Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 42

Fréttablaðið - 02.03.2019, Side 42
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Dýrmætasti lærdómurinn var um sjálfan mig. Ég lærði hvað býr innra með mér og að ég er óhræddur við að gera mistök. Ég var oftsinnis spurður hvernig ég þyrði að stíga á svið og syngja frammi fyrir milljónum manna en hafði ekki svar við því þá. Ég fann aldrei fyrir hræðslu, né velti mér upp úr því hvort ég ynni eða gerði mistök, og veit nú að í mér, sem og öllum, býr kraftur sem kemur okkur alla leið. Það eina sem til þarf er að opna sig gagnvart því. Augu mín opnuðust líka fyrir því að ég var ekki lengur strákur. Ég var orðinn ungur maður sem gerir allt 100 prósent og gefst aldrei upp. Það er stóri lærdómurinn; að gefast ekki upp og gefa sig aldrei í efasemdirnar,“ segir Ari Ólafsson um þá lífsreynslu að vinna Söngva- keppni Sjónvarpsins í fyrra og fara fyrir Íslands hönd í Eurovision. Ari segir óraunverulegt að ár sé komið frá því að hann stóð uppi sem sigurvegari. „Það er skrýtið hvað þetta hefur liðið hratt og hvað árið 2018 var bilað fyrir mig. Líf mitt breyttist gífurlega og ég er nú að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég hef lagt í söng og tónlist. Ég fékk að sýna mig frammi fyrir íslensku þjóðinni, allri Evrópu og öllum heiminum, sem var mér afar mikilvægt. Núna veit þjóðin hver ég er og getur fylgst með mér í framtíðinni,“ segir Ari kátur. Blómstrar í Lundúnum Ari býr nú í Lundúnum og lærir söng og tónsmíðar við hinn virta tónlistarháskóla Royal Academy of Music. „Ég er enn í skýjunum því beint á eftir Eurovision flutti ég til London og byrjaði nýtt ævintýri þar. Eftir Söngvakeppnina byrjaði boltinn að rúlla hratt og ég er nú að upp- fylla drauma mína. Eftir grunn- nám í Royal Academy of Music hef ég hug á að halda þar áfram í meistaranámi í óperusöng eða við söngleikjadeildina því ég vil gera tónlistina að lifibrauði mínu,“ segir Ari sem er strax byrjaður að safna eigin tónsmíðum í sarpinn. „Ég er mikið í því að semja og uppfullur af hugmyndum sem vonandi enda á plötu einn daginn. Það er erfitt að skilgreina tón- listina sem ég sem. Ég er auðvitað nýgræðingur í tónsmíðum en vil búa til nýja tónlist sem vekur Hræðist ekki að gera mistök Ari Ólafsson segist hafa fundið sinn innri mann við sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Líf hans hafi snúist á hvolf, lífsreynslan hafi verið jákvæð og hann sé nú að upplifa drauma sína. Ari segir Eurovision vera einstakan stökkpall og að nú sé hann að upplifa og sjá drauma sína rætast. MYND/ERNIR Ari hefur enn mikið dálæti á sigurlaginu sem hann flutti í fyrra og segir tónlist snúast um að sameinast á tilfinninga- sviðinu. miklar tilfinningar hjá fólki. Ætli megi ekki f lokka það sem popp með „psychedelic“ og „indie“- áhrifum,“ útskýrir Ari. Besta partí Evrópu Ari stígur á svið í beinni útsend- ingu úrslitaþáttar Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld. „Ég er ákaflega spenntur en vil ekki gera upp á milli laganna sem keppa til úrslita. Mér finnst úrslitin vera rétt og þetta eru þau fimm lög sem ég spáði að kæmust í úrslit. Ég er því ótrúlega spenntur að sjá hverjir vinna,“ segir Ari sem gefur sigurvegurum kvöldsins sama veganesti og Svala Björgvins, sigurvegari ársins 2017, gaf honum í fyrra. „Það er að njóta augnabliks- ins og alls sem er. Eurovision er yfirþyrmandi stór viðburður og allt sem í honum felst, en náttúr- lega langskemmtilegasta partí Evrópu. Það er gott að ganga hægt um gleðinnar dyr en muna að taka allt inn og njóta þess til fulls sem í vændum er. Ég veit að Hera og Friðrik Ómar vita þetta bæði sem fyrrverandi sigurvegarar. Sjálfur leit ég aldrei á Eurovision sem keppni heldur hátíð þar sem fólk kemur saman úr öllum heims- hornum og á sínum for- sendum, sama hvernig það er á litinn eða hver kynhneigð þess er. Eurovision býður fjöl- breytileikanum heim og þar höfum við séð allt. Það finnst mér fallegt. Það geta allir verið þeir sjálfir og allir átt sinn stað.“ Gott að gráta Ari segir Eurovision stóran stökkpall fyrir þá sem vilja leggja tónlistina fyrir sig. „Allt í kringum Söngva- keppnina og Eurovision var mjög góður skóli, ekki síst fyrir mig sem var bara 19 ára þegar ég tók þátt og vann. Þessi reynsla hefur gert mikið fyrir mig sem listamann og ég hef fengið ótal tækifæri sem ég hef nýtt mér sem listamaður. Þótt Lundúna- búar kveiki ekki endilega strax á perunni að ég hafi tekið þátt í Eurovision er tónlistarsenan þar stór og það opnast margar dyr þegar kemur að áheyrnarprufum og listaheiminum þegar maður bendir á YouTube og nafn mitt er slegið inn. Ég sé því ekkert nema jákvætt við þátttöku í Eurovision.“ Lagið Our Choice, sem vann Söngvakeppnina og sigraði hjörtu landsmanna í fyrra, segir Ari að sé enn í miklum metum hjá honum. „Ég hefði tæplega tekið að mér að syngja lagið ef ég hefði ekki verið hrifinn. Það er erfitt og krefst hæfni að eiga við það og fara upp um tvær og hálfa áttund. Það sem heillaði mig mest var boð- skapurinn og að það vakti fallegar og jákvæðar tilfinningar. Um það finnst mér tónlist snúast, að koma fólki saman, jafnvel milljónum saman eins og í Eurovision, og sameinast undir einni tilfinn- ingu og sameiginlegri upplifun. Það er svo fallegt og það var ástæðan fyrir því að ég þurfti að taka þetta lag.“ Mörgum er minnisstætt þegar Ari tár- felldi þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í fyrra. „Ég er ófeiminn við að sýna tilfinn- ingar og lærði ungur hjá mömmu og pabba að leyfa mér að finna fyrir tilfinn- ingum mínum. Maður skuldar sjálfum sér það sem manneskju. Það er jafn eðli- legt að hlæja og gráta og það besta í heimi finnst mér að hlæja mikið og gráta þegar ég þarf. Eftir grátinn líður manni betur og maður hefur hleypt geðshræringunni út. Það er heilbrigð útrás fyrir tilfinningarnar.“ Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.790 kr.* NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI *tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -6 B E 8 2 2 7 8 -6 A A C 2 2 7 8 -6 9 7 0 2 2 7 8 -6 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.