Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Ljósin tendruð á Hamborgartrénu. Miðbakki, Reykjavíkurhöfn. Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardaginn 1. desember en tréð er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Það eru góðir vinir frá Hamborg sem senda jólatréð til Reykja- víkurhafnar. Þessi hefð hefur verið milli aðila allt frá árinu 1965. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd Faxaflóahafna. Herbert Beck sendiherra Þýskalands á Íslandi, ávarpar gesti við tréð ásamt Dr. Sverrir Schopka, fulltrúa Þýsk-Íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í Hafnarhúsinu, ásamt því að jólasveinar munu kíkja í heimsókn. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög. Þessi fallegi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar, er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimstyrjöldina. Þess er sérstaklega minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnar- svæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togaranum. Á hverju ári síðan árið 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavíkur og í ár eru það Íslandsvina- félögin í Hamborg og Köln sem styrkja þetta framtak. Faxaflóa- hafnir hafa staðið fyrir skipulagningu að móttöku trésins. Anleuchten des Weihnachtsbaumes aus Hamburg amMiðbakki, Reykjavik-Hafen. Am Samstag, den 01. Dezember 2018, um 17:00 Uhr wird pünktlich zur Weihnachtszeit der Weihnachtsbaum aus Hamburg in Reykjavík angeleuchtet. Der Baum ist ein Zeichen der Dank- barkeit für die Hilfspakete isländischer Seeleute an bedürftige Menschen in Hamburg nach dem Zweiten Weltkrieg. Der erste Baum kam 1965! Sprecher der Delegation aus Hamburg werden eine kurze Ansprache halten, während sie die Tanne offiziell übergeben. Kristín Soffía Jónsdóttir , Vorsitzender der Faxaflóahäfen wird sich im Auftrag des Hafens für die Tanne bedanken. Darauf- hin folgt eine kurze Ansprache von Herbert Beck, deutscher Botschafter in Island, begleitet von Sverrir Schopka, Sprecher der Deutsch-Isländischen Gesellschaft in Deutschland. Im Anschluß werden die Gäste zu heißer Schokolade und Gebäck ins Hafenhaus eingeladen. Mitglieder der Hafnarfjörður-Blaskapelle spielen Weihnachtslieder. Seit 1965 hat Eimskip den Transport der Tanne jedes Jahr gesponsort und dieses Jahr hat ebenfalls Gesellschaft der Freunde Islands, Hamburg, und Deutsch-Isländische Gesellschaft, Köln, dieses Unterfangen unterstützt. Die Faxaflóahäfen haben den Transport und den Empfang der Tanne organisiert. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Michael Cohen, fyrrverandi lögmað- ur Donalds Trumps Bandaríkjafor- seta, hefur játað sig sekan um að hafa logið að Bandaríkjaþingi „af hollustu“ við forsetann til að gera lít- ið úr þætti hans í viðræðum við rúss- nesk yfirvöld um áform um að reisa háhýsi, Trump-turn, í Moskvu þegar Trump var í framboði í forkosning- um repúblikana árið 2016. Forsetinn sagði að Cohen væri „veikgeðja mað- ur“ og sakaði hann um að hafa logið þessu í von um að játningin tryggði honum mildari dóm. Cohen kom fyrir alríkisdómara á Manhattan í New York í fyrradag vegna rannsóknar sérstaks saksókn- ara, Roberts Muellers, á meintum afskiptum Rússa af kosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rann- sóknin beinist meðal annars að því hvort Trump eða aðstoðarmenn hans hafi verið í leynimakki við Rússa fyr- ir kosningarnar. Cohen játaði sig sekan um að hafa lagt fram rangar, skriflegar yfirlýs- ingar fyrir Bandaríkjaþing í fyrra, meðal annars sagt ósatt um hversu mikið samráð hann hafði við Trump um byggingaráformin í Moskvu. „Ég var með þessar yfirlýsingar til að vera í samræmi við pólitískan boð- skap einstaklings 1 og af hollustu við einstakling 1,“ sagði Cohen. Áður hafði hann tekið fram að „einstak- lingur 1“ væri Trump forseti. Cohen kom fyrir leyniþjónustu- nefndir