Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjúkraflutningar Fjórir voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur í alvarlegu ástandi eftir slysið í gær.
Ljósmynd/Adolf Ingi Erlingsson
Banaslys Erfiðar aðstæður voru á vettvangi slyssins.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Aðkoman að slysinu við Núpsvötn í
gær var hræðileg og aðstæður afar
erfiðar samkvæmt lýsingu við-
bragðsaðila, sjúkraflutningamanna,
hjúkrunarfræðinga og lækna hjá
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þetta kemur fram í greinargerð sem
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands,
sendi fjölmiðlum.
Tilkynning um slysið barst til
Neyðarlínunnar rétt fyrir klukkan
tíu í gærmorgun og kom þá í ljós að
jeppabifreið af Toyota Land
Cruiser-gerð hefði verið ekið í gegn-
um vegrið brúarinnar yfir Núps-
vötn. Var Suðurlandsvegur lokaður í
báðar áttir vegna slyssins um nokk-
urn tíma í gær.
Samkvæmt greinargerð Herdísar
var lögreglumaður frá Kirkjubæjar-
klaustri fyrstur á vettvang slyssins,
en hjúkrunarfræðingur frá heilsu-
gæslustöðinni þar fylgdi fljótlega í
kjölfarið. Tveir af farþegunum voru
ekki í bílnum þegar lögreglumaður-
inn kom að slysstaðnum. Náðist
fljótlega að losa tvo einstaklinga til
viðbótar úr bílnum, en annar þeirra
var þá þegar látinn. Hinir þrír voru
rígfastir í jeppanum og mjög illa
slasaðir.
Í greinargerð Herdísar kemur
fram að fáliðað hafi verið um tíma á
vettvangi en að fljótlega hafi bæst í
hóp lögreglumanna, heilbrigðis-
starfsmanna, sjúkraflutningamanna
og björgunarsveitarfólks ásamt
slökkviliði með tækjabúnað.
Tók að sögn Herdísar töluverðan
tíma að koma búnaði að vettvangi
slyssins, og var það að sögn lögreglu
vegna árbakkanna. Þá tók umtals-
verðan tíma að ná hinum slösuðu úr
jeppanum, en hann var afar illa far-
inn. Verulega tók á alla hlutaðeig-
andi björgunaraðila að sjá hversu
illa fólkið var slasað og var því boðað
til sérstaks fundar með sálfræðingi í
Vík í Mýrdal í gær.
Níu banaslys á þremur árum
Slysið í gær er níunda banaslysið
á hringveginum á Suðurlandi á síð-
ustu þremur árum, en tólf manns
hafa látist í þeim. Þá var í gær liðið
nákvæmlega eitt ár frá því að tvennt
lést þegar rúta fór út af veginum
vestan við Hunkubakka, með 44 kín-
verska ferðamenn innanborðs.
Herdís vekur athygli á því í
greinargerð sinni að nauðsynlegt sé
að skoða „hvernig má styrkja bjarg-
ir á þessu svæði með sívaxandi um-
ferð ferðamanna og fara yfir búnað
og bjargir á fjölsóttasta ferða-
mannasvæði á Íslandi“.
Þá vakti Herdís athygli á að á
sama tíma og þetta erfiða útkall var
hefðu fjögur önnur erfið bráðaútköll
verið hjá sjúkraflutningamönnum í
umdæmi Suðurlands. „Því má lítið
út af bregða til að mikið álag skapist
hjá viðbragðsaðilum í framlínunni
hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands,“
sagði Herdís sem þakkaði jafnframt
öllum hlutaðeigandi fyrir fumlaus og
fagleg vinnubrögð.
Senda þurfti fjóra slökkviliðs-
menn og einn sjúkrabíl frá höfuð-
borgarsvæðinu á Suðurland vegna
álagsins og sagði Jón Viðar Matt-
híasson, slökkviliðsstjóri á höfuð-
borgarsvæðinu við mbl.is í gær að
ekki hefði verið vanþörf á. Sagði
hann að hringt væri út eftir sérstöku
kerfi þegar svona kæmi upp á og að
menn væru duglegir að koma af frí-
vaktinni þegar þörf krefði.
