Morgunblaðið - 28.12.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is
Bestu Jóla og
Nýárskveðjur
Björn Bjarnason fjallar umákvörðun Japana um að segja
sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og
hefja veiðar í við-
skiptaskyni út frá
reynslu Íslands.
Fyrst sætti alþingi
sig við veiðibann
ráðsins, en síðan
skapaðist samstaða
um að segja sig úr
því: „Tilgangurinn
með úrsögn úr ráðinu var að skjóta
sér undan þeirri ákvörðun og jafn-
framt var sagt að komið yrði á fót
nýjum samtökum ríkja við Norður-
Atlantshaf, NAMMCO. Innan þeirra
gætu Íslendingar fengið lögmæti fyr-
ir að hefja hvalveiðar að nýju.
Seint og um síðir opnuðust augu al-þingismanna fyrir því hve vitlaus
úrsögnin úr [ráðinu] var. NAMMCO
dugði ekki til að skapa lögmæti fyrir
hvalveiðum Íslendinga að nýju. Þá
var ákveðið að ganga að nýju í Al-
þjóðahvalveiðiráðið, með fyrirvara
gegn hvalveiðibanninu. Úrsögnin
hafði þann eina kost að gera alþingi
kleift að breyta fyrri samþykkt sinni.
Síðan var tekin ákvörðun um að leyfa
hvalveiðar, þrátt fyrir miklar hrak-
spár um eyðileggingu fiskmarkaða
og hræðslu í ferðaþjónustu við minni
umsvif. Sagan af samskiptunum við
Alþjóðahvalveiðiráðið sýnir að í
hvalamálinu tók þingið tvær vitlausar
ákvarðanir sem bjargað var með
einni réttri að lokum.
Það verður forvitnilegt að sjáhvernig Japönum vegnar utan
hvalveiðiráðsins og hvort staða
þeirra þar ýtir undir kaup þeirra á
hvalaafurðum héðan. Þrátt fyrir
hvalveiðar Hvals hf. hefur ferða-
mönnum hingað fjölgað jafnt og þétt
og sé hvalveiðunum mótmælt fer ekki
hátt um það. Þær skapa hins vegar
vandræði í diplómatískum sam-
skiptum við Bandaríkjastjórn því að
hömlur eru á ferðaheimildum hátt-
settra bandarískra embættismanna
til hvalveiðilanda.“
Björn Bjarnason
Úrsögn Japana úr
hvalveiðiráðinu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Frá því um miðjan október á þessu
ári hefur inflúensa A verið staðfest
hjá 37 einstaklingum. Nokkrir þeirra
sem hafa greinst eru ferðamenn sem
smituðust erlendis en flestir ein-
staklingar hafa smitast hér á landi.
Þetta kemur fram
í fréttatilkynn-
ingu frá sótt-
varnalækni.
„Þetta byrjar allt-
af á þessum tíma
árs en inflúensan
er heldur fyrr á
ferðinni núna en
hún hefur verið,
það munar
kannski tveimur
vikum,“ segir Þór-
ólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Í viku 50 voru samtals 39 sjúkling-
ar með inflúensulík einkenni sem leit-
uðu til heilsugæslunnar og á bráða-
móttökur. „Við vitum ekki mikið um
hvað hefur gerst núna um jólin því
okkar tölur byggjast á greiningum
frá heilsugæslunni og spítalanum
líka. Það dettur alltaf niður yfir hátíð-
arnar,“ segir Þórólfur. Hann segir
mun fleiri tilfelli af inflúensu A í ár en
í fyrra en þá var inflúensa B algeng-
ari.
„Þetta er aðeins öðruvísi heldur en
var í fyrra, þetta er fyrr á ferðinni, en
þegar inflúensu-tímabilið í fyrra var
gert upp, þá voru flestar inflúens-
urnar af tegund B sem er óvenjulegt.
Núna virðist þetta vera þessi H3 sem
er hluti af A. Þetta virðist vera aðeins
öðruvísi en það er ómögulegt að segja
því þetta á eftir að fara á flug. Það er
líka ekki mikið að gerast í Evrópu.
Faraldurinn á eftir að skella á með
þunga á næstu vikum.“
Bóluefnin virka misvel
Þórólfur segir helsta mun á A og B
vera hversu virkt bóluefnið gegn
þeim er. „Bóluefnið hefur virkað best
gegn H1 og H3 og oft verst gegn B en
virkaði þó þokkalega gegn B í fyrra.
Þannig að maður er oft að vona að
þetta sé frekar B eða H1, þá er bólu-
efnið betra.“ Þá hefur RS veiran ver-
ið að láta til sín taka en samkvæmt
upplýsingum frá veirufræðideild
Landspítalans hefur 41 einstaklingur
greinst með RS veiru. „Hún er oft
erfiðust hjá litlum krökkum og getur
lagst þungt á lítil börn. Það er ekki til
bóluefni gegn þessari RS veiru.“
Inflúensan fyrr á
ferðinni en áður
Fleiri að greinast með Inflúensu A
Þórólfur
Guðnason
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ófærð II, hóf göngu sína á RÚV, ann-
an dag jóla. Á samfélagsmiðlum og
manna í millum hefur verið kvartað yf-
ir óskýru hljóði í fyrsta þætti.
„Við sannreyndum hljóðið vel og
vandlega fyrir og eftir útsendingu,
bæði hljóðblöndun og útsendingar-
styrk og fundum ekkert athugavert.
Með öðrum orðum þá er allt eins og
það á að vera,“ segir Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri sjónvarps,
og bætir við að nær undantekningar-
laust berist athugasemdir vegna hljóðs
eða að samtöl heyrist ekki né skiljist
nægjanlega vel þegar boðið er upp á
leikið íslenskt efni.
„Það virðist sem fólk eigi erfiðara
með að horfa á og skilja leikið efni án
texta. Það sama gerist iðulega á
Norðurlöndunum þegar boðið er upp á
leikið norrænt efni án texta, þá berast
reglulega athugasemdir vegna hljóðs-
ins og að samtöl skiljist illa. DR hefur
staðfest við okkur að þeir fái reglulega
kvartanir yfir þessu í dönsku leiknu
þáttaröðunum og þeirra skýring er að
danskir áhorfendur séu einfaldlega
óvanir því að horfa á leikið efni án
texta, jafnvel þótt það sé á dönsku og
eigi þar með að skiljast,“ segir Skarp-
héðinn og bendir á að hægt sé að velja
íslenskan texta á bls 888 í textavarpinu
og íslenskan texta í spilara RÚV.
Kvartað yfir óskýru hljóði í Ófærð
Iðulega gerðar athugasemdir um að samtöl skiljist illa í leiknu norrænu efni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ófærð Spennandi þættir á RÚV.