Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 25 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stóla jóga kl. 9.30. Gönguhópur kl. 10.15. Tálgað í tré kl.13. Postulínsmálun kl.13. Bíó í miðrými kl.13.20. Línudans kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Fuglatálgun kl. 12.30. Teflum saman kl. 13. Bústaðakirkja „Maturinn hennar mömmu“ miðvikudag, samvera eldri borgara í Bústaðakirkju, safnaðarsal kl. 12.30. Boðið verður uppá hádegisverð, fiskibollur með lauksmjöri, kartöflum og hrásalati. Kaffi og konfekt á eftir. Jónas Þórir organisti kemur og spilar undir borð- haldi og á eftir verður spilað bingó. Verð á matnum er 1500 kr. og hvert bingóspjald kostar 250 kr. Skráning hjá kirkjuverði í s. 553 8500. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Kótilettur og bingódagur í dag. Allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Velkomin! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bútasaumur kl. 9- 12, hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16, opin handverksstofa kl. 13-16, félagsvist kl. 13.30-16. Verið velkomin í Samfélagshúsið á Vitatorgi, Lindargötu 59. Síminn er 411 9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jóns- húsi kl. 14.45. Tréskurður / smíði kl. 9 /13 í Kirkjuhvoli. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik-málun kl. 9- 12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl 13-16. Línudans kl. 13-14. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 15 dans. Grafarvogskirkja Í dag er opið hús í Grafarvogskirkju. Dagskráin er hefðbundin og byrjar með kyrrðarstund kl. 12. Brauð og súpa í boði fyrir vægt gjald eftir stundina. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og félagar koma og spila. Eftir tónlistina verður handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja og stundinni lýkur svo með kaffisopa kl. 15. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og sifursmíði, kanasta / tréskurður kl. 13. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11. Hádegis- matur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, allir vel- komnir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45, listasmiðja er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur myndlistar- hópur kl. 13, brids kl. 13-16, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, enska I kl. 13-14.30, kaffi kl. 14.30, enska ll kl. 15. U3A kl. 17.15. Uppl. s. 411 2790. Korpúlfar Listmálun og postulínsmálun kl. 9 í dag í Borgum. Botsía kl. 10 og 16 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum, leikfimihópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11. Allir velkomnir, Ársæll leiðbeinir. Sundleik- fimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 í dag og heimanámskennsla í Borgum kl. 16.30. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Á morgun miðvikudag verður grill og skemmtikvöld í aðsötðu félagsstarfsins á Skólabraut. Grillvagninn og hörputónleikar. Opnum kl. 18.30. Tónleik- ar kl. 19 og matur kl. 20. Skráning og uppl. í síma 893 9800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir. AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI, tölvunámskeið dagana 21. og 28. nóvember 2018. Innritun hafin feb@feb.is - sími 588 2111. Félagslíf  EDDA 6018111319 I H&V Fundir/Mannfagnaðir Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Smá- og raðauglýsingar ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Umferðarmál höfuðborgarsvæðisins Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræð- ingur verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Með örfáum orð- um langar mig að minnast Kristjáns Línberg Runólfs- sonar. Kynni okkar Kristjáns hófust í Skagafirði þar sem hann var borinn og barnfæddur en um tíma bjuggum við báðir á Sauð- árkróki og kynntumst þar. Það sem við áttum fyrst og fremst sameiginlegt var áhugi á þjóð- legum fróðleik sem og áhugi á hefðbundnum íslenskum kveð- skap, sem Kristján var bæði þaulkunnugur og átti sérlega létt með að setja saman vísur og ljóð. Hagmælska hans varð víð- kunn um allt land enda vísur hans og ljóð afskaplega vel gerð og innihaldsrík. Margt af kveð- skap hans birtist í vísnaþáttum þeim sem Halldór Blöndal, fyrr- verandi forseti Alþingis, hefur um alllangt skeið séð um í Morgunblaðinu, og einnig á tölvupóstsíðu sem lengi hefur verið haldið úti af hópi hagyrð- inga og gengur undir nafninu Leir.is. Einnig má nefna face- book-síðuna Boðnarmjöð, sem margir þekkja og Kristján sendi Kristján Þór Lín- berg Runólfsson ✝ Kristján ÞórLínberg Run- ólfsson fæddist 5. júlí 1956. Hann lést 17. október 2018. Útför Kristjáns fór fram 31. októ- ber 2018. margt vísna inn á. Kristján var orð- inn meðal fróðustu manna íslenskra um bragarhætti og annað það sem að fræðilegri hlið vísnagerðar lýtur. En ekki hefur Kristján síður skapað sér nafn vegna söfnunar á ýmsum þjóðlegum fróðleik, sem og alls kyns mun- um sem tengjast verkmenningu fyrri tíðar. Einnig safnaði hann og skráði fjölda gamalla ljós- mynda, sem hann greindi og lagði oft mikla vinnu í að afla upplýsinga um myndefnið og hafði einstakt lag á að komast að niðurstöðu um efni þeirra. Var hann einstaklega