Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Ég man ekki hve- nær ég hitti Egil frænda minn síðast. Við höfðum bæði verið búsett erlendis lengi og eins verið misdugleg við að mæta í fjölskylduboð svo það er sama hvað ég reyni að róta í mínu aumkunarverða minni, ég bara man ekki hvenær ég hitti Egil síð- ast. Það er afskaplega sárt. Þær glefsur sem mér tekst að kalla fram – slitrótt gulnuð mynd- skeið aftast úr heilahvelinu – segja mér að hann hafi verið nokkuð flottur til fara, hlýr í fasi og með rólyndislegt yfirbragðið á sínum stað. Svo man ég það reyndar vel hvað mér fannst hann líkur pabba mínum. Seint á tíunda áratugnum hafði ég stúderað andlitið á Agli þar sem hann sat á brúna Chester- field-sófanum heima hjá ömmu og afa í Fögrubrekku. Ég glápti op- inmynnt á nýja lokkinn í auga- brúninni á honum og þar rétt fyr- ir neðan hvíldi afslappað glott unglingsins sem vissi nákvæm- lega hversu kúl hann væri. Úff, hvað mér fannst hann rosalegur. Sem barn bar ég ótta- blandna virðingu fyrir stóra frænda mínum sem dofnaði ekki fyrr en ég áttaði mig á því að prakkaralegu spékopparnir hans væru í raun spékopparnir hans pabba – spékopparnir mínir. Með aldrinum vék óöryggið fyrir stolti yfir því að vera þó ekki væri nema örlítið lík þessum fjall- myndarlega eldri frænda mínum. Mér fannst hann ennþá brjál- æðislega svalur, sérstaklega þeg- ar hann byrjaði að hoppa út úr flugvélum sér til gamans, og mér þótti afar vænt um að sjá hann fylgjast með mér á Instagram. Fyrir mér bar hvert hjartalaga „læk“ sem við gáfum hvort öðru með sér ósagða umhyggju. Kannski þætti honum ég líka svo- lítið svöl? Það er svo skrítið hvað hausinn ákveður að varðveita eða ekki. Það er afskaplega sárt en líka, kannski, grátbroslegt. Ég man ekki hvenær ég hitti Egil frænda minn síðast en hvað svo sem hon- um þætti í dag um bernskubrek næntísdrengsins situr myndin af prakkaraglottinu sem fastast, með lokk og öllu. Anna Marsibil Clausen. Einn kvikur logi leikur um grannan kveikinn, svo kær er sínum. Flöktir og dofnar, dvíni hans bjarmi, fölni, þá fullvíst er að lifir enn bjartur logi sem býr um eilífð í brjóstum inni. Þau eru þung sporin sem við stígum í dag þegar við fylgjum kærum frænda og vini til grafar. Egill Daði Ólafsson skilur eftir sig tóm sem við leitumst við að fylla með minningum um liðnar stundir. Það var mikill samgangur með fjölskyldunum okkar þegar við bjuggum í sama fjölbýlishúsinu og var þá hægt að skiptast á með að líta eftir börnunum; Mæja passaði Hugrúnu Örnu á morgn- ana og Egill Daði kom til Ingu eft- ir að skóla lauk. Frændsystkinin höfðu góðan félagsskap hvert af öðru. Sú litla leit upp til frænda sinna, þeirra Egils og Andra, og fannst fátt skemmtilegra en þeg- ar þeir bundu saman sokka- Egill Daði Ólafsson ✝ Egill DaðiÓlafsson fædd- ist 1. október 1984. Hann lést 26. októ- ber 2018. Útför Egils Daða fór fram 12. nóvember 2018. buxurnar hennar og drógu hana eftir gólfinu. Þó vandað- ist málið þegar spretta átti á fætur og hlaupa á eftir bræðrum í næsta leik, þá varð uppá- tæki þeirra henni bókstaflega að fóta- kefli. Gott var að fá stóra frænda til sín þegar hann