Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Canada Gose hefur framleitt hágæða útivistar- fatnað í Kanada fyrir erfiðustu aðstæður síðan 1957 og er nú leiðandi á því sviði á heimsvísu. CanadaGoose fæst í Nordic Store Lækjargötu Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt og þeim fylgir lífstíðarábyrgð. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. Lækjargötu 2 www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga Mens Expedition Parka 129.990 kr. Ladies Expedition Parka 129.990 kr. Nordic Store er viðurkenndur söluaðili Canada Goose á Íslandi. Í verslun okkar í Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu. Um miðja þessa öld verða liðin þúsund ár frá því að fyrsti kristni biskupinn tók til starfa á Íslandi. Viðhorf fólks var og er mismunandi hvað varðar biskupa og ágæti þeirra. Þeir hafa líka verið margir og misjafnir í gegnum tíðina. Sigurbjörn Ein- arsson (1911-2008) naut talsverðs trausts. Hann var vinsæll og þótti vandvirkur í störfum, til vegsauka fyrir kirkjuna og samfélagið sem hann þjónaði. Hann kom víða við í verkum sínum. Þekkt eru ummæli þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, send með samúðarkveðju við útför hans 2008: „Sigurbjörn biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum.“ Hér verður einkum fjallað um annan biskup; Lárentíus Kálfsson (1267-1331). Sagt er frá honum í nokkrum ritum, svo sem Larentíus sögu biskups í Biskupssögum III (1998). Það er bæði ítarlegt og ævagamalt, en þó til í nýlegri út- gáfu. Síðan í Íslenskri kirkjusögu (2012) Torfa Stefánssonar Hjaltal- ín. Þar er svo að orði komist um þennan mann: „Lárentíus þessi virðist hafa verið einn íslenskur Job á miðöldum. Slíkar voru þær raunir sem á hann voru lagðar. Að sama skapi voru laun dyggðanna mikil.“ Einnig í Nokkrum fyrir- lestrum (1921) eftir Þorvald Guð- mundsson. Séra Friðrik Frið- riksson prófarkalas hluta þessa rits, en fyrirlesturinn nefndist Lárentíus biskup og var fluttur hjá KFUM 1915. Forysta og ný- breytni athuguð Áður en lengra er haldið er rétt að segja frá því að lausleg út- tekt var gerð á sögu beggja þessara bisk- upa varðandi ákveðin mál. Með því var ætl- unin að varpa betra ljósi á þá sem leiðtoga, með því m.a. að áætla vin- sældir og hins vegar nýsköpunar- starf þeirra eða nýjungar í kristi- legu starfi. Þetta ætti ekki að skyggja neitt á merka minningu þeirra, heldur kynna betur starf þeirra. Úttektin virkaði þannig að settar voru fram tvær staðhæfingar; var biskup framúrskarandi í störfum og var hann frumkvöðull. Fyrir- liggjandi upplýsingar um þá voru notaðar til að meta það. Margt mælir með því að Sigurbjörn hafi verið framúrskarandi og tekið und- ir það hér. Sjónvarpið var svo vett- vangur fyrir frumkvöðlastarf hans síðla á 20. öld. Margir minnast ár- legrar messu þar sem hann predik- aði. Sem nýsköpunarvinnu má svo flokka ritun margra vandaðra bóka, kveðskap og þýðingar. Þá nánar um Lárentíus. Aðeins verða nefnd valin lykilatriði á ferli hans. Hann fæddist og ólst upp fyrir norðan og lærði í Hólaskóla. Þaðan lauk hann námi og fékk prestvígslu aðeins 22 ára. Hann naut virðingar þar og þótti vand- aður í samskiptum og standa sig vel í námi. Síðan varð hann skóla- meistari Hólaskóla í nokkur ár áð- ur en hann hélt til Noregs. Þar gegndi Lárentíus ýmsum embættum í rúman áratug. Þarna kynntist hann merkiskonu og átti með henni barn. Hún ól upp son- inn, sem átti eftir að vera með hon- um í fylgdarliði þegar hann var orðinn biskup. Áður gekk Lár- entíus í gegnum mesta erfiðleika- tímabil ævi sinnar. Hrakningar og yfirbót Hann var sendur til Íslands til að kanna stöðu mála kirkjustarfs þar, sem slæmar fréttir höfðu bor- ist af. Samviskusamleg viðleitni hans