Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Við krakkarnir í Krossgerði biðum eftir að elstu systur okkar birtust á hlaðinu og með þeim einhver ókunnur náungi. Þá var spáð og spekúlerað: hvernig myndi hann koma að gagni. Með Öldu systur birtist gjörvilegur náungi sem okkur leist sæmilega á að myndi koma að notum við bústörfin, sem voru margvísleg. Einar stóðst öll þessi próf, en mest var þó undrunin þegar hann fór í fjósið og tók að sér mjaltirnar og braut þar með blað í hefðbund- inni verkaskiptingu í sveitinni. Við bjuggumst jafnvel við að kýrnar myndu mótmæla þessari nýbreytni, en þær létu sér þetta vel líka. Hann gekk í öll verk, heyskapinn og allt sem þurfti að gera á bænum, og pússaði svo íbúðarhúsið sem hafði staðið óklárað lengi. Hann minntist á hvað það væri gott að komast í sveitina úr asanum í borginni. Mér er sérstaklega minnis- stætt hvernig hann tók okkur Einar Einarsson ✝ Einar Einars-son fæddist 5. desember 1942. Hann lést 20. nóvember 2018. Útför Einars fór fram 28. nóvember 2018. krökkunum í leik og starfi eins og jafn- ingjum. Svo tóku við nýju tímarnir í Reykjavík. Reglu- leg viðkoma í Ysta- seli, jólaboð og af- mæli, heimsókn í Öndverðarnes, til- raun til að læra golf af Einari með við- komu í sundlaug- inni. Bjartast lýsir þó minningin um dagana í Krossgerði. Þar sáði hann því fræi að allt gengur bet- ur ef margar hendur vinna sam- an, strákarnir og stelpurnar. Hafðu þökk fyrir. Minningin um þig lifir. Árni Ingólfsson. Þegar ég frétti að Einar meist- ari væri farinn og genginn á vit feðra sinna, eftir erfið veikindi, þá komu ósjálfrátt margar minn- ingar upp í hugann. Þó langt sé um liðið, fjórir áratugir, síðan ég, ungur múraranemi, byrjaði á samningi hjá Einari Einarssyni múrarameistara, man ég það eins og það hafi gerst í gær. Einar var á þessum tíma að hefja sinn langa og farsæla feril sem múrara- meistari og byggingaverktaki ásamt félaga sínum Stefáni Gunnarssyni og var búinn að ráða nokkra múrara í vinnu. Það var mér mikið gæfuspor að kom- ast að hjá þeim félögum, Einari og Stebba, á þessum mikilvæga tíma í mínu lífi. Innan við tvítugt þurfa flestir á einhverri leiðbein- ingu að halda og mér veitti örugglega ekki af því. Það var því gott að geta tekið kúrsinn til framtíðar í takti við þá félaga. Hjá þeim lærði ég að vinna, vanda til verka og gera það sem mér var treyst fyrir eins vel og mér var unnt. Mér hefur oft síðar meir orðið hugsað með þakklæti til þessara ára og með virðingu til Einars meistara sem kom líka alltaf fram við mig af sömu virð- ingu með sinni rólegu og góðlegu framkomu. Á þessum árum var mikið að gera hjá þeim félögum. Ég var heppinn á námstímanum. Mín beið fjölbreytt vinna við nánast allt sem tilheyrði faginu, hefð- bundið múrverk inni og úti, fín- pússning, flísalögn, steypuvinna og gólfslípingar. Oft var við gólfslípingarnar unnið fram á nótt. Þá vorum við strákarnir oft látnir standa við vélarnar og slípa gólfin á meðan meistararnir fór í önnur hús að vinna. En það brást aldrei, alltaf kom Einar eða þeir báðir á kvöld- in, þó flestir hefðu nú bara farið heim til sinnar fjölskyldu eftir langan dag. En Einar vildi á jákvæðan hátt líta eftir verkinu og ekki síður at- huga hvernig okkur liði. Þá hafði hann alltaf meðferðis eitthvað í gogginn sem var vel þegið og gaf okkur kraft í síðustu umferðina. Einar hafði sennilega meiri áhrif á mig en ég hef gert mér grein fyrir. Hann beindi mér til dæmis inn á réttar brautir hvað varðar sparnað og góðar ákvarðanir við mín fyrstu íbúðarkaup. Vinnu- semi og að bera ábyrgð á því sem manni er treyst fyrir held ég að ég hafi líka lært hjá þeim fé- lögum. Þetta er ekki lítið framlag á þroskabrautinni, það finn ég núna. Það er því með endurteknu þakklæti sem ég hripa niður þessar línur. Ég minnist Einars Einarssonar með góðum hugsun- um og þakka honum að leiðarlok- um fyrir þá leiðsögn sem hann veitti mér, óhörðnuðum stráklingnum, og votta fjölskyldu hans samúð. Blessuð sé minning Einars meistara. Ævar Aðalsteinsson. ✝ SigurbjörgHelga Jóns- dóttir fæddist 10. desember 1933 í Skarðdal við Siglu- fjörð. