Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 104

Fréttablaðið - 02.03.2019, Page 104
LEIKRIT Gallsteinar afa Gissa HHH H Kristín Helga Gunnarsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikfélag Akureyrar Samkomuhús Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ing- ólfsson, Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir og Margrét Sverrisdóttir Með hlutverk barnanna fara: Þór- gunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Danshreyfingar og aðstoðarleik- stjóri: Katrín Mist Haraldsdóttir Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson Hljóð: Gunnar Sigbjörnsson Hljómsveit á sýningum: Jaan Alavere, Philip Doyle og Kristján Edelstein Um síðastliðna helgi frumsýndi Leikfélag Akureyrar söngleikinn Gallsteinar afa Gissa, leiksýningu sem unnin er upp úr vinsælli barna- bók eftir Kristínu Helgu Gunnars- dóttur, gefinni út fyrir fimmtán árum. Reyndar fékk sagan af systk- inunum Grímu og Torfa leikrænt framhaldslíf í Útvarpsleikhúsinu árið 2016 en nú stökkva börnin tvö aftur saman á leiksviðið í splunku- nýrri söngleikjaútfærslu. Samkomuhúsið á Akureyri er kjörin staðsetning fyrir sýningu á borð við þessa enda bæði heillandi og notalegt leikhús, uppfullt af möguleikum. Nauðsynlegt er að hafa reynsluna með sér til að láta smæð sviðsins vera sýningunni í hag frekar en hamlandi afl, slíka reynslu hefur hönnuðurinn Þórunn María svo sannarlega. Leikmyndin er kannski einföld á að líta en litar sýn- inguna einstaklega skýrum litum og býr til rými á frumlegan hátt. Allt er einhvern veginn á skjön, sem endur- speglar átök vísitölufjölskyldunnar skemmtilega, og er baksviðið fim- lega notað til að skapa sviðsdýpt. Búningahönnun hennar ber líka merki um hæfileika hennar til að draga fram súrrealískar áherslur hversdagsleikans. Gríma og Torfi eru föst í fjöl- skyldu þar sem alltaf er verið að skipa þeim fyrir. Foreldrarnir eru of uppteknir til að vera til, hvað þá að sinna þeim nema þegar þau þurfa að gera eitthvað, og eldri bróðir þeirra er ömurlegur, eins og unglingar geta verið. Þau þrá frelsi og hömluleysi. Þegar systkinin fara í heimsókn til afa Gissa, sem er á spítala eftir gall- steinaaðgerð, opnast óvænt fyrir þeim töfraheimur þar sem allar þeirra óskir rætast en galli reynist á gjöf afa Gissa... Blikur á lofti Handritið er samvinnuverk Krist- ínar Helgu, tónskáldsins Þorvaldar Bjarna og Karls Ágústs sem skapa ágæta umgjörð um málefni sem varðar allar nútímafjölskyldur í samstarfi við leikstjórann, Ágústu. Gallsteinar afa Gissa byrja vel og ná fljótlega góðri siglingu á meðan heimurinn og persónurnar eru kynntar til sögunnar. En eftir hlé birtast blikur á lofti. Vandamálið kjarnast í síðustu senum verksins þar sem alltof margar óþarfa per- sónur eru kynntar til leiks og kjarni verksins gleymist. Þorvaldur Bjarni er þaulvanur leikhústónlist af öllu tagi, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld, og byrjar af krafti með fyrsta laginu í fullri lengd sem er bæði grípandi og eftirminnilegt. Harmsöngur ungl- ingsins er sömuleiðis áhugaverður og hressi hamagangur heimilisföðurins eftir hlé en eini smellurinn er harð- stjórasöngur móðurinnar í byrjun. Hér vantar fleiri lög sem hitta í mark. Danshreyfingar Katrínar Mistar eru sömuleiðis fín skygging en þær skortir skýrari áherslur. Trúverðugt samband