Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 39
Reynir var á togaranum Geir eitt sumar, á karfaveiðum við Ný- fundnaland. Hann fór síðan sem rafvirki í afleysingu til Grundar- fjarðar, stundaði rafvirkjun og var á netum á vetrarvertíð í þrjú ár. Síðar var hann á rækjuveiðum á Breiðafirði með Friðjóni Gunnars- syni í fjögur ár. Reynir kynntist konu sinni í Grundarfirði þó hún væri Reykvík- ingur eins og hann: „Við fluttum aftur suður og bjuggum þar skamma hríð, á horni Laugavegs og Vitastígs, en sáum fljótlega að betra var að ala upp börn fyrir vestan. Við fluttum því alfarin til Grundarfjarðar 1965.“ Í Grundarfirði vann Reynir við rafvirkjun, línulagnir hjá Raf- magnsveitum ríkisins og stundaði sjó. Reynir starfrækti Rafmagns- verkstæði Grundarfjarðar á ár- unum 1970-89 og var þá með þrjá iðnsveina á samningi. Þá stofnaði hann Rafmagns- og bifreiðaverk- stæðið Rafnesti í Grundarfirði og starfrækti það til 1995. Reynir sat lengi í stjórn rafverk- taka á Vesturlandi og var ritari hennar. Hann stofnaði Björgunar- sveitina Klakk í Grundarfirði 1976 og var formaður sveitarinnar í 18 ár. Hann var auk þess lengi um- dæmis- og svæðisstjóri björg- unarsveita á Vesturlandi: „Það fór drjúgur tími í starfið fyrir björg- unarsveitina en þetta var góður fé- lagsskapur með góðan málstað og ég sé ekki eftir þeim tíma.“ Fjölskylda Reynir kvæntist 9.6. 1962 Elísabetu Árnadóttur, f. 20.2. 1943, verslunarmanni. Hún er dóttir Árna Jóhannssonar, verkamanns í Reykjavík, og Ingibjargar Álfs- dóttur húsmóður. Börn Reynis og Elísabetar eru: 1) Árni Ólafur Reynisson, f. 19.7. 1962, rafvirkjameistari í Reykjavík, en eiginkona hans er Sólveig Aðal- björnsdóttir húsmóðir og synir þeirra eru Engilbert Norðfjörð og Vilhelm Norðfjörð en sonur Árna frá fyrra sambandi er Smári; 2) Helga Ingibjörg Reynisdóttir, f. 7.10. 1963, grunnskólakennari í Grundarfirði, en sambýlismaður hennar er Bent Ch. Russel stýri- maður; 3) Anna María Reynis- dóttir, f. 28.5. 1965, fjármálastjóri hjá G.RUN í Grundarfirði, en eig- inmaður hennar er Ágúst Jónsson, rafvirki og sjómaður, og börn þeirra eru Álfheiður, Laufey Lilja og Sigurður Helgi, og 4) Reynir Freyr Reynisson, f. 16.8. 1979, nemi en dóttir hans er Ágústa Freyja. Einnig á Reynir soninn Grétar Þór Reynisson, f. 18.2. 1963, bónda á Höll í Þverárhlíð, en sam- býliskona hans er Svandís Hall- björnsdóttir húsmóðir og eru börn þeirra Arnar, Ingunn og Svanur. Systur Reynis: Svala Sigurðsson, f. 25.12. 1939, d. 26.7. 2014, og Helga Z., f. 8.5. 1959. Foreldrar Reynis voru Gústaf A. Valdimarsson, f. 17.2. 1912, d. 7.11. 1989, rakarameistari í Reykjavík, og Helga Sigrún Zoëga, f. 19.9. 1917, d. 6.1. 1989, húsmóðir í Reykjavík. Reynir fagnar áttræðisafmælinu með fjölskyldu og vinum í Sam- komuhúsi Grundarfjarðar. Úr frændgarði Reynis Sigurðar Gústafssonar Reynir Sigurður Gústafsson Loftur Pálsson þurrabúðarm. í Melshúsi Valgerður Pétursdóttir húsfr. í Melshúsi á Álftanesi Valdimar Sigurður Loftsson rakaram. í Rvík Gústaf Adolf Valdimarsson rakaram. í Rvík Ólafía Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Pálsson b. í Lambhaga og á Helgafelli Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Lambhaga og á Helgafelli í