Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Óstýrilátir söguþræðir
Algengt er að sögur hafi eina byrj-
un, ein sögulok og einn krókalítinn
söguþráð þar á milli, en þannig er
hún ekki sagan af ferð okkar Gísla
um Ólafsveg sumarið 2015. Í henni
eru margir söguþræðir, sumir krók-
óttir og sumir enda hvergi. Á sög-
unni þeirri þyrftu
að vera margar
byrjanir samtímis
svo lesandinn fái
að vita það bráð-
nauðsynlegasta
strax í upphafi:
Hver er þessi
Ólafur? Hverjir
erum við Gísli?
Hvar er þessi
vegur? Og hvers vegna fórum við
hann? Það einfaldar svo alls ekki
málið að Ólafur var tæpast einn mað-
ur heldur þrír eða fleiri og sennilega
var enginn þeirra sá sem sýnist.
Eins var um staði, atburði, tíma;
fæst þessa var óyggjandi; það gat
verið þarna eða annars staðar, svona
eða öðruvísi, fyrr eða síðar. Það er
ekki vitað með fullri vissu hvar
Ólafsvegur var, né hitt hvort Ólafur
þessi fór nokkurn tíma sjálfur þann
veg. Þegar ég núna, að sögunni
sagðri, lít aftur á þessi upphafsorð
kemur mér í hug að flest er bara get-
sakir nema helst það sem er beinlínis
fyrir framan nefið á manni: malbikið,
barrtrén, sultardropinn.
Ólafur þessi
Þetta er þó vitað: Ólafsvegur er
kenndur við Ólaf Haraldsson, Nor-
egskonung á elleftu öld. Um hann
skrifaði Snorri Sturluson Ólafs sögu
helga, sem er uppistaðan og þunga-
miðjan í Heimskringlu. Eftir ör-
stutta æsku varð Ólafur víkingur um
árabil en svo kóngur. Framan af var
hamingjan með honum í liði; hann
náði undirtökum á landsmönnum,
setti lög, fylgdi fast eftir kristniboð-
inu sem nafni hans Ólafur Tryggva-
son kom á veg, lét byggja kirkjur,
tróð illsakir við nágrannakónga
o.s.frv. En einn daginn sneri ham-
ingjan fyrirvaralítið við honum baki
og eftir tólf ára langan konungdóm
hraktist hann frá völdum og fór á
flótta austur til Rússlands. Ári síðar
þóttist hann sjá lag til að endur-
heimta völdin í Noregi á nýjan leik.
Þá sneri hann heim á leið, safnaði liði
í Svíþjóð og stefndi því yfir Kjöl
vestur til Noregs. En hann hafði þá
ekki lesið hug heimamanna rétt. Þeir
kærðu sig ekki um að fá hann aftur
fyrir kóng, biðu eftir honum að
Stiklastöðum í Þrándheimi þann 29.
júlí árið 1030 og drápu hann. Seinna
var farið að kalla þennan síðasta spöl
hans, frá Svíþjóð yfir til Stiklastaða,
Ólafsveginn. En varla var Ólafur
konungur skilinn við þegar tók að
bera á kraftaverkum í nánd við líkið;
blindir fengu sýn, sjúkir bata, ljós
kviknuðu af sjálfu sér og englar klið-
uðu. Ólafur varð tafarlítið að dýr-
lingi. Og sannast sagna tókst honum
dauðum flest það sem hann hafði
reynt án árangurs í lifanda lífi. Ólaf-
ur varð einn þekktasti dýrlingur
Norður-Evrópu og þjóðardýrlingur
Norðmanna. Fyrrum voru ekki færri
en sextíu íslenskar kirkjur helgaðar
honum. Það er mynd af Ólafi í Fæð-
ingarkirkjunni í Betlehem en þar
fær nú ekki hver sem er mynd af sér.
Dómkirkjan mikla í Þrándheimi –
Niðarósi eins og bærinn hét þá – var
byggð yfir jarðneskar leifar hans.