kom úr skólanum því hann gaf sér gjarnan tíma til að leika við hana þó sex ára aldurs- munur væri á þeim. Hann settist líka við eldhúsborðið og ræddi málin, oftast nær glettinn og kát- ur en líka íhugull og stundum al- vörugefinn. Svo fjölgaði systkinabörnunum sem öll bjuggu í sama hverfi. Þangað fluttu afi og amma líka og þar var oft komið saman en líka á heimilum okkar systkina við ýmis tækifæri eins og í barnaafmælum. Þau eru samheldinn hópur frændsystkinin þrátt fyrir aldurs- mun og þó að gliðnað hafi á milli þeirra eftir því sem þau þroskuð- ust, má alltaf greina strenginn sem tengir þau hvert við annað, enda sést glöggt hve náin þau eru þegar þau hittast. Egill ávann sér mikla virðingu í þessum hópi, ekki bara af því að hann var elst- ur, heldur líka fyrir ljúfmennsku og léttan húmor. Síðustu árin fylgdumst við meira með Agli í fjarska. Við heyrðum af námsferli hans í lög- fræðinni, fyrst í grunnnámi á Bif- röst og okkur Ingu fannst mikið til koma að fá að lesa yfir BS-rit- gerðina hans þaðan enda var hún bæði áhugaverð og vel unnin. Hann lauk meistaranámi frá HR, öðru frá háskóla í Tilburg í Hol- landi og þegar hann kvaddi var hann komin vel á veg með dokt- orsverkefni sitt. Sérsvið hans var á alþjóðasviðinu og starfaði hann í lögfræðiteymi hjá Eftirlitsstofn- un EFTA í Brussel. Þaðan heyr- um við að hann hafi verið mikils metinn starfsmaður og félagi. Hún var okkur dýrmæt kvöld- stundin í Fögrubrekku um jólin í fyrra og samflotið heim eftir boð- ið. Ekki hvarflaði það að okkur að það yrðu okkar síðustu fundir við þennan ljúfa frænda og vin en minningin um þá samveru fer í þann verðmæta sjóð sem við geymum að eilífu. Um leið og við færum Agli Daða þakkir fyrir samfylgdina, biðjum við guð að blessa för hans um nýjar slóðir og veita hans nán- ustu huggun í erfiðri þraut. Vigfús (Viggi), Inga, Hugrún Arna og Margrét Dögg. Harmafregn sem nísti innstu hjartarætur var okkur færð þeg- ar foreldrar Egils Daða komu á Brekkulækinn og tjáðu okkur að frumburður þeirra væri látinn í Brussel í Belgíu, en þar hafði hann starfað um árabil og við hon- um blasti björt framtíð þar. Tengsl okkar við þennan yndis- lega dreng hófust árið 1984 þá er hann kom í daggæslu til okkar á Brekkulækinn. Í næstum tvö ár prýddi þessi bjarti fallegi glókoll- ur heimilið og myndaði einstaka og órjúfandi vináttu við heimilis- fólkið og þá einkum við dóttur okkar Þórunni Jónínu sem nú er látin. Hann var í alla staði ein- stakur, rólegur, yfirvegaður og kurteis og bar alla tíð mikla birtu í hús. Þau frændsystkinin voru af- ar samrýnd og nutu ríkulega sam- veru hvort með öðru. Margar fal- legar minningar lifa í huga okkar frá þessum tíma og skulu hér nefndar tvær fuglasögur. Eitt sinn er við vorum eitthvað að sýsla inni í herbergi flaug lítill þröstur á gluggarúðuna og dauð- rotaðist. Í framhaldi af því var útbúin smá útför þar sem fuglinn var settur í pappaöskju og jarð- settur í einu horni blómabeðsins. Liðu nú þrír dagar, þá læddi gló- kollur lítilli hönd í lófa minn og bað mig að koma með sér út. Gekk hann rakleiðis að staðnum þar sem við jörðuðum fuglinn og sagði með lágum rómi: „Við skul- um vekja hann.