Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 ✝ ÞórólfurGuðnason fæddist á Lundi í Fnjóskadal 15. júní 1919. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Guðni Þor- steinsson, bóndi í Lundi og hrepp- stjóri, f. 1. maí 1875, d. 22. júlí 1948, og Herdís Guð- rún Guðnadóttir, húsfreyja í Lundi, f. 26. nóv 1876, d. 9. desember 1946. Þórólfur var yngstur sjö systkina. Þau voru: Þórhallur, f. 1905, d. 1988, Arnþór, f. 1908, d. 1978, Guðríður, f. 1909, d. 1942, Björn, f. 1910, d. 1979, Margrét, f. 1914, d. 1963. Árnína Sig- urveig, f. 1915, d. 2009. Hinn 15. júlí 1956 kvæntist Þórólfur Herdísi Jónsdóttur úr Fjósatungu, ráðskonu og handa- vinnukennara við barnaskólann á Skógum í Fnjóskadal, f. 27. nóvember 1931, d. 18. janúar 2017. Þórólfur og Herdís eign- uðust fimm börn, þau eru: 1) Guðni, f. 15. febrúar 1960, maki Aðalheiður Péturs- dóttir. 2) Aðalbjörg, f. 4. apríl 1961, maki Guðlaugur Óli Þorláksson. 3) Ólaf- ur Haukur, f. 29. september 1963. 4) Sigríður, f. 18. apríl 1965, maki Pétur Gunnar Ringsted. 5) Jón, f. 27. septem- ber 1968, maki Hólmfríður Rúnars- dóttir. Afabörn Þórólfs eru þrettán og langafabörnin tvö. Þórólfur bjó alla sína tíð í Lundi í Fnjóskadal. Ungur að ár- um vann hann við skógræktina í Vaglaskógi en tók síðar við bú- skap í Lundi. Þórólfur sinnti fjöl- breyttum verkefnum og endur- skoðaði reikninga hjá ýmsum félögum, t.d. Kaupfélagi Sval- barðseyrar, og var virkur í sveit- arstjórnarmálum. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgð- arstörfum innan sveitar sinnar, átti sæti í sýslunefnd og var hreppstjóri og oddviti til margra ára. Útför Þórólfs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. nóvember 2018, klukkan 10.30. Nú hefur Þórólfur tengdafaðir minn kvatt okkur 99 ára gamall og ég er þakklát fyrir okkar góðu kynni. Ég kynnist honum þegar hann er orðinn sjötugur, hann kom mér fyrir sjónir sem traust- ur og áreiðanlegur og hafði ljúf- mannlega framkomu. Síðar átti ég eftir að kynnast vel mannkost- um hans. Það var kannski ekki tilviljun að hann sinnti fjölda trúnaðarstarfa fyrir samfélagið sitt. Eitt það fyrsta sem ég heyrði um verðandi tengdaföður minn var frá fyrrverandi samstarfs- manni hans í héraðslögreglunni á þá leið að Þórólfur í Lundi hefði verið tregur til að nota handjárn- in þegar gleðin fór úr böndunum á böllum í Vaglaskógi og með góðmennsku sinni hefði hann oft- ast náð að skakka leikinn. Þórólfur var lengst af sauð- fjárbóndi í Lundi og ábyrgðar- störfum sem til hans féllu sinnti hann samhliða búskapnum með dyggri aðstoð Herdísar konu sinnar og nærri má geta að vinnudagur þeirra hafi oft verið langur. Fljótlega eftir árið 1990 hætta þau sauðfjárbúskap og Þórólfur og fjölskylda hans hefja uppbyggingu á jörðinni af mynd- arskap, sumarbústaðahverfi í Lundsskógi, golfvöllur og golf- skáli rísa. Þórólfur var stoltur af æsku- stöðvum sínum, skógi vaxinni jörðinni og hafði ærna ástæðu til. Hann hafði góða frásagnar- hæfileika og atvik frá löngu liðn- um tímum urðu ljóslifandi þegar hann sagði frá. Hann sagði mér frá því þegar hann var ungur maður og þurfti að ganga frá Lundi yfir Vaðla- heiðina og til Akureyrar til að sækja vistir og oftar en ekki heim aftur sama dag, hvað leiðin frá heiðinni og yfir Leirurnar var löng. Líklega hefur hann ekki grunað þá að ætti eftir að bora í gegnum