Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og rithöfundur, er fimmtugur ídag. Hann hefur sent frá sér fjölda skáldverka, ljóð, skáldsögurog leikrit og jafnframt þýtt fjölmörg leikrit úr frönsku og ensku. Af skáldverkum hans má nefna ljóðabækurnar Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur og Tveir Elvis Presley aðdáendur og fleiri sonn- ettur, skáldsöguna Hugsanir annarra og leikritið Fyrir framan annað fólk sem Óskar Jónasson byggði á samnefnda kvikmynd sína, en þeir Kristján skrifuðu handrit myndarinnar í sameiningu. „Ég lauk nýlega við að þýða Ríkharð III eftir Shakespeare fyrir Borgarleikhúsið, en verkið verður jólasýning leikhússins í ár í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Í sviðsetningu sinni leggur Brynhildur áherslu á þátt kvennanna í leikritinu. Hún nálgast verkið á mjög spennandi hátt.“ Kristján Þórður segir að þegar hann líti yfir farinn veg sé hann þakk- látur fyrir að hafa fylgt þeirri köllun sinni að gerast skáld og rithöfundur. „Ég var barn að aldri þegar skáldskapurinn fangaði huga minn. Og skáld- skapurinn hefur ekki sleppt tökum á mér síðan. Mér hefur fundist gaman að fást við ólík form skáldskapar, ljóðlist, leikritun og sagnagerð. Hið bundna mál er mér sérstaklega kært. Það er einhver seiður í samspili ríms og stuðla sem hefur alltaf heillað mig.“ Eiginkona Kristjáns Þórðar er Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leikhús- fræðingur, leikstjóri og leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins. Dóttir þeirra er Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, nemi í Hagaskóla. Kristján segist sem stendur vera að vinna að næstu skáldverkum. Að- spurður segist hann ætla að taka það rólega í dag og hafa það huggulegt með nánustu fjölskyldu. Fjölskyldan Kristján Þórður, Thea Snæfríður og Melkorka Tekla á gönguferð í Borgarfirði fyrir tveimur árum. Skáldskapurinn fangaði hugann Kristján Þórður Hrafnsson er fimmtugur R eynir Sigurður Gúst- afsson fæddist á Laugavegi 65 í Reykjavík 1.12. 1938 og ólst þar upp: „Það var nú lítil umferð um Laugaveg- inn fyrir 80 árum þegar ég var að slíta þar barnsskónum. Þarna voru þó mörg börn í nágrenninu. Einn leikfélagi minn var Halldór Blön- dal, síðar alþingismaður og ráð- herra. Við lékum okkur á Skóla- vörðuholtinu og í fjörunni niður af Skúlagötunni. En Halldór flutti síðan til Akureyrar.“ Reynir gekk í Laugarnesskóla, Ingimarsskóla við Lindargötu, lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1958 og fékk síð- an meistararéttindi. Hann var á samningi hjá Jóni Guðjónssyni rafvirkja. Reynir Gústafsson, rafvirkjameistari í Grundarfirði – 80 ára Vélsleðamót Hér er Reynir, ásamt félögum sínum, í einni af fjölmörgum vélsleðaferðum sem hann hefur farið í. Vann lengi að málefn- um björgunarsveita Í sumarfríi Reynir og Elísabet slaka á við sjóinn á ferðalagi í Tyrklandi. Sauðárkrókur Stefán Atli Brynjarsson fæddist 26. mars 2018 á Akureyri. Hann vó 3.480 g og var 50 cm á lengd. Foreldrar hans eru Brynjar Páll Rögnvaldsson og Jóhanna Huld Höskuldsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.