Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800 VIENDA borðlampi Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú ert í sambandi eru þónokkrar líkur á því að hinum helmingnum finnist hann dálítið vanræktur í augnablikinu. Sinntu þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki vini þína snúa á þig með einhverju ómerkilegu bragði. Þú þarft ekki alltaf að eiga síðasta orðið. Þú treystir þig i sessi í vinnunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reiddu þig ekki á aðra heldur treystu þínu innsæi, það hefur reynst þér best hingað til. Þín bíða fjörugar vikur, full- ar af gleði og samveru með fjölskyldunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft á styrk að halda og skalt sækja hann til einhvers þér eldri sem býr að mikilli reynslu. Ef þú ákveður að gera eitthvað þá halda þér engin bönd. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nýtt fólk sem kemur inn í líf þitt sýnir þér mikla væntumþykju. Ekki vera of mikil jámanneskja. Nýtt ástarsamband er í upp- siglingu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Ekki draga það of lengi að taka ákvörðun í ástamálunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu þér grein fyrir því hvaða verk- efni geta beðið og hver þú þarft að inna af hendi einn, tveir og þrír. Þú ert ekki mikið fyrir að láta ljós þitt skína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu varlega, þegar þú kemst að leyndarmáli um einn vinnufélaga þinn. Þú ert í uppnámi vegna góðs vinar, hringdu eða láttu vita af þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þig langi ekkert til þess kann svo að fara að þú verðir að deila viss- um hlut með öðrum. Vertu fús til sátta. Það er vont að sofna ósátt/ur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver kann að leita álits þíns í dag. Léttu á hjarta þínu því þá líður þér betur á eftir. Þú veltir vöngum yfir mögu- legum íbúðakaupum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt rekast á óvenjulegt fólk sem mun gera daginn eftirminnilegan. Hvað gerist ef þú hættir meðvirkninni? Prófaðu bara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú finnur fyrir sigurtilfinningu í dag og átt auðvelt með að setja hlutina í sam- hengi. Smáfólkið smitar þig með gleði sinni. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Svefnpurka nú hrýtur hér. Hreðjamikill þessi ver. Heiti á bekra annað er. Einnig leikþraut nefnum vér. Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Ég heilann brýt og huga og helst þá finnst mér að dável myndi duga að demba hrút á blað. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Sker’ún hrúta frekust frú í fangi hrúts með stóran pung. Bekri heitir hrútur nú. Hrút að berja lék víst ung. Helgi Seljan á þessa lausn: Hrúta munu skatnar skera, skolli digrar hreðjar finnast. Hrútar bekraheitið bera, bezt í leikþraut munum kynnast. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Þessir þreyttu skera-ðá, þá í leiknum berja má, í Njálu kærleikskútur, í krónni er líka hrútur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Sá, sem hrýtur hrúta sker. Á Hrúti voru tólin sver. Samnöfn bekri og hrútur hér. Hrútur fingraleikþraut er. Þá er limra: Á Dröngum bjó daufinginn Knútur, dapur og niðurlútur, en fékk í sig brímann um fengitímann og vildi þá vera hrútur. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Niðdimm þoka úti er, eilíft myrkur byrgir sýn. Gáta í þoku þvælist hér, þokukennd er hugsun mín: þetta veðuráhlaup er. Oft það dauða ber með sér. Krakkaormur í það fer. Ástarkennd í brjósti þér. Bolli Gunnarsson skilur lögmál náttúrunnar: Éli kastar kuldatíð. Krefur vetur sagna. Alltaf mun ég ár og síð árstíðunum fagna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Að gera hrúta með fingrum sér Í klípu „Þú ert ekki einn. flestir sjúklinga minna ganga ekki í takt.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „Ég myndi leyfa þér aÐ tala meira, en þú ert ekki jafnáhugaverÐur og ég.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... bónorðsdagurinn. ÞÚ HEFUR VERIÐ STILLTUR Í ALLAN DAG HANN ER EKKI Á ENDA ENN ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ FAGMENN SEM GETA GERT VIÐ BÁTINN MINN! ENGAR ÁHYGGJUR! VIÐ ERUM MEÐ BESTU SUNDKAPPANA! Víkverji er áskrifandi að efnisveit-unni Netflix án þess að hann hafi hug á að auglýsa hana sérstak- lega. Nýverið var Víkverji á ferð í Bandaríkjunum og notaði aðganginn sinn til að komast inn á efnisveituna. Blasti þá við honum alls kyns efni, sem ekki er að finna þegar hann fer inn á hana heima hjá sér, bæði bíó- myndir og þættir. Sennilega er ástæðan sú að aðrir en Netflix eiga sýningarrétt á þessu efni á Íslandi og gerir Víkverji sér grein fyrir að við því er ekkert að gera. x x x Þarna sá hann þó eina sjónvarps-þáttaröð sem hann hafði lesið um og verið forvitinn að skoða. Hún er ekki aðgengileg hjá efnisveitunni á Íslandi en samt hefur enginn ann- ar sýnt hana svo Víkverja sé kunn- ugt. Velti Víkverji fyrir sér hvort einhver verið væri að nota áður- nefndan rétt til að sýna efnið ekki. x x x Víkverji ætlar ekki að kvarta und-an öryggisviðbúnaði á flug- völlum en hefur þó oft velt fyrir sér hverju það skili að tæma töskur, fara úr skóm og losa um beltið í hinni hefðbundnu leit. Rifjast þá upp fyrir honum að fyrstu árin eftir 2011 var bannað að vera með litla gaskveikj- ara um borð í flugvélum. Svo ákvað Bandaríkjaþing að engin hætta væri af þessum kveikjurum og leitin að þeim dreifði athygli öryggisvarða. Mátti þá aftur fara með kveikjara um borð. Þá hafði kostað nokkrar milljónir dollara að gera kveikjara upptæka og farga þeim. Fáir tóku eftir þessu en það hefur sennilega verið áfall fyrir framleiðendur þegar aftur mátti fara með kveikjarana um borð. x x x Samkvæmt reglum má fara meðvökva í gegnum leit ef magnið er undir 100 millilítrum. Kunningi Vík- verja var nýlega á ferð með ílát sem rúmar meira en það, en var hins veg- ar nánast orðið tómt. Þegar gerð var athugasemd opnaði kunninginn ílát- ið, sem var nánast tómt og augljóst að í því voru engir 100 millilítrar. Það skipti engu máli, merkingin á umbúðunum var lykilatriði, ekki innihaldið. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu (Sálmarnir 86.12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.