“ Þá tók við út- skýring á því að slíkt væri því miður ekki hægt því nú væri fugl- inn kominn til himna þar sem guð mundi gæta hans. Hin sagan er að sumu leyti lík þeirri fyrri því hún sneri að dauða lítillar finku sem Þórunn átti og var í búri í stof- unni. Egill dvaldi löngum stund- um við búrið og spjallaði við fugl- inn. Einn daginn kemur hann inn í eldhús til Lilju og segir „fuglinn datt“. Lilja segir að fuglar detti ekki heldur fljúgi þeir. Ekki þótti Agli sú skýring fullnægjandi og bað Lilju að koma með sér og viti menn, finkan lá örend fyrir neðan prikið sem hún hafði setið á. Frændsystkinin hörmuðu dauða finkunnar ákaflega. Á þessum árum tóku foreldrar Egils Daða upp þann einstaka og gefandi sið að heimsækja okkur með stækkandi fjölskyldu sinni á Brekkulækinn á Þorláksmessu- kvöld og þiggja kaffisopa og jólasmákökur. Sá siður hefur haldist öll árin síðan. Við hér á bæ segjum að með þeirri heimsókn komi jólin okkar í hús. Ein af mörgum gefandi minningum er þegar Egill Daði kom með maríu- laxinn sinn uggabitinn til okkar og var þá matreidd ein besta mál- tíð sem við höfum borðað. Eitt síðasta skipti sem Egill dvaldi hérlendis um jólin fékk hann slæma flensu og var með tals- verðan hita. Engu að síður leit hann til okkar á Þorláksmessu- kvöld og þá meira af vilja en mætti. Nú er ævi þessa öðlings á enda, svo ósanngjarnt sem það er. Við hjónin kveðjum glókollinn okkar með söknuði og trega. Elsku Ólafur, María, Andri, Vigfús, Sif, Vigfús afi, Marsibil amma og aðrir ástvinir. Megi góð- ur Guð milda sorg ykkar og ylur fallegra minninga um elskulegan dreng búa með okkur um ókomna tíð. Við Egil Daða segjum við Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Lilja Hjördís og Hafþór. Elsku Egill, seinustu dagar hafa verið óraunverulegir, fullir af sorg og hálfpartinn í móðu. Þar sem ég sit hér og skrifa þetta er ég að átta mig á því að þú sért raunverulega farinn. Þegar ég kynntist þér fyrst vorið 2007 var ég nú ekki alveg viss um hvort mér ætti að líka við þig eða ekki. En eftir að hafa hitt þig í nokkur skipti snerist mér hugur. Ég kynntist því hversu af- skaplega blíður, góður og fyndinn þú varst og í kjölfar þess mynd- aðist einstök vinátta sem lifði allt til endadags. Saman og með okkar vinahópi náðum við að bralla ýmislegt og sumarið 2007 er mér einstaklega minnisstætt. Það var besta og skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað. Eftir það héldum við alltaf sambandi og spjölluðum oft saman um allt og ekkert. Að geta ekki heyrt í þér nánast daglega er nokkuð sem ég mun aldrei venj- ast og alltaf sakna. Að geta ekki talað við þig um misgáfulega hluti gerir mig leiða og jafnvel reiða. Að sama skapi er ég innilega þakklát. Þakklát fyrir að hafa átt okkar vinskap, þakklát fyrir allar góðu stundirnar og þakklát fyrir allan þennan hlátur. Þakklát fyrir að í hvert skipti sem ég hugsa til þín færist á mig bros. Lífið er tómlegra án þín en minningarnar um þig eru dýrmætar og nokkuð sem ekki er hægt að taka burt. Í þær mun ég halda fast. Fjölskyldu Egils votta ég mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Eva Karen. Elsku