Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 8 81 5 4 11 /1 8 GEFÐU FRÍ UM JÓLIN með gjafabréfi Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Snorri Másson snorrim@mbl.is Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólks- ins, voru reknir úr flokknum á stjórnarfundi hans síðdegis í gær. Þeir sitja áfram á þingi sem sjálf- stæðir þingmenn, en voru þó af stjórn flokksins hvattir til að segja af sér þingmennsku. Í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, sendi félögum sínum í flokknum síðdegis í gær var greint frá því að tveir þingmenn hans, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, myndu taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum. Ekki kom fram hversu lengi það myndi vara. Sigmundur sagði að þetta væri þeirra eigin ákvörðun. Þetta eru eftirköst mikillar reiði og hneykslunar sem gripið hefur um sig í kjölfar birtingar nokkurra fjöl- miðla á upptökum af samtölum þess- ara þingmanna og fleiri á barnum Klaustri við Kirkjutorg síðastliðinn þriðjudag. Þingmennirnir voru allir við skál. Orðbragð þingmannanna um ýmsa samstarfsmenn þeirra á þingi og utan þings hefur verið harð- lega gagnrýnt. „Mér virðist sem stjórnin hafi greitt Flokki fólksins þungt högg með þessari ákvörðun. Þessi ákvörðun kallar á nánari skýringar af hálfu hennar. Hún sýnist lítt grunduð. Til mín hafa ekki verið rak- in nein ummæli sem eru særandi eða meiðandi í garð nokkurs manns. Ég fór þegar ég taldi að í óefni stefndi en hefði átt að sjá það fyrr og fara fyrr, svo það sé viðurkennt,“ sagði Ólafur Ísleifsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við Gauti verðum óháðir þing- menn. Á milli okkar hefur verið þétt málefnaleg og persónuleg samstaða og ég á von á að hún haldist,“ sagði Ólafur. Ætlar að líta í spegil Bergþór Ólason sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann viður- kenndi að hafa viðhaft meiðandi um- mæli um einstaklinga sem hefðu ekkert sér til saka unnið. Á því baðst hann afsökunar og kvaðst nú ætla að „líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýnnar skoðunar“. Sigmundur og Anna Kolbrún Árnadóttir sitja áfram á þingi fyrir Miðflokkinn og segist Sigmundur ekki telja ástæðu til þess að íhuga eigin stöðu. Þau Anna voru þó á Klaustri umrætt kvöld. Í bréfinu til flokksmanna sinna sagði Sigmundur Davíð að vanlíðan þingmannanna sem komu við sögu á barnum Klaustri í síðustu viku væri mikil. Hann kvaðst ætíð hafa reynt að forð- ast persónuníð og sagðist aldrei hafa notað blótsyrði síðan hann var barn. Þrjá eða fleiri þarf til þess að stofna nýjan þingflokk innan Alþing- is og því er ljóst að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason geta ekki stofnað eigin flokk. Guðmundur Ingi Kristinsson og Inga Sæland geta þó verið tvö í þingflokki Flokks fólksins, enda var hann stofnaður af fleiri en þremur þingmönnum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kvaðst Sigmundur Davíð taka öllum fagnandi sem vildu ganga í flokkinn er hann var spurður hvort Ólafur og Karl Gauti myndu ganga til liðs við Miðflokkinn á þingi. „Almennt gildir það bara að við viljum auðvitað fá sem flesta með okkur,“ sagði Sig- mundur. Í fjarveru Gunnars Braga tekur Una María Óskarsdóttir sæti á Al- þingi. Jón Þór Þorvaldsson tekur sæti Bergþórs. Klausturþingmenn í ólgusjó  Gunnar Bragi og Bergþór í leyfi frá þinginu  Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins Karl Gauti Hjaltason Ólafur Ísleifsson Bergþór Ólason Gunnar Bragi Sveinsson Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fagnaði eins árs afmæli í gær, daginn fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga. Efnt var til lít- illar veislu, þar sem blásið var á kerti, og fjöl- miðlafólki boðið í kaffi og kökur. Ríkisstjórnin verður önnum kafin fram eftir degi við hátíðar- höld en ætla verður að það sé ráðherrum bæði ljúft og skylt, enda tilefnið ærið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisboð haldið daginn fyrir fullveldishátíð Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá desember 2017 þar sem karlmaður var dæmdur til tveggja ára fang- elsisvistar fyrir að hafa haft sam- ræði og önnur kynferðismök við konu gegn vilja hennar. Ákærði stakk fingrum í leggöng konunnar og hafði við hana samræði þar sem hún lá sofandi í sófa og not- færði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefn- drunga og ölvunar. Auk fangelsis- vistar er manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miska- bætur. Ákærði og brotaþoli lýstu atvikum með ólíkum hætti en báru bæði að engir kossar hefðu verið fyrir sam- ræðið, ákærði hefði fært buxur og nærbuxur brotaþola niður án þess að brotaþoli hefði hjálpað til og eng- in orð hefðu farið þeim í milli eftir að samræðinu lauk. Framburður brota- þola er sagður stöðugur um helstu atvik. Er framburður ákærða að sama skapi sagður nokkuð stöðugur þrátt fyrir að ákærði leitaðist við að gera heldur meira úr þátttöku brota- þola í kynferðisathöfnum í fram- burði sínum fyrir héraðsdómi en hann hafði borið um fyrir lögreglu. Í fangelsi fyrir mök gegn vilja Samtökin Amnesty International ýttu síðdegis í gær úr vör árlegri herferð sinni með gagnvirku ljósa- innsetningunni Lýsum upp myrkrið. Eliza Reid forsetafrú setti athöfnina við Hallgrímskirkju. Um er að ræða stærstu gagn- virku ljósainnsetninguna hér á landi. Hún stendur frá 30. nóvem- ber til 2. desember og er á milli kl. 17 og 22. Tilgangurinn er að vekja athygli á undirskriftaherferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu baráttu- konum fyrir mannréttindum um heim allan. Konurnar sæta grófum mannréttindabrotum. Amnesty lýsir upp myrkrið við Hallgrímskirkju  Árleg ljósainnsetning til stuðnings herferð samtakanna Morgunblaðið/Hari Amnesty Andlit Elizu Reid á turni Hallgrímskirkju við ljósainnsetninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.