Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 AUTHORISED DEALER Victoria Parka 114.990 kr. Carson Parka 124.990 kr. Langford Parka 119.990 kr. 29. nóvember er ár hvert að undirlagi Sameinuðu þjóðanna alþjóðlegur sam- stöðudagur með pal- estínsku þjóðinni. Dagsetningin er ekki tilviljun því það er sem SÞ vilji taka ábyrgð á afleiðingum gerða sinna þegar Allsherjarþingið sam- þykkti á þessum degi fyrir 71 ári tillögu um að Palestínu yrði skipt upp til helminga. Gyðingar sem voru að flytjast til landsins í stórum stíl fengju annan helminginn en heimamenn áttu að halda hinum helmingnum. Jerúsalem skyldi vera sjálfstæð eining undir alþjóðlegu eftirliti. Eftir að helmingur palest- ínsku íbúanna hafði hrakist af heimilum sínum undan ógnum og hryðjuverkum gyðinga og stríði sem nágrannar háðu gegn tilurð Ísraelsríkis, var samið um vopnahlé árið 1949 og réð Gyðingaríkið Ísrael þá yfir nærri 80% landsins. Tæpum tuttugu árum síðar tóku þeir það sem eftir var af Palestínu og það hernám frá sex daga stríðinu 1967 varir enn, hálfri öld síðar. Netanyahu fordæmdi Oslóarsamkomulagið Allar götur síðan Palestínumenn misstu land sitt undir hernám hafa þeir háð á ólíkan hátt baráttu fyrir frelsi þjóðarinnar. Fyrst eftir að Frelsissamtök Palestínu, PLO, voru stofnuð, bar nokkuð á vopnaðri bar- áttu. En frá miðjum áttunda ára- tugnum, eða fljótlega eftir Yom Kippur-stríðið 1973, þegar Egyptar náðu aftur Sinai-skaganum, hófust leynilegar friðarviðræður sem stóðu með hléum til ársins 1993 þegar Osló- arsamkomulagið var gert. Áður höfðu einnig verið í gangi formlegar friðarviðræður að frum- kvæði Bandaríkja- stjórnar sem nefndust Madrídviðræðurnar frá 1991. Palestínumenn hafa fyrir löngu gert sér ljóst að barátta þeirra fyrir réttlæti og friði nær ekki fram að ganga nema eftir friðsamlegum leiðum. Hervaldið er Ísraels. Í Osló náðu aðilar að semja um að viðurkenna hvor annan, Ísr- ael og PLO. Ísrael skyldi skila her- tekna landinu í áföngum, fyrst Gaza og Jeríkó en síðan öðrum hlutum Vesturbakkans og lokasamkomulag skyldi gert innan fimm ára. Netanyahu sem nú er forsætis- ráðherra fordæmdi Óslóarsam- komulagið og sagði það hrein svik við hugsjónir gyðinga. Hann vísaði til Biblíunnar sem sönnunar fyrir því að gyðingar ættu allt landið og þyrftu engu að skila. Ryðja bæri þeim úr vegi sem bæru ábyrgð á Óslóarsamkomulaginu. Stuttu síðar var Rabin forsætisráðherra myrtur á útifundi friðarsinna. Netanyahu komst til valda í næstu kosningum og þarf engan að undra að lítið varð úr efndum á samkomulaginu. Haldnir hafa verið ótal fundir sem kallaðir eru „friðarferli“ en með því hefur málið verið dregið á langinn á meðan hernámið er hert og látlaus- um árásum gegn fólkinu er fram haldið. Palestínumenn ráða að nafn- inu til um 10% af Vesturbakkanum og svæði þeirra fara stöðugt minnk- andi með vaxandi landtökubyggð- um sem fjölgar stöðugt. Nú stefnir í að byggðir Palestínumanna verði lítið nema litlir blettir í kringum helstu borgir og bæi. Ógnarástand á Gaza Á Gaza-svæðinu hefur ríkt ógnar- ástand í 11 ár. Íbúarnir eru innikró- aðir, öll landamæri lokuð, eini flug- völlurinn eyðilagður með loft- árásum Ísraelshers og hafnbann ríkir. Íbúarnir hafa orðið að þola eldflauga- og sprengjuárásir