Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 23
Töluverð tengsl voru á þessum árum á milli okkar í Skjaldborg og Sigga ásamt öðrum stjórnendum Máls og menningar. Til dæmis bókuðum við saman gistingu á litlu hóteli nálægt bókamessunni í Frankfurt og urðum einnig au- fúsugestir í gleðskap sem Siggi og Halldór Guðmundsson stóðu ár- lega fyrir í kjallaranum góða við Krögerstrasse. Þannig má segja að þessi litli veitingastaður hennar Mamúsku hafi rammað inn vin- skap okkar Sigga. Þar hófust okk- ar persónulegu kynni og þar kvöddumst við síðast. Siggi var mikil félagsvera, tók þátt í margskonar félagsstörfum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir okkur útgefendur. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda – Fíbút, árið 1997 en þeirri stjórnarsetu gegndi hann fram á síðasta dag. Allan þann tíma var Siggi mjög virkur í starfsemi félagsins, hafði mikla hugsjón fyrir málefnum þess og lét víða til sín taka. Á aðalfundi fé- lagsins árið 1998 var hann kosinn formaður okkar og gegndi því embætti í sjö ár eða til ársins 2005. Fyrir hönd félagsins sat Siggi í stjórn Miðstöðvar íslenskra bók- mennta árin 2013-2016. Þegar ég hóf störf hjá PP For- lagi árið 2004 þá átti Siggi, sem formaður Fíbút, frumkvæði að því að fá mig til að gefa kost á mér í stjórnina sem ég hef setið í síðast- liðin 14 ár. Við fráfall Sigga er höggvið stórt skarð í raðir okkar útgef- enda. Ekki bara vegna umfangs- mikillar þekkingar og reynslu, óþreytandi eldmóðs og hugsjónar sem fylgdi honum við stjórnar- borðið hjá Fíbút. Heldur ekki síst vegna traustsins, hlýjunnar og ógleymanlega skemmtilegs sam- ferðamanns. Aðalfundir félagsins verða ekki samir nú þegar enginn Siggi verð- ur til staðar að syngja fyrir okkur norska lagið sem hann söng á hverjum fundi og reyndar við ým- is önnur tækifæri, meðal annars í samkvæmunum í kjallaranum í Kögerstrasse. Lagið og textinn, Du skal få en dag í mårå, er eftir norska skáldið Alf Pröysen og boðskapurinn í textanum er skýr: Ekki að gefast upp þó á móti blási. Þennan boð- skap mun ég hafa að leiðarljósi í formannstíð minni. Guðrúnu, Svavari, Ernu, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Mig minnir að við Siggi höfum fyrst hist í Raggabúð við Lauga- læk en fjölskylda Sigga bjó þá í húsi fyrir aftan búðina. Ótal hlýjar minningar, margar ævintýraleg- ar, koma upp í hugann þegar vin- átta okkar Sigga frá unga aldri er rifjuð upp. Keppnisferðir, ferðirn- ar á sveitaböll austur fyrir fjall, fjölskylduferðir með börnin til Danmerkur, barnaafmæli, matar- boð, áramótapartí og ótal margt fleira mætti nefna. Allar eiga minningarnar um Sigga það sam- merkt að vera skemmtilegar, hlýj- ar, góðar og fyndnar enda var Siggi einstakur húmoristi og ljúf- menni. Minningin um góðan, hlýjan og einstakan dreng lifir þótt hann sé nú horfinn okkur. Takk fyrir allt. Við Edda, börnin okkar og fjöl- skyldur þeirra sendum Rúnu og börnunum þeirra Sigga, Svavari og Ernu, og fjölskyldum þeirra svo og Gústa og Diddu og þeirra fjölskyldum og fjölskyldu Péturs innilegar samúðarkveðjur. Guðjón og Edda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þannig minnumst við í dag hins góða drengs og félaga, Sigurðar Svavarssonar, sem féll frá langt um aldur fram, aðeins 64 ára gam- all. Siggi, eins og við félagarnir í meistaraflokki ÍR í handbolta kölluðum hann, var okkar forystu- sauður í góðri merkingu