Þangað flykktust síðan pílagrímar
eftir ýmsum leiðum en hollast þótti
að fara leiðina sem hann fór síðast til
Stiklastaða; Ólafsveginn.
Pílagrímsferðir voru mikið tíðk-
aðar á miðöldum. Pílagrímar héldu
að heiman, helst allslausir og nestis-
litlir, áleiðis til helgra staða. Á þann-
ig stöðum höfðu átt sér stað trúar-
legir merkisatburðir eða þá að þar
voru varðveittar líkamsleifar helgra
manna. Þær voru nefndar helgir
dómar og geymdar í veglegum
skrínum. Nálægðin við helga dóma
gaf bænum pílagrímanna aukinn
styrk. Fjölsóttustu pílagrímastað-
irnir voru Róm, Santiago de Comp-
ostela og Landið helga. Sumir píla-
grímar lögðu sjálfviljugir af stað í
ferðir sínar sakir guðsástar eða til að
fá atbeina dýrlinganna. Aðrir fóru
tilneyddir, af því að skriftafaðir hafði
sett þeim þær skriftir að fara í lengri
eða skemmri ferð til að bæta fyrir
drýgða synd. Með því styttu þeir
dvölina í hinum skelfilega hreins-
unareldi. Í þeim eldi voru lestir og
brestir brenndir úr sálunum eftir
dauðann og það var sannarlega mjög
kvalafullt. Drottinn hafði velþóknun
á pílagrímum og því meiri sem þeir
fóru í lengri og erfiðari ferðir. Hann
afgreiddi bænir þeirra með meiri
góðvild en annarra manna. Heppn-
astir voru jafnvel þeir pílagrímar
sem týndu lífinu í ferð sinni, því þeir
áttu bæði greiðari og styttri leið til
himnasælunnar en aðrir.
Svo komu siðaskiptin og breiddust
um Norður-Evrópu og raunar álíka
langt suður eftir álfunni eins og ís-
aldarjökullinn á sínum tíma. Dýr-
lingar og pílagrímsferðir voru kaþ-
ólsk fyrirbæri og urðu nú einskis
metin eða verra með siðaskipta-
mönnum. Helst var það Helvíti sem
hélt velli í nýja siðnum. Við siða-
skiptin týndu flestir dýrlingar lífi
sínu í annað sinn og gleymdust. Það
átti þó ekki við um Ólaf. Þvert á móti
umbreyttist hann í elskaða og dáða
þjóðsagnapersónu eða verndarvætti,
sem hvorki var beinlínis kristin né
heiðin, en vann á hættulegum for-
ynjum og hjálpaði fólki í erfiðleikum,
einkum almúganum.
En leiðirnar sem pílagrímarnir
fóru týndust ekki með öllu og nú hef-
ur duglegt og áhugasamt fólk kort-
lagt og merkt Ólafsveginn austan úr
fjörunni við Eystrasaltið og alla leið
vestur til Stiklastaða og Þránd-
heims. Sá vegur er rúmir 600 kíló-
metrar að lengd og þræðir gamla
þjóðbraut yfir Kjöl. Á Kili fer Ólafs-
vegurinn hæst í 550 metra. Á honum
er engin örtröð líkt og á Jakobsveg-
inum til Santiago de Compostela.
Göturnar eru víða grónar háu grasi
og sænska bitmýið tekur ferðalöng-
um með ósviknum fögnuði.
Það var ekki af áðurnefndum sálu-
hjálparástæðum sem við Gísli Ósk-
arsson réðumst í ferð okkar um
Ólafsveginn. En af hverju þá? Ég
hafði nokkrum sinnum farið til San-
tiago de Compostela og var áhuga-
samur um pílagrímaleiðir og aðrar
gamlar götur. Nokkrum árum fyrr
hafði ég hjólað hringinn í kringum
Eystrasaltið. Alla þá löngu leið var
ég að rekast á kirkjur helgaðar og
heitnar eftir Ólafi helga, myndir af
honum og styttur. Á þeirri vegferð
fór ég um Sundsvall þar sem á að
vera upphafspunktur Ólafsvegarins.