Mosfellssveit tefán Már Benediktsson kaupm. í Rvík SEinar Benediktsson fv. sendiherra Valgerður Einarsdóttir Zoëga húsfr. í Rvík Kristján Zoëga stórkaupm. í Rvík Geir Zoëga kolakaupm. í Rvík Hildur Zoëga Sívertsen kaupkona og fatahönnuður í Rvík Helgi Einar Zoëga kaupm. í Rvík og kjörfaðir Helgu Sigrúnar Zoëga Geir Zoëga rektor ME Tómas Zoëga form. á Akranesi Guðrún Zoëga húsfr. í Rvík Geir Þorsteinsson forstj. Ræsis Hannes Þorsteinsson yfirféhirðir Landsbankans Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur Áslaug Zoëga húsfr. í Rvík Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra Hallgrímur Geirsson lögm. og fv. fram- kvstj. Árvakurs Ingileif Hallgrímsdóttir stjórnarform. Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Björn Hallgrímsson forstjóri H. Benediktsson Kristinn Björnsson forstj. Skeljungs Emilía Björnsdóttir ljósmyndari við Morgunblaðið Einar Zoëga Jóhannesson hóteleigandi í Rvík Margrét Zoëga Tómasdóttir Klog hóteleigandi í Rvík Sigríður Zoëga Jacobssen húsfr. í Rvík Helga Sigrún Zoëga einkaritari í Rvík ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is HeYrNaRtÓL Í JÓLaGjÖF SENNHEISER NOISE CANCELLING HEYRNARTÓL VERÐ FRÁ 24.900 KR. Þorsteinn Gíslason fæddist íKothúsum í Garði 1.12. 1928,sonur hjónanna Gísla Árna Eggertssonar, skipstjóra þar, og Hrefnu Þorsteinsdóttur húsfreyju. Bróðir Gísla Árna var Þorsteinn, faðir Eggerts G. Þorsteinssonar sjávarútvegsráðherra. Bræður Þorsteins Gíslasonar: Eggert, skipstjóri og aflakóngur í Reykjavík, og Árni, skipstjóri í Reykjavík og lengi starfsmaður SÞ, en hann lést 1997. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Vilborg Vilmundardóttur handa- vinnukennari. Foreldrar hennar voru Vilmundur Gíslason, bóndi í Króki í Garðabæ, og k.h., Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir húsfreyja. Börn Þorsteins og Vilborgar eru Vil- mundur, byggingameistari og grunnskólakennari; Gísli, prófessor við HÍ; Hrefna arkitekt og Þorbjörg, verkefnastjóri við HÍ. Þorsteinn tók kennarapróf frá KÍ 1952, próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1953 og stundaði fram- haldsnám í stjórnun og tæknigrein- um sjávarútvegs í Danmörku og Noregi 1975-76 og í Bandaríkjunum 1978. Þorsteinn var skólastjóri Gerða- skóla í Garði 1954-60, stýrimaður og skipstjóri á sumrum frá 1953-80 og landsþekkt aflakló, var kennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1960-82, varafiskimálastjóri 1969-83 og fiskimálastjóri 1983-93. Þorsteinn var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1967-71, sat í stjórn Fiskifélags Ís- lands 1969-82, í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins frá 1971 og stjórnar- formaður þar 1977-95, í stjórn BÚR 1976-82, í stjórn Aflatryggingasjóðs og stjórnarformaður hans 1983-86, í stjórn Bjargráðasjóðs 1983-93, í stjórn Hafrannsóknastofnunar 1983- 93 og sat í fjölda stjórnskipaðra nefnda. Hann skrifaði fjölda greina um sjávarútveg og sjávarútvegs- fræðslu. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1995. Þorsteinn lést 12.8. 