heiðina. En Vaðlaheiðar- göngin voru að segja má hans hjartans mál eftir að þau komu til umræðu og hann fór eina ferð í gegnum göngin. Þórólfur hafði fastmótaðar skoðanir og var fylginn sér. Hann var lögfróður, sjálfmenntaður í laganna fræðum, og gat vitnað með óyggjandi hætti í ákveðnar lagagreinar og réttarreglur. Mér eru samtöl okkar eftir hrun árið 2008 minnisstæð, ég dáðist að rökfestu hans og þekkingu, þó við værum ekkert endilega sammála. Ekki fyrir svo mörgum árum ákvað Þórólfur að leggja parket á ganginn niðri og fékk son minn til aðstoðar. Nærstaddir höfðu kannski ekki alveg trú á að þetta gengi, afi kominn um nírætt og strákur um 10 ára gamall. En þeir kláruðu verkið, tóku þann tíma sem þurfti. Þetta atvik fannst mér lýsa honum vel. Þórólfur átti alla sína ævi heima í Lundi fyrir utan tímann sem hann dvaldi á dvalarheim- ilinu Hlíð frá því í desember árið 2015, og þá var kærkomið að skreppa dagpart austur með börnum sínum á meðan heilsan leyfði. Heim í Lund. Þar var lífs- starf hans, gleði og stolt. Innilegar þakkir til starfsfólks Eini- og Grenihlíðar fyrir góða umönnun. Hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina. Hvíl í friði. Aðalheiður Pétursdóttir. Þórólfur Guðnason Elsku amma mín. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig. Ég er alls ekki tilbú- in til þess. Við áttum eftir að bralla svo margt saman, til dæm- is að klára að innrétta íbúðina þína sem þú varst nýflutt í og svo ánægð með. Með stórkostlegu út- sýni til Bláfjalla. Þar ætlaðir þú að fylgjast með okkur renna okk- ur niður brekkurnar í skærgulum vestum, svo við sæjumst alla leið í Árbæinn. Þú varst svo dásamlega falleg, hlý og mikil amma. Þegar ég var 6 ára fannst þér ekkert nema sjálfsagt að taka mig með þér í sumarfrí til Ítalíu. Við höfum oft skoðað myndir frá ferðinni og rifjað upp það sem við brölluðum saman í sólinni. Þar var ákveðið að við ætluðum næst til Kína. Sú ferð verður að bíða betri tíma. Þú varst alltaf með húsráðin á hreinu og passaðir vel upp á allt sem þú áttir, sama hvort það vor- um við börnin þín eða fallega litla bollastellið sem pabbi þinn gaf þér þegar þú varst 6 ára. Sem 80 árum seinna er eins og nýtt. Þú varst heimsins besta lang- amma og ljómaðir alltaf þegar þú varst í kringum langömmubörnin þín, sem þú varst orðin ansi rík af. Takk fyrir allt, elsku amma mín, heimurinn er svo sannarlega fátækari án þín en dásamlegar minningar um frábæra ömmu lifa áfram um ókomna tíð. Þú varst heimsins best í einu og öllu. Sakna þín svo sárt. Arndís Birna Sigurðardóttir ✝ Arndís BirnaSigurðardóttir fæddist 23. júlí 1932. Hún lést 30. október 2018. Arndís var jarð- sungin 12. nóv- ember 2018. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar sam- an í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín Sonja Hlín. Elsku yndislega föðursystir mín er látin. Ættmóðirin í föður- leggnum, höfuð fjölskyldunnar eins og við kölluðum hana, er nú farin í annan heim. Þó svo að hún hafi verið komin hátt á níræðis- aldur var hún unglingurinn í hópnum og við mörg alveg hand- viss um að hún yrði eilíf. Víst er að hún mun lifa að eilífu í hjörtum okkar allra því margar eru minn- ingarnar um mína yndislegu frænks, eins og við Klara systir kölluðum hana alltaf. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég heyrt að ég sé lík henni Addý frænku enda ætlaði ég að verða alveg eins og hún þegar ég yrði stór. Ég ætla það ennþá. Hún frænks hafði ótrúlegan orðaforða og sumt alls ekki hæft til birtingar. Hún hló eins og ung- lingur og var stríðin með afbrigð- um. Hún blikkaði þjónana á veit- ingastöðunum þannig að þeir skiptu litum og sætavísurnar í leikhúsinu fengu engan frið held- ur ef þeir voru nógu vörpulegir að hennar mati. Hún fann upp að vera „múltítask“ því hún gerði aldrei og þá meina ég aldrei eitt í einu. Eldhúsið var hennar heima- völlur og þar vann hún eins og fullskipað kokkalandslið. Líkt og þeytispjald hentist hún á milli skápa. Skellti þeim aftur með mjöðminni eða öðrum fætinum, þar sem hendurnar voru venju- lega uppteknar við að hnoða, skræla, þeyta eða gera og græja. Það mallaði í pottum á eldavél- inni, bökunarformin lágu smurð um allt eldhús og nokkur í ofn- inum. Ótrúlegt að hrærivélin skyldi ekki bræða úr sér, þvílík var notkunin á henni, og sauma- vélin fékk heldur engan frið, sér- staklega þegar krakkarnir fjórir voru heima. Þá var allt heima- saumað, heimabakað, heima- unnið og heimagert. Heilu kjöt- skrokkarnir bútaðir niður á sama eldhúsborðinu og kjólarnir urðu til. Mér fannst hún frænks svo mikil galdrakona í þessum ham því eftir smástund mátti sjá heilu fjöllin af kökum, smurtertum, mat og grautum, svo ekki sé nú minnst á fiskibollurnar. Fiskibollurnar hennar frænks voru nefnilega þær bestu í öllum heiminum. Það fyrirfinnast ekki betri bollur. Ekki var svo verra að fá ávaxtagraut í eftirmat með miklum rjóma. Það er nefnilega svo hollt að borða rjóma og ávaxtagraut, sér í lagi á eftir fiskibollum. Hún lifði tímana tvenna hún frænka mín og vann mikið alla tíð. Hún hélt vel utan um börnin sín, þeirra börn og þeirra börn. Já, og fullt af öðrum börnum líka. Hún gaf mikið af sjálfri sér, öðr- um til lífs og gleði. Afrakstur þeirrar umhyggju er heill ætt- flokkur af fólki. Ríkidæmi sem engar efnahagssveiflur fá nokkru sinni grandað. Fyrir það erum við óendanlega þakklát og ég mun nú sem áður reyna að leggja mig fram um að rækta mig og mína líkt og hún gerði. Sýna fólkinu mínu áhuga, ræktarsemi og síðast en ekki síst kærleika. Elsku frænks. Takk fyrir sam- fylgdina, samtölin, leikhúsferð- irnar og allt. Ég veit að við hitt- umst aftur síðar. Þá mun ég sitja í eldhúskróknum þínum á meðan þú slettir í form og við tökum upp þráðinn að nýju. Guð geymi þig alla tíð og Vogalandsenglarnir biðja að heilsa. Þúsund kossar, þín frænks Guðný Hallgrímsdóttir. Í dag er skrýtinn dagur, því í dag fylgi ég elsku, yndislegu, ljúfu, traustu og góðu frænku minni hennar hinstu spor. Allt of snemma að mínu mati. Addý frænks, eins og ég kall- aði hana, var systir pabba míns. Einhvern veginn var hún meira en systir hans því hún ól hann eiginlega upp frá sex ára aldri. Oft var sagt að pabbi væri meira svona eins og elsta barnið hennar. Óhætt er að segja að vináttan á milli systkinanna hafi verið ein- stök og afar falleg. Alla tíð hefur samgangur fjöl- skyldna okkar verið mikill. Eftir að ég fullorðnaðist urðum við frænkur góðar vinkonur. Ég gerði mér oft ferð í Blöndubakk- ann til hennar og þar gátum við spjallað og hlegið um allt og ekk- ert tímunum saman. Ósjaldan var einhver af krökkunum hennar í heimsókn hjá frænks þegar mann bar að garði og ef ekki þá sagði Addý manni nýjustu