beggja deilda þingsins á fundum fyrir luktum dyrum í októ- ber vegna rannsókna nefndanna á því hvort Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 í leynilegu samstarfi við aðstoðarmenn Trumps. Samkvæmt ákæru saksóknarans sagði Cohen á fundunum með leyni- þjónustunefndunum að viðræðurnar um Trump-turninn í Moskvu hefðu staðið frá september 2015 til janúar 2016 og þeim hefði lokið áður en for- kosningar repúblikana hófust. Að sögn The Wall Street Journal hefur Cohen nú viðurkennt að viðræðurn- ar hafi staðið til júní 2016 þegar hætt hafi verið við áformin, um mánuði eftir að ljóst varð að Trump yrði for- setaefni repúblikana. Blaðið segir að Trump hafi ítrekað sagt í kosninga- baráttunni að hann hafi ekki átt í neinum viðskiptum við Rússa og ekki tengst Rússlandi á nokkurn hátt. Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, sagði að lögfræðingar hans rengdu ekki yfirlýsingar Cohens um þátt Trumps í viðræðunum um bygg- ingaráformin í Moskvu. „Við sökum ekki Michael vesalinginn um lygar,“ sagði Giuliani en bætti við að sannað hefði verið að Cohen væri „mein- særismaður“ og „raðlygari“. Skaðar Trump en ekki lögbrot Að sögn The Wall Street Journal hefur meðal annars komið fram að Felix Sater, gamall samstarfsmaður Trumps í fasteignaviðskiptum, lagði til við Cohen að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fengi þakíbúð í Trump-turninum í Moskvu að gjöf til að hægt yrði að hækka verðið á öðr- um íbúðum í byggingunni. Sater kvaðst telja að rússneskir auðkýfing- ar myndu vilja greiða jafnvirði alls 30 milljarða króna hærra verð fyrir aðrar íbúðir í háhýsinu ef Pútín fengi þakíbúðina sem var metin á sem svarar sex milljörðum króna. Bandaríski lögfræðingurinn Alan Dershowitz, bandamaður Trumps, segir að játning Cohens bendi ekki til þess að forsetinn hafi framið lög- brot en geti skaðað hann pólitískt og vakið efasemdir um að hann hafi sagt almenningi allan sannleikann um viðræðurnar um byggingar- áformin í Moskvu. Laug „af hollustu“ við Trump  Fyrrverandi lögmaður forsetans játar að hafa sagt þinginu ósatt til að gera lítið úr þætti Trumps í viðræðum um háhýsi sem ráðgert var að reisa í Moskvu  Forsetinn sakar lögmanninn um lygar AFP Ósannindi Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, á leið úr dómhúsi í New York-borg eftir að hafa játað að hafa logið að Bandaríkjaþingi. Brotist hefur verið inn í einn gagna- grunna Marriott International- hótelkeðjunnar þar sem geymdar eru upplýsingar um 500 milljónir viðskiptavina. Í gagnagrunninum eru m.a. bókunarkerfi stórs hluta keðjunnar. Í ljós hefur komið að hakkari eða hakkarar hafa komist inn í gagnagrunninn allt frá árinu 2014. Marriott International keypti hót- elasamsteypuna Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelkeðja heims. Í gagnagrunninum voru bókunar- kerfi hótela Starwood, m.a. W Hot- els, Sheraton, Le Méridien og Four Points, en ekki Marriott-hótela, sem nota annað bókunarkerfi. Í frétt BBC um málið segir að gögnin sem tölvuþrjótarnir komust yfir innihaldi m.a. upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer, net- fang, vegabréfsnúmer, bankareikn- inga, fæðingardag, kyn og fleira. AFP Gögnum stolið Marriott-hótel í San Francisco í Bandaríkjunum. Gögn um 500 milljónir gesta í hættu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekki komi til greina að fallast á aðild að EES- samningnum í gegnum Frí- verslunarsamtök Evrópu (EFTA) sem varaáætlun verði samningi hennar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafnað á breska þinginu. Nokkrir þingmenn í Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum höfðu hvatt til þess að Bretar færu þá leið sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa farið í samskiptum við ESB. BRETLAND Hafnar EES-leiðinni Theresa May

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.