Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Útrýming félagslegra undirboða og brotastarfsemi á vinnumarkaði, ásamt því að tryggja áframhaldandi kaupmáttaraukningu launa og að- gerðir í húsnæðismálum var meðal þeirra krafna sem iðnaðarmanna- félögin VM, RSÍ, Matvís, Grafía, Samiðn og félag hársnyrtisveina lagði fram á fyrsta fundi sínum með SA vegna komandi kjarasamninga í gærmorgun. Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður RSÍ, segir að SA hafi tekið við kröfugerðinni og ákveðið að hefja formlegar viðræður um einstaka mál strax í næstu viku. „Við viljum tryggja ávinninginn sem náðst hefur í kjarabaráttu síð- ustu ár og aukinn kaupmátt. Það er mikilvægt að tryggja að erlendir starfsmenn njóti sömu réttinda og kjara og íslenskir starfmenn, bilið milli launa íslenskra og erlendra starfsmanna minnki og félagslegum undirboðum verði útrýmt.“ Kristján segir iðnaðarmenn leggja áherslu á að koma í veg fyrir og stöðva brotastarfsemi á vinnu- markaði og stytta tímann sem taki að úrskurða um brot. Hann segir óásættanlegt hversu langan tíma það taki nú. Krafa iðnaðarmanna sé að færa taxta nær greiddu kaupi og setja nánari skilgreiningar í kjara- samninga til að tryggja að fé- lagsmenn í iðngreinum njóti hærri launa til samræmis við aukna menntun og starfsreynslu. „Iðnaðarmenn vinna töluvert lengri vinnutíma en almennt gerist og því gerum við kröfu um styttri vinnutíma án skerðingar launa. Við tölum ekki sama tungumál og SA í þeim málum sem leggja áherslu á sveigjanlegri vinnutíma. Þetta verð- ur áskorun en við hljótum að geta talað okkur niður á ásættanlega nið- urstöðu.“ Iðnaðarmenn leggja áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu með breytingum á tekjuskattskerfinu. Áhersla á heildarvinnutíma Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að far- ið hafi verið yfir samningsáherslur Samtaka atvinnulífsins sem legið hafa fyrir í tvo mánuði eða frá því að þær voru birtar 1. október um leið og tekið var við kröfum iðnaðar- manna. „Eins og fram hefur komið í fleiri kröfugerðum eru áherslur þar sem fara ágætlega saman við samnings- áherslur SA. Við leggjum mikla áherslu á styttingu heildarvinnu- tíma og að draga úr yfirvinnu á Ís- landi og færast þannig nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum, þar sem greidd yfirvinna er 1 til 3% af launasummunni en er margfeldi af því á Íslandi,“ segir Halldór og tekur fram að samkvæmt vinnu- áætlun viðræðuaðila sé gert ráð fyr- ir að taka á stærstu málunum fyrst. Krafa um kaup- máttaraukningu  Iðnaðarmenn vilja stöðva brotastarf- semi, taxta nær greiddu kaupi og húsnæði Kristján Þórður Snæbjarnarson Halldór Benjamín Þorbergsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sífellt stærri hluti af afurðum hrossskrokkanna er seldur til Jap- ans. Ekki aðeins eru seldir vöðvar með fitusprengdu kjöti heldur hafa bæst við hrossatungur, lifur og hnakkaspik. Þá er farið að safna hrossahjörtum og það nýjasta er mænan úr hrossunum sem þykir góður forréttur í ákveðnum hér- uðum í Japan. „Molar eru líka brauð, eins og amma mín sagði,“ segir Erlendur Á. Garðarsson sem vinnur að útflutningi hrossakjöts og lambakjöts til Japans. Fyrir nokkrum árum var skila- verð á hrossakjöti til bænda komið niður í sögulegt lágmark. Þá settu samtök hrossabænda, kjötafurða- stöð KS og fyrirtækið IM ehf. upp verkefni í samvinnu við stjórnvöld um þriggja ára átak til að reyna að lífga markaðinn við og hækka verðið. Sláturfélag Suðurlands og sláturhúsið á Hellu hafa einnig tek- ið þátt í verkefninu. Besti markaðurinn í Japan „Hrossakjöt er ekki borðað víða í heiminum og besti markaðurinn er í Japan. Þar er fitusprengt hrossa- kjöt borðað hrátt og er raunar eina kjötið sem leyft er að borða hrátt. Það er með dýrasta kjöti á mark- aðnum þar,“ segir Erlendur sem er framkvæmdastjóri IM