í þeim málum mætti þá and- stöðu þar. Hann fer svo aftur til Noregs með óklárað verk en veit samt að margt er að. Þessari skák lýkur illa, því hann er svo ásak- aður, borinn röngum sökum og endar í fangelsi, þar sem honum er misþyrmt. Þegar hann er látinn laus fer Lárentíus aftur til Íslands, þar sem honum tekst að fá ráðningu sem klausturkennari. Klaustrin voru þá miklar menningarmiðstöðvar sem buðu upp á margt auk menntunar. Þau voru líka mikið þarfaþing fyrir bágstadda, sem fengu þar umönn- un við hæfi. Hann var kennari, lengst af í Þingeyraklaustri, í rúm- an áratug við góðan orðstír. Hann var aftur mikils metinn m.a. fyrir tilstuðlan fyrrverandi nemenda sinna, sem reyndust áhrifaríkir, og fjölskyldna þeirra. Sumarið 1322 bárust Lárentíusi tvö bréf frá þáverandi vígslubisk- upi. Í öðru voru honum fyrirgefin (meint) fyrri afbrot sín, v. klaustur- vistar. Í hinu var hann skipaður Hólabiskup. Ekki kom þar fram að norskur fyrirrennari hans á Hólum hafði rétt fyrir andlátsstund sina þar ytra mælt eindregið með hon- um í starfið við vígslubiskupinn. Blómleg biskupstíð Biskupstíð Lárentíusar ein- kenndist af umbótum og var kirkjustarfið betrumbætt verulega. Vel er greint frá því í heimildum, en ekki tíundað hér nema að litlu leyti. Mikil framsókn var þá í fræðslu presta o.fl. Hann kenndi alla sína biskupstíð við Hólaskóla. Stofnaður var þá svokallaður „prestaspítali“ á Ólafsfirði, þar sem aldraðir og heilsulitlir prestar gátu eytt ævikvöldinu. Umfangsmikið líknarstarf á veg- um kirkjunnar á þessum tíma er tilgreint í heimildum. Margt fólk í jaðarhópum þess tíma, svo sem fatlaðir og aldraðir, naut slíkrar að- stoðar við framfærslu. Lárentíus lést 1331 eftir að hafa verið biskup í sjö ár og er hér metinn sem fram- úrskarandi og líka frumkvöðull vegna „prestaspítalans“ og nýjunga í fræðslu- og líknarmálum. Hann var þolgóður í þrengingum og atorkusamur í starfi. Ekki er ósennilegt að dæmisagan um mis- kunnsama Samverjann (Lúk. 10.29- 37) hafi hvatt hann til góðra verka. Enginn verður óbarinn biskup Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson » Lárentíus barðist trúarinnar góðu baráttu. Hann var Hólabiskup á 14. öld. Ævar Halldór Kolbeinsson Höfundur er aldraður öryrki og einn af aðdáendum lífsins. skammti. Álit sérfræðinga Samein- uðu þjóðanna er að Gaza verði vart byggilegt í meira en tvö ár enn, miðað við núverandi aðstæður. Þeg- ar kúguninni er mótmælt raðar her- inn upp leyniskyttum og fær heim- ild til að skjóta fólk á öllum aldri til bana ef það vogar sér að taka þátt í mótmælum. Þannig hafa um 240 manns verið myrt síðan 30. mars síðastliðinn. Og særðir af völdum skotsára og táragass eru í tugþús- unda tali. Margir hafa misst gang- limi og eru í þörf fyrir gervifætur. Undirritaður var nýverið á ferð til Gaza með efni í gervifætur, framlag Össurar Kristinssonar, sem gat vart komið á heppilegri tíma. Vopnahlé á Gaza – ógnaröld á Vesturbakkanum Nú er nýtilkomið vopnahlé á milli Ísraelsstjórnar og Hamas-stjórnar- innar á Gaza. Á sama tíma hafa Egyptar, sem höfðu milligöngu um vopnahléið, eitthvað slakað á landa- mærunum í Rafah. Á hinn bóginn herðir Ísraelsstjórn enn á sókn sinni á Vesturbakkanum, þar sem landtökufólk með stuðningi hersins sölsar undir sig æ stærri landsvæði, og stöðugt er verið að ráðast á pal- estínsku íbúana, ráðast inn á heim- ili, handtaka jafnt börn sem full- orðna. Íslenskar konur hafa verið áber- andi í sjálfboðastarfi í sveitum landsins. Þær hafa hjálpað til við ólífutínslu þar sem ofbeldi land- tökufólks er grófast og staðið við hlið fólksins í mótmælum gegn her- náminu. Konur úr þessu starfi munu greina frá reynslu sinni í Iðnó í kvöld. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.