Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ídag sezt Ís-land á bekkmeð fullvalda
þjóðum heimsins,“
sagði í grein á for-
síðu Morgunblaðs-
ins 1. desember fyrir 100 árum.
„Þessi dagur er mikill dagur
sögu þjóðar vorrar. Þessi dag-
ur er runninn af þeirri baráttu,
sem háð hefur verið í þessu
landi allt að því í heila öld. Hún
hefur þroskað oss, baráttan,
um leið og hún hefur fært oss
að markinu. Saga hennar verð-
ur ekki sögð í dag. Hún lifir í
hjörtum þjóðarinnar,“ sagði
Sigurður Eggerz, fjármála-
ráðherra og staðgengill for-
sætisráðherra í fjarveru Jóns
Magnússonar, í hátíðarræðu
sinni 1. desember 1918 og
bætti við að nú byrjaði „ný
saga hins viðurkennda íslenska
ríkis“. Hana skrifuðu ekki að-
eins stjórnmálamennirnir, þótt
þeir réðu miklu, heldur einnig
„bóndinn, sem stendur við orf-
ið og ræktar jörð sína“, „dag-
launamaðurinn, sem veltir
steininum úr götunni“ og „sjó-
maðurinn, sem situr við ára-
keipinn“: „Allir, sem inna lífs-
starf sitt af hendi með alúð og
samviskusemi, auka veg hins
íslenska ríkis. Og sú er skylda
vor allra.“
Óhætt er að segja að Íslend-
ingar hafi hlýtt kallinu. Gengið
hefur á ýmsu frá því að „ný
saga hins viðurkennda íslenska
ríkis hófst“.
Í kjölfar fullveldis fylgdi
sjálfstæði frá Dönum tæpum
26 árum síðar. Í huga margra
hlaust ekki endanlegt fullveldi
og sjálfstæði fyrr en Danir
skiluðu handritunum árið 1971.
Ákvarðanir um að færa út
landhelgina voru einnig mikil-
væg skref í að marka Íslandi
sess í samfélagi þjóðanna þótt
það kostaði átök við Breta.
Árið 1918 var Ísland eitt fá-
tækasta land Evrópu og hefðu
fáir trúað því að einum hundr-
að árum síðar yrði hagur þess
með því sem best gerðist í
heiminum. Margir töldu að Ís-
lendingar myndu ekki geta
staðið á eigin fótum. Reikn-
ingsdæmið væri einfalt. En það
var öðru nær og má segja að
velmegunin hér landi gangi
þvert á öll lögmál. Uppbygg-
ingin hefur ekki alltaf verið
auðveld og aldrei sjálfsögð.
Tilveran var erfið á tímum
kreppunnar miklu, heimsstyrj-
öldinni síðari fylgdu hremm-
ingar en einnig mikill upp-
gangur og nútímavæðing.
Meira að segja tímar óðaverð-
bólgu voru skeið uppbyggingar
og aukinnar velmegunar. Það
var ekki síst vegna áhersl-
unnar á að halda atvinnuleysi í
lágmarki þótt það kostaði
rýrnun krónu.
Á einni öld hefur, hvað sem
líður göllum og gagnrýni í
dagsins önn, verið
byggt upp á Ís-
landi heilbrigðis-
kerfi, menntakerfi
allt frá leikskólum
til háskóla og sam-
göngur í fremstu röð. Landið
tekur þátt í alþjóðlegu sam-
starfi. Hér er rekin utanríkis-
þjónusta með sendiráð víða um
lönd.
Íslensk tunga og menning
voru snar þáttur og undirstaða
sjálfstæðisbaráttunnar og hafa
einnig verið lykilatriði í mótun
fullveldis og sjálfstæðis. Ís-
lensk menning fer víða um
þessar mundir, hvort sem horft
er til bókmennta, myndlistar,
leikhúss, kvikmynda eða tón-
listar.