Þar fór strax að gerjast í mér
ísmeygileg löngun til að fara hann
einhvern tíma. Gísli var aftur á móti
vel heima í Gerplu og hafði kynnst
Ólafi helga af þeirri bók. Hann starf-
ar við landmælingar sem hann lærði
á sínum tíma í Noregi, og hafði íhug-
að Gerplu af nákvæmni á milli þess
sem hann hugaði að miðum og mæli-
einingum. Það hagaði svo til að við
stunduðum báðir morgunsund í
Sundlaug Kópavogs og höfðum oft
tekið tal saman. Þó að ég sé fáskipt-
inn og þumbaralegur og það í meira
mæli á morgnana en endranær, var
ekki auðvelt að komast hjá samræð-
um við Gísla. Hann þekkir allt fólk,
er áhugasamur um flest lifandi sem
dautt, stálminnugur, ákaflega ræð-
inn, algjörlega ófeiminn, höfðingja-
djarfur, hávær og ágengur. Hann
gæti sennilega fengið lík til að svara
sér og enginn efi er á að hann mundi
reyna það. Nú hafði Gísli verið að
blaða í Gerplu þar sem segir frá
Stiklastaðabardaga. Þar standa
þessi orð: „Heggur heitir sá er frjó-
vast síðastur viða í Noregi; þar sem
björk og lind og önnur tré bera fræ
áður fullbjört sé nótt á vor, lýkur eigi
heggur upp frjóknappi sínum fyren
að úthallanda sumri.“ Gísla þótti það
alveg með ólíkindum að norskur
heggur væri blómstrandi í júlílok
norður í Þrændalögum og dró jafn-
vel grasafræðikunnáttu nóbels-
skáldsins í efa. Þetta álitaefni færði
hann í tal við okkur í sturtunum ein-
hvern morguninn upp úr klukkan
sjö. Málið var tekið til umræðu sem
svo leið hjá. Daginn eftir kom Gísli
með nýtt umræðuefni; mig minnir að
hann hafi þá haldið því fram, að
menn þyngdust um ein 400 grömm
við að læra utan að heila rímu en
léttust að sama skapi við að gleyma
henni. En aftur og aftur barst hann
samt í tal milli okkar tveggja blómg-
unartími norskra heggtrjáa, eins og
hann hefði grafið sig niður í undir-
meðvitundina og smitaði þaðan. Lík-
lega var þessi spurning elsta rót
ferðarinnar og fyrsti aðdragandi
hennar. En það er alþekkt að frum-
orsökin í langri orsakakeðju er oft í
afar illskiljanlegu samhengi við
hinstu afleiðinguna, eins og katast-
rófukenningin segir. Hvort sem það
nú var út af heggnum eða öðru vor-
um við þann átjánda júlí sumarið
2015 staddir í bílaleigubíl með reið-
hjólin okkar og kerrur á leið frá Ar-
landa-flugvelli norður með Eystra-
saltinu allt til Sundsvall. Þann dag
rigndi.
Eftir Ólafsvegi með útúrdúrum
Ólafur konungur Haraldsson, ýmist kallaður digri eða helgi, ríkti í rúman áratug yfir Noregi en hraktist þaðan í útlegð.
Hinsta ferð Ólafs var frá Svíþjóð yfir Kjöl til Stiklastaða og varð sú leið ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda.
Tæpum þúsund árum eftir fall Ólafs konungs fór Jón Benedikt Björnsson þessa leið ásamt félaga sínum á reiðhjóli.
Í bókinni Rassfar í steini lýsir hann ferðalaginu og rekur samhliða því sögu þessa einkennilega manns.
Ljósmynd/Jón Benedikt Björnsson
Á Ólafsvegi Vel meintur en torfær skógarstígur.
Ljósmynd/Jón Benedikt Björnsson
Digur Líkneski Ólafs helga Haralds-
sonar í kirkjunni í Borgsjö.
Ljósmynd/Jón Benedikt Björnsson
Teikn Rassfar Ólafs helga sem hann skildi eftir í steini nálægt Borgsjö.