Fann ekki fyrir hálku á brúnni
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögu-
maður sagði í samtali við mbl.is í
gær að aðkoman hefði verið hræði-
leg. „Bíllinn var mjög illa farinn eftir
að hafa flogið fram af brúnni og
steypst þarna niður,“ sagði Adolf.
Þegar hann hefði komið að hefði
fernt verið utan við bílinn, eitt þeirra
látið og þrjú enn föst í bílnum, tvö
þeirra sennilega látin. „Þetta var
bara ömurleg aðkoma,“ bætti hann
við.
Adolf Ingi sagði einnig að hann
hefði ekki fundið fyrir neinni hálku á
brúnni, en hann var á ferð með 19
ferðamenn í eigin bifreið þegar hann
kom að slysstað. „Ég get varla
ímyndað mér hvað hefur gerst sem
verður til þess að hann missir stjórn
á bílnum það harkalega að hann fari
í gegnum vegriðið bara á miðri
brúnni,“ sagði Adolf.
Erfiðar
aðstæður
á vettvangi
Heimild: Samgöngustofa
2017 1. júní Vest-
an við Freysnes
✝ einn látinn
2016 17.
september Við
Sólheimasand
✝ einn látinn
2018 4. apríl Á móts við
Höfðabrekku ✝ einn látinn
2016 20. júní Vest-
an við Reynisfjall
✝ einn látinn
2017 27. desember
Vestan við Hunku-
bakka ✝ ✝ tvö látin
2018 27. desember
Brú yfir Núpsvötn
✝ ✝ ✝ þrír látnir
2016 30. október
Við Fagurhólsmýri
✝ einn látinn
2018 16. maí
Vestan við Land-
eyjahafnarveg
✝ ein látin
Banaslys á Suðurlandsvegi 2016-2018
2018 11. janúar Við Bitru
í Flóa ✝ einn látinn
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Níu banaslys hafa orðið á Suður-
landsvegi á síðustu þremur árum
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Veður víða um heim 27.12., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Hólar í Dýrafirði 5 súld
Akureyri 2 rigning
Egilsstaðir -1 skýjað
Vatnsskarðshólar 6 alskýjað
Nuuk -2 skúrir
Þórshöfn 6 þoka
Ósló 0 þoka
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki 0 súld
Lúxemborg 0 þoka
Brussel 2 heiðskírt
Dublin 9 súld
Glasgow 9 alskýjað
London 5 þoka
París 0 þoka
Amsterdam 4 heiðskírt
Hamborg 6 súld
Berlín 5 súld
Vín 6 heiðskírt
Moskva -8 snjókoma
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 16 alskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 7 léttskýjað
Winnipeg -14 skýjað
Montreal -12 léttskýjað
New York 5 heiðskírt
Chicago 4 rigning
Orlando 24 léttskýjað
28. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:37
ÍSAFJÖRÐUR 12:08 15:01
SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:42
DJÚPIVOGUR 11:01 14:57
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag SV 8-15 og él, en hægari og léttskýjað
A-til. Frost 0-7 stig en frostlaust S- og V-til.
Á sunnudag Austanátt 5-13 m/s. Snjór N- og V-til
og frost 0-5 stig, en regn S- og A-lands og 0-5 stig.
Suðvestan 8-15 og él en léttskýjað norðaustan- og austantil á landinu. Heldur kólnandi,
yfirleitt vægt frost í kvöld en frostlaust með suður- og vesturströndinni.
Banaslysið við Núpsá
Allir farþegarnir sjö voru með
breskt ríkisfang en af ind-
verskum ættum og fjölluðu
flestir breskir fjölmiðlar um
slysið á fréttavefjum sínum í
gær. Breska ríkisútvarpið BBC,
dagblöðin The Guardian og
Daily Telegraph, ásamt sjón-
varpsstöðinni Sky News voru á
meðal þeirra sem fjölluðu um
slysið.
Var í umfjöllun miðlanna far-
ið nokkuð yfir hinar erfiðu að-
stæður sem voru á vettvangi
slyssins auk þess sem rætt var
við helstu viðbragðsaðila sem
og Adolf Inga Erlingsson leið-
sögumann sem var einna fyrst-
ur á vettvang.
Mikið fjallað
um slysið
ERLENDIR FJÖLMIÐLAR