Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjunum á heimilinu, skrifstofunni eða sumar- bústaðnum. Tengill með USB Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir Hver er mikilvægasti hlutur í lífi barna okkar? Hvaða fyrirbæri er for- sendan fyrir því að barn megi dafna og þroskast á sem bestan hátt? Færa má sterk rök fyrir því að það sé sjálfur heil- inn. Það stórkostlega og dularfulla líffæri. Rannsóknir hafa leitt í ljós að gen okkar séu einungis grunnteikning að lífinu. Já- kvæðar upplifanir og reynsla á fyrstu árum ævinnar móta heilann og búa til tengingar sem við notum til að rata um lífsins ólgusjó. Á þessum fyrstu árum getur heili barna myndað a.m.k. eitt þúsund taugatengingar á hverri sekúndu. Þessar tengingar renna stoðum undir framtíð hvers barns. Segja má því að fyrstu árin í lífi barns – oft er talað um fyrstu þúsund dagana – séu einstakt tækifæri til að móta heilsteyptan ein- stakling. Að fara á mis við jákvæða reynslu og upplifun á þessum tíma getur verið óafturkræft. Það er nefnilega svo að hundruð milljóna ungra heila á þessari jörð verða fyrir alvarlegum skaða vegna lélegrar næringar, ofbeldis og meng- unar og vegna skorts á örvun. Það er skaði okkar allra, það skaðar framtíð okkar og barna okkar. Mikilvægasta verkefni hvers samfélags ætti því að vera að skapa aðstæður fyrir heil- brigðan heilaþroska barna frá fyrstu augnablikum í lífi þeirra. Aðgerðaleysi er dýrkeypt Barn sem fer á mis við heilaþroska í frumbernsku er líklegra til að ganga verr í skóla og afla minni tekna síðar á lífs- leiðinni, sem getur skapað erfiðleika bæði fyrir einstakling og samfélag. Fjárfesting og áhersla samfélaga á heilbrigðan þroska ung- barna hefur því marga og ótvíræða kosti. Rannsóknir leiða það skýrt í ljós. Sem dæmi má nefna að fjárfesting ríkja í stuðnings- aðgerðum sem eru sér- staklega miðaðar að fyrstu árum af ævi barns hefur minnkað tekjubil samfélaga um meira en 13%. Einnig hefur komið í ljós að þau ríki sem stuðla ekki sérstaklega að næringu, vernd og örvun yngstu barnanna endi á því að eyða tvisvar til þrisvar sinn- um meira fé í heilsugæslu- og menntaverkefni er fram líða stundir. Þegar heili ungra barna nær ekki að þroskast að fullu í bernsku bregð- umst við sem samfélag og viðhöldum neikvæðri þróun mismunar og ójafn- ræðis, því flest þau börn sem fara á mis við heilaþroska er að finna á með- al hinna fátækustu og jaðarsettustu. Um mikla hnattræna hagsmuni er að ræða; nær helmingur barna yngri en fimm ára í lágtekju- og millitekju- ríkjum heimsins á það á hættu að ná ekki að þroska hæfileika sína til fulls vegna þess að þau eru illa nærð, þau skortir örvun eða búa við mengun og/ eða ofbeldi. Slíkir einstaklingar finn- ast þó í öllum ríkjum. Einnig hér á landi. Ræktum tengslin Ofbeldi, mengun og léleg næring eru vágestir sem samfélag okkar er meðvitað um og berst gegn, þótt ávallt megi betur gera. Við megum hins vegar aldrei gleyma örvuninni og lífsnauðsynlegu mikilvægi tengsla- myndunar barns og aðstandenda þess. Að tala, syngja, snerta og leika við barn geta virst of einfaldar lausnir, en þær eru hins vegar undirstaðan að góðu lífi og heilbrigðu samfélagi. Vegna þessa hefur UNICEF hafið alþjóðlegt átak undir myllumerkinu #EarlyMomentsMatter. Átakið hvet- ur ríki heims til að fjárfesta í verk- efnum sem gagnast ungbörnum og þróar efni sem nýst getur foreldrum í umönnun ungra barna. Nú hafa Heilsugæslan, Embætti landlæknis og UNICEF á Íslandi einnig tekið höndum saman og hafið vitund- arvakningu um mikilvægi tengsla- myndunnar milli foreldra og barns. Þessi vitundarvakning felur meðal annars í sér útgáfu á fræðsluefni og veggspjaldi með ráðum um þroska og umönnun barna. Á veggspjöldunum, sem hanga munu uppi á