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 15. nóvem- ber 2018. Foreldrar Helgu voru Aðalbjörg Guðmundsdóttir, f. 11. ágúst 1895, d. 6. ágúst 1984, og Jón Sigurðsson frá Skarðdal, f. 11. september 1907, d. 1. ágúst 1989. Hún átti tvær eldri hálfsystur samæðra, þær Kristínu og Jódísi Snorra- dætur sem báðar eru látnar. Árið 1965 hóf Helga sambúð með Hafsteini Hólm Þorleifs- syni, f. 3. febrúar 1935, d. 28. Kirkjustíg 3 þar sem hún bjó með foreldrum sínum allt þar til hún flutti á eigið heimili á Eyrar- götunni. Skólaganga Helgu varð ekki löng, aðeins þrír vetur. Eftir það tók skóli lífsins við sem kenndi henni allt það sem hún þurfti að kunna. Helga byrjaði ung að vinna fyrir sér og vann meðal annar í síldinni, á Matstofu Siglufjarðar og við fiskvinnslu. Frá 1966-1978 var heimilið og barnauppeldi hennar aðalstarf. Haustið 1978 fór hún aftur út á vinnumark- aðinn og vann í frystihúsi Þor- móðs ramma óslitið þar til fisk- vinnslan hætti vorið 1997. Langri starfsævi lauk hún í eld- húsi Sjúkrahússins á Siglufirði, þá orðin 68 ára. Vorið 2013 missti Helga heils- una og varð að flytja á Sjúkrahús Siglufjarðar. Útför Helgu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 1. desember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. september 2010. Þau eignuðust fjög- ur börn, sem eru Kristín Hólm, f. 7. janúar 1966, Jón Hólm, f. 14. febrúar 1967, Hanna Björg Hólm, f. 18. júlí 1968, og yngst var Þyrí Sigríður Hólm, f. 7. janúar 1978, d. 12. júni 1978. Helga og Haf- steinn bjuggu allan sinn búskap á Eyrargötu 29 á Siglufirði. Á fyrsta aldursári sínu flutti Helga með foreldrum sínum í Fljótin þar sem fjölskyldan bjó lengst af á Gili. Hún var að verða 13 ára þegar foreldrar hennar hættu búskap og fjölskyldan flutti aftur til Siglufjarðar, nú á Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorg- ar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Hjálmar Jónsson) Mamma okkar ólst upp í torfbæ þar sem lítið var um þægindin. Hún talaði um hvað myrkrið gat orðið svo kolsvart að skugginn af lambinu varð eins og stór hestur. Þegar hún fluttist til Siglufjarðar ásamt foreldrum sínum fannst henni það töfrum líkast að geta ýtt á takka til að allt yrði uppljómað um leið. Hún sagðist stundum hafa staðið við slökkvarann og leikið sér að því að kveikja og slökkva ljósin, bara til að upp- lifa töfra birtunnar. Skólaganga mömmu var stutt, aðeins þrír vetur. Þá tók skóli lífsins við sem kenndi henni allt það sem hún þurfti að kunna og meira en það. Þessari kunnáttu sinni miðlaði hún síðan til okkar, eins og að steikja jólahrygginn, halda eig- in heimili, gleðja aðra og gera ekki upp á milli fólks. Mamma og pabbi byrjuðu sinn búskap árið 1965 á Eyrar- götu 29 á Siglufirði og bjuggu þar alla tíð. Mamma vann heima fyrstu búskaparárin sín. Hún ól ekki bara upp þrjú börn heldur hafði hún líka auga með öldruðum foreldrum sínum og síðar tengdaforeldrum. Haustið 1978 tók hún það stóra skref að fara aftur út að vinna, fyrstu árin aðeins á meðan við vorum í skólanum og aldrei yfir sum- arið. Smátt og smátt bætti hún við sig vinnu eftir því sem árin bættust á okkur og síðustu árin vann hún allan daginn. Hún naut þess mjög að fara í vinn- una, vera innan um vinnufélaga sína og spila vistina. Mamma stóð nokkuð reglu- lega í stórbakstri, stundum tvo til þrjá daga í röð og setti í frystikistuna, því henni fannst ómögulegt að eiga ekkert með kaffinu ef einhver manneskja liti inn. Heimili foreldra okkar var alltaf afar gestkvæmt og varla leið sá dagur að ekki kæmi einhver í heimsókn. Mömmu fannst það svo sjálf- sagt að leggja nokkrar sortir af heimabökuðu sætabrauði á borðið og gefa uppáhellt kaffi. Mamma ætlaði sér aldrei að taka gæludýr á heimilið, minn- ug þess þegar verið var að lóga bústofninum í sveitinni áður en fjölskyldan hennar flutti aftur á Siglufjörð. Samt fagnaði hún mjög lítilli, gulbröndóttri kisu sem kom á heimilið vorið 1990 og fékk nafnið Högni. Stuttu síðar bættist læðan Skotta við og nokkrum árum síðar kom læðan Tína. Mamma elskaði þessa mjúku