fréttir af þeim. Á Þýskalandsárunum mínum var ég svo heppin að fá Addý frænks í heimsókn til mín í heilar þrjár vikur eitt sumarið. Það var yndislegur tími og okkur leiddist ekki í eina mínútu saman. Eftir að við Sara Mjöll fluttum heim til Íslands tóku við heimsóknirnar til hennar í Blöndubakkann á ný. Ekki var haldin svo lítil veisla að Addý frænks væri ekki boðið og ég man varla eftir að hafa farið í leikhús eða á tónleika án hennar. Ef ekki gafst tími til að hittast eða koma við hjá henni, þá rædd- um við saman í síma, oft og lengi. Það var gott. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir. Elsku frænks var nýflutt í nýtt húsnæði þar sem hún ætlaði heldur betur að njóta sín á nýjum stað þegar hún veiktist skyndi- lega. En svona er þetta stundum. Eftir standa þó minningarnar. Þær eru margar og allar góðar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt eina Addý frænks í mínu lífi því hún gerði það svo miklu fallegra. Klara Hallgrímsdóttir. Látinn er í hárri elli elskulegur bróðir minn og vinur Ing- ólfur Arason. Hann var mikill öðlingur, vel gefinn og miklum mannkostum búinn. Báðir erum við fæddir og uppaldir í sjö systkina hópi á gamla vertshúsinu á Patreksfirði, sem var í eigu for- eldra okkar og ekki er lengur til. Ingólfur Arason ✝ Ingólfur Ara-son fæddist 6. desember 1921. Hann lést 1. nóvem- ber 2018. Útför Ingólfs fór fram 12. nóvember 2018. Ættir sínar á Ingólf- ur að rekja til Djúpa- dals og Fremri- Gufudals í Gufudals- sveit því að móðir okkar, Helga Jóns- dóttir, var dóttir Jóns Jónssonar, eins Hjallabræðra í Þorskafirði og bróð- ur Ara Arnalds. Móðuramma okk- ar var Júlíana, yngsta systir Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafoldar, alþingismanns og ráðherra. Faðir okkar var Ari Jónsson frá Vattarnesi í Múlasveit, tekinn í fóstur níu ára af frænku sinni og manni hennar Einari Magnússyni vert, sem bjuggu á vertshúsinu á Patreksfirði. For- eldrar okkar ráku bókabúð og versluðu með ýmsar fleiri vörur, en verslunin hét Verslun Ara Jónssonar. Á unglingsárunum fór Ingólfur til sjós á trillubát og fór á skak í Patreksfjarðarflóa. Seinna átti hann góða daga á Núpskóla í Dýrafirði, en loks lá leiðin í Sam- vinnuskólann, þar sem hann lauk námi 22 ára árið 1944 og tók lífs- tíðarákvörðun um það hvort búa ætti í Reykjavík eða fara vestur og það gerði hann. Á þessum tíma voru foreldrar okkar orðin þreytt og heilsulítil, einkum móðir okkar. Hann tók því við rekstri verslunarinnar og rak hana í 10 ár, efldi hana og stækk- aði þar til húsnæðið var orðið of lít- ið. Keypti hann þá tvílyft hús á Aðalstræti 8, lét byggja við það og setti upp glæsilega verslun á neðri hæðinni. Ingólfur tók virkan þátt í félagsmálum á Patreksfirði. Árið 1968 var hann kosinn í stjórn Eyrasparisjóðs og tveim árum seinna varð hann formaður stjórn- ar, sem hann gegndi í 20 ár. Fjög- ur ár sat hann í hreppsnefnd og önnur fjögur varamaður. Í sýslu- nefnd sat hann átta ár. Með árunum varð verslunin ein aðalverslunin á Patreksfirði. Sjöfn Ásgeirsdóttir, eiginkona Ingólfs, átti sinn þátt í velgengi verslunar- innar, en hún var hans stoð og stytta í vali á verslunarvörunum og fór með honum í hinar mörgu innkaupaferðir til Reykjavíkur. Þau hjónin eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Alvar- leg veikindi sóttu að bróður mín- um