öllum heilsu- gæslustöðvum og víðar hér á landi, má finna einföld en bráðnauðsynleg skila- boð fyrir verðandi og nýja foreldra. Þau skilaboð minna okkur á gömul sannindi, að lengi býr að fyrstu gerð. Það eru einföldustu og mikilvægustu skilaboðin í lífi okkar allra. Eftir Bergstein Jónsson »Heilsugæslan á höf- uðborgarsvæðinu, Embætti landlæknis og UNICEF á Íslandi hafa tekið höndum saman og hafið vitundarvakningu. Bergsteinn Jónsson Lengi býr að fyrstu gerð Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. bergsteinn@unicef.is Nýverið fjölluðu ís- lenskir fjölmiðlar um samnorræna skýrslu um fangelsismál á ár- unum 2012 til 2016 og héldu því fram að Ís- land væri með lægstu endurkomutíðni fanga á Norðurlöndunum. Ríkisútvarpið gekk meira að segja svo langt að slá því upp á vef sínum að „Fangar á Íslandi brjóta sjaldnast af sér aft- ur“. Eflaust er ekki við fjölmiðlana að sakast, kannski frekar umhverfið sem fréttamenn hrærast í, þann skamma tíma sem þeir fá til að vinna fréttir og álag sem fylgir framleiðslu frétta í tímapressu. Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni þá brutu um 35% fyrr- verandi fanga í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi af sér að nýju innan tveggja ára en aðeins um 20% á Íslandi. Í at- hugasemdum er þess aftur á móti getið að ekki sé í raun hægt að bera saman end- urkomutíðni landanna út frá tölunum heldur gefi þær fyrst og fremst vísbendingu um það hvernig þróunin sé innan hvers lands fyrir sig á milli ára. Er það vegna þess að mismun- andi aðferðum er beitt við útreikninginn og skilvirkni réttavörslukerfanna er ekki sú sama. Íslenskur síbrotamað- ur getur þannig safnað upp brotum í þrjú ár áður en hann er dæmdur aft- ur en danskur síbrotamaður er mögulega dæmdur við fyrsta brot strax eftir afplánun. Af þessum sökum verður að fara varlega í fullyrðingar og þá má segja Páli Winkel, fangelsismálastjóra, til hróss að hann gerði það í viðtölum. Eftir sem áður hefði verið gagnlegra ef hann hefði fengið spurningar um endurkomutíðni fanga eins og þær birtast í ársskýrslu hans eigin stofn- unar, Fangelsismálastofnunar. Þær skýrslur má finna á vefsvæði stofn- unarinnar og sú síðasta fyrir sjö ára tímabil, árin 2009-2016. Þar má finna töfluna sem hér fylgir. Eins og augljóslega má sjá á töfl- unni hefur þeim fjölgað undanfarin ár sem eru dæmdir í fangelsi og áður hafa afplánað fangelsisdóm og er hlutfallið við síðustu samantekt, árið 2016, 46,4%. Þar með stöndum við sem samfélag frammi fyrir þeirri staðreynd að tæplega helmingur þeirra sem fara í fangelsi á Íslandi snýr þangað aftur, því miður! Og á þá eftir að leiðrétta tölfræðina vegna dauðsfalla, eftir að afplánun lýkur. Afstaða, félag fanga, hefur á um- liðnum árum margsinnis bent á það ósamræmi sem er í yfirlýsingum ráðamanna um endurkomutíðni í fangelsum landsins og skortir getu til að sjá hvers vegna reynt er að fegra þessar tölur. Þingmenn vita að málaflokkurinn fær ekki það fjár- magn sem þarf og fangelsismála- stjóri einnig. Væri ekki nær að tala tæpitungulaust og reyna að bæta fangelsiskerfið? Eftir Guðmund Inga Þóroddsson Guðmundur Ingi Þóroddsson »Helmingur þeirra sem fara í fangelsi á Ís- landi snýr þangað aftur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. formadur@afstada.is b) Fyrsta afplánun eða afplánaðað áður Fangar Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fyrsta afplánun 121 59,9 107 62,2 153 70,8 146 63,5 145 68,1 125 65,4 135 64,6 89 53,6 Afplánað áður 81 40,1 65 37,8 63 29,2 84 36,5 68 31,9 66 34,6 74 35,4 77 46,4 202 100 172 100 216 100 230 100 213 100 191 100 209 100 166 100 2015 20162009 2010 2011 2012 2013 2014 Hverjum hentar að fegra ástandið? ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.