Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 VERÐ FRÁ 89.900 KR. NÁNAR Á UU.IS SKÍÐAFERÐIR TIL MADONNA, ÍTALÍU SÍÐUSTU SÆTIN Á SKÍÐI Veður víða um heim 30.11., kl. 18.00 Reykjavík 2 alskýjað Hólar í Dýrafirði -1 alskýjað Akureyri -1 snjókoma Egilsstaðir 0 snjókoma Vatnsskarðshólar 5 alskýjað Nuuk -4 léttskýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 6 rigning Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 3 súld Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 5 rigning London 9 léttskýjað París 11 léttskýjað Amsterdam 9 þoka Hamborg 6 léttskýjað Berlín 0 rigning Vín -1 heiðskírt Moskva -11 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -8 léttskýjað Montreal 0 snjóél New York 4 alskýjað Chicago 1 þoka Orlando 20 heiðskírt  1. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:46 15:48 ÍSAFJÖRÐUR 11:21 15:23 SIGLUFJÖRÐUR 11:06 15:05 DJÚPIVOGUR 10:23 15:11 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Norðan 5-13 m/s. Él um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Frost 0 til 6 stig en kaldara um kvöldið. Norðan 8-15 en 13-18 austast fram eftir degi. Él um norðanvert landið en léttskýjað syðra. Lægir í kvöld og kólnar í veðri. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af ástandinu. Afkomuöryggi 237 starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og 15 starfsmanna WOW air er nú þegar ógnað. Þá er einnig mjög stór hópur starfsmanna WOW air með tímabundna ráðningarsamninga og það er uppi óvissa um endurnýjun þeirra,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), í samtali við Morgunblaðið. Greint var frá því í gær að 15 starfsmönnum WOW air hefði verið sagt upp störfum. Eru flestir þeirra starfsmenn félagsins á Keflavíkur- flugvelli og að sögn upplýsingafull- trúa WOW air tengjast uppsagnirn- ar fækkun flugvéla í flugflota félagsins. Ekki er vitað hvort vænta megi frekari uppsagna á næstunni. WOW air á nú í viðræðum við fjár- festingarfélagið Indigo Partners um kaup á hlut í flugfélaginu. Drífa seg- ir ASÍ hafa áhyggjur af stöðu starfs- manna WOW air gangi kaupin eftir. „Það að Indigo sé að fara þarna inn eykur ekki bjartsýni um af- komuöryggi starfsfólks eða að kjör verði sæmileg. Við höfum því miklar áhyggjur af því líka, enda snýst við- skiptamódel margra þessara lág- gjaldaflugfélaga um að halda laun- um niðri. Íslenskur vinnumarkaður gengur út á að fólk byggi upp rétt- indi og sé ekki í verktöku.“ Stjórnvöld eru undirbúin Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála. „Við erum mjög vel inni í því sem er að gerast,“ sagði hann við mbl.is. „Það sem er slæmt við stöðuna í dag er óvissan. Ég vona að óvissan víki fyrir einhverri góðri niðurstöðu í þessu máli. En þetta verður bara að hafa sinn gang.“ Þá sagði Bjarni stjórnvöld vera „eins vel undirbúin og hægt er varðandi allt sem getur gerst í framhaldinu“. Áhugi Indigo mjög jákvæður Sigþór Kristinn Skúlason, for- stjóri Airport Associates, tilkynnti í fyrradag um uppsagnir 237 starfs- manna sinna á Keflavíkurflugvelli. Hann segir hægt að draga margar af uppsögnunum til baka verði af kaupum félagsins Indigo á WOW air. „Á næstu einni til tveimur vikum fáum við væntanlega að vita hvort Indigo kemur inn í þetta og þá gjör- breytast aðstæður og hægt að draga margar uppsagnir til baka. Eins eig- um við eftir að sjá hvað þeir ætla að fljúga mörgum vélum,“ segir hann og bætir við að viðræður Indigo við WOW air séu í það minnsta mjög já- kvæðar fréttir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir lausafjár- vanda WOW air enn óleystan. „Þessir menn eru ekkert búnir að borga neitt inn,“ segir hann við mbl.is og vísar til Indigo. Þá segir hann það einnig vekja athygli að gert sé ráð fyrir að Skúli Mogensen verði áfram stærsti eigandi flug- félagsins gangi kaupin eftir. Morgunblaðið/Eggert WOW Fjárfestingarfélagið Indigo Partners á nú í viðræðum við WOW air um hugsanleg kaup á hluta flugfélagsins. Óvissa vegna WOW air veldur áhyggjum  ASÍ óttast aukna verktöku með inngöngu Indigo Morgunblaðið/Eggert Á hlaupum Fjölmiðlar biðu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, eftir fund hans með starfsmönnum á fimmtudag. Sagðist hann m.a. vera bjartsýnn. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta eru grjóthörð lággjaldafélög, bæði gagnvart viðskiptavinum sín- um og starfsfólki,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þeirra flugfélaga sem fjárfest- ingarfélagið Indigo Partners hefur fjárfest í. Á félagið meðal annars í WizzAir, Frontier Airlines, Volaris Airlines og JetSMART, en í fyrra- kvöld var greint frá áhuga þeirra á að fjárfesta í WOW air. Indigo Partners er þekkt fyrir fjárfestingar í lággjaldaflugfélögum og hefur lagt allt kapp á að takmarka kostnað, meðal annars með því að draga úr þeirri þjónustu sem við- skiptavinir greiða ekki sérstaklega fyrir og launakostnaði starfsmanna. „Það er engin áhersla lögð á stéttarfélög eða kjarasamninga. Áhafnir eru verktakar,“ segir Örn- ólfur og vísar til að mynda til ung- verska flugfélagsins WizzAir. „Það er ekkert sem heitir stéttarfélag þar, það er búið að brjóta allt slíkt niður og kjör starfsmanna þykja ekki góð.“ Starfsmenn trúa mjög á Skúla Flugmenn WOW air eru ekki fé- lagsmenn FÍA. Þess í stað eiga þeir aðild að stéttarfélagi sem nefnist Ís- lenska flugmannafélagið og er Vign- ir Örn Guðnason formaður þess. Hann segir flugmenn WOW air ekki hafa áhyggjur af því að staða stéttar- félagsins veikist gangi kaup Indigo á WOW air eftir. „Við höfum mikla trú á þessu fé- lagi, það sérhæfir sig í sams konar rekstri og WOW air er í. Og við höf- um mikla trú á Skúla [Mogensen],“ segir Vignir Örn og bætir við að starfsmenn WOW air séu mjög sam- stiga hópur. „Við erum með honum í þessu frá A til Ö, mörg okkar hafa fylgt honum frá upphafi.“ Vignir Örn segir einstakan anda einkenna WOW air og starfsfólk þar og í ljósi þess hefur hann „engar áhyggjur“ af því að grafið verði undan stéttarfélögum við kaupin. „Við eigum í mjög nánu samstarfi við fyrirtækið og um það snýst andi WOW, þessi samvinna og drif- kraftur sem hefur haldið svona lengi,“ segir Vignir Örn. Þá sagðist varaformaður Flug- freyjufélagsins, sem einnig er starfs- maður WOW air, ekki geta tjáð sig um sýn stéttarfélagsins á hugsanleg kaup Indigo og vísaði þess í stað á eiganda WOW air. Engin áhersla lögð á stéttarfélög  Formaður FÍA segir flugfélög tengd Indigo vera „grjóthörð lággjaldafélög“ Morgunblaðið/Eggert Samgöngur Hugsanlegt er að rekstur WOW breytist við kaupin. Fjárfestingarfélagið Indigo Partners, sem nú hyggst festa kaup á hlut í WOW air, hefur starfsstöð sína í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Var það m.a. stofn- að af William (Bill) Augustus Franke árið 2003 og er hann jafnframt stjórnandi félagsins. Bloomberg segir frá því í fyrra að Franke sé sjálfkrýndur konungur lág- gjaldaflugferða og að hann hafi sérhæft sig í rekstri slíkra flugfélaga. Er Franke sagður hafa varið síðustu árum í að leita leiða til þess að forðast hækkandi rekstrarkostnað, sem hann kallar „veginn til helvítis“. Franke er fæddur árið 1937 og útskrifaðist hann með BA-gráðu í sagn- fræði frá Stanford-háskóla 1959 og gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 1961. Hefur hann m.a. gegnt stöðu forstjóra American West Airlines. Konungur lággjaldaflugferða STJÓRNANDI INDIGO PARTNERS William Franke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.