Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.270.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá2.720.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fullkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.390.000 kr. Guðrún Erlingsdóttur ge@mbl.is Hlátrasköll og kliður mætablaðamanni þegar hannmætir í Menningarhúsiðí Árbæ. Mánudags- prjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborg- ar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Þær segjast aðstoða hver aðra og leiðbeina. Það sé mikill samhugur í hópnum og vinátta. „Ef eitthvað bjátar á þá er langbest að koma í prjónaklúbbinn. Það er ekki nauðsynlegt að kunna að prjóna. Við höfum fylgst að í gegnum súrt og sætt og erum eins- konar sjálfshjálparhópur,“ segir Vil- borg, Sigurlína tekur undir og bætir við að það sé vel tekið á móti konum sem koma í hópinn og allar boðnar velkomnar. Það sé ekki síst starfs- fólkinu að þakka, sem sé alveg ynd- islegt. Konurnar í prjónaklúbbnum komi með bakkelsi og borðin svigni undan kræsingunum en menningar- húsið leggi til kaffi. Hópurinn greiðir litla upphæð í sjóð sem er notaður til þess að fara á handverkssýningar, á Akranes, austur fyrir fjall og í súkku- laðifræðslu. Frá því að fyrsti hóp- urinn, þriðjudagshópurinn, byrjaði fyrir átta árum hefur enginn karl- maður óskað eftir því að fá inn- göngu í prjónahópana. Í mánudagshópnum eru konur sem búsettar eru í Árbæ og konur sem búsettar eru annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Ein úr prjóna- hópnum sagðist hafa búið í Árbæ í 30 ár og væri núna fyrst að kynnast konum í hverfinu en það eru að- aðallega heldri konur sem sækja prjónaklúbbana. „Menningarhúsið er lifandi og það breytti miklu þegar það kom. Ég hef búið hér í 51 ár og Árbær var í fyrstu eins og svefnbær. Ein- ungis ungar mæður og eldri borg- arar sem voru heima og lítið við að vera,“ segir Vilborg. „Starfsemin í menningarhúsinu er frábær og eins og heyrist þá er hér líf og fjör. Bæði í prjónaklúbbn- um og svo hlaupa börnin hér um og mega láta í sér heyra þrátt fyrir að við séum hér á bókasafninu,“ Sig- urlína ítrekar hvað viðmót starfs- manna bókasafnsins skipti miklu máli. Gleði og vinátta í prjónaklúbbum Í Menningarhúsinu í Árbæ hittist sami hópur kvenna á hverjum mánu- degi kl. 13. Þar sinna konurnar hannyrðum í vinkvennahópi. Prjóna- hópar eru einnig þriðju- daga og miðvikudaga. Morgunblaðið/Eggert Prjónakonur Sigurlína Guðmundsdóttir og Vilborg Edda Lárusdóttir. Listaverk Þátttakandi í mánudagsprjónahópnum heklar af stakri snilld úr rauðu, væntanlega af því að jólin nálgast. Fallegt Sigrún Sighvatsdóttir með fallega peysu sem hún hef- ur prjónað í prjónaklúbbnum ásamt fleiri hannyrðum. Gleði Jastrid Guðmundsóttir og Hildur Hermannsdóttir prjóna. Jastrid er frá Færeyjum og prjónar á færeyskan hátt. Erla Frederiksen mætir í prjóna- kaffi alla þriðjudaga og hefur gert í átta ár. Þriðjudagshópurinn var fyrsti prjónahópurinn sem stofnaður var fyrir átta árum. „Í langan tíma var auglýstur prjónahópur á bókasafninu og í nokkur skipti mætti María H. Kristinsdóttir ein. Ég ákvað að mæta einn daginn en enginn ann- ar mætti og til stóð að fella niður prjónakaffið. Ég var í sundleikfimi með fullt af konum og ákvað að auglýsa prjónakaffið þar. Eftir það fjölgaði jafnt og þétt í hópn- um og fyrir rest gátum við ekki tekið við fleiri meðlimum. Síðar var mánudagshópurinn stofnaður og nú er kominn miðvikudags- hópur,“ segir Erla sem bætir við að þriðjudagshópurinn sam- anstandi af konum sem flestar búa í Árbænum eða hafi flutt þaðan. Erla segist bíða eftir þriðjudögum til þess að komast í jákvæðan og skemmtilegan hóp kvenna og ekki skemmi starfs- fólkið fyrir sem taki vel á móti öllum, það sé ómetanlegt. Auk þess að eiga góðar stundir sam- an fer hópurinn í ferðalag á vorin og gleðji starfsfólkið fyrir jólin. Bíður eftir því að komast í prjónahópinn á þriðjudögum FÉLAGSSTARF Í MENNINGARHÚSI ÁRBÆJAR Morgunblaðið/Eggert Drífandi Erla Frederiksen tók til sinna ráða þegar ekki tókst að manna prjónakaffi í Menningarhúsi Árbæjar. Átta árum síðar hittast konurnar enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.