sigg á hælum og tábergi. Amma kenndi því um að ég gengi um ber­ fætt en seinna kom í ljós að þetta var sóríasis,“ segir Þórey Sigrún Leifsdóttir í Neskaupstað. Sigg og sprungur ágerðust með aldrinum hjá Þóreyju. „Þegar verst lét var ég komin á það stig að vakna á nótt­ unni vegna kláða og pirrings í fótum, oft með blæðandi sprungur í sigginu. Stundum brá ég á það ráð að raspa fæturna um miðjar nætur og smyrja þá með smyrsli og vanlíðanin var mikil,“ segir Þórey sem fyrir tveimur árum fór til húðlæknis sem benti henni á kremið MariCell™ FOOTGUARD™ frá Kerecis. „Hann mælti eindregið með kreminu, bar það á annan fótinn til prufu og eftir aðeins sólarhring fann ég stóran mun. Ég ber nú kremið á mig eftir þörfum og tek skorpur en sprungurnar eru horfnar og ég hef ekki vaknað út af kláða eða blæðandi sprungum í tvö ár. Ég hef í raun ekki verið jafn góð síðan ég var barn,“ segir Þórey sem hefur ekki tölu á hversu mörgum hún hefur bent á MariCell™ FOOTGUARD™. „Ég mæli með því fyrir alla sem kljást við sprungur og sigg, því það er það besta sem ég hef notað á mitt vandamál.“ Dagur 1 Dagur 14 Kremið inniheldur efni sem vinna saman að því að bæta heilbrigði húðarinnar. Baldur Tumi Baldursson húðlæknir Meðhöndlar og kemur í veg fyrir sigg, þykka húð og sprungna hæla Meðhöndlar erta húð og einkenni exems Meðhöndlar og kemur í veg fyrir húðnabba Meðhöndlar hreistraða húð og einkenni sóríasis FOOTGUARD™ XMA SMOOTH PSORIA m eð m O m eg a3 TM m eð m O m eg a3 TM m eð m O m eg a3 TM m eð m O m eg a3 TM Fyrir sprungna hæla og fótasigg Fyrir auma, rauða og bólgna húð með kláða Fyrir hárnabba, rakstursbólur og inngróin hár Fyrir þykka og hreistraða húð með kláða Íslensk framleiðsla FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 . M A R S 2 0 1 9 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 8 -7 0 D 8 2 2 7 8 -6 F 9 C 2 2 7 8 -6 E 6 0 2 2 7 8 -6 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.