2014. Merkir Íslendingar Þorsteinn Gíslason Fullveldisdagurinn 95 ára Helga Ebenezersdóttir 90 ára Kristín Nikulásdóttir 85 ára Bjarni Helgason 80 ára Edda Jóhanna Sigurðardóttir Guðrún Elísabet Friðriksdóttir Guðrún Jónsdóttir Jón Kjartansson Reynir S. Gústafsson 75 ára Ágúst Yngvi Þórarinsson Einar Steindórsson Ester Eiríksdóttir Jófríður Ragnarsdóttir Þorvaldur Kjartansson Þórir Snorrason Þuríður M. Haraldsdóttir 70 ára Bela Zoltan Balogh Björg Edda Friðþjófsdóttir Haraldur Rafnar Helgi Benediktsson Kristinn Björnsson 60 ára Alda Þorsteinsdóttir Arnbjörn Arason Ásrún Traustadóttir Bára Þorsteinsdóttir Eva Sigurðardóttir Hallsteinn S. Gestsson Hákon Már Oddsson Hilmar R. Konráðsson Hlöðver Lúðvíksson Ingibjörg Ólafsdóttir Júlíus Þ. Steinarsson Kristín Sigurðardóttir Manuel Da C. Miranda De Oliveira Margrét Sigtryggsdóttir Marianna Baldyga Páll Heimir Ingólfsson Steinunn Ásbjörg Magnúsdóttir Svanhvít Ásmundsdóttir Sverrir Árnason 50 ára Anna Sigrún Jónsdóttir Bjarni Þórarinsson Erla Friðriksdóttir Esther Safoah Kristján Þórður Hrafnsson Margrét Bergmann Tómasdóttir Natalia Molina Marchadesch Sigríður Heiða Ragnarsdóttir Sigríður Vigdís Ólafsdóttir Þorkell Ingi Úlfarsson 40 ára Axel Þór Kolbeinsson Birgir Hilmarsson Erla Björk Jónsdóttir Finnbogi Óskarsson Guðmundur M. Ásgeirsson Hildur Björk Pálsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Laufey Lind Sturludóttir Zanna Zuja 30 ára Bryndís Björk Arnardóttir Dariusz Wojciechowski Elvar Þór Björnsson Guðjón Björgvinsson Guðmundur S. Hafliðason Guðný Sigríður Eiríksdóttir Harpa Gísladóttir Hulda M. Kristjánsdóttir Jakob Lárusson Natalia Helmik Sindri Már Atlason Wei Huang Þórhallur Markússon Ævar Einarsson Sunnudagur 90 ára Stella Guðnadóttir 85 ára Guðbjörg Ágústsdóttir Halldóra Andrésdóttir Sigríður Einarsdóttir 80 ára Bergljót Ólafsdóttir Gunnsteinn S. Sigurðsson Sigurjóna M. Lúthersdóttir 75 ára Agnes Jóna Gamalíelsdóttir Arnór Guðmundsson Erla Vilhjálmsdóttir Jóhanna Axelsdóttir Jóhanna Bertelsdóttir Pétur Björnsson Sveinborg Þ. Daníelsdóttir Þorsteinn Jónsson Þórir Níels Kjartansson 70 ára Fanney Jónasdóttir Gísli Jónsson Halldór Kristján Júlíusson Hjálmfríður Sveinsdóttir Jón Kristinn Ólafsson Kristján Már Jónsson Ragnheiður Snorradóttir Valgeir Már Ásmundsson 60 ára Anna Guðlaugsdóttir Axel Gústafsson Elísabet Sigurðardóttir Gréta Benediktsdóttir Gunnar Tryggvason Hjálmtýr S. Halldórsson Jintana Chareonwong Magnús B. Tryggvason Ófeigur Sturla Eiríksson Sigmundur Sigmundsson Sigurjón Jónsson 50 ára Björgvin Björgvinsson Dariusz Pilecki Einar Gunnar Einarsson Grétar Jón Pálmason Hafdís Þorvaldsdóttir Kristín Randrup Kristján P. Sigmundsson Magnús Þ. Magnússon Maria Da C. Ribeiro Martins Reynir Ólafur Þráinsson 40 ára Anna Bára Kristjánsdóttir Burkni Maack Helgason Guðjón Pétursson Guðmundur Óli Helgason Heimir Þór Guðjónsson Íris Palmqvist Svendsen Jón Bjarni Guðmundsson Nikolaj Kurenkov Rodney Orongan Manloloyo Soffía F. Sigurðardóttir Una Olsevska 30 ára Aron Andri Magnússon Björn Torfi Björnsson Chamley T.W.W. Waduge Elmar Snær Hilmarsson Ester Viktorsdóttir Gústaf Hrafn Gústafsson Hermann Grétar Jónsson Jóhannes Halldór Gestsson Kristinn Daníel Gunnarsson Ólafur Árni Friðriksson Peerapat Kongton Stefán Bjartur Runólfsson Steinþór Bjarni Helgason Valdís Arna Kristjánsdóttir Wojciech Kosmider Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.