þess orðs. Hann var stór maður eins og bræður hans en hann var líka stór maður í okkar augum, þótt merk- ingin væri kannski önnur. Dró vagninn þegar þurfti og ávallt ráðagóður og hvetjandi á hverri stundu. Það var okkur félögum hans sem og öðrum sem kynntust honum strax ljóst að hann hafði stórt hjarta. Mótherjar og fjölmiðlar kölluðu hann oft tröllið, vegna stærðar hans og harðskeyttrar framgöngu á handboltavellinum, auk þess sem alskeggið gerði hann víga- legan. Hann var erfiður andstæð- ingur, góður jafnt í vörn og sókn, fastur fyrir en sanngjarn. Ákveð- inn, hvetjandi, en samt mildur. Sannur fyrirliði. Sigurður hafði góða nærveru og gerði aldrei mannamun. Þegar hann talaði þá hlustuðu allir, utan vallar sem innan. Glaðvær og hrókur alls fagnaðar, léttur í lund og gerði grín að sér og sínum. Hvar sem hann steig niður fæti var hann ávallt í forystuhlutverki, hvort sem var í íþróttum eða félagsmálum. Í seinni tíð steig hinn pólitíski Siggi fram í dagsljósið, sá sem áð- ur hafði alltaf blundað í honum. Þar lét hann til sín taka þótt hann byði sig aldrei fram í forystuhlut- verk á þeim vettvangi. Sigurður Svavarsson var mað- ur lausna, lífsgleði og samkennd- ar. Hann vildi öllum vel og mátti aldrei aumt sjá. Maður lífsins. Það er því með trega og sökn- uði sem við ÍR-félagarnir kveðjum þennan góða dreng og félaga. Guðrúnu og afkomendum þeirra hjóna sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. Kveðja frá gömlum félögum í ÍR, Sigurður Ágúst Sigurðsson. Að kveðja sterka fyrirmynd í lífi sínu er þungbært. Skemmti- legar minningar um einstakan mann streyma fram. Það var ómetanlegt fyrir mig sem ungan mann og óreyndan stjórnanda í sameinuðu bókaforlagi Eddu að njóta hans leiðsagnar. Hvergi var betra að fá lánaða dómgreind en hjá Sigga. Skrifstofan hans varð athvarf fyrir marga þar sem mikið var hlegið og maður var alltaf vel- kominn. Hvort sem tilefnið var vegna okkar daglegu starfa eða persónlegra mála fór maður alltaf frá honum nokkrum númerum stærri. Siggi var kletturinn í hópnum. Þegar við samstarfsmenn hans vorum í okkar árlega taugastríði síðustu dagana í jólabókaflóðinu var hann hinn rólegasti og stutt í smitandi hláturinn eða skemmti- sögu til þess að létta andrúms- loftið. Sterkur leiðtogi sem þótti vænt um fólkið sitt og sýndi það í verki. Ein minning um Sigga er mér sérstaklega kær og minnisstæð. Þorláksmessukvöld 2002 var minn síðasti vinnudagur hjá Eddu. Örþreyttir eftir annasama jóla- vertíð fögnuðum við nokkurra ára ánægjulegu samstarfi og hlógum að skemmtilegum atvikum liðinna ára í bland við djúpar samræður um lífið og framtíðina. Eftirminni- leg kvöldstund með einstökum manni sem tók mér alltaf opnum örmum og gaf sér tíma til að ráða mér heilt. Ég mun sakna og minnast Sigga með hlýju og væntumþykju fyrir allar okkar góðu stundir og þau jákvæðu og sterku áhrif sem hann hafði á mitt líf. Fullur þakk- lætis kveð ég vin og læriföður. Ég votta Guðrúnu, börnum og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði elskulegur, Gunnar Jónsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 ✝ Guðrún Frances Ágústsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. maí 1937. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 23. októ- ber 2018. Guðrún var dótt- ir Ágústar H. B. Nielsen, f. 29. júlí 1908 í Kaupmanna- höfn, d. 13. desember 1959 í Los Angeles, og Katrínar Odds- dóttur, f. 12 desember 1917 í Mosfellshrepp í Kjós, d. 18. apríl 1966 í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar gengu í hjónaband 14. nóvember 1936 en þau slitu sam- vistum eftir stutt hjónaband. Guðrún ólst upp í Reykjavík hjá móðurömmu sinni Þuríði 28. febrúar 1950 í Los Angeles, d. 30. ágúst 2013 í Los Angeles og Christian Frederick Nielsen, f. 24. mars 1951 í Los Angeles, d. júlí 1977 í Texas. Sambýlismaður og barnsfaðir Guðrúnar var Þorsteinn Guðjón Freydal Valgeirsson, f. 6. apríl 1936, d. 23. apríl 1984. Þau slitu samvistum 1956. Sonur þeirra var Kristján Friðrik Þorsteinsson, f. 29. mars 1957 á Akranesi, d. 23. ágúst 1998 í Svíþjóð. Guðrún kvæntist árið 1958 Magnúsi Guðjónssyni, f. 16. desember 1934 í Reykjavík, d. 25. janúar 2010 í Reykjavík. Þau slitu búi 1987. Börn þeirra hjóna voru Katr- ín Þuríður Magnúsdóttir, fædd 23. nóvember 1964 í Reykjavík, Guðjón Hermann Magnússon, fæddur 27. maí 1966 í Reykja- vík, og Ágústa Særún Magnús- dóttir, fædd 16. maí 1967 í Reykjavík. Útför Guðrúnar verður gerð frá Garðakirkju í dag, 13. nóvember 2018, klukkan 13. Jónsdóttur, f. 7. nóvember 1889 á Kalastöðum í Hval- fjarðarstrandar- hreppi, d. 22. nóvember 1983 í Reykjavík. Sammæðra syst- ur Guðrúnar eru Þuríður Davíðs- dóttir, fædd 23. mars 1948 í Reykja- vík, Lára Davíðs- dóttir, fædd 22. ágúst 1950 í Reykjavík, og Ásthildur Davíðs- dóttir, fædd 12. nóvember 1951 í Reykjavík. Samfeðra systkini Guðrúnar eru Sharon Nielsen, fædd 3. apr- íl 1947 í Los Angeles, d. 8. júní 1978 í Los Angeles, Lorraine Nielsen, f. 8. október 1948 í Los Angeles, August Jr. Nielsen, f. Elsku móðir okkar hefur kvatt þennan heim eftir langvarandi veikindi. Þó að við vissum hvert stefndi er erfitt að kveðja og minnast þín elsku mamma með fáum orðum. Söknuðurinn er mikill en huggun í harmi hvað þú skilur eftir þig mikið af fallegum og góðum minningum sem ynd- isleg móðir og amma. Við fluttum í litla húsið okkar á Bústaðarblettinum þegar fjöl- skyldan þín stækkaði en þaðan eigum við skemmtilegar og ljúfar minningar. Á Bústaðarblettinum varstu heimavinnandi húsmóðir ásamt því að passa börn systra þinna og ættingja. Þú varst mikil handavinnu- kona og prjónaðir fyrir alla fjöl- skylduna og seldir lopafatnað í verslanir. Hannyrðir voru þitt helsta áhugamál og eru ófá ísaumuðu verkin sem þú skilur eftir þig. Ekki má gleyma skírnarkjólnum sem þú heklaðir eftir að fyrsta barnabarnið fædd- ist og hafa öll barnabörnin verið skírð í honum ásamt langömmu- börnum þínum. Við minnumst útileguferða okkar á sumrin en þá var keyrt út í sveit og notið sveitasælunn- ar. Ófá skipti fórum við í sunnu- dagsbíltúra í Eden í Hveragerði. Á hverju sumri fórum við einnig í berjamó og var tekið með nesti. Hver jól föndraðir þú með okkur og bakaðir. Þú varst búin að skreyta og þrífa allt húsið þegar við vöknuðum á aðfanga- dagsmorgun. Þú varst mikill dýravinur og erum við þakklát fyrir að alast upp með dýrum sem hluta af fjöl- skyldunni. Þegar við vorum orðin nógu stálpuð til að geta verið ein heima fórstu að vinna hjá Nóa Sí- ríus og starfaðir þar við ýmis framleiðslustörf í mörg ár. Árið 1986 breyttir þú til og fluttir til Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem þú bjóst og starfaðir í 14 ár. Barnabörnin nutu sín alltaf hjá ömmu. Þú varst alltaf mjög gamansöm og barngóð og bauðst upp á sjálfa þig t.d. sem Stúfur jólasveinn, tókst út úr þér tenn- urnar