Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 283. tölublað 106. árgangur
23 dagartil jóla
Jóladagatalið er á
jolamjolk.is
ÍSLAND FULL-
VALDA FYRIR
100 ÁRUM
NORRÆN PÍLA-
GRÍMALEIÐ FARIN
Á REIÐHJÓLI
Í SPOR ÓLAFS HELGA 4548 SÍÐNA SÉRBLAÐ
hóps ríkis og
sveitarfélaga.
Með því lýkur tíu
ára stoppi á fram-
kvæmdum á
svæðinu sem sam-
ið var um árið
2012.
Samkvæmt til-
lögunum er þörf á
tæplega 52 millj-
arða viðbótarfjár-
veitingu við fyrri samgönguáætlun.
Meðal stofnvegaframkvæmda eru
mislæg gatnamót á mótum Bústaða-
vegar og Reykjanesbrautar 2019-23
og lagning Miklubrautar í stokk 2025-
29.
Samtals 80-90 milljarðar
Sigurður Ingi segir aðspurður að
líta beri á fyrsta þriðjung þessa tíma-
bils, árin 2019-2023, sem aðgerða-
áætlun. Framhaldið muni skýrast síð-
ar varðandi síðari hluta tímabilsins.
Alls verði varið 80-90 milljörðum til
uppbyggingar samgöngumannvirkja
á höfuðborgarsvæðinu til 2033. »10
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu-
ráðherra segir hugmyndir uppi um að
einkaaðilar fjármagni Sundabraut
með veggjöldum. Horft sé til Hval-
fjarðarganga. Rætt hafi verið um
milljarðatugi í þessu sambandi.
Ríkisstjórnin og sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hyggjast verja
tugum milljarða í samgöngumann-
virki á svæðinu á næstu 15 árum.
Þetta má lesa úr tillögum viðræðu-
Veggjöld kosti Sundabraut
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Samgönguráðherra segir Hvalfjarðargöngin fyrirmynd
Nemendur í Smáraskóla í Kópavogi skreyttu
skólann sinn í tilefni af afmæli fullveldis Íslands.
Heill veggur var m.a. helgaður forsetum Íslands
frá upphafi. Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri
segir að þau haldi upp á fullveldisdaginn á hverju
ári. Meira var lagt í undirbúning nú í tilefni af 100
ára afmæli fullveldisins. Nemendur vinna verk-
efni og setja upp sýningu. Foreldrum er síðan
boðið að skoða afraksturinn.
Á aldarafmæli fullveldisins er horft um öxl, en
einnig litið fram á veg. Hátíðarhöld í tilefni
minnst með ýmsum hætti. Meðal annars er rætt
við Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins,
um þýðingu fullveldisins, auk þess sem leitað var
til bæði formanna stjórnmálaflokkanna og nokk-
urra valinkunnra einstaklinga. Þá er einnig fjallað
um nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna, auk
þess sem greint er frá helstu viðburðum ársins
1918, aðdraganda fullveldisstofnunar og hátíðar-
haldanna 1. desember 1918.
afmælisins hafa verið lungann úr árinu en ná há-
marki í dag, á sjálfan fullveldisdaginn. Hátíðar-
samkomur, -sýningar og -fundir eru víða um land
eins og sjá má á vefsíðunni fullveldi1918.is.
Fullveldishátíð verður sett við Stjórnarráðs-
húsið í dag klukkan 13 og mun Ríkissjónvarpið
senda beint út frá athöfninni. Opið hús verður á
Alþingi frá kl. 13.30 og boðið er upp á fjölda sýn-
inga, tónleika og fundi.
Með blaðinu í dag fylgir 48 síðna sérblað, Full-
veldi Íslands 1918-2018, þar sem þessa áfanga er
Fullvalda ríki í eina öld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fullveldishátíð Nemendur Smáraskóla í Kópavogi skreyttu skólann sinn í tilefni fullveldisdagsins. Í dag er horft um öxl en einnig fram á veg.
Þess er víða minnst að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918
Fjölbreytt hátíðarhöld víða um land Sérblað um fullveldi Íslands í 100 ár
MFullveldishátíð »6, 26, 43
Fyrirhuguð fjárfesting Indigo
Partners í WOW air hefur vakið
spurningar um það hvort grundvall-
arbreytingar á rekstrarfyrirkomu-
lagi flugfélagsins séu í vændum.
Drífa Snædal, forseti Alþýðu-
sambandsins, segir að viðskipta-
módel margra lággjaldaflugfélaga
sem Indigo tengist gangi út á að
halda launum niðri. Íslenskur
vinnumarkaður gangi hins vegar út
á að fólk byggi upp réttindi og sé
ekki í verktöku. „Það er engin
áhersla lögð á stéttarfélög eða
kjarasamninga. Áhafnir eru verk-
takar,“ segir Örnólfur Jónsson, for-
maður Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna, um félög tengd Indigo
Partners.
Flugmenn WOW air hafa þó ekki
áhyggjur af því að staða stéttar-
félags þeirra eða annarra stéttar-
félaga starfsfólks veikist gangi fjár-
festing Indigo í WOW eftir. Þeir
hafa mikla trú á Skúla Mogensen og
segjast styðja hann frá a til ö. »4
Morgunblaðið/Eggert
WOW Enn ríkir mikil óvissa um
framtíð lággjaldaflugfélagsins.
Áhyggjur
af áhrifum
Indigo
Vangaveltur um
breytingar á rekstri
Sífellt stærri hluti af afurðum
hrossskrokkanna er seldur til
Japans. Ekki aðeins eru seldir
vöðvar með fitusprengdu kjöti af
ýmsum hlutum skepnunnar held-
ur hafa bæst við hrossatungur,
lifur og hnakkaspik.
Þá er farið að safna hrossa-
hjörtum og það nýjasta er
mænan, sem þykir góður for-
réttur í ákveðnum héruðum í
Japan. Mænan er soðin niður,
klippt í strimla og borin fram
með ediki og sojasósu. Þykir
herramannsmatur. Er nú verið að
kanna möguleika á að flytja fol-
aldakjöt til Japans. » 18
Gæða sér á mænu úr
íslenskum hrossum