ehf. Samstarf tókst við fyrirtæki í Japan um útflutning þangað. Að- eins feit hross eru gjaldgeng fyrir þennan markað því vöðvarnir þurfa að vera fituofnir og fá bændur sem koma með þannig hross til slátr- unar aukagreiðslur. Hrossin eru feitust á haustin en leggja af yfir veturinn þannig að slátrun fyrir Japansmarkað nær aðeins fram í febrúar. Ágúst Andrésson, for- stöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir að ástand hrossanna sé mis- munandi enda eru íslensk hross ekki alin með þennan markað í huga. Upphaflega voru aðeins bestu vöðvarnir fluttir út en Japanirnir hafa fallist á að bæta við hlutum og nú eru fluttir út lær- og hrygg- vöðvar auk hluta úr frampörtum og síðu. Mikið fer einnig í afskurð og er selt á aðra markaði við lægra verði. Hrossakjöt er meðal annars selt til Ítalíu. Þá hefur aukist að hliðarafurðir séu unnar sér- staklega fyrir Japansmarkað, eins og fram kemur hér að framan. „Við erum farin að selja ansi stóran hlut af skepnunni á þokka- legu verði,“ segir Erlendur. Kjötið er flutt út ferskt með flugi. Ágúst segir að ekki sé nægur markaður hér innanlands fyrir kjöt af öllum þeim folöldum sem bænd- ur vilja slátra í haust. Markaðurinn taki við ákveðnu magni og menn vilji ekki slátra fyrir frost. Hægt væri að stækka markaðinn með því að hafa kjötið á boðstólum allt árið en bændur vilji slátra folöldunum á þessum tíma. Ekki þekkt vara á markaði Erlendur segir að nú sé unnið að því í samvinnu við hrossabændur og sláturleyfishafa að finna markað fyrir folaldakjöt. Hann segir að folaldakjöt sé hvergi þekkt vara því hrossin séu alls staðar alin lengur áður en þeim er slátrað. Hér vilji allir slátra folöldum á haustin til að þurfa ekki að ala þau yfir veturinn. „Við Íslendingar vitum að folaldakjöt er frábær vara, góð og heilnæm. Það er ekki nóg að við vitum það, við þurfum að sanna það með rannsóknum. Ef við höldum rétt á spilunum ættum við að geta gert lúxusvöru úr folaldakjötinu á nokkrum árum,“ segir Erlendur. Lambakjöt til Japans Sömu aðilar standa fyrir útflutn- ingi lambakjöts til Japans og segir Erlendur að Japanir taki því vel. Nú þegar eru veitingastaðir í Tókýó sem eingöngu selja íslenskt lambakjöt. Í fyrra voru seld um 200 tonn af frosnu lambakjöti til Japans og svipað magn í haust. Kjötið sem fer út í ár er þó meira unnið þannig að það samsvarar fleiri lömbum á fæti. Erlendur seg- ir skilaverðið með því besta sem þekkist í lambakjötsútflutningi. Borða hrossamænu í forrétt  Japanir kaupa sífellt stærri hluta af hrossskrokknum  Fitusprengt kjöt hrátt í sushi-réttum  Unnið að því að finna markaði fyrir folaldakjöt sem sælkeravöru  Ekki nógur markaður hér Ljósmynd/Erlendur Á. Garðarsson Áhugi Folaldakjötið sem Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari hanteraði á sýningarbás íslenskra kjötframleið- enda sýningunni Food Table í Tókýó vakti athygli tökuliðs frá stórri japanskri sjónvarpsstöð. Manstu eftir kapellunni sem nú er kór Hallgrímskirkju? Það eru 70 ár síðan kapellan, fyrsti hluti Hallgrímskirkju, var vígð í miðju bragga- hverfi hernámsáranna. Í kapellunni var messað og fundað, skírt, fermt, gift og jarðað og margir eiga dýrmætar minningar þaðan. Til að minnast þessa viðburðar í sögu þjóðar, borgar og kirkju verður hátíðarmessa í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 2. desember kl 11.00. Sérstaklega væri gaman að sjá þá sem hafa notið stóru stundanna í kirkjunni. Hallgrímskirkja býður upp á kaffi og afmælistertu í Suðursal að messu lokinni og einnig verður opnuð myndlistarsýning Sigurborgar Stefánsdóttur í anddyrinu á veg- um Listvinafélags Hallgrímskirkju. Allir velkomnir. Hátíð í Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja er opin alla daga frá kl. 9-17. Við svörum í síma 510 1000 og tökum vel á móti þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.