Margir hafa áhyggjur af
stöðu íslenskunnar um þessar
mundir og má ekki gera lítið úr
nauðsyn þess að hlúa að tung-
unni og efla þannig að áfram
verði hún ekki aðeins gjald-
geng heldur sjálfsögð í sam-
skiptum hér á landi kynslóð
fram af kynslóð. Tungan er
hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar
og nauðsynlegur tengiliður við
fortíðina og menningararfinn.
Um leið má ekki gleyma því
hversu þróttmikil tungan er og
öflug. Nægir að horfa til út-
gáfu hér á landi. Fjölda fjöl-
miðla er haldið úti jafnt á neti
sem prenti. Nokkur hundruð
bókartitlar eru gefnir út á ári
hverju.
Fullveldið var lykilskref í
sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar. Fullveldið er ekki sjálf-
sagður hlutur, eins og sagan
hefur sýnt. Það þurfti að hafa
fyrir því að fá fullveldi og það
kostar líka fyrirhöfn að halda
því. Hingað til hefur það geng-
ið vel. Ísland hefur nýtt full-
veldið til að taka þátt í alþjóð-
legu samstarfi og undirgangast
skuldbindingar. Um leið hefur
þess verið gætt að þær skuld-
bindingar leiði ekki til afsals
sjálfsákvörðunarréttarins eða
skerði þjóðarhag – eða komið í
veg fyrir að það gerðist.
Morgunblaðinu í dag fylgir
veglegt blað undir yfirskrift-
inni Fullveldi Íslands. Í grein-
um og viðtölum í blaðinu kem-
ur glöggt fram að umræðunni
um fullveldið er hvergi nærri
lokið. Nýjasti kaflinn í þeirri
rimmu snýst um þriðja orku-
pakkann, sem snýst um að taka
á sig skuldbindingar sem eru
ekki bara óþarfar heldur
óæskilegar.
Saga hundrað ára fullveldis,
sú saga sem Sigurður Eggerz
talaði um að nú yrði hafist
handa við að móta fyrir einni
öld, hefur reynst farsæl, ekki
síst vegna þess að bóndinn,
daglaunamaðurinn og sjómað-
urinn lögðu sitt af mörkum og
vörðuðu veginn af stórhug. Sú
saga vísar veginn inn í framtíð-
ina.
„Í dag sezt Ísland á
bekk með fullvalda
þjóðum heimsins“}
100 ára fullveldi
Þ
að er mér mjög erfitt að skrifa
þennan pistil og ég held að útskýr-
ingin á því af hverju svo er sé
mikilvæg. Í stað þess að skrifa því
pistilinn ætla ég að skrifa af hverju
mér finnst erfitt að skrifa þennan pistil.
Til að byrja með birtist þessi pistill á 100 ára
afmæli fullveldis Íslands. Augljóslega ætti ég
að nota tækifærið til þess að tala um sjálfstæði
harðgerðra íbúa á eyju í miðju Atlantshafinu
við norðurheimskautsbaug. Það er margt hægt
að tala um og mörgu hægt að hrósa. Það væri
hægt að tala um áskorunina sem liggur fyrir
framan okkur að klára að ganga frá nýrri
stjórnarskrá, okkar eigin stjórnarskrá sem
kæmi loksins í staðinn fyrir þá sem við fengum
að láni til þess að redda okkur þangað til við
gætum samið okkar eigin. En það er erfitt að
tala ekki um atburði liðinna daga. Á tímum núvitundar er
bara ekki svo auðvelt að bægja þeim atburðum frá og
halda áfram. Á morgun segir sá lati og svo gerist ekkert.
