Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  267. tölublað  106. árgangur  ER VANDAÐRI ÚTGÁFA AF PRINS PÓLÓ FER Á HM EFTIR ÁSKORUN Í AFMÆLI GLEÐI, SAMHUGUR OG VINÁTTA Í PRJÓNAHÓPUM INGIBJÖRG KRISTÍN ÍÞRÓTTIR MENNINGARHÚSIÐ Í ÁRBÆ 12PRINS JÓLÓ 33 Morgunblaðið/Hari Víkurgarður Tekist er á um friðlýsingu hins forna kirkjugarðs í miðborginni.  Reykjavíkurborg leggst gegn til- lögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðborg Reykjavíkur. Í umsögn sinni dregur borgar- lögmaður í efa að tillaga Minja- stofnunar um friðlýsingu sé besta leiðin til að ná fram því sameigin- lega markmiði að frágangur Víkur- garðs sé til sóma, og einnig að hún sé nauðsynleg eða byggð á nægi- lega traustum lagagrunni. »11 Borgarlögmaður hafnar rökum Minjastofnunar Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Fólk með krabbamein fer til krabbameinslæknis og hjartveikt fólk til hjartalæknis. Það ætti ekk- ert annað að gilda um fólk með geð- sjúkdóma.“ Þetta segir móðir ungrar konu sem er með geðhvörf 2 og tekur lyf við sjúkdómnum sem hafa reynst vel við að halda honum niðri. Geðlæknir konunnar er nú hætt- ur að veita meðferð á stofu sinni, hún hefur ekki komist að hjá öðrum lækni, en biðlisti eftir því er 6-12 mánuðir. Þar sem konan er ekki með geðlækni hefur hún ekki feng- ið endurnýjun á lyfjum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Emb- ætti landlæknis er meginreglan sú að öll lyfjaendurnýjun geti farið fram á heilsugæslu, en frá því geti þó verið undantekningar. Unga konan hefur m.a. leitað til geðdeildar Landspítalans til að freista þess að fá lyf sín endurnýj- uð en þar sem hún er ekki sjúkling- ur á deildinni fékk hún synjun þar um. Lífshættulegir sjúkdómar „Ég veit satt best að segja ekki hvernig sjúkdómurinn þróast áfram ef hún fær ekki lyfin sín,“ segir móðirin. „Fólk sem hefur fengið greiningu á sjúkdómi sínum á að geta fengið nauðsynleg lyf án þess að þurfa að hringja út um allan bæ og leita sér að lækni. Við vitum að þessir sjúk- dómar eru lífshættulegir.“ Löng bið eftir lækni  Geðlæknir ungrar konu með geðhvörf að hætta og 6-12 mánaða bið eftir öðrum lækni  Getur ekki endurnýjað lyfin Ljósmynd/Thinkstock.com Geðhvörf Ung kona með sjúkdóm- inn nær ekki að endurnýja lyfin sín. MFær ekki lækni... »10 Árbæjarskóli sigraði á úrslitakvöldi Skrekks 2018, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem var í Borgarleikhúsinu í gær- kvöldi. Er þetta annað árið í röð sem nemendur úr Árbæjarskóla sigra. 200 grunnskólanem- endur frá átta skólum kepptu á úrslitakvöldinu með uppfærslum á sviðsverkum sem þau hafa sett saman sjálf. Langholtsskóli varð í öðru sæti og Seljaskóli í því þriðja. Dómnefnd skipuðu stjórnendur menningarhúsa í borginni; Borgar- leikhússins, Þjóðleikhússins, Hörpu og Íslenska dansflokksins og ungmenni úr ungmennaráði Samfés. Mikil spenna var í Borgarleikhúsinu þegar úrslit voru kynnt og nemendur skólanna sem urðu í efstu sætum fögnuðu sínu fólki. Morgunblaðið/Hari Árbæjarskóli sigraði aftur í Skrekk  „Við erum með fjórar vélar og er- um að keyra tvær þeirra á fullum afköstum núna. Þær framleiða eins og þær eiga að gera, skila um fimm megavöttum. Þegar við verðum komin með alla sjódælingu í botn munum við nota í kringum 550 lítra á sekúndu,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum. Unnið er að gangsetningu næst- stærstu sjóvarmadælustöðvar í heimi í Vestmannaeyjum. Hún er 10,4 megavött. Þar verður 6-11 gráða heitur sjór notaður sem varmagjafi stöðvarinnar til húshit- unar í Eyjum. Búist er við því að dælustöðin verði komin í fulla notk- un í næstu viku. »9 Sjóvarmadælustöð gangsett í Eyjum Hjónin Chris og Nancy Brown, íbú- ar í bænum Paradís í Kaliforníu, faðmast hér í rústum heimkynna sinna sem eyðilögðust í skógareld- unum sem geisað hafa í ríkinu að undanförnu. Þetta eru verstu skógareldar í sögu Kaliforníuríkis. Gríðarleg eyði- legging blasir við, bæði í norður- og suðurhluta ríkisins, en á þriðja hundrað þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín. Í gærkvöldi var staðfest að 31 hefði farist í eldunum en yfir 200 manns er enn saknað. Paradís jöfnuð við jörðu AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.