Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Ég er sennilega einnmargra Íslendinga semfagna sigri MagnúsarCarlsen í einvíginu við Fabiano Caruana sem lauk í London á miðvikudaginn. Þegar öllu er á botninn hvolft eru Norðmenn frænd- ur okkar og við teljum okkur eiga dá- litið í Magnúsi eftir að hann kom hingað 13 ára gamall og tefldi við Karpov og Kasarov á NASA við Austurvöll á Reykjavik rapid-mótinu 2004. Hann er verðugur heimsmeist- ari og góð fyrirmynd ungra manna, sem sést best á því að hann undirbjó sig oft með því að leika knattspyrnu meðan á einvíginu stóð og skartaði glóðarauga þegar hann mætti til að tefla einn daginn. Knattspyrna og skák eiga margt sameiginlegt og ég er t.d. ekki frá því að varnaraðferð ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu sæki margt til „broddgaltar- stöðutýpu“ sem kemur upp úr Enska leiknum, Sikileyjarvörn og skyldum byrjunum. Heimsmeistaraeinvígið í skák er stórviðburður á alþjóða mælikvarða, en talið er að 1,5 milljarðar manns hafi fylgst með einvígi Magnúsar við Karjakin fyrir tveim árum og þá aðallega í gegnum netmiðla en tölur um áhorf nú liggja ekki fyrir. 100% jafnteflisprósenta í kappskákunum er auðvitað einsdæmi í sögu heims- meistaraeinvígja og er ákveðið áhyggjuefni og margir vilja fleiri skákir, heimsmeistaraeinvígin á ár- unum 1951-72 gerðu ráð fyrir 24 skákum. Anand orðaði það svo að þegar hann tefldi við Boris Gelfand um titilinn fyrir sex árum hefði hann verið alltof meðvitaður um hvað minnstu mistök í svo stuttu einvígi gætu reynst dýrkeypt og þess vegna hefði taflmennska hans verið allt of varfærnisleg. Einvígið í London hefði að öllum líkindum þróast á annan veg ef Magnús hefði getað klárað dæmið í fyrstu einvígisskákinni en þar átti hann rakinn vinning oftar en einu sinni. Þegar líða tók á baráttuna virt- ist Caruana heldur líklegri til að ná forystunni og hann átti unnið tafl í sjöttu skákinni. En vinningsleiðin sem „vélarnar“ bentu á er fjar- stæðukennd: 6. skák: Magnús Carlsen – Fabiano Caruana Vinningsleiðin er 68. … Bh4! 69. Bd5 Re2 70. Bf3 Rg1! og nú getur hvítur lokað „hring“ riddarans með 71. Bg4 en samt vinnur svartur með 71. … Kg8! 72. h6 Bg5 því að hvítur er í sérkennilegri leikþröng. En eins og Kasparov „tísti“ réttilega hefði Caruana örugglega verið skipað að fara í málmleitartækið sem var til taks hefði hann dottið niður á þessa vinningsleið. Sennilega sýnir þetta dæmi vel hversu erfitt er að leggja Magnús Carlsen að velli. Við verðlaunaafhendinguna í London afhenti nýr forseti FIDE, Arkadí Dvorkovitsj, heimsmeist- aranum verðlaun. Það er ekki ósennilegt að gerðar verði breyt- ingar á fyrirkomulagi heimsmeist- arakeppninnar á næstunni og þegar eru komnar vangaveltur um það úr ýmsum áttum. En mikilvægasta breytingin ætti að vera sú að gera aðildarþjóðum FIDE kleift að taka þátt í þessari keppni á svipaðan hátt og áður var með svæðamótum, milli- svæðamótum og áskorendakeppni. Garrí Kasparov var því miður helsti talsmaður þessi að Elo-stigin ætti að nota sem einhvers konar aðgöngu- miða að undakeppni um titilinn enda varð lendingin sú að þessum mótum var síðan holað niður í einhverjum af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj- anna, til dæmis í Khanty-Mansiysk í Síberíu. Verðugur heimsmeistari Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Með peð í hendi Magnús Carlsen er við það að leika hróknum til g7 í fyrstu atskákinni á miðvikudag. Ljósmynd/Chessbase Danski hagfræðing- urinn Lars Christen- sen skoðaði ásamt teymi sérfræðinga skilvirkni orkumark- aðarins á Íslandi og gaf út skýrsluna Our Energy 2030 í maí 2016 fyrir Samtök iðnaðarins. Sam- kvæmt henni þarf þrjár breytingar á okkar raforkumarkaði til að frjálsri samkeppni virki vel: 1. Skipta þarf Landsvirkjun upp. Hún framleiðir um 70% rafork- unnar og er því of markaðsráðandi til að markaðurinn virki fullkom- lega. Almenningur þarf ekki að eiga orkukerfið til að fá arð af auðlind- inni og njóta lágs orkuverðs. Þjóð- in getur fengið sínar tekjur af orkuauðlindum í formi auðlinda- rentu og skatta, samanber sjávar- útveginn. 2. Fjölga þarf hluthöfum að Landsneti sem flytur orkuna til kaupenda til að jafna aðgang orku- framleiðenda að markaðinum. Landsvirkjun, sem á núna lang- stærsta hlutann, getur ráðið mestu um hvað er framkvæmt við flutn- ingsnetið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá heildarhagkvæmni. 