Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Á hreint brilliant verði! Bólgueyðandi og verkjastillandi 400mg töflur - 30 stk og 50 stk Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í gær heimild til stjórn- ar félagsins um að hækka hlutafé Icelandair um allt að 625 milljónir króna að nafnverði. Eins og segir í tilkynningu frá félaginu er mark- mið hlutafjárhækkunarinnar það að styrkja fjárhagslega getu þess til vaxtar. Einnig var á dagskrá fundarins að ræða kaup Icelandair á WOW, en þeir dagskrárliðir voru felldir niður eftir að hætt var við þau við- skipti í fyrradag. Verður hlutafjárútboðið tvískipt, lokað og almennt. Það lokaða verð- ur haldið eigi síðar en 14. desem- ber nk. en almenna útboðið í mars á næsta ári. Hægt að ná umtalsverðum vexti Á hluthafafundinum var farið nánar yfir vaxtartækifærin sem liggja til grundvallar hlutafjár- aukningunni. Kom fram að hægt væri að ná umtalsverðum innri vexti í núverandi starfsemi án verulegrar fjárfestingar. Breyt- ingar á leiðarkerfi, lengri líftími núverandi flugflota, ásamt kaup- um á nýjum flugvélum, skapaði grundvöll fyrir innri vöxt. Þá telji félagið að fyrir hendi séu tækifæri til að breyta samsetningu þeirra farþega sem félagið flytur og fjölga ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Telur félagið að það geti aukið framboð flugsæta um 35% og þannig fjölgað ferðamönn- um til Íslands um 350 þúsund á næsta ári. Útboðsgengi í hlutafjárútboðinu hefur ekki verið ákveðið sam- kvæmt tilkynningu félagsins, en stjórninni var falið að ákvarða út- boðsgengið og greiðslukjör hlut- anna. Í tilkynningunni segir einnig að stefna skuli að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok þann dag sem útboðsgengið er ákveðið. Útboðið verður tvískipt eins og fyrr sagði, lokað og almennt. Verða hlutirnir í lokaða útboðinu boðnir til kaups með þeim hætti að hluthöfum, og eftir atvikum öðr- um, eins og það er orðað í tilkynn- ingunni, verður boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum að nafnvirði 499 milljónir króna. „Skulu áskriftir háðar því skilyrði að hver einstakur áskrifandi kaupi hlutafé fyrir að jafnvirði minnst 100.000 evrur. Skulu hinir nýju hlutir seld- ir á föstu gengi sem stjórn ákveður í síðasta lagi þremur dög- um fyrir útboðsdag og skal greiða fyrir hlutina í reiðufé. Stjórn fé- lagsins skal ákveða upphaf áskriftartímabils, en áskriftum að nýjum hlutum skal lokið fyrir 14. desember 2018 og skal áskriftar- verðið innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2018.“ Útilokar frá almennu útboði Þá segir í tilkynningunni að þátttaka í útboðinu útiloki hluthafa frá þátttöku í almennu útboði, nema að því marki sem ekki berist fullnægjandi áskriftir í því útboði. Kostnaður félagsins vegna hlutafjárhækkunarinnar í lokaða útboðinu og skráningar hennar er áætlaður 100 milljónir króna. Almenna útboðið verður að nafnverði 126 milljónir króna og þar verður hluthöfum, og öðrum eftir atvikum, boðið að skrá sig. Munu hluthafar hafa forgang að þessum hluta hlutafjáraukningar- innar, en þó þannig að hluthafar sem taka þátt í lokaða útboðinu skulu teljast hafa fallið frá for- gangsrétti sínum til þátttöku í al- menna útboðinu, eins og það er út- skýrt í tilkynningunni. „Skulu hinir nýju hlutir seldir að hámarki á sama gengi og boðið verður í lokaða útboðinu.