Það er nefnilega málið, það er svo oft sem ekkert er gert
á Íslandi. Stundum kemur það okkur vel en oft kemur það
okkur mjög illa. Efnahagshrunið til dæmis, það var ekkert
gert í ítrekuðum ábendingum. Okkur gengur vel þegar við
stingum ekki verkefnunum undir stól heldur gerum eitt-
hvað í þeim. Við bjuggum til nýja stjórnarskrá. Það tókst
loksins. Hún var afhent Alþingi til úrvinnslu sem gerði svo
ekkert við hana. Þrátt fyrir að hún fengi stuðning í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Það var meira að segja búið að setja upp
bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrá þannig að
hægt væri að samþykkja nýja stjórnarskrá án
þess að boða til þingkosninga. Það var allt
tilbúið, en ekkert var gert. Það kaldhæðnislega
við allt þetta er að ef þjóðaratkvæðagreiðslan
1. desember 1918 hefði verið háð sömu skil-
yrðum og sett voru í bráðabirgðaákvæðinu, þá
hefðum við ekki orðið fullvalda þjóð. Það var
nefnilega svo slæm kosningaþátttaka, bara
44% þeirra sem voru með atkvæðisrétt
greiddu atkvæði. Margir voru nefnilega heima
út af spænsku veikinni.
Ég vildi að ég gæti bara gleymt því sem
gerðist í vikunni og skrifað falleg orð um 100
ára fullveldisafmæli Íslands. Það sem gerðist
var hins vegar ekki eitthvað sem má gleymast
og ég held að það besta sem ég geti gert til
þess að minnast þess að við erum fullvalda,
með sjálfsákvörðunarrétt, sé að vekja athygli á ábyrgðinni
sem því fylgir. Við getum sem þjóð tekið saman ákvarð-
anir um hvert skal stefna. Við getum sem einstaklingar
tekið ákvörðun um hvert við stefnum. Stundum verður
árekstur á milli stefnu þjóðar og stefnu einstaklinga.
Árekstur sem lýsir sér í spillingu. Í hrossakaupum og
sjálftöku þeirra sem við treystum til þess að vinna fyrir
okkur. En lítum á björtu hliðarnar, við erum búin að vera
fullvalda í 100 ár. Til hamingju Ísland.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Til hamingju Ísland
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meginhluti þess lax semframleiddur er hér álandi er fluttur heill ogkældur til meginlands
Evrópu eða Ameríku þar sem hann
er unninn og sendur áfram til við-
skiptavina. „Laxeldi á Íslandi er at-
vinnuvegur í þróun. Ekki er hægt að
gera allt í einu,“ segir Guðmundur
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Novo Food, sem rekur dreifingar-
stöð fyrir fisk og vinnslu í neytenda-
pakkningar í hjarta fiskdreifingar í
Frakklandi, Boulogne-sur-Mer.
„Hér í Frakklandi er stærsti
markaður fyrir lax í Evrópu. Hann
er tvískiptur. Annars vegar er fersk-
ur lax sem fer svipaða leið og þorsk-
ur í fiskborð stórmarkaða eða í neyt-
endapakkningum í hillur verslana.
Hluti er fluttur frystur. Stór hluti af-
urðanna fer í reykingu í Frakklandi
eða annars staðar í Evrópu og endar
í stórmörkuðum,“ segir Guðmundur.
Fluttur óunninn á markað
Tilraunir eru gerðar með flökun
og aðra fullvinnslu á laxi hér á landi
en meginhlutinn er fluttur út heill í
kælikössum og unninn á meginlandi
Evrópu, meðal annars í Frakklandi
og Bretlandi. „Þetta snýst um kostn-
að við vinnsluna, flutningskostnað
og tolla. Hagstæðara er að fullvinna
vöruna nær markaðnum. Það getur
breyst með betri tækni við vinnslu
og flutninga,“ segir Guðmundur
þegar hann er spurður að því hvort
íslensku fiskeldisfyrirtækin geti
aukið virði afurða sinna með aukinni
vinnslu hér heima.