3. Koma þarf upp spottmarkaði fyrir raforku til þess að laða fram sveigjan- lega verðmyndun og nýtingu afgangsorku. Þetta varðar til dæmis hleðslu á raf- magnsbílum í framtíð- inni. Hleðsla rafbíls getur til dæmis verið stillt þannig að hún fer í gang þegar verð lækkar í tiltekið verð eða undir morgun ef það næst ekki. Af hverju samkeppni á orkumarkaði? Virk samkeppni nýtist neyt- endum, þrýstir verði niður og eyk- ur fjölbreytni og gæði vöru og þjónustu. Upp úr 1990 tóku Norðmenn, Bretar, Nýsjálendingar og fleiri að innleiða samkeppni á orkumakaði. Árið 1996 gaf Evrópusambandið (ESB) út grunnreglur fyrir sam- eiginlegan orkumarkað Evrópu sem flest þróaðri lönd fylgdu. Árið 2003 voru tekin hér skref í átt að markaðsvæðingu raforkugeirans að hætti EES. Samkeppnis- starfsemi var aðskilin frá einka- leyfisþáttum fyrirtækja raf- orkuiðnaðarins. Meginflutningslínur raforku um landið voru færðar í Landsnet. Ár- ið 2005 tók gildi orkustefna ESB með skylduaðild allra EES- ríkjanna. Regluverkið er enn í þróun, samanber orkupakka 3. Samkeppni yfir landamæri – sæstrengur til Skotlands Samkeppni innan landa er góð en alþjóðleg samkeppni er jafnvel betri. Þetta á við um orku eins og aðra vöru og þjónustu. Áætlað hefur verið að útflutn- ingstekjur raforku um 1000MW sæstreng verði um 100 milljarða kr. á ári, við Skotlandsstrendur og að landsframleiðslan muni vaxa um 1,6% sem gerir um 100.000kr. á mann á ári, eða um 400.000 kr. á fjögurra manna heimili. Styrkja þarf orkuflutningskerfið víða um land með tilkomu sæ- strengs. Fá mætti þann kostnað greiddan hjá sæstrengsfyrirtæk- inu með eins konar aðgöngugjaldi að flutningskerfinu, ef af yrði. Sæstrengur verður ekki lagður nema í einkaframkvæmd á ábyrgð fjárfesta. Fjárfestar munu ekki leggja í framkvæmdina nema að stjórnvöld styðji framkvæmdina því að verkefnið kallar á fram- kvæmdir við raforkuflutnings- kerfið og útvegun raforku til að nýta strenginn. Þó að verðmæti raforkunnar aukist umtalsvert við opnun nýrra markaða um sæ- streng hækkar verð til 90% heim- ila ekki. Fáir hér munu finna fyrir hækkun raforku aðrir en stórnot- endur. Almenningur mun hins vegar hagnast af auðlindagjöldum og fleiru ef stengur verður að veruleika. Það fylgja sæstreng ýmsir fleiri kostir. Hann eykur afhendingarör- yggi þannig að ef hér verða nátt- úruhamfarir sem gera virkjanir óstarfhæfar mætti ef til vill flytja inn orku þar til úr rætist. Þá bæt- ir strengurinn nýtingu vatnsafls- virkjana því hægt er að flytja inn ódýra næturorku sem stundum stendur til boða. Umhverfisáhrif Til að nýta sæstreng þarf að auka orkuframleiðslu um sem nemur um tveimur virkjunum á borð við Búrfellsvirkjun eða rúm- lega það. Tilkoma strengsins bæt- ir reyndar nýtingu kerfisins um sem nemur einni slíkri virkjun vegna ódýru næturorkunnar. Um- hverfisvæn orka héðan getur dregið úr notkun meira mengandi orku í Bretlandi. Það sneyðist um vatnsafls- og hitaorkukosti hér og líklegt er að vindorka verði nýtt. Við höfum nóg af henni með litlum og full- komlega afturkræfum umhverfis- áhrifum. Ýmsar áskoranir tengj- ast þó lagningu háspennulína og staðsetningu virkjana, en mikil vitundarvakning hefur orðið um umhverfismál og ljóst að það verður passað vel upp á að um- hverfisáhrif af því sem þarf til vegna raforku útvegunar fyrir sæstreng verði frekar lítil. Á heimsvísu verður verkefnið mjög umhverfisvænt. Orkupakkinn og almannahagur Þriðji orkupakkinn varðar regl- ur um sameiginlegan orkumarkað Evrópu með hagsmuni neytenda í forgrunni. Við höfum tekið skref í átt að markaðssvæðinu orkugeirans og þurfum að ljúka því verki fyrir neytendur í landinu. Evrópski orkumarkaðurinn er mikilvægur fyrir frændur okkar Norðmenn og vont að bregða fæti fyrir þá. Ef reglur markaðarins liggja fyrir eru meiri líkur á að einkaaðilar sýni sæstreng áhuga. Ef af sæ- streng verður verður það mjög hagfellt fyrir almenning í þessu landi. Það er því ekkert að óttast við að staðfesta þriðja orkupakkann heldur mögulegt að það verði okkur mjög hagfellt. Orkupakkinn í stóra samhenginu Eftir Guðjón Sigurbjartsson »Með tengingu við orkumarkað Bretlands, ef til kemur, mun orkuverð hér hækka hjá stórnot- endum og tekjur þjóðar- innar af orkuauðlindinni hækka verulega. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er fyrrverandi fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. gudjonsigurbjartsson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.