úr lofti, af landi og sjó, bæði dags- daglega og í meiri háttar herferð- um. Á móti hafa komið heima- tilbúnar eldflaugar Hamas og andspyrnuhópanna á Gaza sem eru meira til að sýnast en nokkuð ann- að, þótt þær geti valdið skelfingu í nærliggjandi byggðum. Hernaðar- máttur Ísraels er hins vegar geig- vænlegur með öllum fullkomnustu vopnum heims, þar á meðal kjarn- orkuvopnum, og njósnakerfi sem stendur framar flestum ef ekki öll- um öðrum. Íbúar Gaza búa við skort á flest- um sviðum, rafmagn er skammtað nokkrar klukkustundir á dag, drykkjarvatn er mengað, lyf og lækningatæki eru af skornum Vopnahlé á Gaza Eftir Svein Rúnar Hauksson Sveinn Rúnar Hauksson » Palestínumenn hafa fyrir löngu gert sér ljóst að barátta þeirra fyrir réttlæti og friði nær ekki fram að ganga nema eftir friðsamleg- um leiðum. Við fögnum 30 ára af- mæli HIV Ísland sam- takanna þessa dagana. Jafnframt eru 100 ár liðin frá því að spænska veikin náði hámarki hér í Reykjavík með miklu mannfalli og sorg, en þessi hörmungar- atburður dró einnig fram það góða í fólki, samhjálp og ást. Hugsunin um hvernig HIV verður minnst á 100 ára tímamótunum er blendin. HIV-jákvæðir hafa búið við ótta, mismunun, fordóma og útskúf- un í gegnum árin. Gæti það verið vegna þess hve dugleg við vorum og erum að skilgreina og flokka HIV- jákvæða í áhættuhópa og eftir áhættuhegðun; hommana, sprautu- fíklana, innflytjendurna og vændis- fólkið? Það er tími til kominn að af- glæpavæða HIV-sjúkdóminn um víða veröld og skila skömm HIV- smitaðra. Sprenging hefur orðið meðal HIV- nýgreindra hérlendis síðustu þrjú ár- in. Metið var slegið á síðasta ári með 28 greinda og verður aftur nú en um 35 hafa greinst það sem af er ári. Við hjá HIV-samtökunum erum mjög slegin yfir þessu. Margir telja að það skekki mynd- ina að þeir sem koma að utan og eru með svonefnd eldri smit flokkist til nýgreindra á Íslandi. Um 20 HIV ný- skráðra í ár eru með „þekkt eldra smit“. Gagnrýnt hefur verið hvernig tölur og greiningar eru birtar al- menningi í fjölmiðlum og að það geti alið á fordómum gegn ákveðnum hópum. Yfirskrift alþjóðlega alnæmisdagsins 1. des- ember í ár er „Know your status“ sem felur í sér hvatningu til allra að fara í HIV-próf. Nauð- synlegt er að geta komist í hraðgreiningarpróf á óháðum stað í borginni og megi það verða sem fyrst. Þá komst dásam- legt baráttumál í höfn í sumar þegar yfirvöld hófu að greiða að fullu fyrir samheitalyf Truvada til að fyrirbyggja ný HIV-smit meðal karla sem stunda kynlíf sín á milli. Um 90 karlar hafa nú fengið for- varnalyfið. Á 30 ára afmæli HIV Ísland horf- um við með bjartsýnisaugum fram á veginn, enda er hér hugað að mann- réttindum og lífsskilyrðin með besta móti. Við erum þakklát fyrir allan stuðninginn og minnumst fallinna fé- laga með virðingu. Við gleðjumst yfir því að veruleiki og framtíðarhorfur HIV-jákvæðra eru allt aðrar og betri í dag en fyrir þremur áratugum. Afglæpavæðum HIV á 30 ára afmæli samtakanna Eftir Einar Þór Jónsson » Yfirskrift alþjóðlega alnæmisdagsins 1. desember í ár er „Know your status“ sem felur í sér hvatningu til allra að fara í HIV-próf. Einar Þór Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri HIV Ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.