og settir á þig slæðu svo þú leist út eins og rússnesk sveita- kerling, mátaðir páskakjól dótturdóttur þinnar og settir í þig hárskraut. Yngsta dóttur- dóttir þín fékk að punta þig eitt sinn og taka af þér módelmyndir sem þú hafðir sjálf svo gaman af. Þú föndraðir einnig ýmis handverk með þeim eftir þeirra óskum. Við systkinin bjuggum öll á tímabili í Svíþjóð. Margar góðar minningar eru til frá þeim tíma. Það verður að minnast á stærstu sorg þína í lífinu, en frumburður þinn Kristján Frið- rik svipti sig lífi aðeins 41 árs gamall. Þú jafnaðir þig aldrei eft- ir fráfall hans og hrakaði heilsu þinni mikið. Stærsta löngun þín var einnig að finna samfeðra systkini þín, en þú tapaði öllum tengslum við þau eftir fráfall föður þíns. Í apr- íl á þessu ári fundum við einu eftirlifandi systir þína, Lorraine, en hún hafði einnig leitað að þér í mörg ár. Þið náðuð aldrei að hittast í eigin persónu en þið náðuð að vídeóspjalla og kasta fingurkoss- um á hvor aðra. Þú varst þá því miður orðin mjög langt leidd af sjúkdómi þínum og gerðir þér ekki grein fyrir tengslum ykkar. Lorraine hlakkaði mikið til að koma til Íslands 17. nóvember næstkomandi og fá loks þann draum uppfylltan að hitta þig, en endurfundir ykkar fá að bíða um sinn. Takk fyrir allt, elsku mamma. Katrín Þuríður Magnúsdóttir, Guðjón Hermann Magnússon og Ágústa Særún Magnúsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Amma mín, undrakonan. Þú hefðir aldrei átt að ná sex ára aldri sögðu læknarnir. En þú hefur svo aldeilis sýnt þeim hvað í þér býr. Þú ert ein mikilvæg- asta manneskjan í lífi mínu. Þú hefur verið öryggi mitt og stoð. Við vorum með svo sterka teng- ingu að ég byrjaði að stama þeg- ar þú fluttir til Svíþjóðar. Þig dreymdi mig í hnipri, sem var fyrirboði um að mér liði ekki vel. Við vorum með það sterka teng- ingu. Þú hefur alltaf verið þessi örugga amma sem passar upp á, sem dekrar við mig og gerir allt til að gera mig hamingjusama. Ég man þegar ég fékk að koma í heimsóknir til þín og það var alltaf dekur-spa. Ég fékk að liggja undir teppi í sófanum á meðan þú þjónaðir og færðir mér ýmislegt góðgæti eins og súkkulaðibúðing með rjóma eða heitu kakói. Og ég man hversu gaman það var að fara í fötin þín og háhælaða skó þegar ég var lítil, því ég var stór eftir aldri og það var tilvalið að hafa mini- ömmu. En það var ekki eins gaman þegar ég var orðin of stór til að sitja í fanginu þínu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Þú varst sú albesta. Það síðasta sem þú vildir var að tapa sjálfri þér. Það gerir þetta enn sárara. Þú talaðir sér- staklega um það áður en þú varðst veik fyrir mörgum árum. Þú talaðir um hve skýr amma þín hefði verið alveg fram að síð- ustu dögum og þú vonaðist til að fá að vera það líka. Því miður varð það ekki raunin. Það hefur verið svo sárt að missa þig smám saman. Þú gast komið þegar fyrstu langömmubörnin þín voru nýfædd en það var erfitt ferða- lag fyrir þig þar sem það ruglaði þig mikið og þér hrakaði í sjúk- dómnum. Þú gast ekki komið í brúðkaupið mitt í Svíþjóð, það reif í hjartað. Ég gat ekki einu sinni hringt í þig og sagt frá, þú skildir ekki þegar ég reyndi. Tengdir ekki. Það var erfitt að vera svona langt í burtu. Þú tengdir minna og minna í hvert skipti þegar við töluðum saman og á endanum virkaði bara að tala við þig með vídeói. Það sem er þó æðislegt er að þú tengdir mjög oft við lang- ömmubörnin sem settu spor í hjartað þitt. En þú tengdir einstaka sinn- um, síðast þegar við hittumst nú í mars. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið þær stundir með þér. Tilfinningalega teng- ingin er seig og sterk. Þú tókst í hendur mínar og sagðir að við höfum alltaf haft sterka teng- ingu. Það kom augnablik sem þú mundir hvað ég hét, „amma Gunna, mamma Gunna,“ sagðir þú við langömmubarnið þitt og bentir á þig og mig. Þú varst svo barngóð og blómstraðir í ömmu- hlutverkinu. Hann var í öruggum höndum og þú lékst þér við hann og geislaðir alveg yfir því að fá að eyða tíma með honum. Þegar ég sjálf verð amma hef ég bestu fyrirmyndina. Ég mun halda minningu þinni lifandi sem þessi barngóða, skemmtilega, glaða, hlýja, örugga amma mín sem gerði allt til að gleðja mig. Lyktin þín var yndisleg, eins og sætabrauð. Vildi óska að ég gæti borað mig niður í faðminn þinn einu sinni enn og sagt hversu mér þykir vænt um þig, elsku amma mín. Vonandi sjáumst við frískar og kátar aftur. Þangað til á ég engil á himni. Þitt fyrsta barnabarn og nafna, Guðrún Ágústa. Elsku Dúdú systir. Nú ert þú fallin frá, 81 árs, eftir nokkurra ára veikindi. Það verður tómlegt að hafa þig ekki hér. Þú varst yndisleg og blíð og gaman að tala við þig. Það var mikill húmor í þér, þú gast gert grín og hlegið að sjálfri þér, sem er kostur. Þú varst snillingur í að prjóna og sauma púða, myndir og fleira, allt þetta lék í höndum þér, mikil listakona. Gott var að koma til þín, meðal annars á Bústaðablett í Blesugrófinni, þar sem oft var saumað og föndrað, spjallað og hlegið mikið. Þú varst mikill dýravinur, það voru margar kisur í gegnum tíð- ina og síðast litla tíkin hún Kolla, sem þú dýrkaðir og saknaðir mikið. Þú varst ekki stór kona, en með stórt hjarta. Þú studdir okkur þegar við þurftum á að halda og varst okkur svo góð og hjálpleg, gott að leita til þín, allt sjálfsagt. Okkur þótti mjög vænt um þig, við söknum þín og minnumst með hlýju. Dúdú var elst af okkur systrum, sammæðra. Móðir okkar, Katrín Odds- dóttir, dó aðeins 48 ára gömul, og það var mikill missir fyrir okkur allar. Dúdú ólst upp hjá Þuríði ömmu okkar. Sjálf eignaðist Dúdú fjögur börn. Á seinni árum bjó og vann Dúdú í mörg ár í Svíþjóð, lærði sænskuna vel og má með sanni segja að hún hafi blómstrað þar. Við systurnar, Þurý, Lára og Ásthildur, þökkum þér sam- fylgdina, Dúdú stóra systir okk- ar. Við þykjumst vissar um að vel verði tekið á móti þér í Drauma- landinu góða. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Kata, Gaui og Ágústa og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur samúð, blessuð sé minning Dúdúar. Þuríður, Lára og Ásthildur Davíðsdætur. Guðrún Frances Ágústsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG BENEDIKTSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 10. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Árni Hjaltason Ásta Kristín Árnadóttir Arna Björk Árnadóttir Björgvin Ingi Stefánsson Brynja Björk Árnadóttir Benedikt Andrés Árnason Andrea Guðbrandsdóttir og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN ÆVARR MARKÚSSON lyfjafræðingur, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 15. Halla Valdimarsdóttir Ragnheiður Elfa Arnardóttir Guðjón Ketilsson Snorri Björn Arnarson Aðalheiður Svanhildardóttir Halla Sigrún Arnardóttir Hannes Birgir Hjálmarsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.