Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Vörulyftur og varahlutir frá sænska framleiðandanum Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Skartgripir sem voru í eigu Maríu Antoinette , drottningar Frakka, þegar stjórnarbyltingin var gerð þar í landi 1789, verða boðnir upp hjá Sothebys í Genf á morgun. Mikill áhugi er á uppboðinu meðal efna- manna og aðalsfólks og áhugamanna um sögu Frakklands. Djásnin hafa ekki áður verið sýnd opinberlega. Hermt er að drottningin hafi sjálf varið heilu kvöldi í júní 1791 við að pakka skartgripunum niður meðan konungsfjölskyldan var í stofufang- elsi í Tuileries-höll í París. Hún fól síðan sendiboða að fara með þá til Brussel þar sem systir hennar María Kristín hertogaynja sá um að koma þeim til fjölskyldu þeirra í Austur- ríki. Handtekin á flótta frá París Um sama leyti reyndu konungs- hjónin, María Antoinette og Lúðvík 16. að laumast úr landi með börn sín, en voru handtekin. Dómstóll bylting- armanna kvað upp dauðadóm yfir drottningunni haustið 1793 og var hún leidd undir fallöxina illræmdu og hálshöggvin 16. október það ár, 37 ára gömul. Lúðvík konungur var einnig tekinn af lífi nokkrum dögum seinna. Í skartgripasafninu sem verður boðið upp eru um eitt hundrað hlutir. Tíu þeirra voru í eigu Maríu Antoi- nette, þar á meðal hálsmen og eyrna- lokkar með dýmætum demöntum og perlum. Talsmaður Sothebys talar um „uppboð aldarinnar“ þegar hann lýsir skartgripum drottningar. Aðrir frægir eigendur skartgrip- anna í safninu eru móðir Maríu An- toinette, María Theresía keisara- drottning í Austurríki, Karl X., konungur Frakklands 1824-1830, og Franz Jósep I., keisari Austurríkis, sem lést 1916. Búist er við því að fyrir gripina fáist mörg hundruð milljónir. María Antoinette er sögð hafa ver- ið fögur kona og tíguleg, en hún var ákaflega umdeild meðan hún var uppi, hötuð af alþýðufólki og bylting- arsinnum fyrir hofmóð, hroka og skeytingarleysi um hag hinna fátæk- ustu. Henni hafa verið eignuð um- mælin „Hvers vegna borða þau ekki bara kökur?“ þegar henni var sagt að alþýðufólk sylti og hefði ekki efni á brauði. Í huga annarra er María Anton- iette einn af píslarvottum frönsku byltingarinnar. Um aftöku hennar orti Hannes Pétursson eftirminnilegt kvæði um miðja síðustu öld, þar sem m.a. segir: Er von hún skilji að allur þessi æsti óhreini lýður, þetta grimma vopn sem blikar þarna blóðugt, óseðjandi sem bölvað skrímsli, sáir dauða og kvöl sé hvítur draumur hugsuðanna, framtíð hollari betri og eina völ en hitt sem nú skal rifið upp með rótum; hið rotna stjórnarfar og mikla böl sé hún sem yfir hópinn orðlaus starir hrein og föl. Skart Maríu Antoinette á uppboði  Var hálshöggvin 1793 eftir frönsku byltinguna en kom djásnunum undan AFP Djásn Skartgripir Maríu Antoinette Frakkadrottningar til sýnis í New York áður en þeir verða boðnir upp í hjá Sothebys í Genf á morgun. Litlar líkur eru á því að Bretland og ríki Evrópu- sambandsins gangi frá sam- komulagi um Brexit-skilmála fyrir mánaða- mótin. Michel Barnier, aðal- samningamaður ESB, var ekki bjartsýnn á framvindu málsins þeg- ar hann greindi fulltrúum aðildar- ríkjanna frá stöðu viðræðnanna í gær. Úrsögn Breta á að taka gildi 29. mars á næsta ári. Stefnt hefur verið að því að kalla saman leiðtogafund ESB í þessum mánuði til að undir- rita samning um útgöngu Breta úr bandalaginu. Tillögur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mæta einnig mikilli andstöðu í Íhaldsflokknum breska. BRETLAND Dvínandi vonir um Brexit-samkomulag Flugmaður með langa starfs- reynslu hjá Air India var sviptur réttindum og vikið úr starfi á sunnudaginn eft- ir að hann féll á áfengisprófi um borð í Dream- liner-farþegaflugvél á leið í tíu tíma flug til Bretlands. Flugmað- urinn hafði í fyrra verið settur í þriggja mánaða bann fyrir að víkja sér undan áfengisprófi. Um 150 flugmenn indverskra flugfélaga hafa á síðustu fjórum árum fallið á áfengisprófum rétt fyrir brottför vélanna. Reglur kveða á um að hvorki flugmenn né aðrir í áhöfn véla megi neyta áfengis í 12 klukkustundir fyrir brottför. INDLAND Enn einn flugmaður fellur á áfengisprófi Illvirkinn sem kom nálum fyrir í jarðarberjum í Ástralíu í haust er fundinn. Sá reyndist vera fimmtug kona, My Ut Trinh að nafni. Hún hafði starfað við eftirlit á jarðar- berjabúgarði norður af borginni Brisbane í Queensland. Að baki bjó eingöngu illgirni eða hefnigirni. Stundaði hún þetta í nokkra mánuði áður en hún náðist. Lögregla segir að nær 200 tilkynningar um jarðar- ber með saumnálum hafi borist frá því í september. Þegar Trinh var leidd fyrir dómara kom fram að erfðaefni hennar hefði fundist í jarð- arberjum í Victoria. Málið kom fyrst upp þegar maður var fluttur á sjúkrahús vegna maga- verkja eftir að hafa borðað jarðarber og nál kom í ljós. Mikil skelfing greip um sig hjá almenningi og neyddust bændur til þess að henda tonnum af jarðarberjum og matvöruverslanir hættu að selja þau. AFP Jarðarber Margir ástralskir jarðarberjabændur neyddust til að farga upp- skerunni eftir að nálar fundust í berjum í Queensland. Illvirkinn reyndist vera fimmtug kona Þrír létust og átta særðust þegar sjálfsvígssprengimaður sprengdi sig í loft upp í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gærmorgun. Ódæð- ismaðurinn ætlaði að fremja verknaðinn þar sem hópur fólks hafði safnast saman til að mót- mæla árásum talíbana á Hazara, minnihlutahóp síjamúslíma í land- inu. Hann komst ekki inn fyrir ör- yggisgirðingu 200 metrum frá fundarstaðnum og sprengdi sig því þar upp. Flestir hinna látnu og særðu eru lögreglumenn og leyni- þjónustumenn. Mótmælendur með háskólastúd- enta í broddi fylkingar hafa að undanförnu krafist þess að her- menn verði sendir til tveggja hér- aða í landinu til verndar Hazara- fólki sem þar er fjölmennt og sætir árásum talíbana. Talíbanar eru sunní-múslimar. Þeir ofsóttu Hazara meðan þeir fóru með völd í Afganistan á ár- unum 1996 til 2001. Sjálfsvígsárás í Kabúl beint að Hazara-fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.