vinur. Síðustu dagar hafa verið erfiðir og fullir af sorg. Það er óraunverulegt að vera að skrifa þetta og þurfa að kveðja þig þegar allt lífið ætti að vera fram undan. Þegar við kynntumst fyrir rúmum 13 árum í BT fannst mér stórfurðulegt að sláni með aflitað hár, lokk í augabrúninni og tattú upp á háls skyldi starfa þarna og ætti að kenna mér starfið. Ég komst þó fljótlega að því að ég hafði dæmt þig alltof fljótt og sá að þarna var á ferðinni einstak- lega vel liðinn strákur sem sam- starfsfólkið dáði og leitaði til. Alltaf brosandi og stutt í fíflalæt- in. Það sem einkenndi þig þó mest var gífurlegur dugnaður og vinnusemi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og um leið tóku aðrir sér það til fyrirmyndar, þar á meðal ég. Þessi lýsing fylgdi þér allt til síðasta dags og ég held að það sé merki um einstakling sem mark- ar djúp spor hjá öllum sem hann kynntist og býr til stórt skarð sem ómögulegt er að fylla. Það kemur endalaust af minn- ingum upp í hugann þessa dagana og ég hugsa til baka með miklum söknuði. Allur tíminn sem fór í sameiginlegan lærdóm og verk- efnavinnu á Bifröst og í HR en þar sitja eftir endalausar góðar stundir. Yfirleitt var mikið hlegið og rökrætt en þó vorum við einnig alltaf tilbúnir að draga hvor ann- an áfram þegar þörf var á. Öll Fifa-kvöldin sem innihéldu marg- ar klukkustundir af spjalli og í lok kvölds vorum við engu nær um hvor væri að vinna. Enda skipti það engu máli. Það verður erfitt að geta ekki tekið upp símann og spjallað við þig en ég get þó ekki annað en verið innilega þakklátur fyrir þennan frábæra vinskap okkar. Ég vil votta fjölskyldu og ást- vinum Egils mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Rúnar Ágúst Svavarsson. Egill hóf fyrst störf hjá Eftir- litsstofnun EFTA (ESA) sem starfsnemi á samkeppnis- og ríkisaðstoðarsviði haustið 2014. Egill var einstaklega góður sam- starfsmaður, en hann þótti dug- legur, vandvirkur og jarðbundinn og átti auðvelt með að leysa úr flóknum viðfangsefnum lögfræð- innar. Hann kom að og leiddi til lykta stór og margslungin mál fyrsta árið sitt hjá okkur og sýndi yfirburðaskilning á álitamálunum sem hann stóð frammi fyrir. Hann féll auk þess mjög vel í hóp- inn og eignaðist góða vini meðan á starfsnáminu stóð. Eftir að hafa sannað sig sem hæfur lögfræð- ingur á flóknu réttarsviði bauðst Agli spennandi og krefjandi vinna á lögmannsstofu í Brussel. Þó svo að Egill hafi þá tekið sæti hinum megin við borðið, svo að segja, hélt hann alltaf góðu sambandi við hina gömlu samstarfsmenn sína og vini hjá ESA. Það voru því gleðitíðindi og mikill happafengur þegar hann féllst á að koma aftur til starfa hjá ESA nú í haust. Við sem unnum með Agli hjá ESA erum samróma um það hversu gott var að vinna með hon- um, ræða við hann um ýmis álita- mál og njóta samveru hans, innan og utan vinnutíma. Egill hafði virkilega góða og bjarta nærveru og hafði lag á því að skapa gott andrúmsloft í kringum sig. Síð- ustu daga hafa samstarfsmenn hans og vinir hér í Brussel minnst hans með upprifjun á sögum og minningum af samverustundum með Agli. Við minnumst ferða á jólamarkaði hér og þar í Evrópu, helgarferðar til Prag í góðra vina hópi, bústaðarferða með sam- starfsfólki á Íslandi, auk ótal spilakvölda, sem og fjölda ann- arra notalegra samverustunda í Brussel í gegnum árin. Egill skilur eftir sig stórt skarð á litlum og samheldnum vinnu- stað en hann skilur einnig eftir sig óteljandi dýrmætar minningar. Hans verður sárt saknað bæði sem góðs samstarfsmanns og vinar. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu stundum. Fyrir hönd samstarfsfélaga Egils hjá ESA, Ketill Einarsson, formaður starfsmannanefndar ESA, og Högni Kristjánsson, stjórnarmaður ESA. Elsku Egill Daði! Mikil forréttindi voru að fá að búa hjá ykkur á Hagamelnum þegar þú komst í heiminn. „Ég sveif … snerti ekki jörðina,“ sagði pabbi þinn þegar ég spurði hvern- ig hann komst heim af spítalanum þegar þú fæddist. Þú komst með svo mikið ljós í líf þeirra. Þú varst svo mikið ljós. Einstaki litli glókollur! Bjartur og fagur lítill drengur sem trítlar fram í stofu á aðfanga- dagsmorgun, hjá ömmu og afa á Reyðarfirði. Nývaknaður, píreyg- ur og pínulítið hás. Ljómar eins og sólin, bendir og segir svo fal- lega skært: Óóóólate … ólabakka. Sannur gleðigjafi! EDÓ minn! Stóri frændinn hennar Sigrún- ar Mistar minnar sem hún leit svo upp til. Stóri frændi sem henni þykir alltaf svo mikið vænt um. Hjartagull. Egill Ólafz! Töffarinn með lokk í augabrún- inni. Glaðlegur og glettinn með beitta húmorinn. Einstaklega góður samstarfsmaður, klár, dug- legur, virtur og eftirminnilegur. Þú ert í huga margra fyrrver- andi samstarfsmanna þinna frá Tæknivali/BT sem sent hafa kveðju síðustu daga. Þvílík gæfa að fá að vinna með þér og pabba á sama tíma. Flottur drengur. Einbeitti námsmaður! Það var stórkostlegt að fá að fylgjast með þér ganga mennta- veginn. Landa hverjum sigrinum á fætur öðrum. Við vorum öll svo stolt af þér en þú ávallt hógværð- in uppmáluð. Svo vandaður og fal- legur ungur maður sem átti eftir að ná langt. Fullur af metnaði. Einstaki leiðsögumaðurinn okkar! Við Kristinn fáum ekki að fullu þakkað fyrir leiðsögnina á er- lendri grundu, síðast núna í lok september. Að fá að sjá Brussel með þinni nálgun var ómetanlegt. Mikið þykir okkur vænt um þenn- an tíma. Við eigum eftir að fara aftur og fá okkur hægeldað naut með bjórsósu og kartöflumús … og tala um þig. Einlægi guðsonur! Takk fyrir alla hlýjuna sem ég fann ávallt frá þér, væntumþykj- una og hversu forvitinn þú varst um okkar hagi. Að fá að vera guð- móðir þín var eitt það fallegasta sem ég hef fengið að gera. Engillinn minn! Það eina sem við getum núna gert er að þakka fyrir tilvist þína. Halda ljósi þínu skæru og minn- ingunum lifandi, því eins og rit- höfundurinn Terry Pratchett skrifaði um lífið og dauðann (í lauslegri þýðingu): „Enginn er endanlega dáinn fyrr en gárurnar sem hann olli í veröldinni hefur lægt að fullu, fyrr en klukkan sem hann trekkti hættir að tifa, fyrr en vínið sem hann bruggaði hefur fullgerjast, fyrr en kornið sem hann sáði hefur verið upp skorið. Jarðvist hvers og eins er aðeins kjarni hinnar raunverulegu til- vistar hans.