Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 36
Fjórir rithöfundar munu lesa upp úr nýútkomnum og væntanlegum bók- um sínum í Gunnarshúsi í kvöld kl. 20. Höfundarnir eru Auður Ava Ólafsdóttir sem les upp úr skáld- sögunni Ungfrú Ísland, Bjarni M. Bjarnason sem les upp úr skáld- sögu sinni Læknishúsið, Sigurbjörg Þrastardóttir sem les upp úr ljóða- bók sinni Hryggdýr og Bergsveinn Birgisson sem les upp úr skáldsögu sinni Lifandi lífslækur. Upplestur fjögurra höfunda í Gunnarshúsi ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Haukar urðu í gærkvöld fyrstir til að sigra Selfyssinga í Olísdeild karla í handknattleik á þessu keppnistímabili og komust uppfyrir þá í toppsætið. Aðeins eitt stig skilur nú að fimm efstu liðin þegar átta umferðum er lokið. Afturelding vann nauman sigur á KA á Akureyri og er stigi á eftir efstu þremur lið- unum. » 2-3 Fyrsta tap Selfyssinga kom í Hafnarfirði ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Vonandi kemur í ljós í janúar hvar ég enda. Ég er bjartsýnn á að geta farið frá Nantes í janúarglugganum. Það hefur verið sýndur áhugi á mér alls staðar úr heiminum má segja en ég verð svo bara að sjá hvað sé best fyrir mig að gera í janúar,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, lands- liðsmaður í knatt- spyrnu, við Morg- unblaðið í Brussel í gær en hann er mættur þangað til æfinga með ís- lenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Belgum á fimmtu- dags- kvöld. »1 Kolbeinn bjartsýnn á að losna frá Nantes Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var út- hýst frá Tíbet. Ég er friðarins mann- eskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé eins- konar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Ís- lendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Gróa, sem er 69 ára, er hætt á vinnumarkaði og lét annan draum, hliðardraum eins og hún kall- ar það, rætast þegar hún fór til Ind- lands þar sem fagnaðarfundir urðu þegar hún hitti barn sem hún hafði lengi styrkt í gegnum Vini Indlands. Gróa segir að fyrir 20 árum hafi hún átt pantaða ferð til Nepals en sú ferð hafi verið felld niður. „Ferðin núna datt upp í fangið á mér og aðdragandi og undirbúningur fyrir ferðina var frekar stuttur. Ég er heilbrigð og líkamlega hraust en hef ekki stundað fjallaklifur,“ segir Gróa sem segir loftslagsbreytingu vegna hækkunarinnar ekki hafa verið nýtt mál, né að ganga í sex til átta tíma en gerð göngustíganna og klifrið hafi komið henni í opna skjöldu. „Þetta er eins og að ganga á Baulu, á fjórum fótum. Ég fékk reyndar tvo aukafætur og hendur sem gerðu mér kleift að komast upp í efri búðir. Sherpinn Passang gekk með mér og án hans hjálpar hefði ég þurft helm- ingi lengri tíma til þess að komast leiðar minnar en það er ekki í boði í skipulegum hópferðum. Leiðin upp var eins og að vera sífellt að stíga upp á stól og Passang var mín hjálpar- hella alla leið. Heimurinn er fullur af góðu og hjálpsömu fólki,“ segir Gróa. Hún segir að fyrst hafi verið farið í svokallaðar lægri búðir og þaðan í hærri búðir. Þegar þangað var komið var boðið upp á 500 metra göngu upp fjallið en Gróa sleppti þeirri leið og naut þess dags í kyrrð og þögn fjallanna. „Gróðurinn var engu líkur, trén, himinninn og fjöllin. Það var líka fal- legt að horfa á Heilaga fjallið sem enginn má fara á vegna þess að það er heilagt,“ segir Gróa, sátt við ferð- ina. Hún segist umvefja sig þakklæti fyrir að hafa farið í ferðina og klifið Mardi Himal, farið til Indlands og skokkað aðeins um Jakobsveginn á Spáni. En nú sé hún í óðaönn að pakka niður vegna flutninga til Spán- ar. „Ég er að festa mér íbúð á Spáni og legg af stað sjóleiðina til Danmerkur á miðvikudag og keyri þaðan með dótið mitt í skottinu á nýlegum skut- bíl,“ segir Gróa sem finnst það heft- andi að búa á eyju, auk þess sem verðlag sé mun lægra á Spáni en á Ís- landi. Hún vill geta kíkt á Jakobsveg- inn þegar henni hentar en hún segir það bæði heillandi og heilandi að ganga veginn auk þess sem hún þrái að eiga þess kost að geta hreyft sig meira og ferðast víðar. „Þakklæti er mér alltaf huga og ég legg traust mitt á fjöldann allan af góðu fólki í heiminum og Guð. Ég trúi á Guð og iðka trúna á minn hátt, með og í náttúrunni. Þakklæti og nægjusemi auðvelda lífið,“ segir Gróa sem ferðast aldrei með það sem hún getur verið án. Hjálpsemi Gróa Halldórsdóttir lætur ekkert stoppa sig og fór með hópi Íslendinga á fjallið Mardi Himal í Nepal. Draumurinn um Nepal rættist loks eftir 59 ár  Finnst heftandi að búa á eyju  Þakklát og nægjusöm Fljúgðu til Akureyrar á Kabarett Menningarfélag Akureyrar og Air Iceland Connect kynna Kabarett í Samkomuhúsinu. Bókaðu flug norður á Kabarett. airicelandconnect.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.