Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 ✝ Guðný MaríaJóhannsdóttir fæddist á Þórshöfn 29. júní 1936. Hún lést 14. nóvember 2018 á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Jóhann Jónsson, f. 28.11. 1902, d. 3.12. 1986, og Stefanía Margrét Árnadóttir, f. 14.5. 1911, d. 3.1. 1986. Guðný María var næstelst í röð sex systkina. Þau eru Helga, f. 1.11. 1934, d. 10.5. 2017, maki Halldór Guðmundur Björgvins- son Svanholt, f. 6.2. 1928, Jó- hann Jón, f. 2.6. 1938, maki Mar- grét Egilsdóttir, f. 9.7. 1942, Arnar, f. 1.9. 1942, maki Fríður Gestsdóttir, f. 4.10. 1950, Mar- grét, f. 10.11. 1947, maki Hösk- uldur Borgar Guðmundsson, f. 27.11. 1944, Erla, f. 3.10. 1953, Einarsson, synir hans eru Ívar Karl og Róbert Kári, Kristínu Ýri Pétursdóttur, barn hennar er Nökkvi Rafn. 3) Hreggviður, f. 18.6. 1963, maki Hlín Sverr- isdóttir, f. 27.8. 1965, börn þeirra eru Leifur, Alma Rún og Sverrir. Guðný María var fædd og uppalin á Þórshöfn og bjó þar meirihluta ævi sinnar eða til árs- ins 2014 þegar hún flutti á Hraunvang í Hafnarfirði. Veturinn 1952-3 stundaði Guðný María nám við Hús- stjórnarskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Guðný María starfaði við fisk- vinnslu alla sína starfsævi. Þeg- ar hún hafði aldur til hóf hún að salta síld á sláturhússplaninu á Þórshöfn. Síðar hóf Guðný María störf hjá Fiskiðjusamlagi Þórshafnar þar sem hún starfaði við almenna fiskvinnslu. Árið 1969 hóf hún störf hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar og starf- aði Guðný María þar til ársins 2004 eða þar til hún lauk sínum starfsferli. Guðný María verður jarð- sungin frá Þórshafnarkirkju í dag, 1. desember 2018, klukkan 13. maki Konráð Jó- hannsson, f. 6.4. 1954. Guðný giftist 31.3. 1956 Jóni Kristbirni Jóhanns- syni, f. 4.8. 1923, d. 6.3. 1993, frá Hvammi í Þistilfirði. Synir þeirra eru 1) Jóhann Arngrímur, f. 27.11. 1955, maki Rósa Daníelsdóttir, f. 9.8. 1960, börn þeirra eru Guðný María, maki Gunnar Egill Sigurðsson, börn þeirra eru Arn- grímur Egill og Agla María. Jón Kristbjörn, maki Thanh Phung, börn þeirra eru Mía Kim og Aría Rose. Arnþór Jóhannsson, maki Thelma Dögg Pedersen. 2) Rafn, f. 17.11. 1957, maki Kristín Alda Kjartansdóttir, f. 23.11. 1954, dætur þeirra eru Katrín Alda og Rebekka, maki Úlfur Hansson. Barn þeirra er Þyrí. Fyrir átti Kristín Alda börnin Jón Ívar Elsku amma Maja. Nú er kallið komið og þú búin að fá hvíldina sem þú þráðir svo heitt. Þú varst sterk og einstök per- sóna og ég hef séð það betur eftir því sem árin líða að ég hef lært eitt og annað af þér, amma mín. Það var gott að alast upp á Þórs- höfn í göngufæri frá ömmu og afa. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa í Hamrafell. Það var alltaf svo fínt hjá þér og heimilið sem þið afi byggðuð var yndislega fallegt. Nóg að borða og alltaf tími til að spila kana. Það var alltaf góður andi í gula húsinu ykkar og gott að fá að gista hjá ömmu og afa. Að vakna við ilminn af skons- unum þínum var dásamlegt. Við áttum margar góðar stundir í sjónvarpsholinu á Hamrafelli með fulla skál af fílakaramellum. Dugnaður, kraftur, elja, hrein- skilni, framkvæmdagleði, fágun og þrautseigja. Þetta eru orð sem mér fannst einkenna persónu þína, elsku amma mín. Þú stopp- aðir sjaldan og leystir verkefnin sem þér voru falin af mikilli festu og fágun. Þú fékkst það verkefni í lífinu að verða ekkja 57 þegar afi kvaddi mjög óvænt. Það var án efa eitt erfiðasta verkefnið sem þú fékkst á þessari jörðu, en ég sá ekki annað en að amma væri sterk og héldi áfram með lífið með bros á vör. Garðurinn var þitt áhugamál og þú ræktaðir hann svo sannar- lega af mikilli alúð og þegar gesti bar að garði þá geislaði af þér þegar þú labbaðir um garðinn þinn fallega. Þú varst glæsileg og litrík kona, elsku amma. Alltaf svo fín og vel tilhöfð. Hárið vel blásið, augabrúnirnar fínar og varalitur- inn vel bleikur og naglalakk í stíl. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda í lífinu að eiga ömmur sem voru bestu vinkonur og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þið amma Dóra voruð svo ólíkar en yndislegar saman. Ferðuðust saman og áttuð góðar stundir með vinkonum ykkar á Þórshöfn. Nú eruð þið saman á ný. Fyrir um 10 árum fór heilsan að bresta, elsku amma mín. Það var erfitt að vita af þér einni á Hamrafelli og niðurstaðan var sú að árið 2014 fluttir þú í fína íbúð að Hraunvangi á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hugur þinn var alltaf í Hamra- felli og þó að þú værir nær fjöl- skyldunni þá leið þér ekki jafn vel fyrir sunnan. Þú varst orðin þreytt. Ég hef oft hugsað um hversu erfitt er að vera af þinni kynslóð, elsku amma, og takast á við andleg veikindi. Þú vissir ekki hvernig þú ættir að tjá hvernig þér leið og hvernig þú ættir að takast á við það. Minningarnar frá ferðinni til Spánar þar sem við héldum upp á 80 ára afmælið þitt geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég mun líka muna fjölmörgu matar- boðin hjá mömmu og pabba á Álftanesi þar sem oft var