Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af ICQC 2018-20 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Prins Póló heldur til byggða um miðjan næsta mánuð og bregður sér í hlutverk Prins Jóló á jóla- tónleikum í Gamla bíói 15. desem- ber. Verður það án efa hátíðleg stund. En hvers konar jólatón- leikar verða þetta og hvernig týpa er Prins Jóló? „Tónleikar Prins Jóló verða skástu lög prinsins í hátíðlegum hæglætisútgáfum, en Prins Jóló er vandaðri útgáfa af Prins Póló, aðeins betur hefluð. Prins Jóló er heltekinn af heilögum anda og veltir mikið fyrir sér tilgangi lífs- ins og þar með jólanna,“ svarar prinsinn. Hann segir að tónleikarnir verði standandi partí en þeir sem eigi bágt með að standa geti feng- ið sér þægilegt sæti á svölunum. Hátíðlegt en ekki yfirgengilegt – Verða frumsamin jólalög á efnisskránni eða gömul og góð? Og í hvernig búningum? „Prinsinn er búinn semja ein- hvern slatta af jólalögum í gegn- um tíðina einn með sjálfum sér og í góðra vina hópi. Það var kannski kominn tími til þess að setja þessi lög saman í bunka og flytja þau með góðu fólki. Annars verða þetta bara frum- samin jólalög og svo auðvitað hellingur af öðrum hversdags- sálmum prinsins í hátíðlegum út- gáfum. Við erum talsvert búin að ræða sjónræna hlutann og ýmislegt hvað viðkemur búningum og ég á von á því að það verði mjög hátíð- legt allt saman án þess að verða yfirgengilegt,“ svarar prinsinn. Pláss til að geta í eyðurnar – Hverjir verða með þér og verða þetta flippaðar útsetningar? „Hirðin samanstendur af Bene- dikt Hermanni Hermannssyni sem leikur á píanó og tekur meginábyrgð á útsetningunum. Svo er Margrét Arnardóttir á harmonikku, Örn Eldjárn á gítar og Björn Kristjánsson sér um slagverk og raddir að ógleymdri sleðabjöllunni. Útsetningarnar eru eins langt frá því að vera flippaðar og hugs- ast getur. Þær eru mjög miðaldra, frekar hægar og talsvert pláss fyrir hlustandann til þess að geta í eyðurnar,“ svarar prinsinn. Nauðsynleg helgislepja – Hvað fær fólk hjá Prins Jóló sem það fær ekki frá öðrum jóla- sveinum? „Ég vona bara að fólk fái alla þá helgislepju sem það þarfnast á að- ventunni með því að sækja tón- leika með Prins Jóló. En þar sem um er að ræða helgilegar útsetn- ingar á skástu lögum prinsins vona ég að fólk fái jafnvel smáfrið í sálinni með því að hlýða á tón- leikana og gangi jafnvel út af þeim með bros á vör.“ – Er prinsinn mikill jólakarl? „Prinsinn er alveg gríðarlegur jólakarl og ég gleðst mjög yfir því tækifæri sem jólin gefa mér sem listamanni að semja hátíðlega tón- list og fara út fyrir hversdagsm- unstrið.“ – Æfingar eru byrjaðar, hvernig ganga þær? „Æfingar byrjuðu snemma í haust; eftir að ég var búinn að setja saman bandið þá bara gat ég ekki beðið og æfingarnar ganga vægast sagt æðislega. Ég vildi að ég gæti æft með þessu fólki stans- laust fram að jólum,“ svarar prinsinn og greinilegt að hann er kominn í jólaskap. Ljósmyndir/Rut Sigurðardóttir Í jólaskapi Prins Jóló og vinir hans stilltu sér upp áður en rennt var í æfingu fyrir jólatónleikana í Gamla bíói. Einbeittur Björn Kristjánsson sér um slagverk, raddir og sleðabjöllu. Vandaðri útgáfa af Prins Póló  Prins Jóló heldur jólatónleika í Gamla bíói 15. desember  Prinsinn heltekinn af heilögum anda  Jólalög og hversdagssálmar í hátíðlegum útgáfum og útsetningar laga verða miðaldra Á́ nikkunni Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari á æfingu. Tilnefningar til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna liggja nú fyrir og eru tveir Íslendingar meðal til- nefndra, leikkonan Halldóra Geir- harðsdóttir fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Sverrir Guðnason fyrir leik sinn í Borg/McEnroe. Tilnefningarnar voru opinberaðar á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Sevilla á Spáni á laugardaginn var, 10. nóvember, en Evrópsku kvik- myndaverðlaunin verða veitt þar í borg 15. desember, í 31. sinn. Aðrar leikkonur sem tilnefndar eru fyrir besta leik í kvikmynd eru Marie Bäumer fyrir 3 Tage in Quiberon, Joanna Kulig fyrir Zimna Wjna, Bárbara Lennie fyrir leik sinn í Petra, Eva Melander fyrir Gräns og Alba Rohrwacher fyrir Lazzoro felice. Í flokki karla eru auk Sverris til- nefndir leikararnir Jakob Ced- ergren fyrirDen skyldige, Rupert Everett fyrir The Happy Prince, Marcello Fonte fyrir Dogman, Tomasz Kot fyrir Zimna Wjna og Victor Polster fyrir Girl. Fimm kvikmyndir tilnefndar Kvikmyndirnar sem tilnefndar eru sem þær bestu evrópsku í ár eru hin sænsk-danska Gräns, Zinoa wojna sem var framleidd í Póllandi og Frakklandi, fransk-ítalska kvik- myndin Dogman, belgísk-hollenska kvikmyndin Girl og Lazzaro felice sem framleidd var á Ítalíu, Frakk- landi, Þýskalandi og Sviss. Tilnefndir fyrir bestu leikstjórn eru Ali Abbasi fyrir Gräns, Pawel Pawlikowski fyrir Zimna wojna, Matteo Garrone fyrir Dogman, Samuel Maoz fyrir Foxtrot og Alice Rohrwacher fyrri Lazzaro felice. Heildarlista tilnefninga og ferk- ari upplýsingar um verðlaunin 3má finna á heimasíðu þeirra á slóðinni www.europeanfilmaw- ards.eu. Halldóra og Sverr- ir meðal tilnefndra  Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Halldóra Geirharðs í Kona fer í stríð Sverrir Guðnason í Borg/McEnroe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.