“ Kostnaður félagsins vegna al- menna útboðsins og skráningar er áætlaður 50 milljónir króna. Hlutafjáraukning studd Morgunblaðið/Árni Sæberg Fólkið við stýrið Stjórn Icelandair Group fundaði með hluthöfum. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri, sést hér lengst til vinstri, þá Úlfar Steindórsson stjórnarformaður, Ómar Benediktsson varaformaður og meðstjórnendurnir Ásthildur M. Otharsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir.  Ætlað til að styrkja fjárhagslega getu Icelandair til vaxtar ● Á fyrstu 10 mánuðum ársins voru fluttar út vörur fyrir 495,3 milljarða króna en á sama tímabili nam inn- flutningurinn 640,5 milljörðum. Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 145,2 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 141,9 milljarða króna á gengi þess árs. Vöruviðskiptahallinn er því 3,3 millj- örðum meiri á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en hann var yfir sama tímabil í fyrra. Án skipa og flugvéla nam hallinn 130,4 milljörðum, sam- anborið við 130,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 61,1 milljarð króna og inn fyrir 73,2 milljarð. Þau voru því óhag- stæð um12,1 milljarð en hallinn nam 6,9 milljörðum í sama mánuði í fyrra. Vöruskiptahallinn 145,2 ma. fyrstu 10 mánuðina 1. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.0 125.6 125.3 Sterlingspund 159.63 160.41 160.02 Kanadadalur 94.03 94.59 94.31 Dönsk króna 19.014 19.126 19.07 Norsk króna 14.568 14.654 14.611 Sænsk króna 13.777 13.857 13.817 Svissn. franki 125.45 126.15 125.8 Japanskt jen 1.1022 1.1086 1.1054 SDR 172.77 173.79 173.28 Evra 141.9 142.7 142.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.7651 Hrávöruverð Gull 1226.45 ($/únsa) Ál 1931.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.12 ($/fatið) Brent ● Fjármálaeftirlitið sendi lífeyris- sjóðum dreifibréf í gærdag þar sem þeir voru sérstaklega hvattir til að gæta að netöryggi í starfsemi sinni. Samhliða útsendingunni varar stofn- unin önnur fjármálafyrirtæki við að sífellt algengara sé að fyrirtæki og aðilar á fjármálamarkaði séu skot- mörk þeirra sem reyna að svíkja fjármuni með tölvupósti. Þau svik fari oft fram með þeim hætti að sendir eru póstar í nafni innri aðila þar sem óskað er eftir millifærslu á ákveðinn reikning, eða að brotist er inn í tölvupósthólf starfsmanns til að breyta millifærsluupplýsingum sem berast í tölvupósti. Hvetur lífeyrissjóði til að gæta að netöryggi STUTT Viðbrögð markaðarins við frétt- um af viðræðum milli Indigo Partners og eiganda WOW air voru mjög misjöfn. Þannig lækk- uðu bréf Icelandair Group um 8,63% í ríflega 550 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll. Að HB Granda undanskildum, sem lækkaði um 1%, þá hækkuðu öll félög önnur í Kauphöll verulega. Mest hækkuðu bréf Festar um 11% en félagið selur WOW air eldsneyti. Þá hækkuðu Hagar um 7,56% en tilkynnt var um sam- runa félagsins við Olís eftir lokun markaða í fyrradag. Þá hækkaði Skeljungur um 6%, Eik fast- eignafélag um rúmlega 6,8% líkt og Síminn. Arion banki, við- skiptabanki WOW air, hækkaði um 3,87%. Úrvalsvísitala Kaup- hallarinnar hækkaði um 3,86% í sviptingunum og er nú nærri opnunargengi sínu í upphafi árs. Gengi krónunnar styrktist gagnvart helstu myntum í gær. Þannig styrktist hún um ríflega 2% gagnvart evru, 1,9% gagn- vart sterlingspundi og um tæp 1,5% gagnvart bandaríkjadal. Icelandair nið- ur um 8,6% MIKLAR SVIPTINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.