spilaður kani. Þú elskaðir að spila kana og nokkrum vikum áður en þú kvaddir spiluðum við og þú vissir upp á hár, elsku amma, hvaða spil voru komin út og hvað var ennþá á hendi. Þinn síðasti andardráttur var léttur og ég upplifði hann á fal- legan hátt því ég veit hvað þú þráðir heitt að fá hvíldina, elsku amma mín. Nú eruð þið afi Jónsi saman á ný og ég trúi því að hann hafi tekið á móti þér á fallegum hesti. Heilbrigði og hamingju, við höfum ekki í pakka. Handleiðslu frá Guði, er mikilvægt að þakka. (Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Guðný María Jóhannsdóttir. Það er margt sem kemur upp í huga okkar þegar við kveðjum ömmu Maju. Tilhlökkunin að koma í heim- sókn til ömmu á Þórshöfn, sund- ferðirnar, fílakaramellurnar, ýsu- bollurnar, einfaldlega upplifunin að vera í ömmuhúsi á Þórshöfn. Við minnumst allra utanlands- ferðanna. Amma Maja glöð í nýj- um kjól með stórt hálsmen eftir sólardag. Amma eins og í ákvæð- isvinnu við að skoða í búðir með marga poka af fötum. Það er líka gott að hugsa til stundanna sem við áttum með henni eftir að hún flutti suður. Ís- blómanna sem við fengum í Hafnarfirðinum á meðan Glæstar vonir voru á sjónvarpsskjánum. Stundanna þegar amma Maja kom til okkar í heimsókn, matar- boðanna og kanamótanna þegar við vorum að reyna að vera eins fljót og amma að hugsa og láta út spilin. Amma Maja var persónuleiki sem sópaði að, hún var ekkert að skafa utan af hlutunum né var hún að dvelja við tilfinningasemi. Samt var svo auðvelt að skynja væntumþykju hennar í okkar garð. Við vorum heppin að eiga ömmu Maju. Takk, elsku amma, fyrir allt. Leifur, Alma Rún og Sverrir. Guðný María Jóhannsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermannÁstkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL MAGNÚS KARLSSON Heiðarhvammi 8, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. desember klukkan 13. Magnea Inga Magnúsdóttir Þorsteinn Magnússon Karl Magnússon Kaja Ósk Skarphéðinsdóttir Kristjana Magnúsdóttir Elías Sigvarðsson Magnús Sverrir, Þorsteinn, Jenný, Kristjana Björg, Aníta Rún, Guðríður Elísabet, Magnús Ægir, Björgvin Bjarni, Elías Snær, Alfreð Jenni og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, lést laugardaginn 17. nóvember á Hrafnistu í Reykjavík. Yndislegu starfsfólki á Engey/Viðey er þakkað fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. desember klukkan 13. Kristín Guðmundsdóttir Erna Guðmundsdóttir Eiríkur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, KRISTRÚN SAMÚELSDÓTTIR, Pósthússtræti 1, Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 23. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl Karlsson Inga Dóra Karlsdóttir Rúna Björg Sverrisdóttir Unnur Birta Sverrisdóttir Katla Líf Sverrisdóttir Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, ÞÓRUNN ÁGÚSTA ÞÓRSDÓTTIR vélaverkfræðingur, Alveveien 13, Sandnes, Noregi, lést á krabbameinsdeild Åse, Noregi, í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 20. nóvember. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 8. desember klukkan 14. Gunnar Runólfsson Björg Jónína Björnsdóttir Sveinbjörn Hugi Gunnarsson Guðný Magna Gunnarsdóttir Álfhildur Jónsdóttir Þór Ólafur Helgason Guðný Gunnarsdóttir Guðný Ósk Þórsdóttir Jón Þór Guðbjörnsson Sædís Ólöf Þórsdóttir Gunnar Ingi Hrafnsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUT BENJAMÍNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Lundi laugardaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 5. desember klukkan 14. Ásdís Þórðardóttir Hallgrímur J. Jónasson Arndís Eiðsdóttir Gunnar Þór Jóhannesson Auður Eiðsdóttir Benedikt Páll Magnússon Baldur Eiðsson Margrét Kristín Tryggvadóttir Guðlaug Veronika Eiðsdóttir Jónas Harðarson Trausti Þór Eiðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GEIRLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. nóvember. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. desember klukkan 13. Sérstakar þakkir til allra vina og vandamanna fyrir einstaka hjálp í gegnum árin sem og til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun. Helgi Vigfússon Elín Anna Hreinsdóttir Hildur Vigfúsdóttir Jani Pitkäjärvi og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR HALLDÓRSSON frá Dal, lést á líknardeild Landspítalans 26. nóvember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 6. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heru heimahlynningar og líknardeildar LSH. Þorgerður V. Sveinbjörnsdóttir Halldór Erlendsson Linda Björk Jóhannsdóttir Rósa Erlendsdóttir Haukur Þórðarson Egill Erlendsson Ragna Elíza Kvaran barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, ÞÓRÐUR ALBERT GUÐMUNDSSON yfirflugvirki, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. desember klukkan 13. Þórdís Þórðardóttir Guðmundur Albertsson Áslaug Traustadóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Hermann Jónsson Guðrún Helga Magnúsdóttir Steinar Þór Þorfinnson og systrabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.