Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 66

Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 66
Straumar - umsóknir um styrki Straumar er verkefni sem aðstoðar unga listamenn, ættaða af Vestfjörðum, á aldrinum 20-35 ára, til að koma aftur heim til átthaga sinna og deila listsköpun sinni með heimamönnum. Vestfjarðastofa kallar eftir umsóknum um styrki í verkefnið. Veittir verða allt að 5 styrkir að hámarki 500.000 kr. hver. Styrkirnir eru ætlaðir ungu listafólki og hönnuðum á aldrinum 20-35 ára sem hafa lokið námi úr viðurkenndum lista- eða hönnunarskóla eða er í námi sem leiðir til gráðu í viðkomandi grein. Umsækjendur skulu vera ættaðir af Vestfjörðum. Styrkirnir skulu nýtast umsækjendum til að skapa viðburði eða deila sköpun sinni á Vestfjörðum á árinu 2019. Sótt er um á slóðinni www.vestfirdir.is/straumar fyrir kl. 16:00 mánudaginn 18. mars. __________ Útboð ___________ Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið: FAXAFLÓAHAFNIR SF - AKRANESHÖFN Nýr hafnarbakki við Aðalhafnargarð HÖNNUN MANNVIRKJA TIL ÚTBOÐS OG GERÐ ÚTBOÐSGAGNA FYRIR VERK Um er að ræða hönnunarþjónustu við rannsóknir, hönnun og gerð útboðsgagna fyrir byggingu hafnarbakkans, gröft efnisskiptaskurðar, dýpkanir, fyllingar og landgerð og kaup á stáþili og stagefni til bakkagerðar. Byggingu bakkans fylgja innkaup á ýmsum búnaði og frágangi hafnarbakkans. Gerðar eru kröfur til hönnuða um reynslu og þekkingu af sambærilegum verkefnum fyrir þessa verkþætti. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með 5. mars 2019, þeim sem þess óska, með tölvupósti á netfangið hnit@hnit .is Tilboðum skal skilað og verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, fimmtudaginn 21. mars klukkan 11:00 Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rann- sóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Mannvirkjastofnun annast úthlutun styrkja í samræmi við verklagsreglur um sjóðinn. Sjóðurinn hefur til umráða 4,0 millj. kr. og mun 60% til 90% verða ráðstafað til slökkviliða og til einstakra slökkviliðsmanna. Aðrir aðilar sem vinna að brunamálum eiga kost á 10% til 40% af ráðstöfunar- fé sjóðsins. Verklagsregla Mannvirkjastofnunar um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknir merktar „Fræðslusjóður brunamála 2019“ skal senda til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík eða á netfangið mvs@mvs.is, fyrir 25. mars. Athygli er vakin á því að styrkveiting fellur úr gildi ef styrkur er ekki nýttur fyrir lok næsta árs eftir úthlutun. Nánari upplýsingar veitir Pétur Valdimarsson (petur@mvs.is) Mannvirkjastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 www.mvs.is Skrifstofan er opin kl. 8.30-16 virka daga. Innkaupadeild Forvarnasjóður Reykjavíkur Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnaverkefna úr Forvarnasjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni. Hverfisráð veita styrki til verkefna í hverfum, en velferðarráð til almennra forvarnaverkefna í borginni. Styrkirnir gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að forvörnum í borginni. Stofnanir Reykjavíkurborgar eða starfsmenn þeirra geta ekki sótt um styrki í sjóðinn en geta verið samstarfsaðilar í verkefnum sem aðrir sækja um styrk til. Opnað verður fyrir umsóknir 4. mars kl. 13:00 og er umsóknarfrestur til miðnættis 1. apríl 2019 og skal umsóknum skilað inn á Rafrænni Reykjavík http: //reykjavik.is/thjonusta/minar-sidur-rafraen-reykjavik Alls eru 10 milljónir og 600 þúsund krónur til úthlutunar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og styrkja félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja: • Forvarnir í þágu barna og unglinga • Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar • Bætta lýðheilsu • Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs • Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni Hægt er að nálgast úthlutunarreglur Forvarnasjóðs á heimasíðu sjóðsins: www.reykjavik.is/forvarnasjodur-reykjavikur Félagsheimili Fáks til leigu Hestamannafélagið Fákur óskar eftir áhugasömum rekstraraðila til að taka félagsheimili Fáks í Víðidal á leigu. Helstu upplýsingar um félagsheimilið eru: • Tekur 180 manns í sæti. • Vel útbúið eldhús með öllum helstu tækjum til matargerðar og með innangengum kæli. • Gott hljóðkerfi. • Teppi á gólfum og parket fyrir framan svið. • Gott aðgengi fyrir hjólastóla. • Næg bílastæði. Í umsóknum til félagsins skal tilgreina hvaða fyrirætlanir viðkomandi hefur til dæmis varðandi rekstrarform og til hversu langs tíma. Vert er að geta að félagsheimilið er bókað hina ýmsu daga fram á næsta haust og mun félagið standa við allar bókanir líkt og samið hefur verið um. Hestamannafélagið Fákur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Vinsamlega sendið fyrirspurnir og umsóknir á netfangið fakur@fakur.is Stjórn Fáks. Uppbygging við Skíða- skálann í Hveradölum ● Mat á umhverfisáhrifum ● Drög að tillögu að matsáætlun Fyrir hönd Hveradala ehf. kynnir Verkís drög að tillögu að matsáætlun vegna uppbyggingar við Skíðaskálann í Hveradölum, sveitarfélaginu Ölfusi, samkvæmt 16. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Drögin eru á www.verkis.is og er almenningur hvattur til að kynna sér þau. Kynningarfundur fyrir íbúa sveitarfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 17.00 í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss. Athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun má senda í tölvupósti til umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til Verkís, b.t. Sigmars A. Steingríms- sonar, Ofanleiti 2,103 Reykjavík. Athugasemdum skal skila eigi síðar en 18. mars 2019. 24 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 8 -7 A B 8 2 2 7 8 -7 9 7 C 2 2 7 8 -7 8 4 0 2 2 7 8 -7 7 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.