eftir 47 ára verslunarrekstur og þá seldu þau hjónin verslunina og hús sitt og fluttu til Reykjavík- ur. Góðu heilli náði hann góðri heilsu aftur. En hvaða mann hafði hann bróðir minn annars að geyma. Hann var einstakt valmenni, góð- vilji hans og ljúft viðmót var hans aðalsmerki. Allar hans fjárreiður og skuldbindingar stóðu alltaf eins og stafur á bók. Orðsporið sem fór af versluninni var einstakt. Kæri bróðir, í brjósti mér býr mikill söknuður. Ég þakka þér all- ar okkar góðu samverustundir. Góður og farsæll maður er genginn. Ég sendi eiginkonunni og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðj- ur. Þórhallur Arason. Við systkinin minnumst elsku- legs móðurbróður okkar Ingólfs Arasonar sem lést hinn 1. nóvem- ber síðastliðinn. Ingólfur og fjölskylda hans voru samofin uppvaxtarárum okkar á Patreksfirði. Við bjuggum í sömu götu, við frændsystkinin á svipuðum aldri og samgangur mikill. Minningarn- ar eru margar, jólaboðin, fjöl- skylduferðirnar og aðrar skemmti- legar samverustundir. Það var stutt í húmorinn hjá Ingólfi frænda og gott og gaman að vera í návist hans. Ingólfur var vel lesinn, fylgdist ávallt með þjóðmálaumræðunni og það var alltaf gaman að spjalla við hann. Við minnumst hans með hlýhug, þakklát fyrir aðstoðina sem hann veitti móður okkar við fráfall föður okkar og þökkum samfylgdina. Við sendum fjölskyldu Ingólfs okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hafdís, Helga, Vilborg, Davíð, Ester og Haukur. Á áttunda áratug síðustu aldar kynnt- ist ég Vali þegar hann og Kristín systir mín hófu sambúð á Seyð- isfirði, heimabæ hans, hún Esk- firðingur. Í minningunni eru þær margar heimsóknirnar sem farn- ar voru til Seyðisfjarðar, sérstak- lega eftir að engillinn og auga- steinn allra Arna Hildur fæddist. Aldrei mun ég gleyma ferðalaginu Valur Harðarson ✝ Valur Harð-arson fæddist 11. mars 1954. Hann lést 24. októ- ber 2018. Útför Vals fór fram 5. nóvember 2018. sem ég fór einn vet- urinn með Örnu, eins árs gamla, þeg- ar allt var á kafi í snjó fyrir austan, frá Eskifirði áleiðis til Seyðisfjarðar. Arna hafði fengið að vera ein í heimsókn hjá afa og ömmu á Eski- firði en þurfti að komast heim. Leiðir okkar skildi á Egils- stöðum, ekki var pláss fyrir mig í snjóbílnum sem fór þaðan til Seyðisfjarðar. Það var erfið skiln- aðarstund fyrir okkur bæði, en duglega litla stelpan hún Arna vissi að það var ekki um neitt að velja ef heim til pabba og mömmu skyldi komast. Þegar ég var kom- inn til baka á Eskifjörð fékk ég þær fréttir að ferðalagið í snjó- bílnum hefði gengið vel og áhyggj- ur Vals og Kristínar urðu að engu þegar þau sáu sofandi barnið sitt í fangi vinkonu frá Seyðisfirði. Alla þá rúmu fjóra áratugi sem ég þekkti Val var hann alltaf sjálf- um sér líkur, yfirvegaður og vand- virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Í þau 26 ár sem við ásamt fleirum höfum staðið saman að rekstri fyrirtækis, hann ekki með- al starfsmanna en lengst af sem stjórnarformaður, hefur aldrei neinn skugga borið á samstarfið. Oft hafa komið upp mál sem skipt- ar skoðanir eru um eins og gengur en þau ávallt til lykta leidd í sátt og samstöðu. Það var einmitt stíll Vals. Dætrum, eiginkonu og fjöl- skyldu Vals sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Björn Árnason. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.