“ Elsku Óli og Maja, Vigfús, Andri og fjölskylda! Elsku pabbi, Massý og Sif! Missir ykkar er óbærilegur, við samhryggjumst af öllu hjarta og biðjum algóðan Guð að gefa ykk- ur styrk á þessum erfiðu tímum, núna þegar Egill Daði hefur svifið á braut. Valgerður og fjölskylda. Einstakur og fal- legur drengur er fallinn frá, mikill er missir allra þeirra sem hann elsk- uðu. Ég var ein af þeim heppnu að fá að kynnast Hlyn. Það var fyrir nokkrum árum síðan að ég og son- ur minn kynntumst Hlyn í ung- lingastarfi innan kirkjunnar, en þeir voru saman í starfi þar í nokk- ur ár og við ferðuðumst saman til Eistlands fyrir tveimur árum með hópnum. Ég man vel eftir hve hjálpfús Hlynur var öllum, það rifjast upp þegar hópurinn var að búa til brjóstsykur sem seldur var í fjáröflunarskyni fyrir Eistlands- ferðinni, en þá var ég ásamt fleir- um ferlega klaufsk við að búa brjóstsykurinn til. Þar var Hlynur svo hjálpsamur og hvetjandi, hann var þeim hæfileikum gæddur að finna alltaf styðjandi og hvetjandi orð til hvers og eins. Hlynur átti mjög auðvelt með að hrósa öðru fólki og segja falleg orð við aðra, hann var svo gefandi, hlýr og hjartahreinn. Ég var svo heppin að fá að fara með hópnum til Eist- lands og þar fékk ég að kynnast Hlyni betur. Við lentum stundum á spjalli, við Hlynur, og þótti mér einstaklega gaman að tala við hann um heima og geima, hann var svo þroskaður í tali og á stund- um eins og ég væri að tala við ein- stakling á mínu aldursskeiði, en Hlynur var greinilega gömul sál. Einstakt var að fylgjast með hópn- um í Eistlandi og ég man að ef ein- hver var ekki vel stemmdur eða Hlynur Snær Árnason ✝ Hlyn-ur Snær Árnason fæddist 11. ágúst 2002. Hann lést 26. októ- ber 2018. Útför Hlyns Snæs fór fram 10. nóvember 2018. illa fyrirkallaður, vildi ekki vera með eða taka þátt, þá var Hlynur alltaf fyrst- ur til að peppa menn áfram, hann var þessi jákvæða rödd sem kom mönnum oftast til að brosa og vilja vera með. Þarna voru nokkrir krakk- ar frá Eistlandi og ég man það að þarna voru ung- lingsstúlkur sem allar voru heill- aðar af Hlyni og hans góðu nær- veru, hann var líka duglegur að tala við þær og fræða þær um Ís- land. Þarna sá ég hvað Hlynur var fljótur að heilla fólk upp úr skónum og hvað fólk dróst að honum fyrir það hvað hann var jákvæður, blíður og skemmtileg- ur drengur. Í Eistlandi sá ég líka hvað Hlynur og pabbi hans áttu yndislegt samband. Hlynur átti erfiðan dag þar sem honum leið ekki vel og allt þetta ferðalag var honum ofviða, en þá stóð pabbi hans með honum eins og klettur og ég áttaði mig á því að Hlynur var svona einstakur drengur fyr- ir það hvað hann átti yndislega foreldra, Hlynur var jú það sem þau höfðu kennt honum þau Gulla og Árni, börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Allt þetta fallega orðfæri og þessa hlýju framkomu og nærgætni sem ein- kenndi Hlyn fékk hann frá for- eldrum sínum það sá ég greini- lega. Elsku Gulla og Árni, þau eru fá orðin sem upp í huga minn koma ykkur til huggunar en ég veit að Guð gefur ykkur styrk og minningin um yndislega dreng- inn ykkar vermir. Guð blessi ykkur og styrki. Fyrir hönd fjölgreinastarfs Lindakirkju – Eistlands hópsins, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.