Ungmennin tvö, Steingerður og Örn Heiðar, leiddu frumsýninguna af mikilli prýði þrátt fyrir smá tauga- trekking, allar líkur eru á því að Þór- gunnur Una og Daníel Freyr verði alveg jafn heillandi. Mikilvægt er að muna fyrir leikara sem eru að stíga sín allra fyrstu sviðsskref að slíkar taugar eru eðlilegar fyrir hvaða leik- ara sem er, þeir eldri og reynslumeiri eru alls ekki undanskildir. Sam- bandið þeirra á milli var leikandi lifandi og trúverðugt þar sem sam- skipti systkina eru ekki alltaf auð- veld. Einnig sungu þau bæði eins og leikhúsenglar. Benedikt Karl hefur sýnt og sannað á þessu leikári að kómíkin á einstaklega vel við hann og honum tekst að gera æsinginn í Guðlaugi nánast harmrænan. Í hans með- ferð sjá áhorfendur örvæntingu hressa pabbans greinilega sem gefur þessum annars einfalda karakter óvænta dýpt. Hann og María Páls- dóttir mynda frábært teymi, sérstak- lega í byrjun verksins, en hún stelur algjörlega senunni sem harðstjóri heimilisins með fyrsta lagi sínu og frábærri líkamsbeitingu. En fljótlega fletjast persónur þeirra út og endur- tekningarnar verða þreytandi. Jóhann Axel er nýtt andlit á íslensku leiksviði og augljóslega leikari sem vert er að fylgjast vel með. Hann gefur sig allan í sín fjölmörgu hlutverk en nýtur sín þó sérstak- lega sem samankrumpaði og súri unglingurinn Úlfur. Limaburður hans og líkamlegur styrkur er eftir- tektarverður, sem og raddbeiting hans. Margrét og Birna fá minna úr að spila en skila sínu með ágætum, bæði í leik og söng. Ágústa á heimavelli Þó að gallsteinarnir hans afa Gissa fari með stórt hlutverk í sýningunni þá stendur upprunalegi eigandinn til hliðar við framvinduna. Afi Gissi birtist líkt og álfamær, þegar eitt- hvað bjátar á, með töfralausnir sem virðast í fyrstu vera gulls ígildi en eru kannski bara glópagull. Hann meinar þó vel og Karl Ágúst skilar sínu hlutverki af fagmennsku og kæti, eins og hans er von og vísa. Ágústa er reyndur leikstjóri og er hér á heimavelli. Hún leikstýrir ærslaganginum virkilega vel og við- vera lítillar hljómsveitar á sviðinu í völdum atriðum er einkar góð hug- mynd. En heildin er óformuð og stundum agalaus. Atriðið eftir hlé, þar sem afi Gissi leikur við hvern sinn fingur og á maga er óþarfi. Þátt- töku áhorfenda þarf að fara vel með en ekki nota í uppklapp eftir hlé. Tempóið er gírað upp alltof snemma, æsingurinn verður stundum rugl- ingslegur og sýningin siglir ekki auð- veldlega í land gegnum ölduganginn en þangað þó. Leikfélagi Akureyrar, undir regn- hlíf Menningarfélags Akureyrar, hefur vaxið fiskur um hrygg síðan Marta Nordal tók við stjórnartaum- unum og spennandi verður að sjá hvernig málin þróast. Gallsteinar afa Gissa er stórt skref í rétta átt þar sem áhorfendur á öllum aldri geta fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Þægileg og gaman- söm skemmtun um fjölskyldu afa Gissa sem hefði mátt tálga betur. Allt er gott í hófi Áhorfendur á öllum aldri geta fengið eitthvað fyrir sinn snúð, segir gagnrýnandi. BARCELONAREAL MADRID stod2.is | 1817 Tryggðu þér áskrift! KAUPTU STAKAN LEIK: intellecta.is RÁÐNINGAR 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R56 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 7 -E B 8 8 2 2 7 7 -E A 4 C 2 2 7 7 -E 9 1 0 2 2 7 7 -E 7 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.