Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Erum á facebook Veður víða um heim 12.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Akureyri 5 rigning Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 6 rigning Ósló 9 skýjað Kaupmannahöfn 10 rigning Stokkhólmur 9 alskýjað Helsinki 5 rigning Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 10 léttskýjað Glasgow 10 rigning London 12 skúrir París 11 alskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 súld Berlín 13 heiðskírt Vín 11 þoka Moskva -4 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 20 heiðskírt Róm 19 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -14 skýjað Montreal -1 alskýjað New York 6 skýjað Chicago 1 alskýjað  13. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:51 16:35 ÍSAFJÖRÐUR 10:14 16:21 SIGLUFJÖRÐUR 9:57 16:03 DJÚPIVOGUR 9:25 15:59 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Austan 5-10 m/s og smáskúrir sunnanlands, hiti 2 til 6 stig. Hægari vindur í öðrum landshlutum, yfirleitt þurrt og hiti kringum frost- mark. Austan 3-10 m/s. Bjartviðri suðvestanlands, en dálítil rigning eða slydda um tíma í öðrum lands- hlutum. Hiti 0 til 6 stig. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég stefni að því að láta hann blása fyrir vorið,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norð- ursins, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til gervigos- hversins Stróks sem finna má við Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík. Forsvarsmenn Perlu norðurs- ins hafa haft mikinn áhuga á því að koma goshvernum aftur í gang, en hann hefur legið í dvala í sex ár eða síðan Reykjavíkurborg lét loka honum árið 2012. Var það gert vegna mikils rekstrarkostn- aðar. Í frétt Morgunblaðsins frá því í nóvember 2017 er greint frá vilja fyrirtækisins til að koma gos- hvernum aftur í gang á árinu 2018. Gunnar segir framkvæmdina hins vegar flókna og því hafi hún tafist. „Vandinn er sá að við þurfum sjóðandi heitt vatn til þess að geta knúið þennan hver,“ segir hann, en goshverinn, sem hannaður er af vélaverkfræðingnum Ísleifi Jóns- syni, er stæling á náttúrulegum goshverum, Strokki og Geysi. Í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1997, þegar gervihverinn var fyrst prófaður, kom meðal annars fram að heita vatnið í Strók hafi komið úr borholum við Suðurlandsbraut og Laugaveg. Var það leitt um dælustöðina við Bolholt og upp í Öskjuhlíð, en yfirleitt var vatnið 120 til 130 stiga heitt og það tekið óblandað inn á hverinn, því það þarf að vera mjög heitt til að hann virki sem skyldi. „Við höfum mikinn hug á því að láta hann blása aftur, en það verður gert með einhvers konar dælikerfum. Hann mun aldrei blása aftur með sambærilegum hætti og hann gerði því við höfum bara ekki nógu heitt vatn,“ segir Gunnar og bætir við að fram- kvæmdin muni kosta talsvert. „Það mun kosta milljónir að láta hann virka aftur.“ Borholan 30 metra djúp Árið 1997 samþykkti Reykja- víkurborg tillögu að frágangi manngerðs goshvers í Öskjuhlíð. Boruð var 30 metra djúp hola og í hana sett stálrör sem jarðhitavatn rann í gegnum. Umhverfis hverinn er steinlögð skál, en goshæðin var um 10 til 15 metrar. Reykjavíkurborg tók við hvernum 2012 þegar Orkuveita Reykjavíkur seldi Perluna og var honum í kjölfarið lokað. Strókur endurvakinn með dælum  Forstjóri Perlu norðursins vill koma goshvernum í Öskjuhlíð í gang fyrir vorið  Hverinn hefur legið í dvala frá árinu 2012  Mun kosta milljónir króna að endurvekja hverinn með nýjum dælum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Slökkt Manngerði hverinn Strókur hefur legið í dvala frá árinu 2012. Listaverk Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, sem ýmist gengur undir nafninu Dansleikur eða Hljóm- sveitin við Perluna, vekur jafnan mikla athygli vegfar- enda sem leið eiga um Perluna í Öskjuhlíð. Eru mynda- vélar og farsímar dregin upp og smellt af, líkt og þessi maður gerði í gær. Þorbjörg vann listaverkið árið 1970 en gaf Reykjavíkurborg það árið 1995. Fjórar tveggja metra háar styttur sýna hljóðfæraleikara í sveiflu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hljómsveitin við Perluna dregur að Bronsstytturnar í Öskjuhlíð eru vinsælt myndefni Víglundur Þor- steinsson, lögfræð- ingur og fyrrverandi forstjóri BM Vallá hf., lést á líknardeild Landspítalans í fyrri- nótt. Hann var 75 ára að aldri. Víglundur var lengi forystumað- ur í samtökum vinnu- veitenda. Víglundur var fæddur í Reykjavík 19. september 1943. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson fisksali og Ásdís Eyjólfsdóttir, fulltrúi á Skattstofu Reykjavíkur. Hann lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands vorið 1970. Var fulltrúi hjá ríkissaksóknara þá um sumarið og síðan framkvæmda- stjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík til hausts 1971. Eftir það var hann fram- kvæmdastjóri og síðar stjórnar- formaður BM Vallá hf. til ársins 2010. Víglundur var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi í eitt kjörtímabil. Hann var virkur í samtökum vinnuveitenda. Var í stjórn Félags íslenskra iðn- rekenda í þrettán ár, árin 1978 til 1991, þar af formaður fé- lagsins í níu ár. Hann var í stjórn Verslunarráðs Ís- lands, formaður stjórnar Útflutnings- miðstöðvar iðnaðar- ins og í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands í fjórtán ár, árin 1984 til 1998, þar af eitt ár varaformaður. Þá átti hann sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í mörg ár og í stjórnum nokkurra atvinnufyrir- tækja, meðal annars Íslandsbanka og Eimskips. Hann var varafor- maður stjórnar Eimskips síðustu árin. Eftirlifandi eiginkona Víglundar er Kristín María Thorarensen, skrifstofumaður. Fyrri kona hans er Sigurveig Ingibjörg Jónsdóttir fréttamaður. Synir Víglundar og Sigurveigar eru Jón Þór, Þor- steinn og Björn. Börn Kristínar, stjúpbörn Víglundar, eru Axel Örn Ársælsson og Ásdís María Thor- arensen. Andlát Víglundur Þorsteinsson, fv. forstjóri BM Vallá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.