vini sína og átti til endalausan tíma og þolinmæði fyrir þá. Sumarið 2013 missti mamma okkar heilsuna. Hún fann það sjálf að hún gæti ekki verið lengur á ástkæra heimilinu sínu og óskaði eftir langleguplássi á sjúkrahúsi Siglufjarðar. Þar fékk hún dásamlegt herbergi sem hún puntaði og skreytti og gerði að heimili sínu. Dyrnar voru alltaf opnar og þangað voru allir velkomnir. Mamma okkar smitaði út frá sér lífsgleðinni sem hún hélt fast í allt til hinstu stundar. Við sendum mömmu okkar innilegar kveðjur og þakkir fyr- ir allt og allt. Kristín, Jón og Hanna Björg. Í dag kveðjum við mágkonu og svilkonu okkar Helgu Jóns- dóttur frá Siglufirði. Samfylgd okkar hefur varað í meira en hálfa öld og erum við afar þakklát fyrir kynni okkar. Hafsteinn og Helga hófu sam- búð um svipað leyti og við, þau á Siglufirði en við á Akureyri, tengslin á milli fjölskyldnanna voru mjög sterk og góð. Helga var hvers manns hug- ljúfi enda vildi hún veg allra sem mættu henni sem mestan og bestan. Hún var kát og lífs- glöð kona sem geislaði af góð- mennsku og hlýju. Kímnigáfa hennar var einstök, hún kunni að gera hversdaginn að heilu ævintýri sem samferðafólk hennar vildi vera þátttakendur í. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og börnin hennar eru vandað og gott fólk sem hún var mjög stolt af. Börn og kettir löðuðust að henni, þar sem hún gaf endalaust af tíma sínum til að sinna ungviðinu. Kettir á Siglufirði kunnu mjög vel að meta opinn stofuglugg- ann hjá Helgu, þeir vissu að þar væri matur, húsaskjól og umhyggja. Áhugi Helgu á fólki, um- hverfinu og náttúrunni var henni eðlislægur. Það tíðkaðist víða á Siglufirði að fólk átti nokkrar kindur, þar á meðal Helga og Hafsteinn. Sinntu þau þessu áhugamáli sínu af stakri kostgæfni. Öll fjölskyldan tók virkan þátt í heyskapnum á sumrin, það voru ófáar ferð- irnar sem þau fóru fram í fjörð til að heyja. Ættfræði og þjóðlegur fróð- leikur var Helgu hugleikinn, hún var vel lesin í þessum fræðum og minnug með ein- dæmum. Við viljum þakka Helgu sam- fylgdina öll þessi ár og minn- umst hennar með þakklæti, virðingu og hlýju. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Börnum Helgu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Hólm. Sigurbjörg Helga Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÁGÚSTA HALLGRÍMSDÓTTIR íþróttakennari, Suðurhlíð 38b, Reykjavík, lést laugardaginn 24. nóvember á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 3. desember klukkan 13. Ríkharður Sverrisson Kristín Anna Ingólfsdóttir Árni Árnason Lára Sigríður Jónsdóttir Andrés Björgvinsson Ingveldur Björgvinsdóttir Eyþór Eggertsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAREL EÐVALDSSON, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á Landspítala, Fossvogi, 21. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 3. desember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir Örn Marelsson Ingibjörg Marelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, bróðir og unnusti, JÓN ÞÓR GRÍMSSON, lést sunnudaginn 23. september. Útför fór fram 5. október frá Kópavogskirkju í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Kærleikssamtökin, sem m.a. beita sér fyrir úrræðum fyrir heimilislausa, reiknnr. 0515-26-121510, kt. 561215-1030. Grímur Marinó Steindórsson Gríma Sóley Grímsdóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir Elsa Dóra Grétarsdóttir og önnur systkini Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLMI FINNBOGASON, Espigrund 6, Akranesi, lést þriðjudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 12. desember klukkan 13. Fjóla Lind Gunnlaugsdóttir Gunnlaugur Pálmason Rut Karol Hinriksdóttir Víðir Pálmason Helga Jónsdóttir Þuríður Ósk Pálmadóttir Tryggvi Guðbrandsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA BENEDIKTSDÓTTIR, Sunnuvegi 4, Þórshöfn, verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju mánudaginn 3. desember klukkan 11. Magni B. Ásmundsson Heiðbjört Ó. Ásmundsdóttir Sigurður Jakobsson Karl Þór Ásmundsson Arnfríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.