vandvirkur við þessi verkefni og margprófaði og sannreyndi þær upplýsingar sem hann aflaði. Jafnframt má geta þess að Kristján skrifaði einstaklega gott mál og var vandvirkur hvað að réttu mál- fari sneri. Verður þess vonandi gætt að safn hans verði varð- veitt með þeim hætti sem það verðskuldar. Um þennan þátt lífsstarfs hans mætti hafa mörg orð, en vonandi verða aðrir mér fróðari og ritfærari til þess að koma því efni í þann búning sem það verð- skuldar. Vissulega er mikil eftirsjá í því þegar góðir verkmenn á sviði innlendra fræða kveðja svona langt um aldur fram, eins og raunin er með Kristján. Missir fjölskyldu hans er þó mestur og megi allar góðar vættir styðja og styrkja eigin- konu hans, börn, systkini hans og aðra úr fjölskyldunni. Guðbrandur Þ. Guðbrandsson. Fallinn er frá góður vinur og fé- lagi, Jóhannes Óm- ar Sigurðsson, eða Jói eins og flestir kölluðu hann. Ég kynntist Jóa fyrir rúmum 20 árum þegar við hófum samtímis störf hjá SVR og allt frá því höf- um við verið í góðu sambandi. Jói var góður maður og traust- ur vinur. Hafði ótrúlegt jafnaðar- geð og tók ætíð þátt í umræðu af yfirvegun. Hann lagði mikið á sig til að skilja, og geta útskýrt, flók- in tæknileg úrlausnarefni og þeg- ar hann komst að niðurstöðu um eitthvað var ekkert sérstaklega auðvelt eða einfalt að breyta því. Jói var einnig mjög bjartsýnn maður og jákvæður. Sá aldrei viðfangsefnin sem vandamál heldur einmitt sem viðfangsefni. Ákaflega góður og dýrmætur eig- inleiki sem er svo gott að vera í nálægð við. Síðustu árin styrktust okkar vináttubönd mikið í gegnum golf- íþróttina. Jói hafði alltaf öðru hvoru vakið athygli mína á því að golf væri kannski ákjósanleg íþrótt fyrir mann eins og mig en ég tók því fremur fálega til að byrja með. Þegar ég svo loksins byrjaði lá beinast við að taka einn og einn hring með vini mínum Jóa. Þessir hringir urðu margir hingað og þangað um landið og áttum við ótal stundir saman þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Þetta voru gef- andi stundir og eftirminnilegar. Ég kveð þig kæri vinur með söknuði og sorg í hjarta. Ég dáist að hugrekki þínu í þinni baráttu og veit að það verður okkur sem eftir sitjum leiðarljós og hvatn- Jóhannes Ómar Sigurðsson ✝ Jóhannes Óm-ar Sigurðsson fæddist 1. október 1956. Hann lést 31. október 2018. Útför Jóhann- esar fór fram 12. nóvember 2018. ing. Við Dagbjört sendum Soffíu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðju á þessum erfiðu tíma- mótum. Þórhallur Guð- laugsson. Fallinn er í valinn eftir harða baráttu við krabbamein öðlingurinn og heiðursmaðurinn Jóhannes Óm- ar Sigurðsson. Jóa kynntist ég fyrst þegar ég flutti í Safamýrina árið 1982 og vinátta tókst með mér og elstu dóttur hans, Heddí. Mannkostir Jóa voru margir og má sjá glögg merki þeirra í fjórum dætrum hans og eftirlif- andi eiginkonu, Soffíu Kristjáns- dóttur, en það er öllum ljóst sem til þekkja að þar fara vel gerðar, greindar og hjartahlýjar konur sem bera sóma föður síns og móður í öllu sínu fasi og fram- komu. Síðustu ár hef ég vanið komur mínar í morgunkaffi á lagerinn hjá Fakó í Ármúla, þar sem stjórnmál, viðskipti og lífsleikni hafa verið rædd hispurslaust með Jóa. Jói rak það fyrirtæki og Esjufell heildsölu ásamt Herdísi dóttur sinni með miklum sóma allt til dánardags. Hann hafði sterka réttlætiskennd, var mjög útsjónarsamur, úrræðagóður og skoðanir hans voru vel rökstudd- ar og útfærðar í samtölum og vangaveltum okkar. Áhugasvið hans var vítt og bar hann þess merki að vera vel menntaður og vel lesinn á öllum sviðum íslensks þjóðlífs og alþjóðamála. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá hann með mér í fram- boð til borgarstjórnarkosninga nú í vor þar sem hann skipaði þriðja sæti framboðslistans. Þetta var skemmtilegur og gef- andi tími þar sem við ræddumst við nær daglega, veltum fyrir okkur lausnum og nálgunum að bættum rekstri Reykjavíkur- borgar með hag allra borgarbúa að leiðarljósi. Ég heimsótti Jóa síðast nú í október þegar hann var á krabbameinsdeildinni og þrátt fyrir veikindi hans bar hann sig vel, fylgdist vel með fjölskyldu sinni, rekstrinum og fréttum. Hann bar öllu því heilbrigðis- starfsfólki sem kom að aðhlynn- ingu hans afskaplega vel söguna. Í 76. þætti Hávamála er hinn gullni þáttur sem lýsir Jóa svo vel og veit ég að allir þeir sem til hans þekktu í gegnum vinnu, vin- áttu, fjölskyldu og félagsstörf taka undir með mér, þegar ég vel þessar línur til að minnast hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Soffía, Herdís, Ester, Ylfa, Erla, makar, börn og tengdabörn, ég bið Guð um styrk og huggun ykkur til handa á þessum erfiða tíma, því ykkar er missirinn mestur og sárastur. Hvíl í friði, kæri vinur. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Í minningu okkar kæra vinar Jóhannesar Ómars viljum við kveðja hann með þessu fallega ljóði. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Far í friði kæri vinur. Kæra Soffía, börn, barnabörn og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi góður guð styrkja ykkur og varðveita. Laufey, Birgir, Ingileif, Rudiger, Guðbjörg og Ólafur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.