Bendir Guðmundur á að lax sé
mest fluttur heill um heiminn. Ís-
lenski laxinn fari inn í þá keðju. Það
sé aftur á móti möguleiki að reyna
að auka verðmæti afurðanna með
því að selja sérstöðu íslenska laxins
með tilliti til hreinleika og að hann
er alinn á umhverfisvænan hátt. Á
þetta hafi ekki mikið reynt ennþá
vegna þess að framleiðslan á Íslandi
hafi ekki verið mikil en þó liggi fyrir
að margir viðskiptavinir séu reiðu-
búnir að greiða meira fyrir þessa
ímynd afurðanna á meðan aðrir líti
aðeins á vöruna sem lax, sama hvað-
an hún kemur. „Með aukinni fram-
leiðslu á íslenskum laxi mun afhend-
ingaröryggi aukast og það auðveldar
markaðssetninguna. Mikilvægt er
að laxeldisfyrirtækin á Íslandi
standi saman að markaðssetningu á
íslenskum laxi,“ segir Guðmundur.
Novo Food er í samvinnu við ís-
lensk laxeldisfyrirtæki. Arnarlax er
helsti framleiðandinn enn sem kom-
ið er. Guðmundur segir að fyrir-
tækið hafi keypt nokkur hundruð
tonn af laxi fyrir franska markaðinn
á þessu ári. Hann segir að íslenski
laxinn falli vel að flutningakerfi
fyrirtækisins. Það hafi aðstöðu til að
taka á móti laxinum og dreifa honum
áfram. Hluti afurðanna fer í frekari
vinnslu og neytendaumbúðir í nýrri
verksmiðju fyrirtækisins.
Vandræði vegna mótmæla
Starfsmenn Novo Food og ann-
arra fyrirtækja í fiskdreifingu í
Frakklandi hafa staðið í ströngu að
undanförnu vegna mótmæla gegn
hækkun eldsneytisskatta. Lokanir
vega hafa valdið miklu tjóni. Fersk-
ur fiskur þolir ekki bið í flutningum
og svo þegar vegirnir opnast á ný
verður offramboð og selja þarf vör-
urnar á lægra verði. Mikil vandræði
voru vegna þessa í síðustu viku en
rólegra yfir síðustu daga.
Novo Food er í eigu Guðmund-
ar og Sigurðar Péturssonar sem er
framkvæmdastjóri hjá fiskeldis-
fyrirtækinu Arctic Fish og fjöl-
skyldna þeirra. Fyrirtækið tengist
fiskeldinu á Íslandi einnig með
eignarhlut í Arctic Fish. 70 starfs-
menn eru hjá Novo Food í Frakk-
landi.
Fá hærra verð fyrir
íslenskan eldislax
Flugfiskur Fyrirtækin þurfa að hafa hraðar hendur til að koma fiskinum
ferskum á markað. Hér fer fiskur um borð í vél á Keflavíkurflugvelli.
Novo Food hefur
byggt starfsemi
sína á því að
flytja inn fersk-
an fisk frá Ís-
landi og Norður-
Evrópu og
dreifa á franska
markaðnum.
Hafa afurðirnar
farið á heild-
sölumarkað og í fiskborð stór-
markaða.
Aukning er í sölu tilbúinna
rétta og á ferskum fiski í neyt-
endapakkningum sem fólk velur
úr hillum stórmarkaða. Í því
skyni að koma sér lengra inn á
markaðinn keypti Novo Food
ferskfiskpökkunarverksmiðju í
Boulogne-sur-Mer síðastliðið
vor. „Þetta hefur gengið vel. Við
tókum við verksmiðjunni í byrj-
un apríl og höfum verið að fjár-
festa í nýjum tækjabúnaði og
viðhalda samningum við þá við-
skiptavini sem voru fyrir. Á
næsta ári förum við síðan á fullt
í það að finna nýja markaði og
viðskiptavini,“ segir Guðmund-
ur Stefánsson.
Lengra inn
á markaðinn
KEYPTU VERKSMIÐJU
Guðmundur
Stefánsson